Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HINN INNRI STYRKUR Jafnvægi í samfélaginu, fjölskyldanog framtíð barna á Íslandi var um-ræðuefni forsætisráðherra, bisk- ups og forseta Íslands í ræðum þeirra um áramót. Það er ekki að undra, því að margt gefur tilefni til þess að velta fyrir sér hvort í þjóðfélagi allsnægta hafi gleymst að gefa sér tíma til þess að hlúa að því, sem skiptir máli í lífinu. „Kapphlaupið um lífsins gæði, langur og strangur vinnudagur, kvaðir, sem hvíla á foreldrunum, kröfurnar sem gerðar eru – allt hefur þetta dregið úr samvistunum; börnin eru jafnvel skem- ur með foreldrum sínum en kennurum sem taka við þeim árla morguns og ann- ast fullan vinnudag,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti í sjónvarpsávarpi á nýársdag. „Kannski er kominn tími til að við spyrjum okkur: Hvernig þjóð- félag viljum við skapa börnum okkar? Hver eru þau verðmæti sem við metum mest? Hvaða áhrif hefur lífsgæðakapp- hlaup hinna eldri á umönnun yngstu barna? Er ekki mannauðurinn dýrasta auðlindin í harðnandi samkeppni þjóða heims?“ Eins og forsetinn benti á í máli sínu hefur sú skoðun ríkt hér að vel væri búið að börnum á Íslandi og því bæru vitni glæsileg skólahús og vel menntað starfsfólk, sem legði alúð við verk sín. „En er það nóg?“ spurði hann. „Hvað um samvistir fjölskyldunnar, tímann sem foreldrarnir ná að deila með börn- um sínum? Hinn langi vinnudagur tekur toll og börnin bera kostnaðinn í ríkum mæli. Og á aðventunni bárust fréttir um að þúsundir íslenskra barna búi við fá- tækt, geti ekki nýtt sér sömu tækifæri og bekkjarsystkin og vinafjöld.“ Karl Sigurbjörnsson biskup fjallaði einnig um börnin í nýársávarpi sínu í Hallgrímskirkju. „Börnin eru hið dýrmætasta sem við eigum. Og barnatrúin og bænin er besta veganestið, því þar er sálarsjón beint til ljóssins,“ sagði hann. „Okkur ætti jafn- an að vera umhugað um líðan barnanna og velferð, öryggið, sem þeim er búið, væntingarnar, sem til þeirra eru gerðar, og um hætturnar, sem þeim eru búnar. Við gætum gert Ísland að barnvænasta, fjölskylduvænasta þjóðfélagi í heimi! Við eigum þó langt í land, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig að fjöl- skyldum ungra barna er búið. Og eins þegar gaumur er gefinn að því agaleysi og afskiptaleysi sem allt of mörg börn búa við.“ Síðan sagði biskup: „Bara ef við leyfðum okkur að horfa á gildismat og forgangsröðun með augum barnsins! Einhver allra besta gjöf sem við getum gefið börnunum okkar er tími og at- hygli, tími þar sem talað er við þau, lesið er fyrir þau, unnið er með þeim að skap- andi verkefnum og horft með þeim til birtunnar.“ Hluta af þeim vanda, sem biskupinn nefnir hér fyrir ofan er að finna í lýsingu hans á umferðarómenningu Íslendinga og þeim ályktunum, sem af henni má draga: „Það er ekki bara samgöngu- vandi sem við er að etja. Þarna er líka siðferðismein á ferðinni, vaxandi yfir- gangur og æsingur í samfélaginu. Fregnir af háttsemi vegfarenda sem komu þar að sem stórslys urðu á þjóð- vegum, og með frekju og óþolinmæði trufluðu störf lögreglunnar og þeirra sem hlynntu að slösuðum, eru ótrúlegar og skelfilegar,“ sagði hann og bætti við síðar: „Erum við ef til vill meir og minna slegin hraðablindu, það er blindu, ónæmi á eigin hraða og afleiðingar hans? Svo margir finna sig í gildru tíma- leysisins og streitunnar. Allt þarf að gerast með hraði og allt of margir brenna yfir af stressi. Hraðinn á vegum og götum, en líka hinn sífellt hraðari taktur á nánast öllum sviðum, ógnar lífi okkar, heilsu og andlegri og félagslegri velferð.