Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 43 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Munið að slökkva á kertunum i Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöld- um í kertalogann Gleðilegt ár! Kennsla hefst 8. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is SKRIFSTOFUPLÁSS ÓSKAST TIL LEIGU Traustur aðili óskar eftir 300-500 fm skrifstofuplássi á leigu, gjarnan nálægt miðborginni. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali ÍSLENSKIR áhugamenn um knattspyrnu dýrka margir hverjir knattspyrnukappann snjalla Eið Smára Guðjohnsen enda er hann í sérflokki íslenskra knattspyrnu- manna og þó víðar væri leitað. Sömu sögu er að segja af Skaga- manninum Ríkharði Jónssyni, eða Rikka, fyrir um hálfri öld. Þá var hann kóngur í ríki sínu. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa gjörbreyst á nokkrum nýliðn- um árum og öll umgjörð hefur tek- ið ótrúlegum breytingum á skömm- um tíma. Í hópi þeirra bestu er ekkert til sparað og hinir reyna að fylgja í kjölfarið. Ekki er ofsagt að margir leikmenn séu ofdekraðir. Það orð var ekki til í orðaforða Rikka og félaga á gullaldarárum Skagamanna. Rikki var ekki aðeins besti leik- maður landsins um árabil heldur kom hann með nýjar áherslur inn í íþróttina eftir að hafa kynnst gangi mála í Þýskalandi um hríð. Hann þjálfaði Skagamenn og kom liðinu á toppinn, hann var landsliðsmaður í tvo áratugi og landsliðsþjálfari um árabil. Líf hans snerist um boltann. Frá þessu segir Jón Birgir Pét- ursson í bók sinni Rikki fótbolta- kappi. Hann rifjar upp liðna tíð með Rikka, fær Hallberu Leósdótt- ur, eiginkonu meistarans, og ýmsa samtíðarmenn til að varpa frekara ljósi á kappann og birtir umsagnir og jafnvel greinar úr dagblöðum til að undirstrika þátt Rikka í ís- lenskri knattspyrnu. Ennfremur er lítillega komið inn á þátttöku mál- arameistarans í stjórnmálum. Allt er þetta hið besta mál. Þó mikið hafi verið skrifað um Rikka á sínum tíma og hann verið á hvers manns vörum á hverju tímabili um árabil var umfjöllunin allt önnur og mun minni en nú er. Þá var til dæmis ekkert sjónvarp og fólk hafði því ekki tækifæri til þess að vera með snillingana reglulega inni í stofu. Það er mikilvægt að halda ýmsu til haga, þar á meðal sögu Rikka. Að því leyti er þessi bók kærkom- in. Hún varpar ljósi á einn fremsta mann íslenskrar íþróttasögu, fórnir hans og mótlæti. „Ferill hans er glæsilegur og líf hans innihaldsríkt,“ segir Jón Birgir Pétursson meðal annars um Rikka í 1. kafla bókarinnar. Knatt- spyrnuferlinum eru gerð ágæt skil í bókinni, en ýmislegt hefði mátt betur fara. Í fyrsta lagi er mikið um endurtekningar, jafnvel á sömu opnu. Í öðru lagi vilja frásagnir af ýmsum leikjum, þar sem nánast er um upptalningu að ræða, úrslit og hverjir skoruðu, verða frekar leiði- gjarnar. Í þriðja lagi hefði verið fyllra að hafa alls staðar nöfn und- ir myndum. Höfundur segir líf Rikka hafa verið innihaldsríkt. Fram kemur hjá Rikka að hafa verði hagsmuni fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Fótbolt- inn hafi gengið fyrir í lífinu og hann hafi alltaf verið vinnuhestur en fjölskyldan hafi alltaf verið sér dýrmæt. Þarna vantar eitthvað meira um Rikka og fjölskyldulífið, en samt ber að hafa í huga að þetta er ekki ævisaga, heldur frek- ar saga um fótboltann og Rikka. Afreksmenn eru fyrirmyndir og Rikki var góð fyrirmynd. Hann hefur alla tíð verið bindindismaður á vín og tóbak og leynir því ekki að áfengið hafi leikið margan knattspyrnumanninn grátt. Hann leggur áherslu á heiðarleika og segist einu sinni hafa haft vísvit- andi rangt við, fiskað vítaspyrnu og brennt af af ásettu ráði. Þetta segir meira en mörg orð og svona frásagnir eiga erindi til allra íþróttamanna. Kóngur í ríki sínu BÆKUR Endurminningar Eftir Jón Birgi Pétursson, Tindur, 2006. Rikki fótboltakappi Kappi Ríkharður Jónsson borinn á gullstól af leikvelli eftir að hafa skorað öll mörk Íslands í 4-3 sigri á Svíum á Melavellinum 1951. Það eru Karl Guð- mundsson, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson sem mynda gullstólinn. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.