Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 114
94 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skraf, 6. í röð, 8. nögl, 9. gogg, 11. í röð, 12. toga, 14. sveigur, 16. verkfæri, 17. ílát, 18. mál, 20. gjaldmiðill, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. nálægð, 3. í röð, 4. dagatal, 5. uppistaða, 7. sjúkdómur, 10. skip, 13. gifti, 15. flóki, 16. sóða, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. hjal, 6. áb, 8. kló, 9. nef, 11. mn, 12. draga, 14. krans, 16. al, 17. fat, 18. tal, 20. kr, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. nánd, 3. jk, 4. almanak, 5. lón, 7. berklar, 10. far, 13. gaf, 15. strý, 16. ata, 19. lm. Frosti Logason, gítarleikarinn geð- þekki úr Mínus og annar dagskrár- stjóra X-ins, stundar nám sitt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands af miklu kappi. Frosti hefur jafnframt tekið félagslífið í háskólanum með trompi og bauð sig fram til for- mannsembættis Politica, félags stjórnmálafræði- nema. Ekki var að sökum að spyrja, Frosti hafði sigur og var lýstur réttkjörinn formaður félagsins á fimmtudagskvöldið. Má fastlega búast við því að mikið rokk hlaupi nú í félagsstarfið. Hinn sérlegi saksóknari efnahags- hrunsins, Ólafur Hauks- son, er mikill veiðimaður eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ólafur gaf sér tíma frá rannsóknarstörfun- um fyrr í vikunni til að renna fyrir fisk í Varmá. Og viti menn, saksóknar- inn krækti í fjóra væna sjóbirtinga. Eins og kemur fram hér framar í blaðinu ráðast úrslitin í Gettu betur í kvöld. Tæknimenn RÚV hafa verið nokkuð áberandi í útsendingum og þeim hefur jafnvel tekist að gera óspennandi viður- eignir spennandi þegar bjöllur, tími og skjáir hafa bilað í beinni útsend- ingu og fólk hefur nánast getað greint þandar taugar keppenda. Hins vegar vita færri að sérlegur eftirlitsdómari situr í hljóðstjórn keppninnar og reynir að sjá til þess að allt fari „löglega“ fram hvað keppnina sjálfa varðar. Hann er svo sannar- lega eldri en tvævetur í Gettu betur, heitir Stefán Pálsson og hefur bæði verið keppandi og dómari og þekkir því keppnina út og inn. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælis- veislu með hnallþórum, afmælis- söngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljós- myndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flest- um hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undan- tekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöru- borðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld,“ skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gang- andi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venju- lega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu,“ segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá held- ur af því sem fer framhjá fólki.“ Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepn- unni,“ eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is KÁRI STEFÁNSSON: SÝNIR FJÖRUMYNDIR Í NORRÆNA HÚSINU Listrænn Kári fagnar sex- tugu með ljósmyndasýningu „Ég hef bara verið með svona draslhunda sem enginn annar vildi, bæði blendinga og hreinræktaða, en það voru vandræðahundar sem stöldruðu stutt við hjá mér. Það var draumurinn að fá góðan hund svo ég lét bara verða af því,“ segir Jón Gnarr, sem fékk hundinn Tobba fyrir mánuði síðan. „Þetta er border terrier, eins hundur og er í mynd- inni There‘s Something about Mary og var frægur þar í gipsi. Þetta er frábær hundategund, bæði skemmtilegt að þjálfa þá og þeir eru góðir á heimili. Við vorum búin að panta hvolp úr fyrsta goti rækt- andans af þessari tegund, en það verða oft erfiðleikar í fyrsta goti svo það köfnuðu allir hvolparnir í fæð- ingu nema Tobbi,“ útskýrir Jón. Hann segir Tobba gott eintak af hreinræktuðum hundi og aðspurður segist hann ætla með hann á þjálfunarnámskeið. „Ég er örlítið byrjaður að þjálfa hann, en ég ætla að fara með hann á öll námskeið sem eru í boði.