Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRÁTT fyrir að áhugasamir borgarbúar væru sumir hverjir enn að skjóta upp flugeldum virð- ist sem þessir fuglar á Tjörninni hafi látið sig það litlu varða. Að minnsta kosti var rólegt yfir þeim þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að dýr geti skelfst þegar miklar sprengingar kveða við er ekki vitað til þess að dýr hafi meiðst af þeim sökum um þessi áramót. Morgunblaðið/Golli Rökkurstemning við Tjörnina YFIRBORÐ Hálslóns var í gær komið í 565,7 metra hæð yfir sjávar- máli. Þegar lónið verður fullt á vatnsyfirborðið að ná 625 m.y.s. Vantar því tæpa 60 metra á að yfir- borð lónsins nái fullri hæð. Sigurður Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, sagði að vatnssöfnun hefði gengið hægt í kuldunum í nóvember og yfirborðið hækkað um u.þ.b. hálfan metra á viku. Svo voru mikil hlýindi rétt fyrir jól og frá 20. desember og til ára- móta hefur vatnsyfirborðið hækkað um eina fjóra metra, eða um rúma tvo metra á viku. Mikil hlýindi og vatnavextir voru rétt fyrir jólin og það hélt áfram yfir hátíðarnar. Væntanlega hægir á vatnssöfnuninni þegar kólnar, að sögn Sigurðar. Yfirborð Hálslóns er nú um 10 metrum hærra en ef vatnsrennslið hefði verið eins og við meðalaðstæð- ur undanfarin 20 ár á sama árstíma. Sigurður sagði að allar mælingar sýndu að steypt mannvirki hreyfðust afskaplega lítið og hreyfingar á steypuskilum hefðu verið einhverjir millimetrar til eða frá, jarðskorpu- hreyfingar væru engar og leki úr lóninu væri hverfandi. Yfirborð Hálslóns 566 m.y.s. Tæpa 60 metra vant- ar á að lónið fyllist NÝTT lögregluembætti á höfuð- borgarsvæðinu tók til starfa á mið- nætti aðfaranótt nýársdags, en þá voru lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sameinuð. Yfirmaður hins nýja embættis er Stefán Eiríksson. Svipaðar breyting- ar hafa verið gerðar í öðrum lands- hlutum, en alls mun lögregluliðum fækka úr 26 í 15. Stefán segir breytingarnar aðal- lega skipulagslegar, en þær hafi í för með sér ýmsa möguleika á hagræð- ingu og betri nýtingu á mannafla. „Gagnvart almenningi verða engar sýnilegar áberandi breytingar. Lög- gæslan verður áfram sterk og áber- andi en þetta verður eitt lið.“ Mælast vel fyrir Stefán segir breytingarnar eiga að hafa í för með sér margvíslegan ávinning. „Markmiðið er að efla og styrkja löggæsluna á öllum sviðum, auka sýnilega löggæslu, grenndar- löggæslu og hverfalöggæslu, en um- fram allt að auka öryggi og öryggis- tilfinningu þeirra sem búa hérna á höfuðborgarsvæðinu.“ Stefán segir breytinguna hafa mælst vel fyrir, einkum meðal lög- reglumannanna sjálfra. „Þeir hafa í gegnum árin rætt það að það þyrfti að gera skipulagsbreytingar á lög- reglunni til þess að auka styrk henn- ar og getu til að takast á við þá hluti sem við blasa og umræðan hefur ver- ið í gangi um nokkurt skeið. Það var síðan þegar Björn Bjarnason tók þetta mál upp á sína arma árið 2003 að farið var að undirbúa þessar breytingar sem nú taka gildi.