Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 24
Á vaðinu Vaðið yfir ískalda bergvatnsá við Mosfell. Saumaskapur Ítölsku nemendurnir sauma hinar fornu píla- grímatöskur, sem stundum kallast „mallette“. V ið ákváðum að sýna ítalska hópnum Ísland í eins mikilli andstæðu við Ítalíu og hægt var. Á Íslandi varð því gamla biskupaleiðin frá Þingvöll um til Skálholts fyrir valinu,“ segir Helgi Kristjánsson, sagnfræðingur og aðstoðarskólameistari MK. Í fyrstu var haldið norður í Húna- vatnssýslu á vit Þorvaldar víðförla, klaustra, hesta og sela. Ekið var norður á Hvammstanga og staldrað við í Selasetrinu. Þaðan var ekið út Vatnsnes að vestanverðu og komið við í Hamarsrétt þar sem hádeg- ismaturinn var snæddur. Þrátt fyrir að komið væri fram á haust var veðrið eins og á besta sumardegi. Miðfjörðurinn var spegilsléttur og einn Íslendingurinn afklæddist og fékk sér sundsprett í ísköldum sjón- um. Hann hvatti ítalskan vin sinn til að fara að dæmi sínu, en sá rann af hólmi. Þeir félagar höfðu áður baðað sig í fjallavötnum og ám á Ítalíu en þetta leist Ítalanum ekkert á. Saumaðar töskur að fornum sið Áfram var haldið og næsti áning- arstaður var Hindisvík. Nú var kom- ið að því að skoða selina í návígi. Í sellátrinu í Hindisvík voru tugir sela, sem voru jafnáhugasamir um að skoða ferðalangana og þeir þá. Ítalirnir áttu ekki orð yfir því hversu fallegir og spakir selirnir voru. Þeg- ar ekið var fram hjá Vatnsenda við Vesturhóp voru sungnar Vísur Vatnsenda-Rósu og þau tregafullu ástarljóð þýdd lauslega fyrir Ítalina. Ferðin fyrir Vatnsnesið er drjúg og var því ánægjulegt að stoppa í sumarhúsi Helga aðstoðarskóla- meistara og borða þar þjóðlegar lummur. Um kvöldið var haldið á Gauks- mýri þar sem góð veisluföng voru útbúin fyrir þennan stóra hóp og í framhaldi haldin kvöldvaka. Næsta morgun var öllum boðið á reiðnámskeið og farið í reiðtúr um nágrenni Gauksmýrar. Mikill áhugi var á íslenska hestinum meðal Ítal- anna og höfðu þeir sérstaklega ósk- að eftir því að fá að fara á bak þegar þeir kæmu til Íslands. Ítölsku nem arnir sóttu kennslustundir í MK meðan á dvöl þeirra stóð. Eitt verk- efnið, sem ítölsku nemendurnir unnu, var sérlega áhugavert en það fólst í að sauma pílagrímatösku eftir fornum teikningum og lýsingum, undir stjórn Ólafar Bjargar Krist- jánsdóttur, kennara í fatasaumi og hönnun. Ferðataskan hafði djúpa táknræna þýðingu. Hún var lítil þar sem pílagrímurinn lagði allt í hendur guðs og lét veraldlega hluti ekki villa sér sýn. Taskan var úr leðri til að minna á fallvaltleika lífsins og til að temja holdið. Auk þess var taskan alltaf höfð opin til að sýna að píla- grímurinn var ávallt reiðubúinn að gefa og þiggja. Blessun og hundaspangól Ákveðið hafði verið að ganga fornu biskupaleiðina frá Þingvöllum til Skálholts. Á þeirri leið eru margir merkir staðir er tengjast kristni og kristnitöku auk þess sem biskupar fóru þessa leið er þeir fóru til og frá Alþingi. Vegalengdin milli staðanna er um 60 km. Á Þingvöllum tók séra Krist- ján Valur Ingólfsson á móti hópnum. Stutt messa var haldin bæði á ís- lensku og ensku og hver og einn hlaut blessun fyrir pílagrímagöng- una, sem framundan var. „Athöfnin var ákaflega falleg og látlaus. Nem- endur, sem áttu hunda, höfðu fengið að taka þá með í pílagrímagönguna. Meðan messan stóð yfir geltu þeir og góluðu fyrir utan og gaf það at- höfninni skemmtilegan og fornan blæ. Hópurinn lagði af stað frá Þing- vallakirkju og var fyrsti hluti leið- arinnar farinn eftir veginum með- fram vatninu og staldrað við í Vellankötlu. Var