Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGA jólasveinsins er makalaust fyrirbrygði. Þjóðir heimsins eiga flestar einhvern bakgrunn eða frum- jólasvein, eins og ég hef stunum kall- að það. En í upphafi er jólasveinninn ættaður frá Evrópu eða litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Fyrirmynd jólasveinsins er biskup sem hét Niku- lás og var uppi í lok þriðju aldar og byrjun þeirrar fjórðu. Nikulás biskup gekk alltaf í kufli og þaðan kemur klæðnaður jólasveinsins sem við þekkjum. En það má finna tengingu um hann til Íslands. Því Goðdalir í Vesturdal er talið meðal höfuðbóla frá fornu fari og kirkjan þar var helg- uð Guði og heilögum Nikulási. Hann er verndari sjómanna og ungra barna. Tákn hans eru akkeri, tvö eða þrjú brauð, þrjár gullstangir og kal- eikur með þremur börnum. Dagur hans var 6. desember, þjóðhátíðardagur Finna, þar kemur tengingin við jólasvein- inn í Korvatunturi, stóriðju í norður Finn- landi . Sankti Kláus, betur þekktur sem jóla- sveinninn, er amerísk afbökun af heilögum Nikulási, eða Sankti Nikulási, gjafmilda biskupsins frá Mýru. Sagnir af íslenska jólasveininum og Grýlu má finna allt aftur til 15. aldar. En eins og flestir vita hefur karakter- inn breyst talsvert, þó mest eftir að ameríski „coca cola“-jólasveinninn kom fram um 1963. En upphafið að þeim jólasveini má rekja aftur til 1822 þegar bandarískur guðfræðingur, Clement Clarke Moore að nafni, var á leið heim til New York í sleða sínum eftir að hafa sótt markað utan borgarinnar fyrir jólin. Á leiðinni dundaði hann sér við að semja ljóð sem ætlunin var að gefa börnum hans sex í jóla- gjöf. Og í því ljóði, þarna á sleðanum í snjókom- unni, varð Santa Claus til. Það var svo ekki fyrr en 1844 að ljóðið birtist með nafni höfundarins og þá undir titlinum „The Night before Christ- mas“. Það varð strax vinsælt og festi sig fljótlega í sessi sem sígilt jólaljóð, dæmigert fyrir viktoríanska jóla- stemmingu. Í dag er jólasveinninn „maskott“ jólanna allstaðar í heiminum. En hvert land hefur sinn sið. Hins vegar finnst hvergi í heiminum nema á Íslandi heil jólasveina fjölskylda. Annarsstaðar er hann yfirleitt óskilgetinn einbúi. Hann er gjafmildur, góður, laginn og yf- irleitt söngelskur en algerlega húm- orslaus. Nema sá íslenski. Ég tel það vera vegna þess að fyrr á öldum yf- irfærðum við íslendingar evrópska trúðinn á jólasveininn. Á Ísland er hefðin fyrir leikhúsi mjög ung og nán- ast engin fyrir götuleikhúsi eða trúð- um. Nema í gegnum jólasveininn. Ég tel því íslenska jólasveinninn blöndu af hinum heilaga Nikulási, evrópska trúðnum en ekki hvað síst íslenskum tröllum. Ég er sannfærður um það að ef ríkistjórn þessa lands legði pening í að gera Ísland að landi jólasveinsins, trölla og álfa með stórkostlegri út- færslu og með miklum peningum í al- vöru uppbyggingu jólastaða og æv- intýrasvæða víðsvegar um landi yrði það meiri, öflugri og arðbærari stór- iðja en nokkur önnur stóriðja sem reyst hefur verið á landinu. Allar stór- stjörnur heimsins, íþrótta-, tónlistar-, og leiklistarstjörnur flykkjast til Kor- vatunturi í Finnlandi. Þýski ferðaiðn- aðurinn um jólin er gífurlega stór og Japanir og Kínverjar, sem ferðast mikið, sækja allan ársins hring í æv- intýri í norðri. Jólasveinninn, tröll og álfar auk norðurljósanna og miðnæt- ursólarinnar er án efa það sem drægi einhver prósent af þessum risastóra