Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is JOSE Luis Rodríguez Zapatero, for- sætisráðherra minnihlutastjórnar sósíalista á Spáni, fékk ekki dulið reiði sína og vonbrigði er hann greindi frá því á laugardag að öllum samskiptum við fulltrúa ETA, að- skilnaðarhreyfingar Baska, hefði verið slitið. Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir Zapatero sem þótt sýna mikið pólitískt hugrekki með því að gefa færi á viðræðum við fulltrúa hryðjuverkasamtakanna. Sprengju- tilræði á flugvellinum í Madríd á laugardag gerði þetta frumkvæði for- sætisráðherrans að engu og ljóst er að hans bíður nú erfiður pólitískur varnarleikur. Þúsundir manna tóku á sunnudag þátt í mótmælagöngu í Madríd vegna sprengjutilræðisins. Til göngunnar boðuðu AVT, samtök fórnarlamba hryðjuverka ETA, sem standa nærri Þjóðarflokknum (PP) sem er með öllu andvígur friðarfumkvæði Zap- ateros. Þátttakendur gerðu hróp að ríkisstjórninni og sjá mátti borða á lofti þar sem þess var krafist að Zapatero segði af sér. Mótmæli fóru einnig fram í fleiri borgum, m.a. í San Sebastian og Bilbao í Baskalandi. Boðberi sátta og samráðs Zapatero hefur verið boðberi sátta og samráðs frá því hann hófst til valda á Spáni í marsmánuði 2004. Á föstudag, daginn áður en sprengjan sprakk við flugstöð númer fjögur á Barajas-flugvelli, hafði forsætisráð- herrann lýst yfir bjartsýni sinni um að ?ástandið? myndi ?reynast betra á nýja árinu? og vísaði þar til hugs- anlegra friðarviðræðna við ETA. Þessi yfirlýsing Zapateros hleypti illu blóði í ráðamenn PP-flokksins, einkum leiðtogann Mariano Rajoy, sem farið hefur hamförum frá því að sprengjan sprakk á laugardag og krefst þess nú að forsætisráðherrann lýsi yfir því að horfið hafi verið frá þeirri stefnu að leita friðar við ETA. Þess í stað beri stjórnvöldum að ?ganga endanlega frá samtökunum?. Í mótmælagöngunni á sunnudag voru Spánverjar hvattir til ?að halda upp á þök húsa sinna? og hrópa að ekki kæmi til greina að semja um frið við ?morðingja ETA?. Hægri mönnum á Spáni, andstæð- ingum Zapateros, þykir forkast- anlegt að forsætisráðherrann skyldi ekki lýsa yfir því afdráttarlaust á laugardag að horfið hefði verið frá þessari stefnu stjórnarinnar. Í yf- irlýsingunni sinni sagði Zapatero að öllum tilraunum til að koma á við- ræðum við ETA hefði verið ?frestað?. Arnaldo Otegi, talsmaður Batasuna, hins pólitíska arms ETA-samtak- anna, sagði sama dag að friðarferlið væri ekki úr sögunni. Líkt og jafnan áður fordæmdi hann ekki sprengju- tilræðið í Madríd. 19 manns særðust í sprengingunni og tveggja manna frá Ekvador er saknað. Talið er að sprengjan hafi vegið 500 til 800 kíló. Að sögn spænska dagblaðsins El País var bílnum sem sprengjunni var komið fyrir í stolið í Frakklandi og honum lagt við flugstöðina á föstudag. Eig- anda bílsins höfðu ETA-liðar í haldi í þrjá daga en honum var sleppt eftir sprengjutilræðið. ETA-hreyfingin lýsti yfir ?ótíma- bundnu vopnahléi? í marsmánuði í fyrra og skömmu síðar skýrði Zapa- tero frá því að friðarviðræður kæmu til álita ef skýr merki kæmu fram um að hreyfingin hefði hafnað ofbeldi sem tæki í baráttu sinni fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Spáni. Slíkar tryggingar þóttu liggja fyrir í sumar og sagði forsætisráðherrann þá að hafnar yrðu þreifingar í þessa veru. Þessi stefna Zapateros nýtur stuðn- ings á þingi Spánar og skoðanakann- anir hafa leitt í ljós að meirihluti al- mennings er henni fylgjandi. PP-flokkurinn, sem var við stjórnvöl- inn á Spáni frá 1996 til 