Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÍSLENSKU háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nem- endum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að há- skólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nem- enda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýð- ræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evr- ópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnd, sem eitt af 10 að- almarkmiðum, aukin þátttaka nem- enda í stjórnun æðri menntastofn- ana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggjast ein- mitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna há- skólastofnana virðist hinsvegar sem þessi ágæta hefð sé á und- anhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst sam- þykkja breytingar á aðferð við val á rektor, frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræð- isvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í hönd- um stjórnar skólans. Að sama skapi vakna spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykja- vík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir að- komu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og við- skiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hug- myndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völd- um auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hrá- skinnaleik valdablokka samfélags- ins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum við- skiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræði er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hug- myndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarð- ana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslend- ingum happadrýgst að næstu kyn- slóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Einkarekstur og akademískt lýðræði Haukur Logi Karlsson fjallar um menntamál » Akademískt lýðræðier ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofn- anir sem deiglu hug- mynda, fræðslu og um- ræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Haukur Logi Karlsson Höfundur er formaður Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN). UNDANFARNAR vikur og mán- uði hefur verið mikil umræða í hin- um ýmsu fjölmiðlum um börn, upp- eldi og starfsemi leikskóla. Einnig hefur verið rætt um aukinn hegð- unarvanda hjá börnum sem gæti tengst löngum skóladögum, aukinni kyrrsetu og minni hreyfingu. Í þessari grein mun ég fjalla um leikskóla og þau markmið sem ættu að vera þar í brenni- depli að mínu mati. Talsverð umræða hefur verið um að leik- skólar eigi að byrja kennslu í lestri og stærðfræði (samanber ýmsar blaðagreinar og ráðstefnuna: Einn og tveir og inn komu þeir – stærðfræði fyrir byrjendur í leikskóla 1–3 ára). Í sambandi við leikskólana ætti höf- uðmarkmið þeirra að vera áfram að efla líkams- og hreyfiþroska, tilfinn- ingaþroska, félagsþroska, mál- þroska, vitsmunaþroska, fag- urþroska og siðgæðisþroska gegnum skapandi starf og leik barnsins – eins og fram kemur í að- alnámskrá. Það eru því næg verk- efni fyrir hendi í leikskólum, sem er mikilvægt að starfsfólk leikskólanna geti sinnt. Hefjum því ekki aðlögun að skólafögum í leikskólanum. Lát- um ekki leikskólann vera stað, þar sem börn þurfa að sitja langan tíma kyrr. Bíðum með að láta þau læra að lesa, skrifa og reikna. Að sjálfsögðu geta foreldrar látið börn sín fá ögrandi verkefni á þessu sviði ef barnið hefur áhuga. Látum hins vegar fyrsta árið í grunnskól- anum vera þessa aðlög- un að skólastarfinu, með áherslu á að byggja upp jákvætt fé- lagslegt umhverfi, þar sem unnið yrði með fé- lagslega hæfni nem- enda. Þannig yrði unn- ið að eflingu