markhópi til landsins. Engin stóriðja sem ríkisvaldið hefur staðið fyrir á Ís- landi getur nokkurn tímann átt möguleika á þeim arði og líftíma sem þessi hugmynd getur gefið af sér. Einhvern veginn svona sagði Laxnes „Til að vera alþjóðlegur, þarf fyrst og fremst að vera þjóðlegur“. Saga jólasveinsins, trölla og álfa stóriðja Íslands Stefán Sturla Sigurjónsson fjallar um jólasveininn » Jólasveinninn, tröllog álfar auk norður- ljósanna og miðnæt- ursólarinnar er án efa það sem drægi einhver prósent af þessum risa- stóra markhópi til landsins. Stefán Sturla Sigurjónsson Höfundur er leikari og leikstjóri og fyrrverandi markaðs- og verkefnastjóri Broadway. SUNDABRAUT hefur verið á dag- skrá í nær 2 áratugi. Í frétt Morg- unblaðsins frá 3. mars 1992 er sagt frá því að 20. febrúar það ár, hafi ver- ið samþykkt breyting á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar fyrir 1990–2010. Þar er gert ráð fyrir íbúðabyggð á Geldinganesi og umfangsmikilli byggð í Borgarholtshverfum. Ljóst væri að Höfðabakkabrú og Gullinbrú anni ekki umferð til þessara hverfa og því væri nauðsyn að bæta úr. Í þessu sama skipu- lagi er gert ráð fyrir mikilli umferðaræð sem fengið hefur vinnuheitið Sundabraut. Hún er skilgreind sem þjóð- braut í þéttbýli og framkvæmdin falli því undir vegaáætlun og þar með háð fjár- framlögum úr rík- issjóði. Í framangreindri frétt Morgunblaðsins segir enn fremur: „Gert er ráð fyrir því að Sundabraut liggi áfram í austurátt framhjá Sorpu og Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi, tengist síðan vegi sem lagður verður yfir eiðið að Geld- inganesi, haldi áfram þvert yfir Leiru- vog, taki land á utanverðu Gunnunesi, liggi áfram til Álfsness, haldi áfram yfir Kollafjörð og tengist þar Vest- urlandsvegi. Þessi braut stytti vega- lengdina að sorpurðunarstöðinni í Álfsnesi um allt að fimm km.“ Því miður hefur nánast engu fjár- magni verið varið til þessarar brautar í 15 ár! Samgöngubætur hafa allar miðast við að lappa upp á aðrar leiðir en ekki að leggja neina rækt við að byggja til framtíðar. Hönnunarvinna virðist hafa verið nánast engin. Spurning hvort umhverfismat sé þeg- ar hafið. Sparnaður af Sundabraut: Talið er að um 5.000 bílar aki gegn- um Rörið (Hvalfjarðargöng) á sólar- hring. Nú er ekki unnt að fullyrða hversu mikil stytting verði á aksturs- leið meðalbílsins. Stytting er talin geta numið allt að 10 km frá Kjal- arnesi í miðsvæði Reykjavíkur. Nú skulum við auðvelda og einfalda út- reikning og gera því skóna að hver bíll þurfi að meðaltali 10 lítra elds- neytis fyrir hverja 100 ekna km og að hver lítri kosti nákvæmlega 100 krón- ur. Þá lítur reikningsdæmið svona út: 5000 x 10/100 x 100. Útkoman er 50.000 krónur fyrir hvern ekinn km sem Sundabraut gæti stytt leiðina á hverjum degi. Þetta er sparnaður upp á 18,25 milljónir fyrir hvern sparaðan kílómetra yfir árið, sennilega um eða yfir 200 milljónir ef ekki töluvert meira því ekki er reiknað með sparn- aði þeirra sem geta nýtt sér styttingu leiða vegna Sundabrautar. Hér er um einhverja hagkvæmustu fjárfest- ingu í samgöngumálum á Íslandi í dag. Núna 23. nóvember 2006 er frétt í Morg- unblaðinu þess efnis að Orkuveita Reykjavíkur hyggist leggja gasleiðslu nokkurn veginn sömu leið og fyrirhuguð Sundabraut. Talið er að kostnaður við lagningu gasleiðslu um 10 km leið verði um 100 milljónir. Eigi fer nein- um sögum