2004, hefur á hinn bóginn fordæmt frumkvæði Zapateros og lýst yfir því að samstarf við ríkisstjórnina á þessu sviði komi ekki til álita. PP-flokkurinn reyndi raunar að koma á slíkum viðræðum er hann var við völd árið 1999 eftir að ETA hafði lýst yfir vopnahléi. Fund- ur fór fram í Alsír en skilaði engum árangri. Viðræður taldar tilræði við einingu spænska ríkisins Zapatero forsætisráðherra þótti sýna umtalsvert pólitískt hugrekki með því að gefa færi á slíkum við- ræðum. Margir telja það hrein svik við fórnarlömbin og þjóðina að gefa til kynna að samningaviðræður við hryðjuverkamenn og morðingja komi til álita. Hafa ber einnig í huga að sú skoðun er nokkuð viðtekin þar syðra að slíkar viðræður myndu einnig reynast tilræði við einingu spænska ríkisins. Barátta ETA-hreyfing- arinnar fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Norður-Spáni hefur kostað meira en 800 manns lífið á und- anliðnum 40 árum eða svo. Hið póli- tíska markmið hreyfingarinnar stendur enn óbreytt og fylgi við sjálf- stæði er mikið í Baskalandi. Kröfur um aukna sjálfstjórn og jafnvel fullt sjálfstæði verða sífellt háværari á Spáni. Stjórnkerfið þar er flókið en þróunin hefur öll verið í þá átt að draga úr valdi miðstjórn- arinnar í Madríd. Margir telja að verði þessi þróun ekki stöðvuð megi telja næsta víst að ríkið liðist að lok- um í sundur. Ýmsir höfðu hvatt til þess að bjart- sýni yrði stillt í hóf. Bent hafði verið á að óvíst væri hverjir tekið gætu að sér að vera í pólitísku forsvari fyrir ETA-hreyfinguna. Vissulega væri til pólitískur vængur ETA en hafa bæri í huga að samtökin hefðu breyst mjög á undanliðnum árum. Hug- sjónabarátta væri liðin undir lok og hreyfingin hefði breyst í hreinræktuð glæpasamtök. Hagsmunir og mark- mið óbreyttra liðsmanna ETA ann- ars vegar og hinnar pólitísku forystu hins vegar kynnu því að vera ólík nú þegar hreyfingin stæði frammi fyrir nýjum veruleika. Ljóst virðist nú að þeir sem héldu þessu sjónarmiði fram um mitt ár í fyrra höfðu lög að mæla. Hald margra á Spáni er að ETA- hreyfingin sem slík hafi tæpast staðið fyrir hryðjuverkinu í Madríd um liðna helgi. Þar hafi trúlega verið að verki menn sem ekki vilji lúta forystu ETA. Ógerlegt er vitanlega að kveða upp dóm í því efni. Djarfur leikur en rangur Bylgja bjartsýni og vonar fór um Spán þegar ETA lýsti yfir ?var- anlegu vopnahléi? í marsmánuði. Margir töldu raunveruleg þáttaskil hafa orðið í því réttnefnda ?hryðju- verkastríði? sem eitrað hefur sam- félagið þar áratugum saman. Nú í upphafi nýs árs standa Spánverjar frammi fyrir þeim veruleika að í raun hefur ekkert breyst. Og Zapatero forsætisráðherra, sem er frjáls- lyndur og um flest athyglisverður stjórnmálaleiðtogi, hefur orðið fyrir afar þungu höggi. Djarfur leikur hans verður ekki til að auðvelda hon- um lífið á nýju ári. Friðarvonir verða að engu á Spáni Sprengjutilræði ETA-hreyfingarinnar í Madríd um liðna helgi er mikið áfall fyrir Zapatero forsætisráðherra Reuters Mótmæli Spánverjar fordæma friðarstefnu ríkisstjórnarinnar í fjölmennum mótmælum í Madríd á sunnudag. Vonbrigði José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spán- ar, skýrir frá því að tilraunum til að koma á viðræðum við fulltrúa ETAhafi verið hætt. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÍRASKIR embættismenn segja að aftaka Sadd- ams Hússeins, fyrrum Íraksforseta, á laugardag hafi ekki verið hefnd heldur hafi réttlætið náð fram að ganga með þessum hætti. Ráðgjafi for- seta Íraks hefur á hinn bóginn harmað að birt hafi verið á Netinu myndskeið þar sem m.a. sést hvar böðlar Saddams ögra honum. Hiwa Osman, ráðgjafi forsetans, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ekki væri vitað hverjir það voru sem ögruðu honum og svívirtu er forsetinn fyrrverandi var leiddur til aftöku á laugardag. ?Við vitum ekki nákvæmlega hver það var sem gerði hróp að Saddam en ég tel að þar hafi ekki verið að verki meðlimur í ríkisstjórn- inni,? sagði ráðgjafinn. Kvaddi þennan heim með vers úr Kóraninum á vörum sér Hann bætti við að milljónir manna hefðu verið fórnarlömb ógnarstjórnar forsetans fyrrverandi. Hugsanlegt væri að einhver þeirra hefði verið viðstaddur aftökuna. Og jafnframt væri þá líklegt að viðkomandi hefði ekki fengið hamið sig er dauðastund einræðisherrans var við að renna upp. Myndskeið sem tekið var með farsíma var birt á Netinu á sunnudag og sést þar að gerð voru hróp að Saddam og hann svaraði fyrir sig. Hann vændi böðla sína um hugleysi og kvaddi þennan heim með vers úr Kóraninum á vörum sér. Mynd- skeið þetta greinir sig mjög frá því sem gert var opinbert á laugardag. Þar er sjálf hengingin ekki sýnd og ekki verður séð að þess hafi verið freist- að sérstaklega að móðga eða niðurlægja leiðtog- ann fyrrverandi. Talsmenn stjórnvalda lögðu á það áherslu er þeir gerðu grein fyrir aftökunni á laugardag að Saddam hefði ekki verið sýnd óvirð- ing er hann var leiddur að gálganum. Þeir full- yrtu og að líki hans hefði verið sýnd virðing. Myndskeiðið sem opinberað var á sunnudag sýnir að þessi lýsing á rás atburða er ekki sannleik- anum samkvæm. Telja margir þeir sem sérfróðir eru um málefni Íraks að upplýsingar þessar séu fallnar til að auka enn á spennu í samskiptum fylgismanna Saddams Hússeins og hatursmanna hans. Saddam Hússein var borinn til grafar á sunnu- dag í heimabæ sínum Awja, nærri borginni Tikrit í norðurhluta Íraks. Fáir voru viðstaddir útförina. Saddam var lagður til hvílu við hliða sona sinna, Uday og Qusay, sem bandarískir hermenn felldu árið 2003. Að sögn fréttamanna í Írak hafa stjórn- völd sýnilega litlar áhyggjur af því að gröf Sadd- ams verði sem ?helgistaður? meðal fylgismanna hans. Mat ráðamanna sé að með aftökunni hafi áhrifum Saddams Hússeins lokið í landinu. Segja aftöku Saddams réttlætismál en ekki hefnd Myndskeið sýnir að lýsingar ráðamanna voru ekki sannleikanum samkvæmar Reuters Reiði Íbúar í Adhamiya-hverfi í Bagdad, höf- uðborg Íraks, mótmæla aftöku Saddams. SEXTÍU og sjö ára spænsk kona eignaðist tvíbura fyrir áramót og varð þar með elsta kona heims til að fæða barn, að sögn fréttavefjar BBC. Konan hafði ekki átt börn og fór í frjósemisaðgerð í Rómönsku- Ameríku með fyrrgreindum ár- angri. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði á spítala í Barcelona, sem sérhæfir sig í meðferð áhættu- fæðinga, og heilsast móður og börnum vel. Spænska móðirin er einu ári eldri en Adriana Iliescu frá Rúmen- íu, sem eignaðist dóttur í fyrra. Ól barn í lest Og meira af fæðingum. Ung kona í lestarferð í Portúgal fæddi stúlku á leiðinni og sagði talsmaður rík- islestanna að barnið fengi frítt í lestum fyrirtækisins til æviloka. Hraðlestin var á leið frá Lissabon til Porto þegar konan, sem er 21 árs, varð léttari í veitingavagni. Hjúkrunarfræðingur var um borð og aðstoðaði hana við fæðinguna. Mæðgurnar fóru úr lestinni í Vila Nova de Gaia, þar sem sjúkrabíll beið og flutti þær á spítala. Mæðg- urnar voru við góða heilsu. Eignaðist börn 67 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.