“ Fram undan eru annasamir tímar hjá Jóni, því í byrjun maí hefjast tökur á Fangavaktinni sem hann er nú í óða önn að æfa fyrir. Auk þess undirbýr hann kvikmyndina Bjarnfreðarson sem verður tekin upp seinna í sumar. „Þetta er svona vertíð, eins og að vera í verbúð þar sem maður vinnur tólf til fimmtán tíma á dag. En ég ætla að reyna að taka Tobba eins mikið með mér og mögulegt er, hann er mjög þægilegur og skemmtilegur,“ útskýrir Jón sem hefur verið að safna skeggi fyrir tökurnar á Fangavaktinni. „Ég er búinn að vera að safna skeggi síðan í febrúar og finnst það leiðinlegt. Mér finnst ég líka ljótur með skegg, eins og ég er ofboðslega fallegur,“ segir hann og brosir. - ag Jón Gnarr fékk draumahundinn SKEGGJAÐIR FÉLAGAR Jón Gnarr er ánægður með hundinn sinn Tobba sem hann fékk fyrir einum mánuði, en hann er hreinræktaður border terrier. María Björk Óskarsdóttir Aldur: 41 árs Starf: Eigandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Nýttu kraftinn. Fjölskylda: Gift Þór Sigurgeirssyni, viðskiptastjóra hjá Verði. Þau eiga þrjár dætur: Söru Bryndísi, Örnu Björk og Mörtu Sif. Foreldrar: Óskar Friðþjófsson, hárskeri, og Bryndís Svavarsdóttir, bankastarfsmaður, bæði látin. Búseta: Seltjarnarnes. Stjörnumerki: Ljón. María Björk hefur stofnað fyrir- tækið Nýttu kraftinn ásamt Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, til stuðnings atvinnulausum. LJÓÐ EFTIR KÁRA STEFÁNSSON Þegar saltvatnið hverfur og skilur steinana eftir nakta í sólinni í stað þess að klappa þeim með taktföstum bárum breiðir þangið úr sér og í angist sinni bíður flóðsins í fjörunni og býr til myndir handa þeim með auga fyrir þess háttar glingri LÍTIL MEISTARAVERK Kári hefur farið í sérstakar ferðir niður að fjöruborðinu og reynt að koma auga á það sem jafnan fer framhjá manni niðri við sjó. GLÆSILEG SÝNINGARSKRÁ Sýning- arskráin gefur sterklega til kynna að Kári hafi næmt auga fyrir smáatriðum en í henni er einnig að finna ljóð eftir hann sjálfan. „Við höfum fylgst með þessum gríðarlega áhuga sem er á þess- ari keppni almennt og þegar ljóst var að RÚV myndi ekki hopa með sína ákvörðun var bara ákveð- ið að slá til enda er þetta vin- sælt sjónvarpsefni,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 og AM Events, sem sjá um skipulagningu söng- keppni framhaldsskólanna, náðu í gær samkomulagi um að sýna beint frá keppninni á Akureyri í opinni dagskrá. „Þetta er bara tilhlökkunarefni fyrir okkur,“ segir Pálmi og bætir því að þeir setji ekki fram neinar kröfur um að lögin séu stytt eða eitthvað í þá veru. Einar Ben. hjá AM Events sagð- ist í samtali við Fréttablaðið vera himinlifandi yfir þessari niður- stöðu. „Ég held að ég mæli fyrir munn allra sem koma að þessari keppni að þetta eru mikil gleðitíð- indi og þetta verður mun glæsi- legra en mörg undanfarin ár.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá í þessari viku ákvað RÚV að sýna ekki frá Söng- keppni framhaldsskólanna eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta olli mikilli reiði meðal framhaldsskólanema og í kjölfar- ið var stofnuð Facebook-áskor- endasíða þar sem hátt í tíu þúsund manns skoruðu á RÚV að endur- skoða þessa ákvörðun sína enda væri þetta vinsælt sjónvarpsefni meðal ungra sem aldinna. Hvorki Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri RÚV, né Páll Magn- ússon sjónvarps- stjóri voru reiðu- búnir að skipta um skoðun en til greina kom að taka eitt- hvert efni upp og sýna seinna. Hins vegar geta fram- haldsskóla- nemendur nú tekið gleði sína á ný og hlakk- að til 18. apríl þegar keppn- in fer þar fram. - fgg Stöð 2 bjargar Söngkeppni framhaldsskólanna SÖNGKEPPNIN SÝND Í BEINNI ÚTSENDINGU Pálmi Guð- mundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að útsend- ingin verði í opinni dagskrá og því geti framhaldsskóla- nemendur tekið gleði sína á ný. Sigurður Þór Óskarsson vann keppnina í fyrra. Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.