Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRIDSSKÓLINN Innritun á vorönn Byrjendur: Hefst 22. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Framhald: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. -------------------------------------------------------------------------- • Bridsskólinn hefur starfað samfellt í 30 ár. • Kennt er yfir vetrarmánuðina, á haustönn og vorönn, og eru alltaf í boði námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt námskeið fyrir þá sem vilja auka kunnáttuna. • Hvert námskeið stendur yfir í 10 kvöld, einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. ------------------------------------------------------------------------- Upplýsingar og innritun í síma 564-4247 á milli kl. 13 og 18 daglega. Sjá einnig á Netinu: Bridge.is undir “fræðsla”. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 2. 1. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Aldrei fleiri keppendur í Gamlárshlaupi ÍR >> 4 KARFA UM ÁRAMÓT AMARE STOUDEMIRE OG STEVE NASH VORU BÁÐIR SJÓÐHEITIR ÞEGAR PHOENIX LAGÐI DETROIT >> 4 „Við fengum fjölmörg marktækifæri sem ekki nýttust en ég get ekki annað en dáðst að seiglunni í leikmönnum Newcastle sem verðskulduðu stig- ið. Við hefðum átt að sigra en spiluðum ekki eins vel og að undanförnu, vegna þess að þeir létu okkur ekki komast upp með það. Baráttan um meistaratitilinn er enn að harðna en við teljum okkur tilbúna í þann slag og bæði við og Chelsea eigum eftir að tapa stigum í þessari baráttu,“ sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man- chester United eftir leikinn. Paul Scholes skoraði bæði mörkin fyrir United í gær með hörkuskotum rétt utan vítateigs. Þau komu sitt hvorum megin við leikhlé, eftir að James Milner hafði komið Newcastle yfir með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Nítján ára piltur frá Kanada, David Edgar, var síðan hetja New- castle því hann skoraði jöfnunarmark liðsins, 2:2, einnig með skoti af 20 metra færi, þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti leikur Edgars í byrjunarliði Newcastle. Manchester United sótti mun meira í leiknum og átti 22 skot að marki Newcastle. Heimaliðið skaut átta sinnum að marki United og hitti á markið í öll skiptin. United varð fyrir áfalli í leiknum því sóknar- maðurinn Louis Saha, sem hefur skorað átta mörk fyrir liðið í deildinni í vetur, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Saha tognaði í nára og verður frá keppni í minnst tvær vikur. Reuters Jafntefli Paul Scholes fagnar ásamt Cristiano Ronaldo eftir að hafa skorað annað marka sinn í leiknum gegn Newcastle á St. James’ Park í gær. MANCHESTER United er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli, 2:2, við Newcastle á útivelli í gær. Englandsmeistarar Chelsea gætu minnkað for- skot United niður í fjögur stig í kvöld þegar þeir sækja Aston Villa heim. Það er þó sýnd veiði en ekki gefin fyrir leikmenn Chelsea sem hafa ekki leikið vel eftir að fyrirliðinn John Terry meidd- ist og þeir hafa fengið á sig átta mörk í síðustu fjórum leikjum sínum án hans. Mörk Scholes nægðu ekki HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur ekki með Charlton í kvöld þegar liðið sækir Arsen- al heim í ensku úrvalsdeild- inni. Hermann þarf að taka sér hvíld í tvær til þrjár vikur vegna meiðsla í hné sem hafa angrað hann að undanförnu. Þetta lá fyrir á milli jóla og nýárs en Alan Pardew, knatt- spyrnustjóri West Ham, lagði hart að Hermanni að spila gegn Aston Villa á laugardag- inn. Hermann var sprautaður vegna meiðsl- anna fyrir leikinn og í hálfleik og náði að spila allan tímann. Það skilaði árangri því á lokamín- útu leiks- ins lagði Hermann upp sigur- mark Charlton, 2:1, með því að vinna skallaeinvígi af miklu harðfylgi og skalla boltann á Bryan Hughes sem skallaði hann í netið. Auk leiksins við Arsenal missir Hermann af bikarleik gegn Nottingham Forest á laugardaginn kemur og ólík- legt er að hann nái næsta deildarleik sem er heima gegn Middlesbrough 13. janúar.  