Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 6
LANDSMENN fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og almennt gengu áramótin vel fyrir sig. Nokkur hálka var á höfuðborg- arsvæðinu og var tilkynnt um 10 umferðaróhöpp en ekkert þeirra var alvarlegt, að sögn lögreglu. Eitthvað var um líkamsárásir og þar af var ein alvarleg í Garð- arstræti um klukkan hálf fimm í gærmorgun. Þar var ráðist á tvo menn og liggur annar þeirra höf- uðkúpubrotinn á heila- og tauga- skurðdeild. Hann er ekki í lífs- hættu. Margar tilkynningar bárust til lögreglu vegna óláta og töluvert var um ýmis skemmdarverk. Fjögur alvarleg brunaslys Um áttatíu manns leituðu til slysadeildar Landspítalans Há- skólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík í fyrrinótt og gærmorg- un. Að sögn vakthafandi læknis var þema kvöldsins og næturinnar of- beldi og slagsmál. Fjögur alvarleg brunaslys vegna flugelda voru skráð á slysadeildinni að þessu sinni. Sjúklingur með augnskaða var fluttur á augndeild og tveir voru lagðir inn vegna and- litsbruna en auk þess skaddaðist einn á hendi. Nýju ári fagnað á hefðbundinn hátt Ein alvarleg líkamsárás í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Birta Flugeldasala hefur aldrei verið meiri en fyrir nýliðin áramót. Harpa Kristinsdóttir lagði sitt af mörkum þegar hún kvaddi gamla árið með viðeigandi hætti. Morgunblaðið/Kristinn Brenna Gott veður var á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld og fólk fjölmennti að brenn- um. Við brennuna í Gufunesi var margt um manninn eins og víðar. Morgunblaðið/G.Rúnar Gamlárskvöld Flugeldar lýstu upp himininn og að vanda náði ljósadýrðin hámarki á miðnætti síðasta dag ársins. 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓVENJUMIKIL ljósadýrð var á himni um áramótin um allt land þegar gamla árið var kvatt. Áramótin fóru víðast hvar vel fram á landsbyggðinni og í góðu veðri. Nýársnótt var víða eins og aðfaranótt sunnudags um ró- lega helgi, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Þó voru nokkrar undantekningar frá því. Fjölmenni var á dansleik í félagsheimilinu á Blönduósi, mikið af ungu fólki en aldurs- takmark var sextán ár. Gestir komu víða að, meðal annars frá Sauðárkróki, Skagaströnd og Hvammstanga. Einhver ólæti urðu fyrir utan samkomuhúsið og tók lögreglan tvennt í sína vörslu eftir dansleikinn. Á Akureyri voru þrír teknir grunaðir um ölvun við akstur eftir að skemmtistöðum var lokað klukkan sex að morgni nýársdags. Þótt margt væri um manninn á götum bæjarins um morguninn þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af fólki, önnur en vegna ölvunaraksturs. Akureyringar voru með mikla flugeldasýn- ingu á miðnætti, eins og fleiri landsmenn. Lögreglan á Suðurnesjum tók einn öku- mann grunaðan um ölvun í gærmorgun. Þá var maður handtekinn í kjölfar tilkynningar um heimilisofbeldi. Friðsæl áramót en mikið skotið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Speglun Flugeldarnir spegluðust fallega í sjónum þegar Ísfirðingar kvöddu gamla árið. METSALA var hjá flugelda- sölum fyrir áramótin. Áætla má að landsmenn hafa sprengt og skotið fyrir mörg hundruð milljónir kr. að þessu sinni. „Salan gekk vonum fram- ar,“ sagði Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, en björgunarsveitirnar selja stóran hluta flugeldanna sem notaðir eru um áramót. Jón taldi að töluverð aukning hefði orðið frá árinu áður sem þó var algert metár. Jón áætlaði að flutt hefðu verið inn alls um 900 tonn af flugeldum og skyldum vörum fyrir áramótin. Er það umtals- vert meira en ári fyrr þegar flutt voru inn 600 til 700 tonn. Þá seldust birgðir nánast upp þannig að innflutningurinn í ár átti að vera ríflegur. 20% aukning Jón taldi að aukningin í sölu hjá björgunarsveitum Lands- bjargar hefði að jafnaði verið um 20% milli ára. Sagðist hann hafa á tilfinningunni að fólk hefði viljað styðja starf björg- unarsveitanna og að þær hefðu aukið hlut sinn eitthvað í heild- arsölunni. Hagnaður af flug- eldasölu stendur undir miklum hluta af kostnaði björgunar- sveitanna í landinu og kvaðst Jón afar þakklátur fyrir þann stuðning sem fólk hefði sýnt. Lúðvík Georgsson, hjá KR- flugeldum, sagði sömuleiðis að metár hefði verið í flugelda- innflutningi félagsins. Knatt- spyrnudeild KR og ýmis íþróttafélög selja flugelda og sagðist Lúðvík hafa heyrt að salan hefði gengið vel allstað- ar. Ekki er hægt að fá yfirlit um heildarsöluandvirði flugeld- anna þar sem fjöldi björgunar- sveita og íþróttafélaga annast söluna auk einkaaðila. Jón Gunnarsson telur að innflutn- ingsverðmæti flugeldanna geti verið nálægt 200 milljónum kr. Það þýðir að söluverð hefur numið hálfum milljarði kr. eða jafnvel meira. Flugeldar seldust hérlendis sem aldrei fyrr Sprengt fyrir mörg hundruð milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.