Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIKSTJÓRINN George Lucas segir að tökur muni hefjast á fjórðu Indiana Jones myndinni á næsta ári. Lucas og Steven Spielberg hafa nýlega gengið frá handritinu að myndinni og lofar Lucas því að þetta verði besta myndin um fornleifa- fræðinginn knáa til þessa. Harrison Ford mun leika aðal- hlutverkið sem fyrr og er myndin væntanleg í kvikmyndahús í maí árið 2008. Fyrsta myndin um ævintýrakapp- ann Indiana Jones kom út árið 1981 (Raiders of the lost Ark) og síðan komu tvær í viðbót á árunum 1984 (Indiana Jones and the Temple of Doom ) og 1989 (Indiana Jones and the Last Crusade). Fréttavefur BBC skýrir frá því að í mörg ár hafi orðrómur um gerð fjórðu myndarinnar verið á kreiki en þar sem aðstandendur myndarinnar eru allir komnir af léttasta skeiði hafa þeir sagt að þeir myndu ekki taka þátt í henni nema að handritið væri nægilega gott. Harrison Ford tilkynnti í október að hann væri í góðu formi og gæti vel hugsað sér að leika Indiana Jones á ný og lofaði hinn 64 ára gamli leikari að hann myndi setja sama kraft í fjórðu myndina og hinar þrjár. Hugsanlegt er að Sean Connery snúi aftur í hlutverki föður Jones en það hefur ekki verið staðfest. Skeggjaðir töffarar Sean Connery og Harrison Ford. Indiana Jones Fjórða myndin frumsýnd 2008 LJÓÐSKÁLDIÐ John Heath- Stubbs, sem er m.a. handhafi Gullverðlauna drottningar (Queen’s Gold Medal) fyrir ljóð- list, og frægur fyrir að vera ögr- andi klassískt ljóðskáld innan kynslóða móderism- ans, lést á sjúkrahúsi í London milli jóla og nýárs af völdum krabba- meins. Hann var 88 ára að aldri. Frægustu ljóð hans eru „The Divided Ways“ og söguljóðið „Art- orius“ sem hann ritaði árið 1973. T.S. Eliot taldi Stubbs meðal fremstu gagnrýnanda og ljóðskálda af hans kynslóð. „Það er eins og nútímalegur arki- tekt hafi skyndilega hannað full- komið barokkmusteri,“ skrifaði skáldið og gagnrýnandinn Herbert Read um ljóðlist Heath-Stubbs. Heath-Stubbs var áberandi í breskri ljóðlist á fimmta og sjötta áratugnum. Hann ritstýrði ljóða- safninu Images of Tomorrow árið 1953, en í því eru ljóð eftir öll helstu ljóðskáld Breta á því skeiði. Þrátt fyrir að hafa misst sjón að miklu leyti á sjötta áratugnum og verið alblindur frá árinu 1978 hélt Heath-Stubbs áfram að skrifa nán- ast til dauðadags. Leikstjórinn Carlos Klein gerði heimildarmynd um hann árið 1997 sem hlaut nafnið Ibycus: A Poem by John Heath- Stubbs. Heath-Stubbs fæddist í London og hlaut menntun í Queen’s College í Oxford. Ljóðskáld fallið frá John Stubbs Á MORGUN, miðvikudaginn 3. janúar, mun tónsmíðafélagið S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) halda lúðratónleika í Fríkirkjunni klukkan 20.00. Um er að ræða 6 manna hóp flytjenda er leika á lúðra en tveir af þeim eiga einnig verk á tónleikunum. Tónlistin er bæði framsækin og ómfögur, ágeng en vinaleg. Flytjendur eru Áki Ásgeirsson, Eiríkur Orri Ólafsson, Helgi Hrafn Jónsson, Ingi Garðar Er- lendsson, Sigurður Már Valsson og Sturlaugur Björnsson. Tónleikar Lúðratónleikar í Fríkirkjunni Tónsmíðafélagið S.L.