Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MAÐUR er alltaf að velta fyrir sér tilgangi lífsins og þeirra verk- efna sem maður fer í. Ég hélt að það að stofna at- vinnuleikhús á lands- byggðinni væri frá- bær hugmynd og yrði tekið fagnandi. Vissu- lega hefur verið vel tekið í hugmyndina og íbúar vestra og um land allt hafa sýnt leikhúsinu mikinn áhuga. Hins vegar hafa þeir sem úthluta peningum til menn- ingarmála ekki verið sama sinnis. Nefnum sem dæmi leiklist- arráð sem úthlutar styrkjum til sjálf- stæðra atvinnu- leikhópa einu sinni á ári. Aðeins einu sinni hefur Kómedíuleik- húsið fengið styrk þaðan, vegna upp- færslu á einleiknum Muggi. Reyndar hef- ur leikhúsið tvívegis fengið listamannalaun fyrir leikina Stein Steinarr og Gísla Súrsson. Síðan ekki söguna meir. Nú er ég ekki að segja að Kómedíuleikhúsið hafi átt að vera áskrifandi að styrkjum hjá hinu háa ráði. Það er hins vegar stað- reynd að Kómedíuleikhúsið hefur verið eini sjálfstæði atvinnu- leikhópurinn á landsbyggðinni síð- astliðin ár en í sumar var stofnað leikhús fyrir austan er nefnist Frú Norma, sem er mikið fagnaðarefni og vonandi að þeim verði tekið opnari örmum en Kómedíu. Allir styrkir hafa því farið á einn stað, á höfuðborgarsvæðið. Mér finnst þetta mjög undarleg stefna en er kannski í takt við lífið í dag, því síðustu ár hefur straumurinn legið suður. Ísafjarðarbær hefur staðið sig mun betur miðað við hve litlu er úr að moða af monnípeningum í litlum bæ enda hafa styrkirnir ver- ið í takt við það. En það sem mestu skiptir er að þeir sýna verk- efninu áhuga og skilning og hafa greitt götu Kómedíuleikhússins. Nú er í undirbúningi tvíhliða samningur bæjarins við Kómedíu- leikhúsið. Upphaflega stóð til að gerður yrði þríhliða samningur og þá með mennta- málaráðuneytinu en að vanda hafði sá aðili ekki mikinn áhuga á slíku verkefni á lands- byggðinni. Ég tel að Ísafjarðarbær stígi stórt skref með því að gera þennan samning við Kómedíuleikhúsið. Ef litið er á starfsemi Kómedíuleikhússins síðustu árin þá hefur leikhúsið þegar sannað tilvist sína. Það skiptir máli að geta boðið upp á atvinnuleiklist á landsbyggðinni, ekki bara fyrir sunnan. Því til sönnunar má nefna að áhorfendur á sýn- ingum sjálfstæðra at- vinnuleikhópa á lands- byggðinni á liðnu leikári voru 20 þús- und, hvorki færri en kannski aðeins fleiri með boðsmiðum. Kannski á samningur Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleik- húsið eftir að opna augu margra fyrir tilgangi og nauðsyn þess að hafa atvinnuleiklist á landsbyggð- inni. Ég mundi vilja sjá sjálfstætt starfandi leikhópa um allt land en kannski verður það ekki fyrr en eftir mörg ár. Jafnvel þegar Kó- medían hefur gefið upp öndina að menn fatti allt í einu að gaman væri að hafa atvinnuleikhópa úti á landi. Þá get ég allavega huggað mig við það að hugmyndin hafi verið góð þótt fattari ráðamanna sé lengi að virka. Atvinnuleiklist á landsbyggð Elfar Logi Hannesson fjallar um leiklist á landsbyggðinni Elfar Logi Hannesson »Kannski ásamningur Ísafjarðarbæjar við Kómedíu- leikhúsið eftir að opna augu margra fyrir til- gangi og nauð- syn þess að hafa atvinnuleiklist á landsbyggðinni. Höfundur er kómedíuleikari á Ísafirði. Á FERÐAMÁLARÁÐSTEFNU 2006 nýverið var töluvert rætt um gæðamál og væntingar ferðamanna sem heimsækja land- ið. Þetta er vítt hug- tak og ákaflega erfitt að skilgreina til fulls. Sé dæmi tekið um ferðahóp sem kemur til landsins til að mynda frá Bandaríkj- unum þá er í