um hvort þessi fram- kvæmd sé háð kynningu eða um- hverfismati. Mér finnst þetta nokkuð skondin framkvæmd í ljósi þess að með lagn- ingu gasleiðslu verður bygging Sundabrautar hvorki gerð auðveldari né ódýrari, öðru nær. Spurning hvort ekki væri hagkvæmara að hætta við þessa framkvæmd og leggja áherslu fyrst á vegalagninguna. Öllu hag- kvæmara væri að koma upp gasstöð sem næst þeim stað sem það verður til. Þá er spurning um endingartíma gaslindarinnar á öskuhaugunum. Mér finnst vera mikið glapræði að lögð verði gasleiðsla áður en loka- ákvörðun liggur fyrir hvar Sunda- brautin á að vera nákvæmlega lögð. Ég vona að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi ekki tekið þessa ákvörðun í fljótræði. Bygging Sunda- brautar þolir hins vegar enga bið og ekki má leggja fleiri steina í götu einnar brýnustu og mikilvægustu vegalagningar á Íslandi. Ég legg eindregið til að við mynd- un næstu ríkisstjórnar verði nýr sam- gönguráðherra valinn úr röðum þing- manna höfuðborgarsvæðisins til þess að tryggja megi nauðsynleg fjár- framlög til Sundabrautar. Sundabraut gasleiðsla? Guðjón Jensson fjallar um skipulagsmál og Sundabraut »Ég legg eindregið tilað við myndun næstu ríkisstjórnar verði nýr samgöngu- ráðherra valinn úr röð- um þingmanna höf- uðborgarsvæðisins til þess að tryggja megi nauðsynleg fjárframlög til Sundabrautar. Guðjón Jensson Höfundur er bókasafnsfræðingur og áhugamaður um betra umhverfi. ÞAÐ ER óneitanlega sérstakt hve mikið af listsýningum, tón- leikum og öðrum listviðburðum Ís- lendingar hér í Berlín koma að. Auðvitað er rétt að miða við höfðatölu, en samt verður að segj- ast eins og er að land- inn er duglegur og það ber á honum. Borgin nýtur enda umtalsverðra vin- sælda meðal íslenskra listamanna, sem dveljast hér títt yfir lengri eða skemmri tíma. Við Íslendingar erum og kröftug þjóð sem framkvæmir hlutina í stað þess að tala um þá, líkt og manni finnst um margt vera raunin hjá vinum okkar hér í Þýskalandi.Við erum enda víkingar o.s.frv. Eins og kunnugt er erum við Frónbúar ekki fjölmenn þjóð. Við erum smáþjóð, smáþorp á heims- vísu. Og líkt og raunin er með þorp vitum við hvað um er að vera í bakgarði nágrannans. Bæði það sem hann vill að við vitum og hitt sem hann vill síður bera á torg. Að sama skapi erum við okkur vel meðvitandi um uppruna okkar, þannig að í velflestum samræðum við „útlendinga“ ber land og þjóð og veðurfarið iðulega á góma. Auð- vitað stafar það einnig út frá for- vitni þeirra útlendu, en engu að síður þykir okkur ekki leiðinlegt að fá tækifæri til þess að tala um þessa hluti. Enda erum við flest ákaflega stolt, hvort sem við við- urkennum það eður ei, af því að vera frá þessari skrýtnu eyju lengst í norðri. Við vitum og mikið um land okkar og það fólk sem það byggir. Þorpslega mikið. Inn í samræð- ur sem þessar bland- ast oftlega einnig hugmyndir um hina skapandi og list- hneigðu þjóð sem við ku vera. Þegar þetta fer saman er ekki að undra að þegar ein- hver landinn ástund- ar eitthvert listrænt atferlið í ná- grenni við mann frétti maður af því og það sem meira er eru mikl- ar líkur á að maður mæti á stað- inn. Við styðjum enda ætíð við bakið á okkar fólki. Hér í borg er það til að mynda nokkuð algeng lenska að auglýsa það sem land- inn tekur sér fyrir hendur á heimasíðu Íslendingafélagsins (FÍBer:www.island-berlin.de), þannig að Íslendingar í grennd- inni