Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Okkar ástkæra, KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Skúlagötu 68, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóhannes Guðmundsson, Björk Bjarkadóttir, Kristján Friðriksson, Stefán Bjarkason, Þorbjört Garðarsdóttir, Sveinbjörn Bjarkason, Þórdís Björnsdóttir, Ruggero Cortellino, Árni H. Björnsson, Þórey Bjarnadóttir, Anna Sveinbjörnsdóttir, Tómas Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS E. BALDVINSSON úrsmíðameistari, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést laugardaginn 30. desember síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Unnur H. Benediktsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Örn Þórhallsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Þuríður Magnúsdóttir, Björn Á. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Kolla. Við munum sakna þín, þú hefur ávallt veitt gleði inn í líf okkar. Við erum öll betra fólk af því að við þekktum þig, og þú kenndir okkur svo margt sem við munum ávallt muna. Þú getur huggað þig við þá vissu að við munum ávallt verða til staðar fyrir Önnu og Kollu litlu. Í guðshús inn ég alltof sjaldan fer. Það er svo margt, sem stendur þar í vegi. En kær er þó ein kirkjuganga mér: að koma í skóg á heitum sumardegi. Mér finnst sem barn þá bljúgur verði ég er bjarkir líkt og englar hjá mér standi. Kolbrún Agnarsdóttir ✝ Kolbrún Agn-arsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 28. ágúst 1954. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja föstudaginn 22. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 29. desember. Og þegar skógarangan að mér dreg, þá er sem brjóst mitt fyllist helgum anda. Að lifa betur löngun vek- ur mér og leggja niður hina mörgu bresti, – þá fagur trúarsálmur sunginn er af saklausum og góðum skógarþresti. Hér kennir mér að biðja björkin græn, svo beiskja og kuldi víki úr mínu geði, því hér er skógarlauf hvert lítil bæn til ljóssins föður, þrungin trúargleði. Þú mikli Guð, sem gafst oss þennan skóg, til gleði kynslóðum hann lætur standa, – ég finn til þess, hver eru alltof sljó vor augu og blind gegn sköpun þinna handa. (Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli) Kolla, þú munt alltaf búa í hjörtum okkar, bænum og hugsunum. Ástarkveðjur. Lilja, Jerry, Edle og Kristin. Helga og Jenny. Við stutt kynni okk- ar Hermanns Björns laukst það fljótt upp fyrir mér að forlögin höfðu leitt mig í félagsskap manns sem var í alla staði einstakt ljúf- menni. Við vorum þjáningarbræður á Reykjalundi sl. vor, í endurhæf- ingu ásamt glöðu fólki sem saman vann að bættri heilsu. Þar gáfum við okkur tíma til að spjalla og vor- um fljótir að rekja eitt og annað sameiginlegt, s.s. rætur í Fljótun- um, hann fæddur þar og uppalinn en ég á höttunum eftir fróðleik. Hermann Björn Haraldsson ✝ Hermann BjörnHaraldsson fæddist á Hamri í Fljótum 20. mars 1947. Hann lést á heimili sínu á Ak- ureyri 18. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 28. desember. Hermanni var vel kunnugt um skyldfólk mitt, enda fróður og honum hugleikin saga og menning byggðar- innar. Hann stundaði hákarlaveiðar og verkun að atvinnu. Það var heillandi að ræða við hann og fræðast um það þegar lóðin voru lögð, aflinn sóttur og verkaður, aðferð sem gengið hefur í arf frá kynslóð til kynslóðar. Sl. haust átti ég leið norður. Það var kuldi og hríðarhraglandi er rennt var í hlaðið, kappinn úti í hjalli við vinnu sína. Hann sýndi mér verk- unaraðstöðuna sem hann hafði byggt upp í Haganesvík, bauð mér svo í hlýlega stofu. Við spjölluðum þar um sameiginleg áhugamál þ.