Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 23
tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 23 H ann var ekki gamall þegar hann steig sín fyrstu skref á fót- boltavellinum. Síðan eru liðin mörg ár, en þó fá ef litið er til þess að hann hefur í rúm tvö ár æft með Heerenveen í Hollandi. Björn Jónsson, alltaf kall- aður Bjössi, ólst upp á Akranesi og varð sextán ára í október síðast- liðnum. Fjórtán ára hleypti hann heimdraganum og hefur síðan þá æft og keppt með unglingaliði Heer- enveen. „Ætli ég hafi ekki verið fjögurra ára þegar ég byrjaði að æfa,“ segir Bjössi og lítur til pabba síns, Jóns Huga Harðarsonar, eins og til að fá staðfestingu á ágiskuninni og Jón Hugi kinkar kolli. „Ég held nú að mamma og pabbi hafi í byrjun dreg- ið mig á æfingu,“ segir hann glettn- islega og þessi orð vekja hlátur föð- urins, en hann samþykkir þó orð Bjössa. Bjössi æfði með ÍA fyrstu árin og var alla tíð áhugasamur eins og ár- angur hans sýnir. „Þegar ég var þrettán ára bauð þjálfarinn minn, Þór Hinriksson, mér að fara út og í „test“ hjá liði í Hollandi,“ segir hann og ypptir öxlum eins og ekkert sé sjálfsagðara, „og ég fór bara.“ Bjössi dvaldist þá í viku við æfingar hjá Heerenveen. „Strax þá vildu þeir fá hann út,“ segir nú Jón Hugi … „en ég var ekki tilbúinn þá,“ bætir Bjössi við. Þrettán ára gamlir drengir eru á yngra ári í fjórða flokki og á þessum tíma æfði Bjössi nánast daglega með ÍA og tók miklum framförum. Hann er þó hógværðin uppmáluð og vill lít- ið gera úr því að hafa verið góður í fótbolta. Hann segir starfið hjá ÍA öflugt og metnað mikinn. Ekki auðvelt Áður en hann fór alfarinn til Hol- lands fór hann þangað nokkrum sinnum, dvaldist í nokkra daga í hvert sinn og þá voru foreldrarnir með í för. „Síðan fór hann einn um páskana árið sem hann varð fjórtán ára,“ segir Jón Hugi. Örlög Bjössa virðast þá hafa verið ráðin því árið eftir skrifaði hann undir samning við Heerenveen. „Hann hafði viljann og það virtist ekkert geta stöðvað hann,“ segir Jón Hugi. „Auðvitað var þetta ekkert auðvelt fyrir fjórtán ára gutta; að fara frá félögunum og skólanum og öllu því,“ bætir hann við. Bjössi neitar því ekki að erfitt hafi verið að fara að heiman svona ungur, frá mömmu og pabba og öllu sem hann hafði alla tíð þekkt. „Auðvitað sakna ég þeirra alltaf og það er alltaf gaman að koma heim. Þau koma samt náttúrlega út fjórum sinnum á ári og eru þá í nokkrar vikur,“ segir hann og Jón Hugi útskýrir málið. „Þeir gera rosalega vel við okkur foreldrana líka, borga fyrir okkur ferðir og hótel og allt það,“ segir hann og að það létti unga manninum lífið talsvert. Jón Hugi viðurkennir líka að erfitt hafi verið að sjá af Bjössa svona ungum. „Við söknum þess líka að sjá hann spila hér heima. Við höfum auðvitað fylgst með hon- um frá því að hann var fjögurra ára. Konan mín [Elsa Björnsdóttir] er líka mjög áhugasöm og við fórum alltaf á hvern einasta leik og núna getum við ekki fylgst með, nema rétt þann tíma sem við erum úti,“ segir Jón Hugi og að drengurinn sé nán- ast búinn að taka stökkbreytingu í hvert sinn sem þau sjái hann. „Nú var hann t.d. búinn að stækka um þrjá sentímetra frá því síðast,“ segir hann og skellihlær. Bjössi tók samræmdu prófin sl. vor eins og önnur íslensk ungmenni og það virðist hafa verið honum leik- ur einn. „Að læra fyrir skólann var svolítið erfitt í byrjun,“ viðurkennir hann þó. „En ég náði öllum sam- ræmdu prófunum, tók fjögur.“ Fjar- námið segir hann geta tekið á og erf- itt geti verið að læra á íslensku þegar hollenskan glymur allt í kring. Hann er þó orðinn altalandi á hol- lensku. „Maður gleymir stundum ís- lensku orðunum og svona,“ segir hann og brosir út í annað, „aðeins farinn að ryðga.