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að íslenskt þjóðfélag hefði breyst hratt á undanförnum árum og flest benti til að miklar breytingar væru hér fram- undan. Þar nefndi hann sérstaklega mál útlendinga og fjölgun þeirra: „Það er mikilvægt fyrir okkur að takast á við það málefni með víðsýni að leiðarljósi. Sá tími er liðinn að við getum lokað okk- ur af, verndað menningu okkar og tungu með fjarlægðina eina að vopni. Við bú- um nú í opnu samfélagi með mikil tæki- færi sem laða að sér fólk. Hér á landi munu því verða gestir, bæði þeir sem dveljast um skamman tíma og aðrir sem ílendast hér til frambúðar og verða hluti okkar samfélags – nýir Íslendingar. Það er mikilvægt fyrir okkur að búa svo um hnútana þegar í upphafi að þessi sam- búð verði okkur til gagns og sóma, verði til þess að auðga mannlíf á þessu landi, en ekki til þess að skapa ágreining og tortryggni. Í þeim efnum eru vítin mörg að varast í löndunum í kringum okkur.“ Þetta er þörf ábending. Eigi að varast vítin í löndunum í kringum okkur þarf ekki síst að huga að velferð barna inn- flytjenda og greiða götu þeirra inn í samfélagið þannig að þau verði fullgildir þjóðfélagsþegnar og búi ekki við mis- munun og fordóma. Stór þáttur í því að íslenskt samfélag verði barnvænt í raun er að tryggja jafnrétti kynjanna. Um það efni sagði forsætisráðherra: „Jafnrétti karla og kvenna í raun og verki á enn nokkuð í land. Viðhorfin hafa þó sem betur fer breyst og hin lagalega umgjörð er orðin traust. Nýju lögin um fæðingarorlof breyttu miklu. En enn eimir eftir af gömlum og venjuföstum hugsunarhætti sem við þurfum að losa okkur við. Nær full þátttaka kvenna á vinnumarkaði hefur reynst mikil auðlind í efnahags- framförum undanfarinna ára. Skylda okkar stjórnmálamanna er að ýta á eftir nauðsynlegri hugarfarsbreytingu og gera fjölskyldum það eðlilegt og sjálf- sagt að skapa jafnræði og jafnrétti, jafnt á heimilum sem á vinnumarkaði.“ Síðan sagði Geir H. Haarde: „Hinn innri styrkur þjóðarinnar og hvers ein- staklings ræður gæfu okkar á komandi tímum. Munum að börnin læra aðeins að bera virðingu fyrir öðrum ef þau eru sjálf virt og forsenda þess að ganga vel í lífinu er að læra að meta aðra til jafns við sjálfan sig.“ Í ræðum sínum fjölluðu forseti, bisk- up og forsætisráðherra allir í raun um spurninguna hvernig þjóðfélag ætti að byggja á Íslandi. Þær spurningar, sem forsetinn lagði fram í ræðu sinni hafa verið til umfjöllunar í Morgunblaðinu. Á liðnu ári var fjallað um þá spurningu í sjö greinum hvort Ísland sé barnvænt samfélag og reynt að koma auga á lausn- ir. Í Reykjavíkurbréfi fyrir viku sagði að svarið lægi að hluta í afstöðu okkar til veraldlegra gæða og spurt var hversu margar fjölskyldur yrði í raun verr sett- ar ef til dæmis báðir foreldrar ynnu fimm tímum skemur á viku. Jafnrétti er ekki síður mikilvægt og til að það verði í raun þarf breytt hugarfar. Betra þjóð- félagi verður ekki komið á með valdboði ofan frá. Það verður ekki til nema að þjóðin sýni sinn „innri styrk“, svo vísað sé til orða forsætisráðherra. Orð þess- ara þriggja leiðtoga þjóðarinnar eru brýn og þarft veganesti inn í nýtt ár. Hér fer á eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Fyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Góðir Íslendingar Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á kom- andi tímum; vonandi hafa hátíðardagar um jól og áramót verið uppspretta ánægju og nýrrar orku, gefið aukinn styrk til að ganga bjartsýn fram á veg. Ættingjar og vinir, fjölskyldan, oft önnum kafin, ná á þessum kyrrðarstundum að endurnýja og treysta tryggða- böndin, gefa börnum og unglingum litríkan efnivið sem geymast mun í fjársjóði minninganna. Við Íslendingar höfum löngum skipað fjölskyldunni í fyr- irrúm, erum ættvísari en aðrar þjóðir, segjum á góðri stundu að við séum samhent heild, einkum þegar áföll og erfiðleika ber að höndum. Víst er að við finnum fjölmörg dæmi þessu til stuðnings en samt er margt sem bendir til að fjölskyldulífið eigi nú erfiðara uppdráttar en löngum áður. Kapphlaupið