Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 108

Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 108
88 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Enski boltinn fer á fullt eftir landsleikjahléið í dag. Topp- baráttan er heldur betur orðin hörð. Liverpool sækir Fulham heim á Craven Cottage í dag en þar missteig lið Manchester United sig hrapallega á dögunum. Með sigri í dag fer Liverpool á toppinn en Unit- ed gæti endurheimt toppsætið með sigri á Aston Villa á sunnudag. Liverpool er búið að vinna þrjá leiki í röð og er það í fyrsta skipti síðan í október sem liðið kemst á slíkt flug. Liðsmenn Fulham mæta eflaust til leiks með sjálfstraustið í lagi eftir magnaðan sigur á Unit- ed í síðasta heimaleik sínum. Ful- ham er þess utan búið að vinna tvo leiki í röð. Liðinu hefur ekki tekist að vinna þrjá leiki í röð síðan það bjargaði sér frá falli á ævintýra- legan hátt á síðustu leiktíð. Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki verið eins spenntir fyrir leik í háa herrans tíð enda stýrir uppá- hald stuðningsmannanna, Alan Shearer, liðinu í fyrsta skipti í dag. Það hefur lengi verið draumur stuðningsmannanna að sjá Shear- er í brúnni og nú er loksins komið að því. Newcastle er í fallsæti og Shearer byrjar á því erfiða verk- efni að spila á móti Chelsea. „Chelsea er lið með heimsklassa- leikmenn og reyndan, frábæran stjóra. Þetta er lið á mikilli sigl- ingu. Þetta er samt frábær leikur fyrir okkur á þessum tímapunkti. Ég sætti mig ekki við það viðhorf að fólk telji okkur ekki eiga mögu- leika í þessum leik. Við verðum að fá eitthvað úr þessum leik eða hætta á að lenda fimm stigum á eftir keppinautum okkar,“ sagði Shearer. Hollendingurinn Guus Hiddink, stjóri Chelsea, gerir sér fyllilega grein fyrir því að það verði enginn hægðarleikur að taka öll stigin frá St. James´s Park um helgina enda verði lið Newcastle líklega allt annað lið en í síðustu leikjum. „Það vita allir hvaða stöðu liðið er í og það verða viðbrögð frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum vegna nýjustu tíðinda,“ sagði Hidd- ink. „Við búumst við erfiðum leik og gríðarlegum baráttuanda hjá heimaliðinu. Ég ber mikla virðingu fyrir Shearer. Ég þekki hann sem leikmann. Hann er mikill karakter sem mun smita leikmenn sína bar- áttuanda.“ henry@frettabladid.is Liverpool getur komist í toppsætið á nýjan leik Liverpool getur klifrað í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, í að minnsta kosti 22 tíma, á nýjan leik í dag. Þá þarf liðið að gera það sem Man. Utd tókst ekki – að vinna Fulham á Craven Cottage. Spenna fyrir fyrsta leik Shearers. TREYSTA Á SHEARER Stuðningsmenn Newcastle treysta á að goðsögnin Alan Shearer bjargi liðinu frá falli. Fyrsta verkefni Shearers er í dag þegar Chelsea kemur í heim- sókn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGESENSKI BOLTINN Laugardagur: Arsenal - Manchester City Blackburn - Tottenham Bolton - Middlesbrough Fulham - Liverpool Newcastle - Chelsea West Bromwich Albion - Stoke West Ham - Sunderland Sunnudagur: Everton - Wigan Manchester United - Aston Villa HESTAR Eyjólfur Þorsteinsson heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild VÍS en hann vann fimmganginn á fimmtudag á Ögra frá Baldurshaga. Sigurbjörn Bárðarson var annar á Stakk frá Halldórs- stöðum og Viðar Ingólfsson og Segull frá Miðfossum hrepptu bronsið. Eyjólfur er sem fyrr efstur í stigakeppninni. Hann er nú kom- inn með 41 stig, ellefu stigum meira en gamla brýnið Sigur- björn Bárðarson sem skaust í annað sætið með fínum árangri í fimmganginum. Hinrik Bragason er svo þriðji með 28 stig og Sigurðar Sigurðar- son fjórði með 27 stig. - hbg Meistaradeild VÍS: Aftur sigur hjá Eyjólfi FLOTTIR Eyjólfur og Ögri frá Baldurshaga sjást hér í fimmgangskeppninni. MYND/ÖRN KARLSSON Merktir stuðnings- menn fá stóran bjór þegar þeirra lið skorar! Fótbolti og stór bjór 14.00 11.45 16.30 15.00 Leikir helgarinnar: Laugardagur Blackburn - Tottenham Newcastle - Chelsea Fulham - Liverpool Sunnudagur Man. Utd - Aston Villa Auglýsingasími – Mest lesið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.