Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 40
staðurstund Steinþór Guðbjartsson gagn- rýnir endurminningabókina Rikki fótboltakappi sem fjallar um Ríkarð Jónsson. » 43 dómur Kammersveitin Aþena spilaði í Neskirkju milli jóla og nýárs. Ríkarður Ö. Pálsson segir tón- leikana efnilega frumraun. » 42 umsögn Arnar Eggert Thoroddsen gefur sönghópnum Brooklyn fæv að- eins eina stjörnu fyrir diskinn sinn Góð jól. » 47 gagnrýni Hera Hjartardóttir mun spila á tónlistarhátíðinni South by Southwest Music í Texas í mars á þessu ári.» 42 fólk Villifé, geislaplata Árna Hjart- arsonar, fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum hjá Gísla Árnasyni.» 42 dómur Á annan í jólum fékk fólk tæki- færi til að sýna sig í jólaföt- unum og sjá aðra í hátíð- arskartinu þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi gríska harmleikinn Bakkynjurnar í leikstjórn hins gríska Gior- gos Zamboulakis. Höfundur verksins er Evripídes en stykkið var fyrst frumsýnt fyrir allnokkru; eða í Aþenu árið 406 fyrir Krist. Aðalhlutverk voru m.a. í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, Stefáns Halls Stefánssonar og Arnars Jónssonar. Brak- andi og glitrandi fínn klæðaburður var til vitnis um að enginn leikhúsgesta hafði orð- ið jólakettinum að bráð og dragfín voru at- hafnahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram og viðskiptamennirnir Karl Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir, kennd við Pelsinn. Jón Óttar Ragnarsson olli heldur ekki vonbrigðum; töff í tauinu að vanda, og mógúlarnir Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir voru hress í bragði á spjalli við Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, tísku- og menntamálaráðherra. Veraldarvani villingurinn Birna Þórð- ardóttir stal þó senunni í síðum, svörtum kjól sem sýndi stríðnislega í mikið tattú- listaverk á beru bakinu en hún var í félagi við vin sinn Braga Kristjónsson, forn- bókasala. Sumir gesta fengu sér svo ögn í aðra tána í hléinu, svona rétt til að heiðra guðinn Bakkos sem leikritið fjallar einmitt um. Borgarleikhúsið var líka í jólaskapi og frumsýndi leikritið Ófagra veröld eftir Skotann Anthony Neilson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ilmur Kristjáns- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Björn Ingi Hilmarsson voru í aðalrullunum en fyrr sama dag hafði Fluga rekist á Ilmi á kaffihúsi við Laugaveg þar sem hún sat ómáluð og afslöppuð við kaffidrykkju. Mætt voru Edda Heiðrún Bachmann, leikstjóri, Sigursteinn Másson, ,,mega-hönk“ og for- maður Öryrkjabandalagsins, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sjónvarpsmaður, og María Ellingsen, leikstjóri. Að sjálfsögðu heiðruðu Geir Haarde, forsætisráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir okkur hin með nærveru sinni. Þegar hlé skall á eftir fyrri hluta ný- stárlegs leikritsins, hvísluðust á eldri hjón sem sátu fyrir aftan Flugu: ,,Óskaplega er þetta ólíkt stundunum sem við áttum þegar leikhúsið var við Tjörnina. Manstu þá dásamlegu daga?“ Við áramót, sem eru tími dulúðar og dramatíkur, horfum við einmitt með nettri nostalgíu til liðinna daga. En við vitum líka að töfrarnir eru ekki hvað síst fólgnir í óskrifuðu nýja árinu sem heilsaði okkur með sólskini á nýársmorgun þegar silfrað og hrímfölt tunglið hafði lagt sig til svefns eftir ævintýralegt gamlárskvöld. Til hamingju með nýja árið! | flugan@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Kristín Erla Einarsdóttir og Karen Björk Einarsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar Ari Sigvaldason og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Gauti Sigþórsson, Anna Torfadóttir og Ragnar Bragason. Hafþór Hafliðason og Benedikt Þórarinsson. Erla Jónsdóttir og Örn Geirsson „afi og amma Mugisons“. Jóhanna Gísladóttir, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Eysteinn Ingólfsson. flugan Leikhúsgestir, jóla- kötturinn og senuþjófar . . . dulúð, dramatík og nett nostalgía . . . Addý Hrafnsdóttir og Bára Björk Elvarsdóttir. Klara Baldursdóttir og Dagmar Ólafsdóttir. Hildur Benediktsdóttir, Elsa Barðdal Vilmundardóttir, Margrét Edda Einarsdóttir, Rósa Stef- ánsdóttir, Rebekka Hinriksdóttir og Telma Björk Ingólfsdóttir. Morgunblaðið/G.Rúnar Elín Björnsdóttir og Sunna Dís Klemensdóttir » Borgarleikhúsið frumsýndiÓfagra veröld á Stóra sviðinu. » Áramótagleði á Íslensku veitingastöðunum Klörubar og Ok á Kanaríeyjum. » Áramótagleði á NASA. Ástþór Gautason, Margrét Ósk Jónasdóttir og Jón Axel Jónasson. » Áramótagleði á Hressó. Ágústa Hannesdóttir og Klara Egilson. Morgunblaðið/Eggert |þriðjudagur|2. 1. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.