Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 20
Akranes | Flugeldasýning Ak- urnesinga á gamlárskvöld kom Brasilíumanninum Gustavo Costa Ferreira ekki á óvart því skipti- neminn segir að í heimalandi hans sé jafnvel enn meira um sprengjur og flugelda. „Jú, þetta var glæsilegt hérna á Akranesi en ég held að það sé jafnvel meira gert af slíku í Brasilíu,“ sagði Gustavo í gær en hann er nýfluttur á Akranes þar sem hann mun dvelja hjá Pálínu Sig- mundsdóttur og Alfreð Þór Al- freðssyni fram á sumar. „Ég hef verið hjá fjölskyldu á Hvanneyri í Borgarfirði frá því ég kom til Íslands þann 25. ágúst síðastliðinn en það var svolítið erfitt fyrir mig að venjast sveita- lífinu. Ég er búinn að vera á Akranesi í þrjár vikur og mér líst ljómandi vel á bæinn.“ Gustavo er aðeins 15 ára gam- all og er því yngstur þeirra skiptinema sem komu til Íslands sl. sumar. Alls eru um 45 skiptinemar á vegum AFS á Íslandi þennan vetur. Gustavo er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem leitaði á vit ævintýranna því tvíburabróðir hans dvelur í Prag í Tékklandi sem skiptinemi. „Ég valdi Ísland og fannst það ótrúlega spennandi land. Það sem ég vildi var að kynnast landi og menningu sem væri eins ólík því, sem ég á að venjast frá Brasilíu, og hægt er,“ segir Gustavo en hann kemur frá borginni Goiania sem er skammt frá höfuðborginni Brasilíu. „Það eru um 1,3 milljónir íbúa í borginni sem ég kem frá. Reyndar er það ekki stór borg í heimalandi mínu en ég held að ég gæti aldrei búið í 5000–6000 manna bæ í Brasilíu. Hérna á Akranesi er allt til alls; sjúkra- hús, framhaldsskóli, bókasafn, góð íþróttaaðstaða og fleira. Ég held að ég gæti ekki fundið slíka aðstöðu í jafnstórum bæ í Bras- ilíu.“ Skíðaferð Það sem hefur komið Gustavo mest á óvart er hve lítið hefur snjóað á Íslandi. „Ég hafði aldrei séð snjó áður en ég kom til Ís- lands. Ég vona að snjórinn komi á nýja árinu svo ég geti farið á skíði á Akureyri. Það er draum- urinn að fá að prófa að standa á skíðum. Bláa Lónið er einnig á óskalistanum en ég er viss um að ég á eftir að fá að sjá meira af landinu á næstu mánuðum.“ Knattspyrna er eitt af aðal- áhugamálum Gustavos og er hann staðráðinn í því að fá að leika 1–2 leiki með ÍA áður en hann heldur til síns heima þann 8. júlí. „Ég er framherji og það er gaman að kynnast nýjum vin- um í knattspyrnunni. Akranes- höllin er frábær, þar er gott gras og það er ótrúlegt að geta æft við slíkar aðstæður hérna á Íslandi.“ Gustavo mun stunda nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á vorönninni og hlakkar hann mik- ið til að hefja þar nám. „Ég stefni að því að bæta íslenskuna hjá mér. Það er mjög erfitt að læra íslensku en ég reyni eins og ég get,“ segir Gustavo á íslensku. Orðaforði hans er alltaf að aukast en enskan er það tungu- mál sem hann hefur notað mest í samskiptum sínum við aðra þeg- ar íslenskukunnáttan dugir ekki til. Þegar Gustavo er spurður að því hvers hann sakni mest frá Brasilíu er hann fljótur að svara. „Það er veðrið. Sólin og hitinn. Á nýársdag í Brasilíu væri ég á stuttbuxum í fótbolta úti með fé- lögum mínum. Það er víst ekki hægt í þessu veðri á Íslandi.“ Áramótin voru hefðbundin hjá Gustavo en hann fór seint að sofa eftir að hafa „rúntað“ um Akra- nes með félaga sínum alla nótt- ina. „Ég held að krakkar í Bras- ilíu séu ekkert öðruvísi en íslenskir krakkar þegar kemur að því að skemmta sér. Það er notað meira af áfengi hérna en ég á að venjast en ég er ekki mikið fyrir slíkt.“ Læknisfræðin heillar Um framtíðina segir Gustavo að hann ætli að feta í fótspor föð- ur síns og leggja fyrir sig lækn- isfræðina en móðir hans er sál- fræðingur. „Það er markmiðið hjá mér að verða læknir. Það er spennandi starf sem gæti gert mér kleift að ferðast og skoða heiminn enn frekar. Ég hef að- eins einu sinni áður komið til Evrópu; í nokkrar mínútur á Heathrow-flugvöll í London. Ég á því eftir að skoða heilmargt og ég hlakka til framtíðarinnar,“ sagði Gustavo Costa Ferreira, sem verður 16 ára gamall þann 10. ágúst á þessu ári. Pálína og Alfreð, sem Gustavo kallar nú mömmu og pabba, hafa aldrei áður verið með skiptinema á sínu heimili og segir Pálína að þau sjái ekki eftir því að hafa tekið við Gustavo. Hann talar um að hann eigi nú ótrúlega stóra fjölskyldu sem hafi aðstoðað sig við kynnast nýjum aðstæðum. „Við búum hér rétt við golfvöll- inn og það eru margir kylfingar í „nýju“ ættinni minni. Ég verð ef- laust dreginn út á völl þegar það fer að vora og það verður bara skemmtilegt.