“ Nú í janúar byrjar hann í fjarnámi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og stefnir ótrauður á stúdentsprófið. Enn í sigurliðinu Bjössi hefur eignast góða félaga og upplýsir að þeir sem hann um- gengst mest séu flestir Hollend- ingar. „Það eru frekar eldri strákar sem eru útlendingar,“ segir hann, en nefnir þó sérstaklega að annar ung- ur Skagamaður sé í Heerenveen, Arnór Smárason, sem leikur með U-19-liðinu, og Arnór hafi stutt hann og reynst honum mjög vel. Bjössi býr hjá frábærri konu í Hollandi sem hefur einnig reynst honum mjög vel. Markmið Bjössa með því að æfa með Heerenveen er að bæta sig sem leikmann og hann segir að liðið hafi sama markmið. Auðvitað spili þó peningar inn í og hann er verðmæt- ari fyrir liðið fyrst hann kemur svo ungur inn í það. Á meðan Bjössi æfði enn þá með ÍA var árgangurinn sem hann lék með mjög sterkur og árangur liðsins í samræmi við það, Íslandsmeist- aratitill ár eftir ár. Nú leikur hann með U-17 ára liðinu í Heerenveen og er enn í sigurliðinu, þeir eru efstir í deildinni … „þremur stigum á undan Feyenoord,“ upplýsir hann stoltur, segir sposkur á svip að hann sé þó ekki viss um að þeir séu betri en ÍA, greinilega allur í gríninu. Sextán ára gamall skrifaði hann undir atvinnumannasamning við Heerenveen og eftir það getur hann ekki svissað á milli liða og leikur ekki meir með ÍA í bili. Hann fær laun fyrir spilamennskuna og virðist al- veg sáttur … „ja, þetta er fínt, sko,“ segir hann. Bjössi er ekki í vafa um hvert hann ætlar að stefna í framtíðinni, atvinnumennskan bíður hans og með léttum hlátri upplýsir hann um metnaðarfullt lokatakmarkið. „Ég stefni á Spán.“ Með boltann á tánum frá fjögurra ára aldri Í jólafríi Bjössi ásamt foreldrum sínum á Akranesi, Jóni Huga Harðarsyni og Elsu Björnsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur veit Björn Jónsson hvað hann ætlar sér í framtíð- inni. Sigrún Ásmundar spjallaði við hann og föð- ur hans, Jón Huga Harð- arson, um fótboltann og lífið í kringum hann. Í leik Bjössi tekur vel á því í leik með Heerenveen síðastliðið sumar. Snemma beygist krókurinn Bjössi var bara fjögurra ára þegar hann byrjaði að æfa. Hér er hann níu ára í búningi enska landsliðsins. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hver hefði trúað því að hús-verkin, sem fæstir setja efstá vinsældalistann, gætu verið vopn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini? Á vefmiðli BBC segir frá rannsókn sem gerð var á 200.000 konum víða um Evr- ópu en hún hefur leitt í ljós að svo nauðahversdagslegt og algerlega ókeypis fyrirbæri eins og það að sinna húsverkum er eitt af því sem dregur úr hættu á brjóstakrabba- meini. Sú hreyfing sem fylgir því að þurrka af, moppa og ryksuga virðist vera hin ágætasta vörn gegn þessari vá. Vissulega hefur lengi verið vitað að hverskonar líkamsrækt dregur úr hættu á brjóstakrabba, sennilega vegna áhrifa hreyfingar á horm- ónakerfið og efnaskipti í lík- amanum. En minna hefur verið vitað um hversu mikil hreyfing og hvaða tegund af hreyfingu sé æskilegust. Eins hafa fyrri rannsóknir oftast beinst að tengslum hreyfingar og brjóstakrabba eingöngu hjá konum eftir tíðahvörf. Í fyrrnefndri rann- sókn tóku þátt bæði konur sem ekki voru komnar á breytingaskeiðið og þær sem farið höfðu í gegnum tíða- hvörf. Eins var margskonar virkni hjá konunum skoðuð, eins og vinna þeirra, tómstundir og húsverk. Þeir sem stóðu fyrir rannsókninni segja að niðurstöðurnar séu fyrst og fremst þær að hófleg líkamleg hreyfing, meðal annars sú sem fæst með því að sinna húsverkum, sé mjög mikilvæg. Tekið er fram að þegar sé vitað að þær konur sem eru í kjörþyngd séu í minni hættu en aðrar á að fá brjósta- krabbamein. Mælt er með að allir, konur og karlar, stundi reglulega og mátulega hreyfingu og haldi sig í kjörþyngd í baráttunni gegn krabbameini. Fylgst var með konunum í rann- sókninni í sex og hálft ár og þær eyddu að meðaltali 16–17 klukku- stundum á viku í eldamennsku, þrif, þvott og önnur húsverk. 3.423 konur í þessum 200.000 kvenna hóp greindust á rannsóknartímanum með brjóstakrabba. Húsverk gegn brjósta- krabba Morgunblaðið/Golli Heilsusamlegt Skúringar geta verið þræl góðar fyrir heilsuna. heilsa                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.