Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reynir Tómas segir að ásínum tíma hafi mæðra-vernd þróast á tveimurstöðum í Reykjavík, ann- ars vegar á vegum borgarinnar í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar en hins vegar á kvennadeild LSH, sem stofnsett var árið 1975. Árið 1994 tók Reynir Tómas við starfi sviðsstjóra kvennasviðs LSH og segir hann að þá hafi menn gjarnan viljað sameina mæðraverndina á LSH og á Heilsuverndarstöðinni. „Þetta var meðal annars vegna þess að á Íslandi eru fæðinga- og kven- sjúkdómalæknar tiltölulega fáir mið- að við aðrar viðmiðunarsérgreinar.“ Sú staða hafi oft komið upp að það vantaði lækna í mæðraverndina sem starfrækt var á LSH, m.a. vegna þess að læknar hafi stundum þurft að fara og sinna uppskurðum eða annarri bráðastarfsemi á kvenna- deildinni. Einnig hafi oft komið fyrir að ekki hafi verið læknar tiltækir á Heilsuverndarstöðinni. „Þar voru aðeins tveir til þrír læknar og það vantaði alltaf af og til lækna og þá var ekki annað að gera en að fá ein- hvern frá okkur upp eftir, gjarnan yngri læknana,“ segir Reynir Tóm- as. Hann bætir við að þjálfunar- aðstaða fyrir yngri lækna hafi ekki heldur þótt nógu góð og þá hafi kom- ið upp sú hugmynd að sameina mæðraverndina á LSH og í Heilsu- verndarstöðinni. Hann segir að upprunalega hafi hugmyndin verið sú að sameina starfsemina undir hatti LSH á ein- um stað, en Heilsugæslan hafi lagst gegn því og talið að mæðravernd ætti að heyra undir heilsugæsluna. Hafi verið vísað til heilbrigðislaga þar sem segi að mæðravernd eigi að vera á heilsugæslustöðvum, „en þar segir ekki að hún megi ekki vera ein- hvers staðar annars staðar líka,“ segir Reynir Tómas. Hann segir að samningar vegna sameiningarinnar hafi staðið yfir í nokkur ár, en menn hafi ávallt verið sammála um að góð aðstaða væri fyrir mæðraverndina í Heilsuverndarstöðinni. Á árunum 1995–1998 hafi málið hins vegar strandað á því að borgin átti 60% af heilsuverndarstöðvarhúsinu og ríkið 40%. „Borgin var ekki að nota sinn hluta lengur vegna þess að það var búið að færa öll heilbrigðismál yfir til ríkisins og heilsugæslan í Reykja- vík, sem áður heyrði undir borgina, var allt í einu orðin ríkisapparat inni í borgarhúsnæði.“ LSH hafi lagt talsvert að ríkinu að reyna að kaupa hlut borgarinnar í húsnæðinu en hann hafi þá verið til sölu fyrir um 350 milljónir króna. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. Reynir Tóm- as segir að ríkinu hafi sennilega fundist verðið á húsnæðinu nokkuð hátt, en „ég hef alltaf haft grun um að persónuleg samskipti þeirra sem þá voru við völd í borginni og hjá rík- inu hafi verið þannig að það hafi ekki náðst neitt samkomulag,“ segir hann. Tvöfalt stjórnunarkerfi óheppilegt Árið 1999 tókust samningar um sameiningu mæðraverndar á LSH og í Heilsuverndarstöðinni. Pen- ingar fengust til þess að innrétta húsnæði Miðstöðvar mæðraverndar (MM) í Heilsuverndarstöðinni og gekk það vel að sögn Reynis Tóm- asar. Í samningnum um samein- inguna fólst meðal annars að LSH lagði til eina stöðu sérfræðings í áhættumeðgöngu. Þá var sett upp fagráð eða einskonar samstarfs- nefnd sem Reynir Tómas var í for- svari fyrir en einnig voru skipaðir sérstakir yfirmenn, ljósmóðir og læknir hjá MM. Reynir Tómas segir þetta hafa haft í för með sér að til hafi orðið einskonar tvöfalt stjórn- unarkerfi sem hafi að mörgu leyti verið óheppilegt til lengdar. Vanda- mál hafi komið upp í stjórnun og skipulagi vinnu í mæðraverndinni. „Að mörgu leyti gekk starfsemin ekki illa en okkur gekk aldrei eins vel og við væntum að manna stöður. Það var meðal annars vegna þess að uppi voru stöðugar sparnaðarkröfur á LSH á þessum tíma.“ Þær hafi mest komið fram í því að ekki hafi verið leyft að ráða nægilega margt starfsfólk. „Og þá fór það svo að læknanemarnir sem komu hingað á kvennadeild LSH horfðu á ungu læknana yfirkeyrða með allt of mik- ið að gera og yfirkeyrða sérfræð- inga.