Banda- ríkjunum mjög ströng vopnaleit, meira að segja tvisv- ar, áður en menn ganga um borð í flug- vél til að fljúga til Ís- lands. Þegar komið er í Leifsstöð er enn leitað á fólki. Spurningin er þessi: Hvað hefur ferðalangur getað keypt af vopnum og öðrum hættulegum búnaði í há- loftunum á leiðinni yfir hafið? Ferðalangar koma ákaflega pirr- aðir og þreyttir út úr flugstöðinni vegna þessa. Menn verða að fara fram og aft- ur í hugsun sinni og tengja saman starfsmenn í ferðaþjónustunni og ferðamenn og væntingar beggja hliða auk þess sem skoðaðir eru þættir sem geta aukið ánægju og brotið hana niður á skömmum tíma. En því miður eru á báða bóga margir slíkir þættir. Menn sem starfa við ferða- þjónustu verða að hafa heildarmyndina á hreinu. Menn verða að skoða viðkomandi ferðahópa vandlega og reyna að lifa sig í gegnum ferð þeirra um landið áður en haldið er af stað. Þegar farþegar koma í móttökusal flugstöðvar Leifs bíða fulltrúar ferðaskrif- stofa og taka á móti viðkomandi. Oftast leiðsögumenn og bílstjórar, sem eru búnir að bíða í því hálfgerða aðstöðuleysi sem þar er og það þrátt fyrir stækkun og bragarbót. Farið er upp í rútubifreiðir, mis- munandi góðar, mismunandi þröngar og með misgóða aðstöðu fyrir leiðsögumen. Yfirleitt sitja leiðsögumenn á hanapriki fremst í rútunum og er gólfpláss og fóta- pláss oft mjög bágborið. Það má skrifa heilu dálkana eingöngu um þann þátt gæða, sem er starfs- aðstaða leiðsögumanna í rútu- bifreiðum, en það verður gert síð- ar. Á heildina litið má segja að væntingar ferðalanga frá öðrum löndum eru oft öðruvísi en reynsl- an síðar sýnir þeim. Fjölmargir eru þó himinlifandi og fá langtum meira út úr heimsóknum sínum en þeir áttu von á og væntingar stóðu til. Þar vegur mest að allflest að- staða er orðin góð. Hótelin fyrsta flokks, flutningsaðilar með fjöl- breytt og oft ævintýraleg far- artæki. Það er fróðlegt að fylgjast með meginlandsbúum stíga upp í breyttu „súperjeppana“. Menn halda vart vatni yfir slíku ævintýri. Víða um heim má ekki lengur aka út fyrir vegi, en það frelsi sem hér ríkir í þeim málum kemur mörgum skemmtilega á óvart og hér upplifa menn eitthvað sem þeir aldrei munu geta lifað í sínum heimalönd- um sökum umhverfisreglna og banna. Þegar ég segi þetta þá á ég við að margir troðningar og sveita- vegir sem okkur finnst eðlilegir til aksturs finnst ferðamönnum vera meiriháttar torfærur og æpa og skrækja af ánægju þegar er farið um slíka staði. Hér myndast geysi- leg lífsævintýri og held ég að fáir sem reyna íslenskar jeppaferðir fari óánægðir heim. Þau, sem við slíkar ferðir starfa á Íslandi, eru líka orðin sérfræðingar á heims- mælikvarða bæði hvað varðar skipulagningu, kunnáttu og öryggi. Þá eru enn fjölmargir þættir eins og gengur sem geta eyðilagt væntingar ferðalanga og tengjast sumir hverjir ókurteisi og van- þekkingu á báða bóga. Oftar en ekki neyðast menn til þess að stoppa utan í vegköntum með rútu- bifreiðir og bílaleigubíla til þess að ferðamenn taki myndir. Þetta er vegna þess að þrátt fyrir gott starf og góðan vilja Vegagerðarinnar við að búa til útskot vantar enn nokk- ur hundruð slík til þess að koma til móts við kröfur ferðamennskunnar um staði til þess að stoppa á til myndatöku. Oft þegar áð er við vegarkant sýna bílstjórar á einka- bifreiðum alveg hræðilega ókurt- eisi og tillitsleysi við ferðamenn. Menn skilja ekki að ferðamenn- irnir eru stór hluti af þeirri hag- sæld sem hefur meðal annars lagt grunn að því að menn geti