Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 11 isins. Kannski endar með því að Al- þingishúsið verður selt og einhver utanaðkomandi aðili fenginn til að reka það. Og ef hann vill reka það fyrir verð sem er of hátt fyrir ríkið endar Alþingi ef til vill bara í leigu- húsnæði uppi í Grafarvogi.“ Læknisfræðileg mæðravernd á LSH Reynir Tómas segir að eftir söl- una og ákvörðunina um að flytja starfsemina í Mjódd hafi verið skip- uð samræðunefnd um framtíðarfyr- irkomulag í málunum en deildar meiningar hafi verið um það. „Við sögðum að læknisfræðileg mæðra- vernd þyrfti að flytjast á LSH,“ seg- ir Reynir Tómas og bætir við að allt sem þurft hafi af tæknilegum hjálp- arbúnaði hafi verið á LSH en ekki í Mjódd. Í viðræðunum við heilsu- gæsluna hafi komið fram tillaga um að byggja upp „vissa tvöföldun á greiningartækni og öðrum skyldum þáttum uppi í Mjódd, sem okkur fannst ekki skynsamlegt.“ M.a. hafi verið stungið upp á því að sónartæki yrðu einnig til staðar í Mjódd en Reynir Tómas bendir á að slík tæki séu dýr og kosti upp undir 10 millj- ónir króna ef þau eigi að vera góð. „Svo þarf að þjálfa fólk til að nota þessi tæki rétt og það er ekki alveg vandalaust. Það þarf langan og ít- arlegan þjálfunartíma til þess að gera sónarskoðanir,“ segir Reynir. Um miðjan júní hafi verið haldinn fundur um málið á LSH. „Þar var bæði fólkið úr Heilsuverndarstöð- inni, yfirmenn hjúkrunar og lækn- inga, og svo við á kvennadeildinni og okkar yfirmenn, auk ráðherra og skrifstofustjóra ráðuneytisins. Þar tjáðum við ráðherranum að við gæt- um ekki flutt upp í Mjódd, það væri ekki hægt. Ráðherrann sagði að við yrðum að leysa þetta okkar á milli, Heilsugæslan og LSH,“ segir Reyn- ir Tómas. Á þessum tíma hafi sum- arleyfi verið að hefjast. „Í ágúst fór- um við að óska eftir fundum en það gerðist ósköp lítið,“ segir hann. Á kvennasviði LSH hafi menn þá farið að búa sig undir breyttar aðstæður og á svipuðum tíma hafi frést af því að byrjað væri að innrétta húsnæði í Mjóddinni. Reynir Tómas óskaði eftir því í byrjun september við yfirlækninn í MM að fá að skoða húsnæðið uppi í Mjódd og gafst þá, að eigin sögn, kostur á að skoða það sem þar hafði verið skipulagt án þess að samráð væri haft við LSH. „Þó að margt gott sé um húsnæðið að segja er til dæmis ekki hægt að opna einn einasta glugga. Það eru engir gluggar yfirhöfuð á einni hlið- inni og á tveimur hliðum opnast gluggar inn í gang á verslunarmið- stöð. Vegna hávaða og fyrst og fremst hita frá verslunarganginum í húsasamstæðunni er ekki hægt að hafa gluggana þar opna því það er svo heitt fyrir utan,“ segir Reynir Tómas. Á fjórðu hliðinni sé heldur ekki alveg hægt að opna glugga því þar fyrir utan sé stórt bílaplan sem talsverð mengun sé af. Þetta séu allt gallar þótt LSH telji fjarlægðina við háskólasjúkrahúsið megingallann við flutninginn. „Það var ekki fyrr en um miðjan október sem tókst að ná saman á fund um málið,“ segir hann. Þá hafi fulltrúar heilsugæslunnar spurt hvort ekki væri orðið of seint fyrir LSH að taka við mæðravernd kvenna í áhættumeðgöngu, þar sem það hefði ekki verið undirbúið. „Við sögðum að það stæði að við vildum ekki rjúfa tengsl mæðravernd- arinnar og spítalans með þessum hætti. Við hefðum ekki tök á að koma þarna og sinna þessu sam- kvæmt samningum og samningurinn væri því fallinn um sjálfan sig. Þau litu frekar svo á að við værum að segja upp samningnum einhliða en við töldum að forsendurnar fyrir samningnum væru einfaldlega brostnar. Við þurftum að manna nánast heila læknisstöðu í hverri viku og það bara gekk ekki að halda því uppi. Það tæki okkur læknana frá LSH um það bil hálfan vinnudag í viku bara að fara á milli staða, upp í Mjódd og til baka, og við getum það ekki. Og kennsla fyrir næstu kyn- slóð ljósmæðra og fæðingarlækna, hún myndi líða fyrir það vegna þess að við erum ekki nógu nálægt.