“ Sameinað lögreglulið á höfuðborgarsvæði Morgunblaðið/Júlíus Yfirstjórn Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, með yfirstjórn embættisins við Hafnarfjarðarstöð lögreglunnar á nýársnótt. Möguleikar á betri nýtingu mannafla HINN kunni breski gamanleikari John Cleese lék í íslenskri sjón- varpsauglýsingu fyrir Kaupþing sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld. Cleese lék í tveimur sjónvarpsauglýsingum til viðbótar sem sýndar verða á næstunni auk auglýsinga í dagblöðum. Björn Bald- vinsson og Shepherd Stevenson leik- stýrðu auglýsingunum, sem gerðar voru á vegum auglýsingastofunnar Ennemm, en upptökur fóru fram þann 20. desember síðastliðinn í húsi sem Frank Sinatra lét reisa í Los Angeles. Fyrirtæki Björns og Shep- herds, PapaBear, hafði milligöngu um að fá Cleese til verksins í sam- vinnu við fyrirtækið GoFilm. „Það tók um þrjár vikur að ná samningum en okkur var neitað fjór- um sinnum áður en samningar náð- ust. Á þessu tímabili vorum við í sambandi við marga aðila þrátt fyrir að Cleese væri efstur á óskalistan- um. Þannig höfðum við samband við David Schwimmer og svo hafði Pamela Anderson allt í einu áhuga á þessu,“ segir Björn og bætir því við að hún hefði að líkindum ekki passað í hlutverkið. Cleese lét vel af handritum Þorsteins Björn og félagar gáfust hins vegar ekki upp og eftir að samningar tók- ust hófst Cleese þegar handa og átti gott samstarf við Björn og handrits- höfundinn Þorstein Guðmundsson. Björn segir að Cleese hafi líkað vel við handrit Þorsteins enda hafi þau verið í hans anda. Tíminn var hins vegar af skornum skammti en sjón- varpsauglýsingarnar þrjár átti að taka upp á einum degi auk auglýs- inga fyrir dagblöð. „Það var erfitt að láta þetta ganga upp á svo skömmum tíma en við fengum gott fólk í lið með okkur. Við vorum mjög ánægðir með útkomuna og ég held að við höfum náð gríð- arlegum áfanga með þessu og að hafa náð að gera þetta á svo skömm- um tíma. Það var jafnframt afar ánægjulegt að fá slíkt tækifæri.“ Björn segir að auðveldasti hlutinn í ferlinu hafi í raun verið að leikstýra Cleese, sem sé mikill fagmaður. Hann æfi vel áður en upptökur hefj- ist og sé ekki mikið fyrir það að gera sama hlutinn tvisvar. Auðvelt að leikstýra John Cleese Glaðir Leikstjórarnir Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson á góðri stund ásamt leikaranum John Cleese á tökustað í Los Angeles. LÁTINN er í Reykja- vík Magnús E. Bald- vinsson, úrsmíða- meistari, fæddur 12. desember 1923 á Ísa- firði. Hann var sonur Baldvins S. Sigurðs- sonar, stýrimanns þar, og eiginkonu hans, Þuríðar Magnúsdótt- ur. Magnús lauk sveins- prófi í úrsmíði 1947 og hlaut meistararéttindi 1951. Hann rak úr- smíðaverkstæði og skartgripaverslun í Reykjavík frá 1947, fyrst á Lauga- vegi 82, þá á Laugavegi 12 og síðan á Laugavegi 8. Árið 1979 tók hann þátt í stofnun úrsmíðafyrirtækisins MEBA, Magnús E. Baldvinsson ehf. í Kringlunni. Einnig rak Magnús um skeið úra- og skart- gripaverslun bæði á Akranesi og í Keflavík. Magnús var formaður Úrsmiða- félags Íslands á tíma- bilinu 1955–1971 og var fulltrúi þess á Iðnþingi í mörg ár. Hann sat í stjórn Norðurlandasam- bands úrsmiða í 16 ár og var gerður að heið- ursfélaga Úrsmiða- félags Íslands árið 1995. Magnús stundaði frjálsar íþróttir á sín- um yngri árum, eink- um langstökk, og var heiðursfélagi ÍR. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Nirði frá 1962 og í Oddfellowreglunni, í stúkunni Þor- keli Mána. Þá var hann félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og Akraness og var mikill áhugamað- ur um stangveiði. Eftirlifandi maki Magnúsar er Unnur H. Benediktsdóttir, f. 10. júní 1924 í Reykjavík. Þau eign- uðust þrjár dætur. Andlát Magnús E. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.