um lífsins gæði, langur og strangur vinnu- dagur, kvaðir sem hvíla á foreldrunum, kröfurnar sem gerðar eru – allt hefur þetta dregið úr samvistunum; börn- in eru jafnvel skemur með foreldrum sínum en kennurum sem taka við þeim árla morguns og annast fullan vinnudag. Kannski er kominn tími til að við spyrjum okkur: Hvern- ig þjóðfélag viljum við skapa börnum okkar? Hver eru þau verðmæti sem við metum mest? Hvaða áhrif hefur lífs- gæðakapphlaup hinna eldri á umönnun yngstu barna? Er ekki mannauðurinn dýrasta auðlindin í harðnandi sam- keppni þjóða heims? Á liðnu ári fóru fram fróðlegar umræður um hversu barnvænt íslenskt þjóðfélag væri í raun á okkar tímum. Fræðimenn og aðrir sem þekkingu hafa á þessu sviði vör- uðu við hættumerkjum, drógu fram fjölmörg dæmi um van- rækslu sem spillti andlegu jafnvægi og þroska æskunnar sem nú vex úr grasi, bentu á þróun sem á skömmum tíma gæti skapað jarðveg fyrir upplausn og vaxandi erfiðleika í skólagöngu, leitt til framtíðarvanda sem torvelt yrði að tak- ast á við. Þessi lýsing kom á óvart því sú skoðun hefur verið föst í sessi að við búum býsna vel að börnum okkar. Og margt er sannarlega afbragðsgott; við eigum glæsileg skólahús og vel menntað starfsfólk sem leggur alúð við verk sín – en er það nóg? Hvað um samvistir fjölskyldunnar, tímann sem foreldrarnir ná að deila með börnum sínum? Hinn langi vinnudagur tekur toll og börnin bera kostn- aðinn í ríkum mæli. Og á aðventunni bárust fréttir um að þúsundir íslenskra barna búi við fátækt, geti ekki nýtt sér sömu tækifæri og bekkjarsystkin og vinafjöld. Við þurfum að skoða þessa þróun með opnum huga, taka mið af ábendingum sem kunnáttufólk hefur dregið fram, en líka af hversdagsreynslu því vandinn brenn á okkur öllum. Það yrði leið til bóta að samþætta betur menna skólagöngu, íþróttir og tómstunda- starf, en slíkar aðgerðir eru einnig forvarn gegn fíkniefnum. Mikilvægast kann þó að vera að stytta hinn langa vinnudag og bæta þannig aðstöðu foreldra til að sinna börnum sínum, en hin lágu laun hjá mörgu fólki eru líka hluti vandans. Nýsköpun á þessu sviði kallar á breytta forgangsröð, aðra ráðstöfun fjármagns, og þar þurfa allir að taka höndum saman, at- vinnurekendur og verkalýðshreyfing, ríki o sveitarfélög. Ef einhverjum vaxa í augum fjármunirnir sem hér um ræðir þá er rétt að hafa í huga sókn íslenskra fyrirtækja að undanförnu, ú rásin sem skilað hefur meiri arði en nokkur byggist að mestu á menntun og hæfni unga lætur til sín taka. Sé það ætlun Íslendinga að treysta í sess þjóðavelli verður að fjárfesta í auknum mæ fólks, allt frá fyrstu árum æviskeiðsins til m skólunum. Lengi býr að fyrstu gerð og rannsóknir s vöggu og misserin þar á eftir getur ráðið ú angur á fullorðinsárum. Vandinn er líka ma virðist við fyrstu sýn, því fjölskyldugerðir v breyttari. Í samræðum um framtíðina verðum við a hversu barnvænt við viljum að íslenskt þjó raun og vinna svo að víðtækri sátt um brey gera þarf. Já, framtíðin – hún virðist stundum hulin fjarska og því ugga menn ekki að sér. En tí fleygur fugl og innan tíðar knýr vandi dyra töldum að yrði viðfangsefni komandi kynsl ar. Þáttaskil í umræðu um loftslagsbreyt Liðins árs verður án efa lengi minnst fyrir sem urðu í umræðunni um breytingar á lof sem ársins þegar hættan á hækkun sjávarb brennandi viðfangsefni heimsbyggðarinna blasti við víðtæk samstaða leiðtoga þjóða u úrvalssveitar á vettvangi vísindanna, forstj hópi hinna stærstu á markaði heimsins. Allir fluttu sama boðskap: Á örfáum árat loftslag jarðar og lífsskilyrðin að umturnas Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands „Fordæmi okkar e Hér fer á eftir áramótaávarp Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Fyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Gott kvöld, góðir Íslendingar, og