Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gætirðu ekki bara skrifað fuglaflensuvottorð á Geirann, Guðni minn, þú ert svo kjút í þess- um hænsnfuglum. VEÐUR Fékk einhver af áhorfendumKryddsíldar Stöðvar 2 á tilfinn- inguna að Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin myndu eiga gott með stjórnarsamstarf að loknum næstu kosningum? Pillurnar gengu á milli sessunautanna vinstra megin á skjánum, þeirra Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar. Ingibjörg telur Steingrím greinilega vera karl- rembusvín, eins og Margrét Frí- mannsdóttir lýsir honum í bók sinni, og Stein- grímur telur það vera kerlinga- kjaftæði, sem hann nennir ekki að ræða.     Þegar Ingi-björg Sólrún sagði að það væri eðlilegt að leiðtogi stærsta flokksins væri forsætisráðherraefni ef núver- andi stjórnarandstaða myndaði rík- isstjórn hló Steingrímur J. Hann sagðist þó vilja að stjórnarandstaðan gengi til kosninga með skýran vilja til að mynda stjórn. Þegar spurt var hvort Ingibjörg Sólrún yrði þá for- sætisráðherraefni var Steingrímur gjörsamlega ófáanlegur til að svara því játandi, þótt bæði þáttarstjórn- endur og aðrir þátttakendur í um- ræðunum spyrðu.     Þegar Ingibjörg Sólrún gekk sjálfá hann, um það hvort ekki væri eðlilegt að leiðtogi stærsta flokksins yrði forsætisráðherra í stjórn, sem núverandi stjórnarandstaða mynd- aði, sagði Steingrímur: „Það gæti hugsazt, Ingibjörg Sólrún, að það væri ekkert síður ástæða til að taka mark á skilaboðum kjósenda og sá flokkur, sem kann að vinna stór- sigur og verða þess valdur með sigri í kosningunum að ríkisstjórnin falli, hann á kannski vissar kröfur. Það er ekkert náttúrulögmál að stærsti flokkurinn fari með forsætisráðu- neytið í samstarfsstjórnum á Ís- landi.“ Steingrímur J. sér fyrir sér stór- sigur í komandi kosningum. Og að loknum slíkum kosningum finnst honum ekkert sjálfsagt að kona verði í fyrsta sinn forsætisráðherra á Íslandi. Það gæti alveg eins orðið hann sjálfur. STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Kærleikar í Kryddsíld SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                     )'  *  +, -  % . /    * ,                 !!"##$            ! !  %! %     01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '              #       9  )#:; !!                       !"#$ %         )  ## : )   ' (  ) ! !( !    * <1  <  <1  <  <1  ') #" !+ #$ ,!- "#.  ;1 =         <6  /  )"! ! "! 0$$ ! #  ! !* % 1!#"!   % <  2 3 #$!    # 4!!, "! 0$$ ! !"##"!!(* $ 4 #! )"  ! "! !#    #5 #$ %!1 # #$!( !!. %    6    #! "!   #!!, "! 0$$ ! ! ! !   #(  #$#4!#!( !. !(  # #$ % 1!! !! "4!#!()"!  ! ## (% 70""! !88  #"!  !2   !+ #$ 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A 4 4 % % &%   % % &%      % % % % % %  4& 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4            FRÉTTIR RÖSKLEGA þriðjungur landsmanna telur að persónulegir hagir verði betri á komandi ári, 58% telja að þeir verði svipaðir og 5% telja hagi sína munu versna á nýju ári. Þetta kemur meðal ann- ars fram í hinni árlegu könnun Gallup þar sem spurt er um horfur í nokkrum málaflokkum fyrir komandi ár en hún var gerð í tæplega 60 löndum undir lok ársins. Samkvæmt könnuninni er viðhorf landsmanna til efnahagsástandsins jafnframt örlítið jákvæð- ara nú en á síðasta ári eða 12% í stað 9%. Um fjórðungur Íslendinga telur hins vegar að verkföll og átök