áð þar og pílagrím- ar settu vatn á brúsa en ekki er mik- ið um vatn á leiðinni yfir Lyngdals- heiði. Nú var haldið af veginum og gamla gatan upp að Gjábakka farin. Þetta er forn reiðleið, sem var rudd fyrir konungsheimsókn í upp- hafi 20. aldar. Næsti áningarstaður var við rústir eyðibýlisins á Gjá- bakka og þaðan var lagt af stað yfir Lyngdalsheiðina. Fyrstu kílómetr- ana var farið eftir þjóðveginum en síðan gengin reiðgata sunnan veg- arins. Rétt áður en hópurinn hélt inn á reiðgötuna kom í ljós að einn ítölsku nemendanna var orðinn veik- ur og treysti sér ekki lengra. Hann var kominn með magapínu, sam- bærilega þeirri sem Íslendingar fá þegar þeir heimsækja suðlægar slóð- ir. Brugðið var á það ráð að stöðva næsta bíl, sem var á leið suður. Voru þar á ferð gæsaskyttur, sem tóku vel í að koma hinum veika pílagrími í Kópavog. Gangan eftir reiðveginum var greið, Þingvallavatnið spegilslétt og ekki ský á himni. Fótamein og fögnuður Ekki er hægt að fylgja reiðslóð- anum alla leið því vegalengdin milli Þingvalla og Skálholts er tvær dag- leiðir. Var stefnan tekin á Laug- arvatn og farið yfir þungfæra móa. „Eftir níu klukkustunda göngu voru margir orðnir þreyttir. En á Laugarvatni komust pílagrímar í heita potta og fengu góðan mat svo brátt var öll þreyta gleymd. For- eldrar tóku sig saman og elduðu kvöldverð fyrir allan hópinn við mik- inn fögnuð. Næsta morgun var lagt árla af stað en þá var ljóst að þrír pílagrím- ar urðu að vera eftir vegna fóta- meina. Gangan frá Laugarvatni fyrir Apavatn er gengin eftir þjóðveginum og var stefnt að því að vera á ferðinni áður en umferð færi að þyngjast. Veðrið var eins og best varð á kosið, sólskin, logn og íslensk náttúra skartaði sínu fegursta. Norðan við Mosfell urðu menn að vaða berfættir yfir ískalda á og minnti það á hversu erfitt gat verið fyrir pílagríma að ferðast áður fyrr. Komið var í Skál- holt um miðjan dag og tók nýr rekt- or Skálholtsskóla, Kristinn Ólafsson, á móti hópnum. Gengið var í kring- um Skálholtskirkju að pílagrímasið. Rektor hafði stutta athöfn í kirkj- unni og af henti viðurkenningarskjöl, stimpluð af vígslubiskupi, séra Sig- urði Sigurðarsyni. Kom fram í máli hans að þetta væri fyrsti hópur útlendinga til að fara þessa pílagrímaleið. Að athöfn lokinni þáði hópurinn veitingar í boði vígslubisk- ups. Þegar haldið var frá Skálholti mátti sjá í augum pílagríma mikla gleði yfir að hafa náð settu marki,“ segir Helgi, en áður höfðu hóparnir tveir lagt að baki aðra pílagrímaleið, í anda miðalda, um ítalskt landsvæði. Vegalengdir fengu nýja merkingu í huga nemenda og sköpunarverkið hafði kallað á nýjar spurningar. En mikilvægast af öllu var auðvitað sú staðreynd að stofnað hafði verið til nýrrar vináttu, þvert á landamæri, tungu og trú, segir Helgi. Kirkjuathöfn Hópurinn að lokinni hátíðlegri athöfn sem fram fór í Þingvallakirkju. Verkefnisstjórar Helgi Kristjánsson, sagn- fræðingur og aðstoðarskólameistari MK, og Neil McMahon, fornleifafræðingur og ensku- kennari við MK, uppi á Lyngdalsheiði, en þeir voru stjórnendur Kómeníusarverkefnisins. Í fótspor biskupa frá Þingvöllum til Skálholts Ítalskir „pílagrímar“ frá Brescia sóttu Ísland heim á haustmánuðum í þeim tilgangi að hitta nemendahóp frá Menntaskólanum í Kópavogi, sem hafði heimsótt Ítalíu fimm mán- uðum áður. Helgi Kristjánsson, að- stoðarskólameistari MK, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að ferðin hefði verið liður í Kómeníusarverk- efni um fornar pílagrímaleiðir. menntun 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.