gleðilega hátíð. Árið 2006 kveður í kvöld og nýjum degi fylgir nýtt ár að morgni. Þessi skil í tímans stöðuga nið eru mannanna verk, eitthvað sem við höfum búið til til þess að setja fast- an ramma um líf okkar. En þau eiga engu síður baksvið í náttúrunni sjálfri. Uppganga sólar, lok hins lengsta skammdegis, boðar nýtt líf, eins og jólin gera fyrir kristið fólk. Áramótin boða birtu og nýjar vonir framundan. Í nýrri bók sinni túlkar skáldið Hannes Pétursson þessa tilfinningu með glæsilegri ljóðmynd: Seint gleymist sólarkoma eftir svartasta skammdegi: gulir eldar við efstu fjöll! Við þessi tímamót færi ég landsmönnum öllum hug- heilar kveðjur og óskir um farsæld á árinu 2007. Árið, sem nú er senn á enda, var gott ár þegar litið er til þjóðarbúsins í heild. Hagur okkar er ekki algóður, en með allri sanngirni hlýtur hann þó að teljast með því besta sem þjóðfélög á jarðarkringlunni búa þegnum sínum. Við Ís- lendingar, sem mörg hver ferðumst víða, sjáum það hvar- vetna annars staðar hve vel hefur tekist til hér heima á Fróni. Hagtölur, vísitölur og ýmis samanburður við önnur lönd og aðrar þjóðir sannar að svo er. Þetta er heildarmyndin en þar á bakvið er auðvitað mis- munandi hvernig einstaklingum hefur vegnað. Við skulum ekki draga fjöður yfir það að hópar í samfélaginu búa við erfið kjör. Þar getur verið við hvort tveggja að fást, efna- hagslegan og félagslegan vanda. Það er hlutverk okkar stjórnmálamanna að glíma við slík viðfangsefni, og sú glíma er viðvarandi. Þeim mun betur sem okkur vegnar sem þjóð, þeim mun auðveldara er að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir og tryggja þeim von og raunhæf tækifæri til að bæta hag sinn og stöðu. Miklar breytingar framundan Íslenskt þjóðfélag hefur breyst hratt á undanförnum árum og flest bendir til þess að miklar breytingar séu fram- undan. Ég hygg að þar komi saman margir kraftar. Ég skal hér nefna tvennt sem raunar blasir vi hverjum manni. Það er annars vegar al- þjóðavæðingin sem svo er kölluð, en hún felst fyrst og fremst í því að þjóðir heims e að færast nær hver annarri í margvíslegum skilningi. Því veldur hvort tveggja, meiri v megun og þar með möguleikar til að ferða landa á milli og aukin tækni á mörgum svi um, sérstaklega í fjarskiptum. Það samfél sem við nú byggjum þarf á næstu árum að takast á við margs konar viðfangsefni sem þessari þróun leiðir. Málefni útlendinga og fjölgun þeirra hé landi, sem nokkuð hefur verið til umræðu undanförnu, er einn angi þessarar þróuna Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga a takast á við það málefni með víðsýni að lei arljósi. Sá tími er liðinn að við getum lokað verndað menningu okkar og tungu með fja að vopni. Við búum nú í opnu samfélagi me sem laða að sér fólk. Hér á landi munu því bæði þeir sem dveljast um skamman tíma endast hér til frambúðar og verða hluti ok nýir Íslendingar. Það er mikilvægt fyrir o um hnútana þegar í upphafi að þessi samb til gagns og sóma, verði til þess að auðga m landi, en ekki til þess að skapa ágreining o þeim efnum eru vítin mörg að varast í lönd okkur. Hitt er svo annað mál og sjálfsagt a fylgja fast eftir því eftirliti hér á landi sem til að halda þeim fjarri okkar ströndum, se komast í annarlegum eða ólögmætum tilg Kraftar hvers einstaklings fái notið Hitt meginafl þeirra breytinga sem orðið h anförnum árum er sú opnun íslensks þjóðf fyrir um hálfum öðrum áratug, þar sem m að fjarlægja alls konar hindranir og auka hags- og viðskiptalífi. Árangurinn hefur ek standa. Hagkerfi okkar hefur á þessum tím meira en 50% og kaupmáttur heimilanna a Bak við þessar breytingar býr sú trú að þa að kraftar hvers einstaklings fái að njóta s Áramótaávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra „Þar sem skynsem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.