Á.T.U.R. LESTUR nýrrar útvarpssögu hefst á Rás 1 í dag kl. 14.03. Lesin verður Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Anna Kristín Arngrímsdóttir les söguna. Sagan kom út árið 1999 og er eitt þekktasta verk höfundar. Söguna segir kona á miðjum aldri sem hefur um árabil rekið sveitahótel í Englandi. Líf hennar virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Fyrir tveimur áratugum yfirgaf hún Ísland og hefur forðast að koma þangað aftur en hún kemst ekki hjá því að fara til æskustöðvanna og horfast í augu við fortíð sína. Útvarp Slóð fiðrildanna er ný útvarpssaga Ólafur Jóhann Ólafsson Á MORGUN, miðvikudag, verður fyrirlestur á vegum Tungutækniseturs sem er rek- ið í samstarfi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Málvísindastofnunar HÍ og tækni- og verk- fræðideildar HR. Arnar Þór Jensson mun fjalla um gerð íslensks tal- greinikerfis sem hann bjó til, rannsóknir sem gerðar hafa verið á kerfinu og hvernig hægt er að smíða talgreinikerfi þegar takmarkaðar upplýs- ingar liggja fyrir til þjálfunar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 og fer fram í stofu 201 í Háskól- anum í Reykjavík. Fyrirlestur Talgreinikerfi fyrir íslensku RITHÖFUNDURINN Jón Kalman Stefánsson hlaut hina árlegu við- urkenningu Rithöfundasjóðs Rík- isútvarpsins sem var afhent á gaml- ársdag. Afhendingin fór fram í beinni út- sendingu Rásar 1 í Útvarpshúsinu við Efstaleiti að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og öðrum góð- um gestum. Þetta var í 50. sinn sem þessi við- urkenning var veitt en henni fylgdi í ár 600.000 kr. styrkur frá Rithöf- undasjóðnum. Jón Kalman fékk íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2006 fyrir skáldsöguna Sumarljós og svo kem- ur nóttin og er nú tilnefndur fyrir sömu bók til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007 sem verða veitt í byrjun mars. Stjórn Rithöfundasjóðs Rík- isútvarpsins er skipuð þeim Mar- gréti Oddsdóttur og Eiríki Guð- mundssyni af hálfu Ríkisútvarpsins, Braga Ólafssyni og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur af hálfu Rithöfunda- sambands Íslands og Skafta Hall- dórssyni, formanni stjórnar sem skipaður er af menntamálaráðherra. Jón Kalman hlaut 600.000 kr. styrk Morgunblaðið/Einar Falur Viðurkenning Skafti Halldórsson afhendir Jóni Kalman styrk úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GUILDHALL School of Music and Drama er einn virtasti tónlistarskóli á Vesturlöndum, og ásamt Royal Academy of Music, besti tónlist- arskóli Breta. Mist Þorkelsdóttir er deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. „Þetta er súrrealísk lífsreynsla,“ segir Mist spurð um þá atburðarás sem hófst í október, þegar Barry Ife rektor Guildhall sagði henni í veislu, að skólinn væri einmitt að leita að manneskju eins og henni til að stjórna tónlistarskólanum. En byrjum á byrjuninni – í Hol- landi. Í októberlok var boðað til fundar stjórnenda nokkurra evr- ópskra tónlistarháskóla, vegna und- irbúnings að fyrstu sameiginlegu meistaragráðunni í tónlist, sem þessir skólar munu standa að. Tón- listarháskólinn í Gronigen í Hollandi átti frumkvæði að því að koma þessu samvinnuverkefni að stað og bauð til samstarfsins Guildhall-skólanum, Jyväskylä-háskólanum í Finnlandi, Konunglegu tónlistarakademíunni í Englandi, Eastman-tónlistarskól- anum í New York – og Listaháskóla Íslands. „Það er stórfengleg við- urkenning fyrir Listaháskólann að vera metinn til jafns við þessa skóla og vera með í að stofna til sameig- inlegrar prófgráðu, í fyrsta sinn sem það er gert í Evrópu.