á m. menningarsögu Fljótanna, sammála um að nú á tímum þegar hvert byggðarlag leitast við að und- irstrika sérstöðu sína yrði að halda til haga gömlum sögnum s.s. að Bakkabræður hefðu verið Fljóta- menn og sagan þaðan ættuð, enda hníga öll rök að því s.s. örnefni og sögusviðið allt. Við vorum upp með okkur að vera sam- sveitungar þessara þjóðsagnaper- sóna og töldum að full ástæða væri til að minna vegfarendur á uppruna þeirra. Er þessari hugmynd hér með komið á framfæri. Fleira skemmtilegt bar á góma en tíminn naumur. Ekki var við annað kom- andi en að ég fengi hákarl í nesti og Hermann skar niður beitu úr hjalli sínum, risti hana í tvennt til að full- vissa sig um gæðin, svo var sneitt úr sárinu og bragðað á. Þegar hér var komið sögu var ekki hægt að gera gestinum meira til hæfis og við kvöddumst. Hermann hafði einstaka kímni- gáfu, var jafnan glaðsinna. Það er e.t.v. þess vegna sem ég gerði mér ekki ljóst hversu grátt hann var leikinn af sjúkdómi sínum. Það er með söknuði sem ég kveð Hermann Björn. Honum hefði ég vilja kynnast betur og eiga lengur að félaga. Ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Sigursveinn Magnússon. Karl Hermann Guðmundsson ✝ Karl HermannGuðmundsson fæddist á Rauf- arhöfn 13. mars 1926. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík aðfaranótt laugardagsins 16. desember síðastlið- ins og var útför hans gerð frá Rauf- arhafnarkirkju 28. desember. ég niður til Kalla og samstarfsmenn mínir vissu oftast hvar mig var að finna ef ég var týnd. Elsku Kalli minn, mig langar með þess- um fáu orðum að kveðja þig og þakka fyrir samveruna. Hvíl í friði. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Fjölskyldu og vinum Kalla sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigurveig Arnardóttir (Veiga). Að byrja að vinna á nýjum vinnustað er alltaf sérstakt. En þegar ég byrjaði að vinna á Hvammi var það einstakt, því þar kynntist ég Kalla. Á ótrúlega stuttum tíma náðum við mjög vel saman, við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar. Oft var það ef ég fann lausa stund, þá skaust Bless Bósi frændi, Bósi frændi er dáinn. Ég man fyrst eftir Bósa frænda þegar hann kom í heimsókn á Fjólugötuna, fyrir vel rúmlega 30 árum. Í minningunni var hann tíður gestur hvort sem það var til þess að borða með allri fjölskyldunni, eða bara kíkja í heimsókn. Sérstaklega þótti mér gaman þegar hann kom á Ford Bronco-inum sínum og fór með mig og fjölskylduna sína á rúntinn. Þetta voru heilagar stundir fyrir mig. Þar voru ófáar göturnar Jón Norðmann ✝ Jón Norðmannfæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1935. Hann lést á heimili sínu 14. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Nes- kirkju 21. desem- ber. þræddar og mörg málefnin rædd og ekki skemmdi það fyrir að iðulega keypti Bósi Prins póló á lið- ið. Af Bósa lærði ég margt og þegar ég fer með mína fjölskyldu á rúntinn eins og ég geri mjög reglulega verður mér ansi oft hugsað til Bósa frænda, um Bronco- inn hans og rúntana sem hann fór með okkur á. Mamma sagði mér oft sögur af Bósa bróður sínum, en ljúfmennið hann frændi minn var víst ansi mik- ill grallari á sínum yngri árum. Ég man það líka að hægt var að tala við Bósa um allt milli himins og jarðar og alltaf gaf hann sér tíma fyrir okkur smáfólkið. Tíma sem ég mat og met enn mjög mikils. Engin spurning var of barnaleg og ein- hvern