Rúrik Gíslason, ung- lingalandsliðsmaðurinn hjá Charlton, er í 17 manna hópi sem í gær var tilkynntur fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld. Hermann Hreiðarsson Hermann úr leik næstu tvær til þrjár vikurnar Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÓLAFUR Ingi Skúlason, leik- maður enska knattspyrnu- liðsins Brentford, hefur kom- ist að samkomulagi við félagið um að geta farið frá því án kaupverðs nú í jan- úarmánuði. Brentford situr á botni 2. deildar og glímir við gífurlega fjárhagsörðug- leika. Ólafur Ingi er í hópi launahæstu leikmanna fé- lagsins og er einn af fimm sem fá að yfirgefa Brentford á sömu forsendum. Ólafur, sem er 23 ára gam- all miðjumaður, hefur verið í röðum Brentford í hálft ann- að ár en félagið fékk hann frá Arsenal sumarið 2005. Hann missti nánast alveg af síðasta tímabili eftir að hann sleit krossband í ágústmánuði en hefur leikið talsvert í vetur. Ekki þó í undanförnum leikj- um. „Nei, ég hef ekki verið í leikmannahópnum í síðustu leikjum, eftir að ljóst varð að ég væri á förum frá félaginu. Liðið er í mikilli botnbaráttu og þar með eru áherslurnar orðnar gjörbreyttar, það er lítið reynt að spila fótbolta og þjálfarinn vill bara vera með miðjumenn sem hlaupa og tækla. Nú ætla ég að skoða mína möguleika mjög vel, reyna að komast úr þessari deild eða þá í lið í toppbarátt- unni. En málið er á byrjunar- stigi og ég er opinn fyrir öllu,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið í gær. Ólafur Ingi fær að fara frá Brentford án greiðslu „Það var mikilvægt fyrir okkur að ná loks þremur stigum á ný og þau eru kærkomin því nú höldum við okkur í efri hlutanum í deild- inni. Stefnan er að halda okkur áfram á þessu róli, við erum komnir með 30 stig þegar deild- in er rétt rúmlega hálfnuð. Við teljum okkur þurfa að komast í 40–44 stig til að vera alveg öruggir með sætið í deildinni og svo sjáum við til eftir það,“ sagði Brynjar. Hann fór af velli undir lok leiksins en þá hafði Reading notað allar sínar skiptingar. „Ég fann fyrir verk aftan í lærinu og tók enga áhættu, enda staðan ansi örugg. Ég hef senni- lega tognað aðeins, vonandi er þetta ekkert al- varlegt svo ég geti spilað gegn Burnley í bik- arnum um næstu helgi,“ sagði Brynjar. Liðsheildin virkar ekki hjá West Ham Eggert Magnússon og Björgólfur Guð- mundsson fylgdust með leiknum þungir á brún og Brynjar sagði að þeir ættu greinilega erfitt verk fyrir höndum hjá West Ham. „Það þarf greinilega að rífa lið þeirra upp en það er nóg eftir og þeir eiga góða möguleika á að halda sér uppi. Það verður samt erfið bar- átta, West Ham er með góða leikmenn en liðs- heildin virðist ekki virka, og það er erfitt að eiga við slíkt, sama hver þjálfarinn er,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson. » 3 „Frábært að sjá hann í netinu“ „ÞAÐ var frábært að sjá á eftir boltanum í netið og markið var mikilvægt, við náðum forystunni með því, og eftir það virtist nán- ast allt ganga upp,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær. Hann skoraði þá sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og kom Reading á bragðið í stórsigri á West Ham, 6:0. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/35 Veður 8 Bréf 30 Viðskipti 14 Minningar 36/38 Úr verinu 14 Leikhús 42 Erlent 16 Dagbók 45/49 Menning 18, 40/43 Staður og stund 46 Vesturland 20 Víkverji 48 Daglegt líf 22/24 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Sölvi Axelsson slapp naumlega í sprengjutilræði í Bangkok á gaml- árskvöld. Níu sprengjur sprungu í borginni þetta kvöld. Þrír dóu og hátt á fjórða tug slasaðist, að því er erlendar fréttastofur herma. Sölvi telur að mun fleiri hafi slasast og farist. » Forsíða  Margt bendir til að fjölskyldulífið eigi nú erfiðara uppdráttar en löngum áður, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en þessi skoðun hans kom fram í ára- mótaávarpi hans. Sagði hann þar jafnframt að hinn langi vinnudagur tæki toll og að börnin bæru kostn- aðinn í ríkum mæli. » 26  Góður árangur náðist í við- ræðum stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoða um lífeyrissjóðsmál á gamlársdag og verður þeim haldið áfram í dag. Mik- il umferð er á íslenska flugstjórn- arsvæðinu en engin truflun hefur verið á flugi til og frá landinu. » Forsíða  Biskup Íslands sagði í nýárs- predikun sinni í gær að dauðaslysin í umferðinni væru ægileg blóðtaka sem helst mætti líkja við hamfarir. Hann vék einnig að stríðinu í Írak og sagði aftöku Saddams Husseins einn viðbjóðslega þáttinn í ömurlegri at- burðarás Íraksstríðsins. » Baksíða  Sala Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg eru stærstu mistök sem gerð hafa verið í heilbrigð- iskerfinu, segir Reynir Tómas Geirs- son, sviðsstjóri kvennasviðs LSH, en hann kveðst engan heilbrigðisstarfs- mann þekkja sem hafi verið hlynnt- ur sölunni. Reynir Tómas segir ákvörðunina um sölu hússins hafa verið furðulega en starfsfólk hafi ekki verið látið vita sérstaklega. » Baksíða Erlent  Nýr samningur Rússa og Hvít- Rússa um verð á jarðgasi frá Rúss- landi til Hvíta-Rússlands var und- irritaður tveimur mínútum fyrir miðnætti á gamlárskvöld. » Forsíða  Öllum samskiptum ríkisstjórnar Spánar við fulltrúa ETA, aðskiln- aðarhreyfingar Baska, var slitið í kjölfar sprengjutilræðis á flugvell- inum í Madríd. » 16  Íraskir embættismenn segja að aftaka Saddams Husseins, fyrrver- andi forseta Íraks, hafi ekki verið hefnd heldur hafi réttlætið náð fram að ganga með þessum hætti. Ráð- gjafi forseta Íraks hefur harmað að birt hafi verið á Netinu myndskeið þar sem m.a. sést hvar böðlar Sadd- ams ögra honum. » 16 Viðskipti  Halli var á vöruskiptum við út- lönd fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs upp á rúma 122 milljarða króna. Fluttar voru út vörur fyrir 213 millj- arða en inn fyrir rúma 335 milljarða króna. eftir sama tíma árið 2005 var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 95 milljarða. » 14 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „BYRGIÐ hefur aldrei sett fólk á götuna, heldur tekið fólk af göt- unni. Við látum þetta ekki hafa nein áhrif á það,“ sagði Jón Arnarr Ein- arsson, forstöðumaður Byrgisins líknarfélags ses. Hann sendi út fréttatilkynningu á gamlársdag og lýsti furðu sinni yfir að ríkisend- urskoðandi skyldi hafa tilkynnt í fréttatíma Ríkissjónvarpsins kvöld- ið áður að félagsmálaráðuneytið hefði að sinni ósk ákveðið þann 29. des. s.l. að stöðva greiðslur til Byrgisins þar til niðurstöður rík- isendurskoðunar á fjárreiðum Byrgisins lægju fyrir. Jón segir að Byrginu hafi ekki borist nein tilkynning frá ráðuneyt- inu um stöðvun greiðslna. Hann vísar í 9. grein yfirlýsingar ráðu- neytisins frá 21. október 2003 þar sem m.a. kemur fram að uppfylli Byrgið ekki skyldur sínar geti ráðuneytið birt skriflega kröfugerð, krafist tafarlausra úrbóta og sett hæfilegan tímafrest. Ráðuneytið geti og krafist þess að rekstrar- áætlun verði lögð fram. Hafi rekstraraðili ekki bætt úr annmörk- um samkvæmt kröfugerð innan tímafrestsins hefur ráðuneytið heimild til að fresta greiðslum þar til úrbætur hafa verið gerðar. Jón kvaðst heldur ekkert hafa heyrt frá Fasteignum ríkissjóðs varðandi húsnæðið sem Byrgið er í að Efri-Brú. Hann sagði að Byrg- inu hefðu verið greiddar 158,5 millj- ónir króna í peningum á fjárlögum og fjáraukalögum á tíu ára starfs- tíma sínum. Auk þess er reiknuð húsaleiga tæpar 28 milljónir. Á þessum áratug væru gistinætur í Byrginu orðnar 152 þúsund talsins og næmu peningaframlög ríkisins til rekstursins því rúmlega þúsund krónum fyrir hverja gistinótt. Segir að Byrgið muni ekki