“ Ég brosti og sagði jájá Á fyrsta vinnufund tónlistar- skólastjóranna sem haldinn var vegna þessa verkefnis, kom Barry Ife, fjármálalegur skólastjóri Guild- hall. „Hollendingarnir, sem héldu fundinn, buðu okkur út að borða eitt kvöldið, og þá gerðist það að þessi maður hallaði sér að mér og spurði hvort ég hefði ekki verið mér með- vituð um það að Guildhall-tónlist- arskólinn hefði verið að leita deild- arforseta tónlistardeildarinnar sem er með 650 nemendur. Ég kvaðst ekkert hafa heyrt af því og spurði hvort þeir væru þá komnir með nýj- an. Hann sagði nei og bætti því við að af öllum umsækjendunum hefðu hundrað hugsanlega komið til greina en eftir nánari athugun hefðu þeir ákveðið að ráða engan þeirra. Þá sagði hann: „Við erum að leita að einhverjum eins og þér.““ Mist segir að sér hafi þótt þetta eins og hvert annað hjal yfir kampavíni í góðra vina hópi, þar sem alls konar samtöl voru í gangi. „Ég brosti bara og sagði: „jájá“.“ Í nóvember var svo árlegt þing Evrópusamtaka tónlistarháskóla, AEC, haldið í Salzburg í Austurríki. Mist var kosin í stjórn samtakanna á þinginu. En þar var auðvitað líka Barry Ife frá Guildhall. „Hann bað um formlegan fund með mér og ég hitti hann. Hann sagði að staðan væri sú að þeir hefðu hafnað öllum umsækjendum og væru nú að leita logandi ljósi að réttu manneskjunni. Margt spennandi væri framundan í skólanum, meðal annars rekstrarleg sameining við Barbican-lista- miðstöðina. Tilfinningin innan skól- ans væri sú að þótt hann væri í for- ystu, gætti þar stöðnunar, og að nú vildu þeir fá ferskar hugmyndir frá einhverjum sem hefði sýnt sig í að gera spennandi hluti. Þetta var mik- ið hrós. Hann sagði að tveir aðrir væru í sigtinu sem stjórnin væri að biðla til og bað um að fá að senda mér nánari upplýsingar.“ Meira en flatterandi komment Mist var vart komin heim til Ís- lands þegar tölvupóstur fór að streyma inn frá Guildhall með öllum mögulegum upplýsingum um skól- ann og starfið. Þar var líka persónu- legt bréf frá skólastjóranum, þar sem hann gaf henni farsímanúmer sitt og bað hana að hringja með hvaða fyrirspurnir sem væri eða ákvarðanir. „Ég varð svolítið trufluð af þessu þegar ég sá að þetta var meira en bara flatterandi komment. Ég svaraði: „Ef ég er spennt, hvað geri ég þá?““ Misti var sendur flug- miði til London, og innan örfárra daga var hún komin á fund með stjórnendum skólans. Hún var spurð í þaula. Búið var að ræða kaup og kjör. „Þá spurði einn þessara gömlu karla hvort ég væri tilbúin að flytja til London, og ef svo, hvers vegna ég væri tilbúin að yfirgefa það sem ég hefði verið að byggja upp í Listahá- skólanum á Íslandi. Á þessu augna- bliki þyrmdi yfir mig. Ég var ekki tilbúin að flytja til London. Ég gat engu svarað. Á endanum sagði ég að hjarta mitt væri á Íslandi þótt þetta væri stórkostlegt tækifæri og mikil ögrun sem erfitt væri að horfa framhjá.“ Misti var létt, að hafa get- að sagt hug sinn upphátt og tekið ákvörðunina sem kraumaði undir niðri. Ég á heima á Íslandi, segir í jólavísunni, og þangað hélt Mist, æv- intýralegri reynslu ríkari og full af stolti fyrir hönd skólans síns. Hjartað var á Íslandi Sóst var eftir Mist Þorkelsdóttur í starf deildarforseta Guildhall-skólans í London, eftir að öllum umsækjendum hafði verið hafnað. Mist sótti ekki um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirsótt „Á þessu augnabliki þyrmdi yfir mig. Ég var ekki tilbúin að flytja til London. Ég gat engu svarað. “ Mist við Listaháskólann á Sölvhólsgötu. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.