fari ekki varhluta af. Sé tekið mið af þessu gæti verið að fregnir af stórsigrum okkar erlendis séu eitthvað ýktar. Þessum skrifum er þó því fjarri ætlað gera lítið úr okkar afrekum. Það er einvörðungu gaman að hugsa til þess hve auðvelt það er að halda utan um afrek okkar, sakir þessara þátta. Slíkt væri til dæmis eitthvað meiri vand- kvæðum bundið kæmi maður til að mynda frá Kína. Ekki nema haldið sé úti héraðssíðu Kínverja frá Xinjiang Uighur, sem nota bene líta á sig sem sjálfstæða þjóð. En svona er þetta bara. Ís- lendingur sem stendur fyrir ein- hverju fær um það umfjöllun og landar hans vita hvað hann er að bardúsa. Nú hefir undiritaður ekki gert könnun á því hvernig þessum mál- um er háttað hjá okkur stærð- arlega skyldum þjóðum, sem finna mætti samnefnara í orðinu smá- þjóðaleikarnir. Hann leyfir sér þó að efast um að þær séu jafnvel á tánum hvað þessi mál varðar og við. Óneitanlega sérstakt. Sérstakt þorp í heimsþorpinu Ólafur Guðsteinn Kristjánsson fjallar um Íslendinga í Berlín » Að sama skapi erumvið okkur vel með- vitandi um uppruna okkar, þannig að í vel- flestum samræðum við „útlendinga“ ber land og þjóð og veðurfarið iðulega á góma. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Höfundur er bókmenntafræðingur. GJALDMIÐILL- INN er verkfæri í viðskiptum og hag- stjórn. Íslenska krón- an er ekki lengur dugandi verkfæri og þess vegna hefur við- skiptalífið afskrifað hana fyrir evruna. Ís- land á meiri viðskipti við Evrópusambandið heldur en sum sjálfra Evrópusambandsríkj- anna. Fá, ef nokkur ríki í heiminum, eiga eins mikil alþjóðaviðskipti og Ís- land sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Frjáls fjármagnsflutningur og alþjóðavæðing atvinnulífsins kallar á upptöku evru og því leng- ur sem beðið er, því meiri verður kostnaðurinn fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Sú ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka að gera upp í evrum í stað íslensku krónunnar hefur að vonum vakið mikla athygli. Segja má að þessi ákvörðun sé enn einn naglinn í líkkistu íslensku krón- unnar og hlýtur að vekja íslensk stjórn- völd af værum Þyrni- rósarsvefni varðandi stöðu gjaldmiðilsins. Ný skýrsla Hag- fræðistofnunar Há- skóla Íslands er af sama meiði og er áfell- isdómur yfir hags- tjórninni hér á landi. Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris Investment, sem meðal annars á stóran hlut í Marel og Össuri, spáði því í haust á fundi hjá Viðskiptaráði að allir íslensku bankarnir myndu hætta að gera upp í krónum. Nú er sá spádómur að byrja að rætast og verður örugglega ekki langt að bíða að hinir bankarnir fylgi í kjöl- farið. Hvað gera íslensk stjórnvöld þegar til dæmis Kaupþing banki, með hinn gríðarstóra efnahags- reikning sinn, ákveður að kveðja krónuna? Viðbrögðin úr yfirstjórn Seðla- bankans voru fyrirsjáanleg en um leið einkennileg. Hvernig dettur mönnum í hug að hægt sé að setja lög sem ekki eiga við stóra aðila á markaðinum eins og bankana? Hér eiga að sjálfsögðu að ríkja ein lög fyrir alla. Viðbrögð stjórnvalda Krónan er ónýtt verkfæri Andrés Pétursson fjallar um ís- lensku krónuna, efnahagsmál og Evrópusamstarf Andrés Pétursson » Íslensk stjórnvöldeiga því án tafar að hefja aðlögun að Maas- tricht-reglunum um hámark skulda hins opinbera, lágt vaxtastig og stöðugt gengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.