“ Konan og fjölskylda hennar í fyrirrúmi hjá öllum Eftir þetta hafi fólk, þar á meðal þingmenn, komið fram í fjölmiðlum og sagt að með breytingunum væri verið að gera hag kvenna í Reykja- vík verri og sjúkdómsvæða með- göngu. „Það er algengur gamaldags hugsunarháttur að læknar sem sinna fæðinga- og kvensjúkdóma- fræði séu talsmenn tækni- og sjúk- dómsvæðingar og líti á meðgönguna sem sjúklegt ástand, en að ljós- mæður séu talsmenn hins eðlilega. Þetta er löngu liðin tíð,“ segir Reyn- ir Tómas. „Hjá okkur öllum er kon- an og fjölskylda hennar í fyrirrúmi.“ Hann segir að vel hafi gengið á LSH að undirbúa aðstöðu sem upp- fylli kröfur vegna sérhæfðrar mæðraverndar. „Fyrst var tekinn tími í að skoða allt húsnæðið á einu eftirmiðdegi og hvernig væri hægt að koma þessu fyrir. Svo fór arkitekt spítalans í að teikna upp aðstöðuna. Í millitíðinni var hafist handa við að skipuleggja. Svo var kallað á heilsu- gæsluna og mjög vel heppnaður fundur var haldinn fyrir fullum hundrað manna sal þar sem var kynnt hvernig við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sérhæfða mæðraverndin hafi farið ágætlega af stað, en rúmar fimm vikur eru liðnar frá því LSH tók að fullu við henni eftir að MM fluttist í Mjódd. Ákveðnir byrjunarhnökrar hafi þó gert vart við sig og ljóst sé að það vanti fæðinga- og kvensjúkdóma- lækna á landinu. „Við höfum notið velvildar und- anfarin ár eftir að menn áttuðu sig á þessu, að við værum ekki vel sett. Þá höfum við fengið að ráða fleira ungt fólk til að læra hérna á LSH. Svo er hópur af ungu fólki sem er að bæta við sig í sérnámi erlendis og annar hópur hér heima að læra, þannig að við verðum miklu betur sett eftir kannski fjögur til fimm ár. Þá verð- um við með meira af fólki til þess að vinna þessi verk hér heima.“ Morgunblaðið/Jim Smart Ekki sjúkdómavæðing Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri kvennasviðs LSH, segir að þrátt fyrir að LSH hafi nú tekið við eftirliti mæðra í áhættu- meðgöngu sé ekki verið að sjúkdómsvæða meðgönguna. REYNIR Tómas segir að skortur sé á góðri aðstöðu á kvennadeild LSH og brýnt sé að bæta úr henni. Hann nefnir sem dæmi að fæðing- araðstaðan á LSH sé byggð á hugs- un sem sé a.m.k. 35–40 ára gömul. Þegar byggja hafi átt við fæðing- ardeildina árið 1974 hafi fulltrúar kvennahreyfingarinnar fjölmennt á þingpalla þegar málið var rætt á þingi og myndað ákveðinn þrýsti- hóp. Þá hafi verið ráðist í að byggja nýja kvennadeild og hún hafi verið miðuð við að þar ættu sér stað um 2.000 fæðingar á ári. „Nú erum við að fara yfir 3.000 fæðingar á LSH í ár, en þetta er í þriðja sinn sem það gerist. Aðstaðan er orðin of lítil og of ófullkomin,“ segir Reynir Tóm- as. Sem dæmi um bágborna aðstöðu megi nefna að eitt almennt salerni þjóni sex fæðingarstofum. „Það þótti einu sinni fínt þegar ekki var einu sinni gert ráð fyrir að feðurnir væri viðstaddir fæðingar barna sinna en núna er þetta bara ekki eins og það á vera.“ Spurður hvort aðstaðan hér sé lakari en í þeim löndum sem Íslend- ingar bera sig saman við segir Reynir Tómas ljóst að hún jafnist ekki á við það besta sem gerist á Norðurlöndunum, þar sem ýmist hafi verið byggð ný fæðing- araðstaða eða eldri aðstaða löguð að kröfum nútímans. Reynir Tómas segir að gert sé ráð fyrir því að kvennadeild nýja háskólasjúkrahússins verði tekin í notkun í fyrsta lagi árið 2012, en hún sé hluti af þriðja áfanga bygg- ingar sjúkrahússins. „Við vildum gjarnan að þessi hluti nýja spítalans færi í meiri forgang heldur en hann hefur verið settur í núna,“ segir hann. Þá skipti miklu að hugsað yrði til framtíðar við bygginguna og að nýja aðstaðan yrði ekki útbú- in þannig að hún yrði orðin of lítil innan skamms tíma. Aðstaða