jákvæðs hugarfars, virðingar og tillitssemi. Einn úti- vistardagur yrði síðan fastur liður á stundaskrá, og þar væri mögulegt að flétta inn greinar eins og hreyf- ingu og náttúrufræði. Slíkur útidag- ur ætti að vera einu sinni í viku, til að minnsta kosti 12 ára aldurs. Taka þarf mið af hinum mikilvægu þátt- um sem eru í brennidepli í leikskól- anum og reynum að hafa fljótandi umskipti á milli leikskóla og grunn- skóla. Þannig er þetta til dæmis gert í norska skólakerfinu. Norðmenn- irnir hafa líka skipulagt fyrsta stig grunnskóla á þann hátt að oftast eru það einn leikskólakennari og annar almennur kennari sem vinna saman með hvern bekk. Smátt og smátt myndi síðan vera unnið með lestrarfærni (bókstafi/ hljóð, lestur tveggja, þriggja, fjög- urra og fimm stafa orða …) og stærðfræði (tölustafi, + og -). Al- gjört lykilatriði er að kennslan sé skipulögð í samræmi við getu hvers nemanda. Áskoranirnar verða að vera í samræmi við færni. Því verð- ur að finna út hvar hver nemandi stendur og byrja þar (Sigmundsson m.fl. 1998). Oft á tíðum virðist það hins vegar bera við að farið sé of hratt af stað þannig að margir nem- endur nái ekki að læra und- irstöðuatriðin. Einnig er óskilj- anlegt að iðulega séu notuð orðadæmi í stærðfræði í 1. bekk, hjá nemendum sem oft kunna ekki að lesa! Ég hvet því til að eftirfarandi verði haft í huga: Látum leikskólann vera stað þar sem leikur og gleði eru í forgrunni. Stað þar sem börn fá tækifæri til að rækta sinn þroska gegnum skapandi starf og leik. Leyfum börnum að vera börn Hermundur Sigmundsson fjallar um starfsemi og markmið leikskóla » Látum leikskólannvera stað þar sem leikur og gleði eru í forgrunni. Hermundur Sigmundsson Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. AFRÍKA. Hvað er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður les eða heyrir minnst á Afríku? Því mið- ur virðast mjög margir tengja Afríku við styrjaldir, sjúkdóma og fátækt enda er sú mynd dregin upp af þess- ari stóru álfu í fjöl- miðlum. Undanfarið hefur Afríka verið í sviðsljósinu og það er ekki falleg sýn sem blasir við. Ég efast um að marga langi að ferðast um þessi lönd þegar sjúkdómar og fátækt virðast vera það eina sem þessi lönd hafa upp á að bjóða. En er önnur hlið á Afr- íku? Í Afríku eru 53 lönd með hundruðum eða þúsundum ætt- bálka sem hver hefur sína menningu og tungumál og fjöl- breytileiki fólksins er gífurlegur. Þess vegna er villandi að tala um Afríku sem eitt land. Vegna starfs míns er ég oft spurður að því hvort ekki sé hættu- legt að ferðast til Afr- íku vegna styrjalda og almennrar vesældar. Þetta á við þótt við- komandi sé að fara til t.d. Tansaníu þar sem friður hefur ríkt í áratugi! Oftar en ekki er uppspretta óttans sú að öll lönd Afríku eru sett undir sama hatt þannig að borgarastyrjöld í Síerra Leóne er farin að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn í Tansaníu (það er álíka langt á milli Síerra Leóne og Tansaníu eins og vega- lengdin á milli Íslands og Rúmeníu mæld með tommustokki á landa- korti!). Ég verð að segja eins og er að mér sárnar oft sú mynd sem dregin er upp af Afríku. Nærtækasta dæmið er Kenýa þar sem ég rek fyrirtæki og þekki ágætlega til. Kenýa er 538.000 km2 að stærð og þar búa rúmlega 30 milljónir manns. Íbúar búa við lýð- ræði en þó er spilling mikið vandamál sem gerir það að verkum að almenn- ingur býr við slök kjör á meðan hátt- settir embættismenn maka krókinn. Kenýa er þó afar heillandi land. Náttúran er stórbrotin hvort sem það eru dalir Mt. Kenya eða hvít- sendnar strendur Indlandshafsins og dýralífið er einstakt. Hvergi annars staðar í heiminum er hægt að sjá annan eins fjölda dýra í