á vinnumarkaði verði meiri árið 2007 en árið 2006 og hlutfall þeirra sem telja að atvinnu- leysi muni aukast á þessu ári eykst töluvert frá síðustu mælingu eða um 12 prósentustig. Þannig telja tæplega þrír af hverjum tíu að atvinnuleysi muni aukast, sex af hverjum tíu að það muni standa í stað og einn af hverjum tíu að það muni minnka á nýju ári. Örlítil breyting hefur orðið á viðhorfi Íslendinga til alþjóðadeilna samkvæmt könnuninni en nú telja 35% landsmanna að al- þjóðadeilur verði meiri á komandi ári en því sem er nýliðið og er það aukning um 4 prósentustig. Íbúar Afríku eru bjartsýnastir íbúa allra heims- hluta. Sex af hverjum tíu Afríkubúum telja að persónulegir hagir þeirra muni batna á nýju ári. Evrópa er svartsýnasti heimshlutinn. Þeir bjartsýnustu allra búa hins vegar í Víetnam, þar telja 94% að persónulegir hagir þeirra muni batna á árinu. Bandaríkjamenn eru svartsýnastir þegar spurt er um alþjóðadeilur en tæplega sex af hverjum tíu telja að alþjóðlegar deilur verði meiri á nýju ári en liðnu. Aðeins 2% Bandaríkjamanna telja að al- þjóðlegar deilur verði minni á árinu en því síðasta. Þriðjungur býst við betri tíð Afríkubúar eru bjartsýnir en Bandaríkjamenn óttast erfiðleika á sviði alþjóðamála FRIÐRIK Ólafsson lék fyrsta leik- inn í skák þeirra Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Halldórs Blön- dals, fráfarandi forseta Alþingis, á Friðriksmóti Landsbankans í hrað- skák sem fram fór í aðalútibúi bankans á laugardaginn. Þau hugðust leggja þingsæti undir í skákinni en Guðfríður bar sigur úr býtum og það kemur því vænt- anlega í ljós í vor hverjar efnd- irnar verða. Helgi Áss Grétarsson sigraði á mótinu sem haldið var til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stór- meistara Íslendinga. Helgi Áss fékk 100.000 krónur í verðlaunafé og titilinn „Hraðskákmeistari Ís- lands 2006“. Þröstur Þórhallsson hafnaði í öðru sæti og Arnar Gunnarsson varð þriðji. Hjörvar Steinn Grétarsson fékk unglingaverðlaun, Lenka Ptácní- ková kvennaverðlaun, Jóhann Ingvason hlaut verðlaun í flokki skákmanna með minna en 2.200 skákstig og Guðmundur Sverrir Þór fékk verðlaun í flokki skák- manna með minna en 2.000 skák- stig. Morgunblaðið/Golli Þingsæti lagt undir í hraðskák? ÓMAR Ragnars- son fréttamaður er maður ársins 2006 að mati hlustenda Rásar 2. Á þriðja þúsund hlustenda stöðv- arinnar greiddi atkvæði í kosning- unni en rúmlega 200 manns voru tilnefndir. Ómar var líka kosinn mað- ur ársins 2003 af hlustendum Rásar 2 og hlaut nú yfirburðakosningu, fékk um fjórðung greiddra atkvæða. Ómar fékk mikið lof frá hlustend- um stöðvarinnar og segir í fréttatil- kynningu að ljóst sé að hann hafi unn- ið hug og hjörtu fjölmargra landa sinna með baráttu sinni fyrir verndun náttúrunnar að undanförnu. Sem kunnugt er var skipulögð mótmæla- ganga niður Laugaveginn í haust í tengslum við baráttu Ómars gegn virkjunarframkvæmdum. Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lenti í öðru sæti í kosningunni og Magni Ás- geirsson í því þriðja. Andri Snær Magnason hafnaði í fjórða sæti og Jó- hannes í Bónus í því fimmta en úrslit- in voru kynnt í áramótaþætti Rásar 2 á gamlársdag. Fréttastofa Stöðvar 2 valdi einnig Ómar mann ársins 2006 og var hann sérstakur gestur í þættinum Krydd- síld á gamlársdag. Ómar Ragn- arsson mað- ur ársins Ómar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.