kvenna- deildar verði bætt Eitt salerni þjónar sex fæðingarstofum elva@mbl.is  Nýlega varði Stefán Ingi Valdimarsson doktorsritgerð sína í stærðfræði við Edinborg- arháskóla. Rit- gerðin er á sviði stærðfræðigrein- ingar og nefnist Two Geometric Inequalities in Harmonic Analysis. Leiðbeinendur Stefáns voru Tony Carbery og James Wright og andmælendur við doktorsvörnina voru Keith Ball og Allan Sinclair. Meginhluti ritgerðarinnar fjallar um ójöfnu Brascamps og Liebs. Þessi ójafna er alhæfing á ýmsum grundvallarójöfnum í stærð- fræðigreiningu, þar á meðal ójöfnum kenndum við Cauchy og Schwarz, Hölder, Young og Loomis og Whit- ney. Nýlega hefur verið gefin lýsing á þeim skilyrðum sem þurfa að gilda til að ójafnan sé sönn. Í ritgerðinni er lýsing þessara skilyrða einfölduð og sett fram reiknirit til að finna skilyrðin. Einnig er ójafnan sett fram og sönnuð fyrir endanleg svið og gefin er lýsing á þeim föllum þar sem jafnaðarmerki gildir í ójöfnunni í evklíðsku rúmi. Lokakafli ritgerð- arinnar fjallar um marglínulega al- hæfingu á Hilbert-ummynduninni og ójöfnu Hardys, Littlewoods og Sobolevs. Sett eru fram nauðsynleg og nægjanleg skilyrði fyrir því að ójafna sem tengist marglínulegu Hilbert-ummynduninni sé sönn og fundin eru öll föll þar sem jafn- aðarmerki gildir í marglínulegri út- gáfu af ójöfnu Hardys, Littelwoods og Sobolevs. Stefán Ingi er sonur Valborgar Stefánsdóttur bókasafnfræðings og Valdimars Kristinssonar ritstjóra. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk B.S. prófi í stærðfræði frá Háskóla Ís- lands 2003. Stefán Ingi er giftur El- ínborgu Ingunni Ólafsdóttur stærð- fræðingi. Doktor í stærðfræði Stefán Ingi Valdimarsson EIGENDUR sjö einbýlis- og fjöl- býlishúsa allt frá Akranesi suður í Garðabæ fengu viðurkenningu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir snotr- ar jólaskreytingar á aðventunni 2006. Í Reykjavík féll viðurkenn- ingin í skaut samhentum íbúum sex íbúða fjölbýlishúss við Rósa- rima 1 en í Kópavoginum voru það nágrannarnir í Jörfalind 6 og 8 sem hlutu viðurkenninguna en annar íbúinn hafði skreytt bæði húsin með sama hætti. Orkuveitan hefur frá aldamót- um verðlaunað smekkvísa húseig- endur í þeim sex sveitarfélögum þar sem fyrirtækið sér um dreif- ingu rafmagns. Þau hús sem dóm- nefnd Orkuveitunnar þótti jafn- framt skara fram úr eru Dalsflöt 10 á Akranesi, Arnartangi 22 í Mosfellsbæ, Tjaldanes 15 í Garða- bæ og Fornaströnd 1 á Seltjarn- arnesi. Morgunblaðið/Sverrir Verðlaun Húseigendurnir fengu afhentan viðurkenningarvott í höf- uðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag ásamt inn- römmuðum myndum af ljósum prýddum húsum þeirra. Setti upp verðlauna- skreytingu fyrir nágranna JÓNÍNA Bjartmarz umhverf- isráðherra bauð öllum þeim sem komu að aðgerðum á strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga til móttöku í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á laugardag. Á fimmtudag var lokið við að tæma olíu úr tönkum flutningaskipsins á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi. Þar með lauk bráða- aðgerðum til að forða meng- unarslysi en þær stóðu sleitulaust í nær 30 klukkustundir. Á þessum tíma tókst að dæla um 95 tonnum af olíu í land en 10 til 15 tonn af olíu eru eftir í lestarrými skips- ins. Jónína hefur lýst yfir ánægju sinni með það hversu vel gekk að koma í veg fyrir umhverfisslys á strandstað og kann hún starfs- fólki Umhverfisstofnunar, Olíu- dreifingar, þyrlusveita Landhelg- isgæslunnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Framtaks, sýslu- mannsins í Keflavík og björg- unarsveitarfólki Landsbjargar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Morgunblaðið/Golli Bráðahreinsun úr Wilson Muuga fagnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.