sínum nátt- úrulegu heimkynnum. Menningin er fjölskrúðug og þar lifa enn ættbálkar sem halda í sína siði og venjur þó svo að sífellt þrengi að. Í Kenýa eru óþrjótandi möguleikar í ferða- mennsku og alls kyns fyrirtækja- rekstri. Margt af því fólki sem ég hef kynnst í Kenýa kvartar sáran undan neikvæðri umfjöllun um land sitt. Það virðist eingöngu einblínt á hinar neikvæðu hliðar. Fólki finnst eins og nóg sé komið af þessari ímynd sem umheimurinn virðist hafa af þeim þ.e. að þau séu öll bjargarlaus og eigi allt að þiggja úr gjafmildri hendi hins hvíta manns til að eiga sér viðreisnar von. Í Kenýa (og öðrum löndum Afr- íku) er fullt af hæfileikaríku fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri. Verndartollar í heim- inum spila stórt hlutverk í því að við- halda því ástandi sem fyrirfinnst víða í Afríku; það er ekki í lagi að kaupa vöruna þaðan en það er í lagi að gefa í formi aðstoðar! Vissulega er hörmulegt ástand víða í Kenýa og í Afríku, það þekki ég af eigin raun. Fátæktin er gífurleg og HIV-veiran herjar á ungt fólk sér- staklega. Þegar ég skipulegg ferðir fyrir Íslendinga til Kenýa reyni ég ætíð að fara með þá í heimsókn á heimili fyrir HIV- smituð munaðarlaus börn til að sýna þá hlið landsins. Við kynnum þó fólk líka fyrir þessu fallega landi og því sem það hefur upp á að bjóða; safaríferðir, gönguferðir, veit- ingastaði, sjóstangveiði, skútusiglingar, heim- sókn í Masai-þorp, úlf- aldareið með Sam- búrumönnum í óbyggðum eða hangs á ströndinni. Möguleik- arnir eru endalausir. Ímynd landa skiptir miklu máli þegar kemur að því að laða fólk þang- að. Við getum tekið dæmi um nokkur. Skot- land: Manni dettur í hug kastalar, viskí og menn í pilsum að spila á sekkjarpípur. Þar eru þó skuggahliðar eins og heróínneysla og niðurnídd hverfi sem hafa t.d. orðið rithöfundinum Irwin Welch að yrkisefni. Írland: Guinness- bjór og glaðlegt fólk sem spilar og syngur af innlifun. Ódýrt að versla. Á Norður-Írlandi geisaði blóðug borg- arastyrjöld lengi vel og ekki víst að búið sé að bíta úr nálinni. Ísland: Ósnortin náttúra, andstæður elds og íss, kraftmikið fólk og blómstrandi menning. Hér eru líka skuggahliðar, eiturlyfjaneysla og glæpir. En við auglýsum það ekki að sjálfsögðu. Ríkisstjórnir og ferðafrömuðir leggja mikið upp úr jákvæðri ímynd landa sinna til að laða að ferðamenn og fjárfesta. Við þekkjum dæmin best hér að heiman. Ríkisstjórn Ken- ýa og ferðafrömuðir þar gera slíkt hið sama og það á einnig við um mörg önnur Afríkuríki. En það er við ramman reip að draga þegar kast- ljósinu er ávallt beint að því sem mið- ur fer. Skemmst er að minnast Live 8-tónleikanna sem sjónvarpað var um allan heim. Þar var hlutur afr- ískra tónlistarmanna mjög rýr. Þarna var kjörið tækifæri til að koma þeim á framfæri og auka plötusölu þeirra án þess að varpa skugga á það brýna málefni sem var til umfjöll- unar. Þessi grein er ekki skrifuð til höf- uðs hjálparsamtökum eða öðrum sem vinna óeigingjarnt starf til hjálp- ar þeim sem minnst mega sín. Ég vildi vekja athygli á því að Afríka er önnur stærsta heimsálfan og við megum ekki setja hana alla undir sama hatt og einblína á það sem mið- ur er. Gefum Afríku séns. Hún á það skilið. Gefum Afríku séns Borgar Þorsteinsson fjallar um fjölbreytileika mannlífs í Afríku Borgar Þorsteinsson » Í Afríku eru53 lönd með hundruðum eða þúsundum ætt- bálka sem hver hefur sína menningu og tungumál og fjölbreytileiki fólksins er gíf- urlegur. Höfundur hefur rekið ferðaskrifstofu í Kenýa í 10 ár ásamt konu sinni Elínu Þorgeirsdóttur. TENGLAR .............................................. www.afrika.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.