“ „Hef aldrei séð snjó áður“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar Ánægður Gustavo Costa Ferreira, brasilískur skiptinemi, unir hag sínum vel á Akranesi. Hann hefur hug á að komast í lið ÍA. Flugeldarnir á gaml- árskvöld komu ung- um Brasilíumanni, Gustavo Costa Ferr- eira, ekki á óvart. Í viðtali Sigurðar Elvars Þórólfssonar kemur fram að snjór- inn vakti meiri athygli hans. Ferreira dvelur sem skiptinemi á Akranesi og er yngst- ur sinna félaga hér á landi í vetur. seth@mbl.is 20 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Akranes | Helmingi fleiri áramótabrennur voru á gamlárskvöld að þessu sinni en venju- lega. Vegleg brenna var við enda Víðigrund- ar þar sem Þráinn Sigurðsson hefur verið titlaður brennukóngur í ein 27 ár. „Jú, ég held að þetta hafi verið 27. árið hjá okkur en við byrjuðum á þessu á sínum tíma til þess að losa okkur við rusl og byggingarefni úr hverfinu sem var þá að rísa,“ sagði Þráinn. Enn stærri bálköstur var í næsta nágrenni þar sem Björgunarfélag Akraness og fyrir- tækið Stafna á milli höfðu safnað saman eldi- viði í nýju hverfi sem verið er að reisa í landi Kross í Hvalfjarðarsveit. Sameinast í blysför „Það voru óvenjumargir á brennunni hjá okkur í ár enda voru margir á ferðinni að skoða brennuna í „nágrannasveitarfélag- inu“. Við vorum ánægðir með flugeldasýn- inguna sem var boðið upp á,“ sagði Þráinn. Sú hefð hefur skapast við brennuna hjá Þráni og félögum að farin er blysför frá enda götunnar og að brennunni. „Það er alltaf jafngaman að sjá hve margir mæta í blysför- ina með kyndla sem fólk hefur útbúið sjálft. Við höfum ekki í hyggju að stækka brennuna á næsta ári þrátt fyrir „óvænta“ samkeppni þetta árið,“ sagði Þráinn Sigurðsson. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Kóngur Þráinn Sigurðsson, brennukóngur í 27 ár, með flugeldasýningu í bakgrunnni. „Óvænt“ samkeppni LANDIÐ Húsavík | Ágætt veður var á Húsavík á áramótunum, vindur hægur og hvítt yfir að líta eftir lítilsháttar snjókomu. Ármótabrennan var við skeiðvöllinn ofan hestahúsahverfisins og var fjölmenni viðstatt brenn- una. Flugeldasýning kiwanisklúbbsins Skjálfanda var á Bökugarðinum og safnaðist fólk saman víða við höfn- ina til að fylgjast með henni. Um miðnætti hófu síðan bæjarbúar að skjóta upp flugeldum hver í kapp við annan svo í glumdi á víkinni. Áramótadansleikur var haldinn á Gamla-Bauk þar sem hljómsveitin Douglas Wilson lék fyrir dansi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fjölmenni við áramótabrennu Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Fimm vogmeyjar rak í fjöru norðan við Skagaströnd. Vogmær, vog- mey eða vogmeri er fremur sjald- gæfur fiskur við Ísland. Hann hefur þó veiðst nokkrum sinn- um, einkum við Suðvesturland og rekur stöku sinnum á fjörur, að því er fram kemur í bókinni Fiskar og fisk- veiðar sem Mál og menning gaf út á árinu 1999. Það vakti því nokkra furðu hjá fréttaritara að rek- ast á nýársgöngu sinni á fimm vog- meyjar reknar í fjöru á Finnstaðar- nesi rétt norðan við Skagaströnd. Fiskarnir voru í misgóðu ásigkomu- lagi en einn þeirra, sá sem er á myndinni, var alveg óskemmdur og því sennilega nýrekinn. Í áðurnefndri bók kemur fram að vogmey sé miðsjávar- eða djúpfiskur sem lifi á 300–600 metra dýpi. Hann getur orðið allt að 3 metra langur og hefur mjög langan bakugga, örlitla eyrugga og kviðugga en raufarugga vantar alveg. Uggarnir eru fagur- rauðir en fiskurinn sjálfur er silfur- gljáandi. Þá er sporðblaðkan sér- kennileg að því leyti að hún vísar skáhallt upp frá stirtlunni en ekki beint aftur eins og algengast er með- al fiska. Minnir blaðkan helst á út- breiddan, rauðan blævæng. Vog- meyin er þunnvaxin og eintakið sem myndin er af er á að giska 2–3 sm á þykkt en reyndist vera 96 sm á lengd. Hér er því greinilega ekki um fullvaxna vogmey að ræða heldur ungan fisk. Fimm vogmeyjar rak á fjöru Flagð undir fögru skinni Vogmær er litskrúðugur og fallegur fiskur. Hann kvað þó ekki vera góður til átu. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.