“ Þetta hafi aftur haft í för með sér að fáir hafi valið að fara í fæð- inga- og kvensjúkdómafræði og því hafi ekki tekist að mennta eins marga til að fylla í skörðin eins og nauðsynlegt var. Reynir Tómas segir að ýmislegt hafi gengið vel eftir sameininguna. Nefna megi að komið hafi verið á laggirnar árlegri ráðstefnu sem tengdist mæðravernd og þá hafi því markmiði verið náð að flytja æ meira af mæðraverndinni út á heilsugæslustöðvarnar. Þá hafi það verið kostur í samstarfinu að aðeins voru um 500 metrar á milli Heilsu- verndarstöðvarinnar og kvenna- deildar LSH. Rætt um að selja Heilsuverndarstöðina „Svo gerist það sumarið 2005 að við förum að heyra ávæning af því að það eigi að selja Heilsuverndarstöð- ina,“ segir Reynir Tómas, en þá hafði enn ekkert samkomulag náðst um húsið á milli borgar og ríkis. „Þegar þetta fór að komast í meira hámæli skrifaði ég bréf sem formað- ur samstarfsnefndar til yfirstjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík og sendi afrit af því til heilbrigð- isráðherra,“ segir Reynir Tómas. Í bréfinu hafi hann vakið athygli á því að LSH treysti sér ekki til þess að senda sérfræðinga til starfa hjá MM yrði starfsemin flutt lengra í burtu frá LSH en hún væri, enda væri ekki mannskapur til í slík ferðalög. Reynir Tómas segir að þau við- brögð sem bárust hafi verið frekar jákvæð. Fram hafi komið að senni- lega yrði ekkert af sölunni og hafi menn vonast til þess að svo færi að Heilsuverndarstöðin yrði áfram í eigu ríkisins. „Við vonuðum að það yrði ekkert af sölunni. Allir sáu að heilsuverndarstöðvarhúsið var gott og fallegt hús, það var í því jákvæður andi fannst okkur,“ segir Reynir Tómas. Haustið hafi liðið og skyndi- lega hafi borist fréttir af því að búið væri að ákveða að selja húsið og það hafi verið auglýst til sölu. Enginn heilbrigðisstarfsmaður hlynntur sölunni „Þá fórum ég og yfirmaður heilsu- verndar barna upp í ráðuneyti. Þar var ráðherra sjálfur og allir fyr- irmenn ráðuneytisins, yfirmaður byggingarmála, ráðuneytisstjóri og skrifstofustjórarnir. Í stuttu máli var okkur sagt að hafa ekki áhyggj- ur vegna þess að húsið yrði áfram hjá ríkinu. Við fórum út frekar von- góðir,“ segir Reynir. Þeir hafi jafn- framt farið á fund fjármálaráðherra sem hafi hlustað, en tíu dögum síðar hafi húsið verið selt einkaaðila sem ekki tengist heilbrigðisþjónustu. „Það hafa ekki verið gerð meiri mis- tök í heilbrigðiskerfinu en að selja Heilsuverndarstöðina,“ segir Reynir Tómas og bætir við að hann sé ekki einn um þessa skoðun. Hann hafi ekki hitt þann heilbrigðisstarfsmann sem hafi verið hlynntur sölunni. „Þetta er furðuleg ákvörðun. Það var furðulegt að borgin og ríkið skyldu ekki geta komið sér saman um að ríkið fengi hluta borgarinnar á viðunandi verði og að það skyldi ekki vera hægt að semja um þá nokkra tugi milljóna sem bar í milli. Ef menn vildu leigja reksturinn út með einhverjum hætti og láta einka- aðila sjá um allt frá þrifum til við- halds var það auðvitað hægt,“ segir hann. Heilsuverndarstöðin, sem hafi verið eitt af kennileitum borg- arinnar, fari núna í not sem enginn viti hver verði. „Tækifæri til þess að byggja upp þekkingarmiðstöð í heil- brigðisvísindum og efla samvinnuna milli heilsugæslunnar og háskóla- spítalans fer forgörðum. Það þarf að leggja í nýjan kostnað, flytja í óhag- kvæmara húsnæði og innrétta það upp á nýtt fyrir mikið fé,“ segir Reynir Tómas. Keilusalur í Mjódd leigður Hann segir að fyrst eftir að húsið hafi verið selt hafi vonin verið sú að það yrði leigt til langs tíma og áfram notað undir þá starfsemi sem var í því. „Svo var heil hæð í húsinu sem var ekki nýtt og mörg okkar vonuðu á tímabili að landlæknisembættið myndi fara þangað, eða Lýð- heilsustöð,“ segir Reynir Tómas. Næsta skref í málinu hafi verið stig- ið í vor, en þá „fréttum við í gegnum blöðin að það væri búið að leigja gamlan keilusal uppi í Mjódd og þangað ætti að flytja. Við vorum ekkert látin vita sérstaklega og heldur ekki um söluna [á Heilsu- verndarstöðinni]. Það var aldrei ráðgast við okkur eða við spurð álits áður en salan var ákveðin,“ segir Reynir Tómas. Um pólitíska ákvörð- un hafi verið að ræða sem byggst hafi á þeirri skoðun að betra væri að einkaaðilar sæju um rekstur hús- næðis til lengri tíma. „Það má auðvitað vel vera að það geti átt við um mikið af húsnæði rík- Rúmt ár er liðið frá því að tilkynnt var að ríki og borg hefðu selt Heilsuverndarstöðina í Reykjavík til einkaaðila, en salan hefur haft það í för með sér að þurft hefur að flytja starfsemi sem þar var úr húsinu. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri kvennasviðs LSH, segir það skoðun sína að sala Heilsuverndarstöðvarinnar hafi verið stærstu mistök sem gerð hafi verið í heilbrigðiskerfinu, en hann ræddi við Elvu Björk Sverrisdóttur um þau mál og þær aðstæður sem nú eru í mæðravernd á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Golli Mistök að selja Reynir Tómas Geirsson telur söluna á Heilsuverndarstöðinni hafa verið mistök. Heilbrigðisstarfsfólk mótfallið sölu Heilsuverndarstöðvarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.