Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hægviðri, skýj- að með köflum og yfirleitt þurrt. Vaxandi SA-átt sunnan- og vestanlands þeg- ar líður á daginn. » 8 Heitast Kaldast 4°C -3°C MARGT bendir til þess að fjölskyldulífið eigi nú erfiðara uppdráttar en oft áður, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en nýársávarp hans er birt í heild á miðopnu Morgunblaðsins. „Kapphlaupið um lífsins gæði, langur og strangur vinnudagur, kvaðir sem hvíla á foreldrunum, kröfurnar sem gerðar eru – allt hefur þetta dregið úr samvistunum; börnin eru jafnvel skemur með foreldrum sínum en kennurum sem taka við þeim árla morguns og annast þau fullan vinnu- dag.“ Börnin bera kostnaðinn „Hver eru þau verðmæti sem við metum mest? Hvaða áhrif hefur lífsgæðakapp- hlaup hinna eldri á umönnun yngstu barna? Er ekki mannauðurinn dýrmæt- asta auðlindin í harðnandi samkeppni þjóða heims?“ Minnti forsetinn í ávarpi sínu á fréttir af fátækt meðal íslenskra barna. „Hinn langi vinnudagur tekur toll og börnin bera kostnaðinn í ríkum mæli. Og á aðventunni bárust fréttir um að þúsundir íslenskra barna búi við fátækt, geti ekki nýtt sér sömu tækifæri og bekkjarsystkin og vina- fjöld.“ | Miðopna Langur vinnu- dagur bitnar á börnunum Morgunblaðið/Jim Smart SVIFRYK vegna flugelda á höfuðborg- arsvæðinu var meira en svo að tæki um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar næðu að mæla það, að sögn Lúðvíks Gústafssonar, deildarstjóra Mengunarvarna umhverf- issviðs. „Þegar veður er stillt um áramót getur svifryksmengun tímabundið orðið mjög mikil.“ Sem dæmi má nefna að magn svifryks, sem venjulega er um 10–50 míkrógrömm í rúmmetra af lofti (mg/m3), var yfir áramótin 1.820 míkrógrömm í rúmmetranum. Hálftíma síðar var magnið hins vegar komið í 619 mg/m3 og er nú komið í eðlilegt horf. Svifryksmengun sprengdi mæla SAMGÖNGUVANDI er ekki eina vandamálið sem við er að etja í umferðinni, að mati Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. Hann vék að umferðarslysum í nýárspredikun í gær. „Þarna er líka siðferðismein á ferðinni, vax- andi yfirgangur og æsingur í samfélaginu. Fregnir af háttsemi vegfarenda, sem komu þar að sem stórslys urðu á þjóðvegum, og með frekju og óþolinmæði trufluðu störf lögregl- unnar og þeirra sem hlynntu að slösuðum, eru ótrúlegar og skelfilegar,“ sagði Karl. Umferð- arslysin sem ollu dauða 30 karla, kvenna og barna í fyrra eru ægileg blóðtaka, sem helst má líkja við hamfarir, að mati biskups. Augljóst sé að allt of víða anni vegakerfið ekki sívaxandi umferðarþunga. „En eitt er alveg víst, engin ríkisstjórn, ekkert löggjafarþing, ekkert fjár- magn, hvaðan svo sem það kemur, getur breytt því sem mestu máli skiptir í þessum efnum, og helst má duga gegn óheillaþróun,“ sagði biskup. Í stað þess að bregðast við með ásökunum, leita sökudólga og höfða til reiði og ótta ættum við að leita þess sem miðar að lausn og von. Hvert og eitt okkar getur lagt mikilvægasta lóðið á þá vog, „sem er tillitssemi, aðgæsla og virðing.“ Karl spurði hvort við værum ef til vill meira og minna slegin hraðablindu, það er blindu, ónæmi á eigin hraða og afleiðingar hans. Hann sagði spennufíkn vera eina birtingarmynd hraðablindunnar og að hún væri vaxandi vanda- mál. