Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 1. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LÍFIÐ Í BOLTANUM BJÖRN JÓNSSON FÓR AÐ HEIMAN FJÓRTÁN ÁRA TIL AÐ SPILA FÓTBOLTA Í HOLLANDI >> 23 LEIKHÚSGESTIR OG SENUÞJÓFAR FLUGAN DULÚÐ OG DRAMATÍK >> 40 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SPRENGINGIN var svo svakaleg að ég fór eina fjóra hringi í loftinu,“ sagði Sölvi Axelsson flugstjóri, sem slapp með skrekkinn þegar sprengja sprakk þar sem hann var á gangi í Bangkok á gamlárskvöld. Níu sprengjur sprungu í borginni þetta kvöld. Þrír dóu og hátt á fjórða tug slasaðist, að því er er- lendar fréttastofur herma. Sölvi telur að mun fleiri hafi farist og slasast, eftir því sem hann sá. Sölvi kvaðst hafa verið að ganga burt frá mótorhjóli sem hafði ekið með hann. Yfirleitt sagðist hann prútta um verðið, en af því að það var gamlárs- kvöld gerði hann það ekki. „Þegar ég var búinn að ganga svona fjörutíu skref varð þessi svakalega sprenging hægra megin við mig. Það sem bjargaði mér var að það var ljósastaur á milli mín og sprengingarinnar og hann hlífði mér. Ég held að ég hafi flogið eina 25–30 metra.“ Þegar Sölvi rankaði við sér ríkti fullkomin ringulreið á götunni og skelfilegt var um að litast. Honum fannst þetta algerlega óraunveru- legt – líkt og hann væri að horfa á bíómynd. „Ég hélt að allir væru dánir. Fólk lá um allt og hreyfði sig ekki. Á götunni var blóð, tennur, líkamsleifar og skór eins og þeir hefðu verið sprengdir af fólki. Per- sónulegir munir, myndir og fleira sem fólk er með í fórum sínum, lá út um allt. Sprengingin var svo rosaleg. Það sem mér dettur helst í hug er að þetta sé eins og að lenda inni í fallbyssu sem hleypt er af. Mér datt ekki annað í hug en að ég væri klofinn í tvennt. Staurinn hlífði mér en augun fóru úr manni sem var við hliðina á mér.“ Sölvi segir að staurinn hafi farið í tætlur og rétt hangið uppi. Sú hlið sem sneri að sprengjunni var alsett hvössum sprengjubrotum sem stóðu út úr staurnum. Sprengju- brotin flugu allt í kringum Sölva og mátti engu muna að hann skaðað- ist. „Skyrtan tættist utan af mér. Ég er búinn að vera í megrun, annars hefði ég fengið sprengjubrot í ístr- una. Það er ég viss um. Framan á skyrtunni var brunagat og hún var í tætlum,“ sagði Sölvi. Hann kom sér af vettvangi og þuklaði sig allan til að ganga úr skugga um að hann væri óslasaður. Það eina sem am- aði að var að heyrnin hvarf á hægra eyra, en hún var að koma aftur í gærkvöldi. „Hélt að allir væru dánir“ Sölvi Axelsson flugstjóri  Sölvi Axelsson flugstjóri slapp naumlega í sprengjutilræði í Bangkok á gamlárskvöld  Skyrtan tættist utan af honum og hann þeyttist tugi metra TÆPLEGA tíu manns tóku þátt í nýárssjósundi lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu sem fram fór í Nauthólsvík skömmu eftir klukkan 14 í gær. Sól var og veður kyrrt. Hitastig sjávar mældist 3,9 gráð- ur á Celsíus. Þrír lögreglumenn syntu ásamt óbreyttum en áhuga- sömum sjósundmönnum. Nýskip- aður lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, Stefán Eiríksson, kom til að fylgjast með sínum mönnum og var það eitt af fyrstu embættis- verkum hans í þessu nýja embætti. Morgunblaðið/Júlíus Harðjaxlar í sjósundi Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GÓÐUR árangur náðist í viðræðum stjórnar Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra og Flugstoða um lífeyr- issjóðsmál á gamlársdag og verður þeim haldið áfram í dag. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að nokkuð hafi miðað áfram í viðræðunum, en tími hafi ekki verið nægur til að ganga frá málum. „Ég er sæmilega bjartsýnn,“ segir hann og bætir við að menn séu loksins sammála um hvað semja skuli um. „Það að menn skuli halda áfram eyk- ur manni bjartsýni.“ Þorgeir Pálsson, forstjóri Flug- stoða ohf., segir að stjórn Flugstoða hafi verið búin að gefa mjög skýr fyr- irheit varðandi lífeyrissjóðsmálið og greint frá því að flugumferðarstjórar myndu ekki bera skarðan hlut frá því borði. Farið hafi verið yfir málið og það skýrt enn betur á gamlársdag með góðum árangri. „Menn gera sér betur grein fyrir þessum þáttum en áður,“ segir hann og bendir á að ekki sé verið að ræða um kjör enda engir kjarasamningar lausir hjá flugum- ferðarstjórum. Viðbúnaðaráætlun Flugstoða um flugumferðarþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu tók gildi á nýju ári. Þorgeir segir að flugið hafi geng- ið mjög vel og engin truflun verið á flugi til og frá landinu. Um 150 vélar fóru í gegnum flugumferðarsvæðið í gær og er það yfir meðallagi. Góður árangur í viðræðum Mikil umferð á flugstjórnarsvæðinu en engin truflun á flugi til og frá landinu Moskvu. AFP. | Nýr samningur Rússa og Hvít-Rússa um verð á jarðgasi frá Rúss- landi til Hvíta-Rússlands var undirritaður tveimur mínútum fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld. Hvít-Rússar ætluðu ekki að leyfa flutning á jarðgasi frá Rússlandi til annarra Evrópuríkja um Hvíta-Rússland frá og með 1. janúar nema samkomulag um verðið næðist fyrir þann tíma. Stjórnendur rúss- neska olíufyrirtækisins Gazprom eru ánægðir með samninginn en Hvít-Rússar eru ekki sama sinnis. Samningurinn er til fimm ára og sam- þykkti Hvíta-Rússland að greiða meira en tvöfalt hærra verð fyrir gas frá Rússum en hingað til. 2006 greiddi Hvíta-Rússland 45 dollara fyrir 1.000 rúmmetra af gasi og 100 dollara í ár en síðan fer verðið stighækkandi til 2011 þegar það verður það sama og greitt er fyrir gas annars staðar í Evrópu eða um og yfir 200 dollara fyrir umrætt magn. Reuters Samningur Sergei Sidorsky, forsætisráð- herra Hvíta-Rússlands, og Alexei Miller, forstjóri Gazprom, kynna samninginn. Samningur um jarðgas á síðustu stundu Jakarta. AFP. | Leit verður haldið áfram í dag að Boeing 737-400 flugvél Adam Air, en ekkert hefur til hennar spurst eftir að neyð- arkall barst frá henni á leið milli indónes- ísku eyjanna Jövu og Sulawesi. 96 farþegar eru um borð og sex manna áhöfn. Vélin fór frá Surabaya á Jövu klukkan eitt eftir hádegi í gær að staðartíma, klukk- an sex í gærmorgun að íslenskum tíma, og eftir um klukkustundarflug hvarf hún af ratsjá en þá var flugið til Manado á Sula- wesi um það bil hálfnað. Þegar var hafist handa við leit en leit- arskilyrði voru mjög slæm vegna veðurs og varð að fresta aðgerðum. Óttast um flugvél með 102 mönnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.