yfirlett keypt sér nýjar bifreiðir hér á landi. Menn hægja sjaldan ferðina heldur þjóta fram úr rútum og hópum sem eru oft því miður hættulega staðsettir við þjóðveg- ina. Menn hugsa sem svo: Þeir eru allir í órétti. Ég er Íslendingur og ég þekki aðstæður og ég er í rétti. Svona hegðun verður oft að um- ræðuefni innan ferðahópa. Þá má og nefna aðstöðuleysi við flesta ferðamannastaði. Ef einhver slas- ast er enginn ábyrgur nálægur annar en leiðsögumaður og bíl- stjóri. Það vantar fleiri landverði og meiri skilning yfirvalda og heimamanna á þessum þætti. Það mættu vera þjónustustjórar og móttökufólk við alla helstu ferða- manastaði landsins. Þetta skapar vinnu og ánægju allra og mun heldur betur bæta væntingarí- myndina. Skellum okkur nú í eina allsherjarmræðu um þessi mál áð- ur en ferðamannatímabilið 2007 hefst. Ferðamálaráð hefur staðið fyrir fínum námskeiðum þar sem fólk í þjónustustörfum fær ráðleggingar og aðstoð í starfi sínu til þess að bæta það og auka gæðastig. Ég held að við séum á réttri leið. Það vantar herslumuninn en hann verður líka að koma, annars gæt- um við misst stjórn á ánægjuvænt- ingum ferðamanna og gætum séð fleiri og fleiri kvartanir. Vinnum vel saman og leggjum okkur fram með góðar hugmyndir allri ferða- þjónustuni og landslýð til hags- bóta. Gæði í ferðaþjónustunni og væntingar ferðamanna Friðrik Á. Brekkan fjallar um ferðaþjónustuna Friðrik Á. Brekkan » Vinnum vel samanog leggjum okkur fram með góðar hug- myndir allri ferðaþjón- ustunni og landslýð til hagsbóta. Höfundur er leiðsögumaður og ráð- gjafi. VITUND, skynjun og persónu- leiki okkar býr í heilanum. Heilinn ákveður allt sem við gerum, hugs- um og lærum. Heilinn nýtur listar, hlustar á tónlist og trúir á kær- leiksríkt almætti. Meira að segja kynið situr í heilanum ekki milli fótanna. Því er eðlilegt að í auð- mýkt gera ráð fyrir að heilinn end- urspegli líf okkar og hegðun. Karlmenn sam- félagsins birtast okk- ur í allt frá sterka karlmanninum í kven- lega persónuleikann með fíngerðu líkams- bygginguna. Konur frá sterkbyggðu og vöðvaberu konunum með keppnisskap (te- stosteronáhrif) til fín- gerðu, kvenlegu og veikbyggðu konunnar. Við þetta bætist að stór hópur einstaklinga eru bæði menn og konur samkvæmt upp- lifun heilans. Það er því eðlilegt að álykta að heilar kvenna og karla hafa áhrif á líf okkar og hegðun. Hversvegna er þá þessi munur? Á vikum 8, 9 og 10 á meðgöngunni tekur heilinn mikilvægt skref í þroska sínum. Þá koma kynhorm- ónarnir til sögunnar, myndaðir frá eggjastokkum eða eistum fósturs- ins. Þessir hormónar byrja snemma að mynda og gefa frá sér efnin testosteron og östrogen. Hér er heilinn kominn að krossgötum; á hann að þroskast eftir karl- eða kvenleguleiðinni? Heilinn hefur þarna um 3ja vikna skeið á fóst- urstígi fengið kennslu og leiðbein- ingar um framtíð sína. Á þessu þroskaskeiði skipta kynhorm- ónarnir líka máli fyrir framtíðar kynímynd og val á lífs og/eða rekkjunauti. Í einum hluta heila okkar dvelja sjálfvirku hlutverk hans eins og viljinn til að lifa og fjölga okkur. Hér eru líka hlutar hans sem eru mjög ólíkir hjá flest- um konum í samanburð við flesta karlmenn. Og sem ákveða með hverjum við munum stunda kynlíf og hvaða kyn við upplifum okkur tilheyra. Þekktir kjarnar heilans eins og INAH3, SON, BST{+}* eru ótví- rætt mikilvægir fyrir val á rekkju- nauti og kyn ímynd. Kjarnar þessir verða til undir fyrri hluta með- göngunnar. Margt bendir til þess að þessir þrír kjarnar hafi