veginn vissi Bósi frændi svo margt og þekkti svo marga. Það var meira segja stundum hægt að fá Bósa til þess að tala um prakk- arastrikin sín. Það var toppurinn á tilverunni í þá daga. Þegar ég varð eldri þótti mér fátt skemmtilegra en að heimsækja Bósa frænda og hans fólk úti á Sel- tjarnarnesi. En Bósi var mikill höfðingi heim að sækja og vildi allt fyrir mann gera. Hin síðari ár hafði ég því miður ekki mikil samskipti við Bósa frænda. Einhvern veginn þróuðust bara málin þannig og er það að miklu leyti mér að kenna. Þetta þykir mér miður. Ég minnist manns sem í mínum huga var mikilmenni, manns sem hafði alveg sérstaklega skemmtilegan hlátur og hafði auk þess iðulega mikinn stríðnisglampa í augunum. Manns sem gerði svo mikið fyrir mig eins og ég veit að hann gerði einnig fyrir aðra. Bless- uð sé minning hans. Ég vil nota tækifærið og votta eftirlifandi fjölskyldu Bósa frænda virðingu mína og samúð alla. Skúli frændi. Kæri afi, mig lang- aði bara til þess að minnast þín í nokkrum orðum. Þegar ég man fyrst eftir þér þá hef ég líklega ver- ið orðin 4 ára. Þú og amma komuð í heimsókn, ég man að ég fékk fiðr- ing í magann við það að sjá þig því það var svo mikið fjör í kringum þig. Ég man að þú stökkst á mig og kitlaðir mig í magann og bjóst til svo skrítið hljóð í leiðinni að mér dauðbrá en fór síðan að skellihlæja og þennan leik gastu endurtekið aftur og aftur, eða þegar þú stalst nefinu mínu en skilaðir því síðan alltaf aftur á sinn stað þegar ég fór að gráta og þá varð allt gott aftur. Þegar ég hugsa til þín sem fullorðin kona bærast aðeins skemmtilegar og góðar tilfinningar með mér. Öll sú kímni og gleði sem fylgdi þér alla daga er það sem ég man. Einu Þorsteinn Sigurfinnsson ✝ Þorsteinn Sig-urfinnsson fæddist á Berg- stöðum í Bisk- upstungum hinn 17. júní árið 1917. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 29. desember. skiptin sem ég man eftir þér í vondu skapi eða heyrði þig hækka róminn var ef um póli- tík var að ræða, en það var nú aldrei nema í skamman tíma í senn, því alltaf var svo stutt í góða skapið og stríðnina hjá þér. Við krakkarnir gerð- um í því að fá þig til að fíflast í okkur og að fá þig til að taka út úr þér fölsku tennurnar var auðvitað hápunkt- urinn og á því lifi ég enn. En sem barn gat maður ekki skilið hvernig hægt væri að taka út úr sér tenn- urnar og setja þær upp í sig aftur þannig að við systkinin vorum búin að finna það út að afi væri göldr- óttur, svo einfalt var það. Afi var mikill íþróttagarpur og sló aldrei slöku við þrátt fyrir að hann væri farinn að eldast. Hann fór með okk- ur systkinin á skauta á Rauðavatni þegar það var hægt, eða að renna okkur á skíðasleðanum sem við átt- um. Þegar jólaboðin voru hjá ykkur ömmu þá stóðstu á höndum fyrir okkur og í eitt skiptið gleymdist að loka almennilega hurðinni sem þú stóðst upp við þannig að þú flaugst inn í herbergið við hliðina, en hann afi minn spratt jafnhress upp aftur, þá kominn yfir sextugt, öllum til mikils léttis. Elsku afi Þorsteinn, ég veit að þér líður vel núna og ert orð- inn eins og þú átt að þér að vera, með alla kímnina og þessa léttu og skemmtilegu orku sem ég mun allt- af minnast þín fyrir. Þegar ég hugsa til þín þá sé ég þig eins og þú varst og mun varðveita þá dýrmætu mynd um ókomin ár og njóta þess að finna fyrir þér á þennan hátt. Elsku afi Þorsteinn, Guð geymi þig, og vaki yfir henni ömmu Katr- ínu og veiti henni styrk. Ástarkveðja. Valdís og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.