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af því hvernig hún gripi um sig meðal ungs fólks, um- fram allt ungra karla. Sýnt hefði verið fram á að tölvuleikir af ýmsu tagi slævðu vitund um mörk raunveruleikans. Andstyggð á dauðarefsingum Karl vék að „tilgangslausu stríði í Írak“ þar sem þúsundir á þúsundir ofan hafa fallið í valinn. „Aftaka Saddams var einn viðbjóðs- legi þátturinn í þeirri ömurlegu atburðarás og verður eflaust vatn á myllu hermdarverka- manna sem nota það tækifæri til að réttlæta enn meiri dráp og skelfingu. Ég hef megn- ustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum, eins og þorri Íslendinga,“ sagði biskup.  Blóðtöku á vegum | 25 Vaxandi yfirgangur og æsingur  Biskup Íslands segir dauðaslysin í umferðinni ægilega blóðtöku sem líkja megi við hamfarir  Aftaka Saddams Husseins var einn viðbjóðslegi þátturinn í ömurlegri atburðarás Íraksstríðsins Morgunblaðið/Golli Nýárspredikun Karl Sigurbjörnsson biskup fjallaði m.a. um siðferðismein í samfélaginu. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SALA Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg er stærstu mistök sem gerð hafa verið í heilbrigðis- kerfinu, segir Reynir Tómas Geirs- son, sviðsstjóri kvennasviðs LSH, en hann kveðst engan heilbrigðis- starfsmann þekkja sem hafi verið hlynntur sölunni. Ríki og borg áttu Heilsuverndarstöðina en hún var seld einkaaðila fyrir 980 milljónir króna í nóvember árið 2005. Hús- næðið hefur síðan verið auglýst til sölu. Reynir Tómas segir ákvörð- unina um sölu hússins hafa verið furðulega. „Það var furðulegt að borgin og ríkið skyldu ekki geta komið sér saman um að ríkið fengi hlut borgarinnar á viðunandi verði,“ segir hann. Vegna sölunnar var sú starfsemi sem til húsa var í Heilsuverndar- stöðinni flutt í leiguhúsnæði í Mjódd í Breiðholti. Miðstöð mæðraverndar var meðal þeirra starfseininga sem fluttar voru, en milli hennar og LSH hafði verið samstarf, sem fólst meðal annars í því að LSH lagði til stöðu sérfræðings við eftirlit mæðra í svonefndri áhættumeðgöngu. Við flutninginn breyttist skipulag mið- stöðvarinnar en þá lauk samstarf- inu við LSH og háskólaspítalinn tók við eftirliti kvenna í áhættumeð- göngu. Reynir Tómas segir að sök- um manneklu hafi LSH séð fram á að geta ekki sent sérfræðinga sína af spítalanum til starfa í Mjóddinni. Pólitísk ákvörðun „Við vorum ekkert látin vita sér- staklega og heldur ekki um söluna [á Heilsuverndarstöðinni],“ segir Reynir Tómas um flutningana í Mjódd og söluna á húsnæðinu við Barónsstíg. Um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða. „Stærstu mistökin í heilbrigðiskerfinu“ Í HNOTSKURN » Heilsuverndarstöðin varseld einkaaðilum síðla árs 2005 fyrir 980 milljónir króna. » Sú starfsemi sem þarvar hefur verið flutt í leiguhúsnæði í Mjódd í Breiðholti. » Reynir Tómas Geirsson,sviðsstjóri kvennasviðs LSH, segir ákvörðunina um að selja húsið hafa verið furðulega.  Heilbrigðisstarfsfólk | 10 VEÐRIÐ var með besta móti á suðvesturhorninu í gær, nýársdag, og gripu margir tækifærið og skelltu sér í göngutúr í náttúrunni, eins og þessar ungu konur gerðu á Álftanesinu með ferfættan vin sér við hlið. Búist er við hægri norðlægri eða breytilegri átt fram eftir degi í dag. Skýjað verður með köflum eða bjartviðri, en stöku él um landið norð- austanvert. Síðdegis er svo búist við því að vindur snúist í suðaustan 8– 13 m/s með slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands ásamt hlýnandi veðri. Morgunblaðið/Kristinn Nýársganga á Álftanesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.