setja fólk á götuna Forstöðumaður undrast orð ríkisendurskoðanda Í HNOTSKURN »Gistinætur í Byrginu líkn-arfélagi ses. eru orðnar 152.000 á tíu ára starfstíma þess. »Byrgið hefur fengið 158,5milljónir í peningum á fjárlögum og fjáraukalögum, eða rúmar þúsund krónur á gistinótt. »Að auki er reiknuð húsa-leiga fasteigna í eigu rík- isins tæpar 28 milljónir króna, að sögn forstöðumanns. FYRSTA barn ársins, hraustlegur drengur sem vó 16 merkur, fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík þegar um 24 mínútur voru liðnar af nýju ári eða klukkan 00:24. Ásta Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, móðir drengsins, sagði fæðinguna hafa gengið vel. Fað- irinn heitir Guðni Thorarensen og þetta er annað barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Eirík Boga sem er 19 mánaða gamall. Ásta og Guðni hafa þegar ákveðið nafn á litla bróður Eiríks Boga en ætla að bíða með að til- kynna það. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta barn ársins ALLS létust 49 einstaklingar í slys- um hér á landi á liðnu ári. Eru það mun fleiri en látist hafa á síðustu ár- um. Til samanburðar má geta þess að 31 einstaklingur lést í slysum hér á landi á árinu 2005. Aukningin skýr- ist aðallega af fjölgun banaslysa í umferðinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur allt frá árinu 1928 skráð bana- slys í landinu. Í upphafi voru ein- göngu sjóslys og drukknanir skráð en frá árinu 1941 hefur félagið skráð öll banaslys og birt í Árbók sinni. Samkvæmt yfirliti Slysavarna- félagsins Landsbjargar létust 30 ein- staklingar í 27 slysum í umferðinni á síðasta ári. Eru það liðlega 60% allra sem létust af slysförum hér á landi á árinu. Sjö létust í heima- og frítíma- slysum, sex í vinnuslysum, tveir drukknuðu og tveir létust í öðrum slysum. Tekið er fram að tölurnar séu ekki endanlegar þar sem ekki sé ljóst hvort andlát tveggja til viðbótar hafi verið af slysförum. Svipaður fjöldi og áður Flest slys urðu í ágúst þegar tíu létust og í október þegar 7 létu lífið. 37 karlmenn létust af slysförum og 12 konur, þar af eitt barn. Heildarfjöldi látinna á síðasta ári er svipaður og á árunum 2000 til 2002 en frá þeim tíma hafa færri lát- ist. Tölurnar eru þó ekki fyllilega samanburðarhæfar vegna breyttra aðferða við skráningu. Flestir létust í umferðarslysum KONAN sem lést í slysi við Kaldár- selsveg síðdegis á laugardag hét Jó- hanna Björns- dóttir, til heimilis á Bergþórugötu 9 í Reykjavík. Hún var fædd 18. mars 1953 og læt- ur eftir sig tvær dætur. Jóhanna heitin var læknir og blóð- meinafræðingur. Hún fannst látin við reiðveg sem liggur við Kaldár- selsveg í Hafnarfirði um klukkan sex á laugardag. Lögregla telur lík- legt að Jóhanna heitin hafi fallið af hestbaki og virðist hún hafa verið ein á ferð. Lögreglan vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins. Jóhanna Björnsdóttir Lést af slysförum þriðjudagur 2. 1. 2007 fasteignir mbl.is Kjörhiti í hverju herbergi Starfsfólk Kaupflings óskar flér og flínum árs og fri›ar Vi› flökkum vi›skiptin á árinu sem er a› lí›a Öllum fyrir bestu að geta bjargað sér um smáviðgerðir? » 31 fasteignir 19 HÆÐIR Í SKUGGAHVERFI VIÐ ERUM ÁKAFLEGA ÁNÆGÐIR MEÐ SAMSTARFIÐ VIÐ 101 SKUGGAHVERFI, SEGIR GUNNAR SVERRISSON, FORSTJÓRI ÍAV >> 2 Ferill Ingvars Þorsteins- sonar smiðs er fjölbreyti- legur, hann hefur verið að smíða og gera við húsgögn í 61 ár. Tveir af lærlingum hans eru stúlkur. Hann var um langt skeið meðeigandi í húsgagnafyrirtækinu Ingvar og Gylfi en það var lagt niður 1995. | 30 77 ára og smíðar enn húsgögn Hornbjargsviti stendur í Látra- vík á Ströndum sem talinn er einn afskekktasti staður Ís- lands þar sem mannabústað er að finna. Ævar Sigdórsson og Una Lilja Eiríksdóttir sjá nú um viðhald staðarins og reka þar ferðaþjónustu | 22 Hús Horn- bjargsvita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.