nokkuð misjafnan birtingatíma þroskunar þ.e. þroskast á mismunandi tíma- bilum. Þeir þurfa þess vegna ekki að þroskast og breytast saman. Í stað þess geta myndast margskon- ar samsetningar sem hafa áhrif á persónuleika einstaklingsins. Te- stósteron heldur áfram að hafa áhrif hjá drengjum eftir fæðingu. Litið er á að þessir þættir séu full- þroskaðir við 3–4 ára aldur. Gagnkynhneigðar konur eru með helm- ingi minni INAH3 – samanborið við gagn- kynhneigða karla. Stærð INAH3 skiptir einnig máli varðandi samkynhneigð. INAH3 er lítill hjá þeim sem hrífast af mönnum en stór hjá þeim er hrífast af konum til kynlífs. Nýlega uppgötvaður kjarni er nefndur SON – þessi er helmingi stærri hjá konum sem hrífast af mönnum en hjá mönnum sem hrí- fast af konum. Þannig eru samkynhneigðir karl- ar með jafnstóran SON – og gagn- kynhneigðar konur og lesbískar konur með jafn lítinn og gagnkyn- hneigðir karlar. En einn frumuhópurinn BST – sýnist ákvarða kynímynd okkar. Hvort við upplifum okkur sem maður eða kona. Þessi upplifun er ekki alltaf í samræmi við ytri mynd okkar.) Af þessu leiðir: 1. Að kynímyndin mótast á smá- barnaaldrinum. 2. Að val á kynjamótaðila verður til vel fyrir kynþroskaaldurinn en framkallast þá. 3. Að samkynhneigð er ekki sjúk- dómur, heldur eðlilegt tilbrigði í litrofi mannlífsins. Af öllum mönnum í heiminum er um 8– 10% eiginlega samkynhneigðir. Þótt þeir hafi gift sig og eignast börn. (Þrýstingur samfélagsins). Fjöldi samkynhneigðra kvenna er um helmingur eða um 4–5%. 4. Að samkynhneigð er meðfætt persónuleikaeinkenni sem að engu leyti hefur orðið til fyrir áhrifum umhverfisins. Aðeins þau sem ná til beggja hópanna þau tvíkynhneigðu eiga mögu- leikann á því að velja. En heili þeirra býr yfir eiginleika til að hrífast af báðum kynjum. Þetta sýnir okkur hversu ranga mynd það getur gefið og óná- kvæmt það er þegar við byggjum hugmyndir um aðra á ytri tákn t.d. kynfæri. Þetta segir okkur í raun að til lítils er og ófullnægjandi að bera eigin kynímynd og sambönd saman við aðra af sama kyni. Hvað vitum við hver býr í viðkomandi af útlitinu einu. Leitum inn á við eftir svari um okkur. Regnbogafáni gay- hreyfingarinnar lýsir vel fjölbreyti- leika mannlífsins. En samkyn- hneigð er þrátt fyrir þetta mál sem hjá sumum vekur upp reiði og sið- ferðisréttlætiskennd. Hugsið ykkur ef við gætum kennt öllum að við ráðum því ekki hvernig heili hvers og eins er. Gagn-, sam- og tvíkynhneigð er mótuð í heila okkur þegar við erum fóstur. Hvorki trúarbrögð, siðfræði eða tískustraumar geta haft áhrif. Við erum manneskjur af holdi og blóði og þroski okkar er háður genum okkar, erfðum án þess að for- eldrum verði um kennt. Á framansögðu má sjá að öll er- um við sköpun almættisins! Hvern- ig getum við efast? Ég á mér þá ósk heitast að kynhneigð hætti að skipta máli. Að manneskjan fái að njóti sín eins og hún er í stórkost- legri sköpun sinni. Sameinumst í kærleika og umburðarlyndi göng- um óhrædd til morgundagsins. Njótum lífsins saman verum glöð, frjáls og hamingjusöm. {+}*Upplýsingar um INAH3, SON og BST eru frá Annica Da- hlström læknir og prófessor í vefja- og taugalíffræði og stjórn- arformaður hjá sænsku Heilastofn- uninni (Hjärnfonden). Völundarhús heilans Percy B. Stefánsson fjallar um kynhneigð » Gagn-, sam- og tví-kynhneigð er mótuð í heila okkur þegar við erum fóstur. Percy B. Stefánsson Höfundur er félagi í og fv. stjórnarmaður í Samtökunum 78.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.