Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eee S.V. MBL. eee V.J.V. TOPP5.IS "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ LEITA SANNLEIKANS - ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ HANN... Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi KÖLD SLÓÐ kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára THE CHILDREN OF MEN kl. 6 - 8:20 - 10:40 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 - 4:45 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 LEYFÐ BOSS OF IT ALL kl. 8 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ / KEFLAVÍK FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ERAGON kl. 5:30 B.I. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:15 B.I. 12 ára STRANGER THAN FICTION kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI eeee V.J.V. - Topp5.is Óskum landsmönnum öllu anfarin ár en jafnvel sú nýjasta úr þeim ranni, Konungsbók, kemur á hæla Eftir- rétta Hagkaupa. Jói Fel. og félagar eru sumsé orðnir sölu- hærri en Arnaldur. Það lítur ekki illa út á ferilskránni. Og fleiri mat- reiðslubækur hafa ver- ið háfleygar í jóla- bókaflóðinu. Í matinn er þetta helst eftir fréttakonuna geðþekku Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur er líka á topp tíu. x x x Víkverji hefur alltaf mest gamanaf því að fylgjast með gengi skáldverka á bóksölulistum fyrir jólin og fagnar árangri Skipsins, nýjustu bókar Stefáns Mána, en hún er næstsöluhæst á nýjasta lista Morgunblaðsins á eftir Konungs- bók. Stefán Máni er ungur og metn- aðarfullur rithöfundur sem um skeið hefur verið að gera athyglis- verða hluti án þess að selja heilu hlössin af bókum. Vonandi verða viðtökurnar honum enn frekari hvatning á ritvellinum. Víkverji veit ekkihvort hann á að hlæja eða gráta þegar hann skoðar saman- tekt á sölu bóka sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgun- blaðið í nóvember og desember. Viku eftir viku er ritið Eftirréttir Hagkaupa á toppnum. Til að fyrirbyggja all- an misskilning hefur Víkverji ekkert á móti þeirri bók – hún er örugglega þrekvirki á sínu sviði og ágæt til síns brúks – en er ekki illa komið fyrir bóka- þjóðinni þegar matreiðslubók skýt- ur öðrum bókum ref fyrir rass á há- annatíma bókaútgáfu í landinu? Skáldverk og fræðibækur hafa ekki roð við desertunum. x x x Það er engin nýlunda að grill-bækur tróni á toppi metsölu- lista yfir sumarmánuðina og bækur geistlegs efnis á páskunum en eiga ekki fagur- og fræðibókmenntir að hafa matreiðslubækur undir fyrir jólin, þegar obbi allra bóka kemur út? Glæpasögur Arnaldar Indriða- sonar hafa selst í bílförmum und-                  víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðir- inn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Í dag er þriðjudagur 2. janúar, 2. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Lífeyrismál og fleira NEYSLUVÍSITALAN lækkaði nú um áramótin um 0,04% en launa- vísitalan hækkaði um 0,5%. Þetta þýðir að lífeyrisþegar fá lækkun á lífeyri um 56 kr. ef þeir hafa 140 þúsund úr lífeyrissjóði. Þeir sem fá greitt samkvæmt launavísitölu fá hinsvegar 700 kr. hækkun miðað við sömu laun og lífeyrisþeginn. Svona mun þetta þróast út þetta ár því gert er ráð fyrir lækkandi neysluvístölu og hækkandi launa- vísitölu. Alþingismenn segja að allir hafi fengið kaupmáttaraukningu árið 2006. Þetta er ekki rétt. Verðbólga var 7% en launavísitala 11%. Þarna eru því 4% sem er kaupmáttar- aukning til flestra í þjóðfélaginu. En 30 þúsund öryrkjar og aldr- aðir fá hinsvegar þessa 7% hækkun neysluvísitölu og fá því enga kaup- máttaraukningu og drógust um 4% aftur úr öðrum þegnum þessa lands. Þetta gerist á hverju ári og hafa því þessir hópar dregist aftur úr um tugi prósenta sl. 10 ár. Svo hækkuðu laun alþingis- manna, ríkisstarfsmanna, dómara og hjá fleirum þessu tengdum um 6,5% um áramótin á meðan aðrir fengu 2,9%, eða 3,5% minna en ofangreindir hópar. Þetta var afsakað með því að það bæri að taka mið af raunhækkunum á vinnumarkaði frá október. Ætti það þá ekki að gilda líka um aðra þjóðfélagsþegna sem fengu engar raunhækkanir frá október? Erum við annars flokks fólk í þjóð- félaginu? En þetta er svo sem ekk- ert nýtt. Þetta gerist árlega og þjóðkjörnir fulltrúar þjóta áfram umfram aðra í launahækkunum. Það er eiginlega kominn tími til að öryrkjar, aldraðir og jafnvel fleiri fjölmenni við alþingishúsið 15. jan- úar þegar alþingismenn koma úr 38 daga jólafríi á fullum launum og mótmæli kröftuglega þessu eilífa misrétti sem viðgengst í tíð núver- andi valdhafa. En að lokum vil ég minna á að ör- yrkjar þiggja örorkulífeyri en ekki bætur. Það er enginn öryrki að þiggja neinar bætur í þessu þjóð- félagi. Hafið það hugfast. Fjöldi fólks öfundar öryrkja sem eru heima á örorkulífeyri. Við það fólk vil ég segja: Þið eruð rík með því að hafa atvinnu. Mikið frekar vildi ég vera á vinnumarkaði á lágum laun- um en vera án atvinnu. Atvinnan glæðir fólk lífi á meðan þeir sem eru án atvinnu eru oft einangraðir og vansælir. Stjórnvöld fá þó einn plús frá mér því þau halda atvinnu- leysi í lágmarki sem er mjög þakkarvert. Atvinnuleysi í mörgum löndum er 10% eða meira og ég held að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvað þeir hafa það nú samt gott þegar á heildina er lit- ið. Við búum ekki við 10% atvinnu- leysi sem gerir t.d. 2,5 milljónir Pólverja atvinnulausa. Miklar eru þjáningar þeirra sem og íbúa mun fleiri landa í Evrópu og eflaust víð- ar. Lífeyrisþegi. Jólakort til Ágústu í óskilum UNDANFARIN ár hef ég fengið jólakort til alnöfnu minnar og hef ekki getað komið þeim til skila. Nú er ég farin að fá fjölskyldumyndir og vil koma þessu á réttan stað. Kortið er skrifað til Ágústu Magn- úsar, Birnu, Sigurlaugar og Sólons og er kortið frá Siggu Frikka, Ágústu og Hirti og annað kort frá Völu, Axel, Friðriki Ágúst og Ómari Val. Þeir sem kannast við þetta eru beðnir að hafa samband við Ágústu Hannesdóttur í síma 555 0812. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60 ára af-mæli. Ólafur Einar Sigurðsson verður sextugur í dag, 2. janúar 2007. Hann tek- ur á móti ætt- ingjum og vin- um í Skáta- heimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut í Hafnar- firði kl. 18.00 á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.