Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÓFAGRA VERÖLD Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Fors. Miðaverð 1.000 Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Síðustu sýningar Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 Sun 21/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 6/1 kl.20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20                                      ! "                  !    "  ! # $ %       &'#    ( ) !  ###     $    "!( *++ $,-- .#   # +/#-- ! )00" 1 '  !  ! /#   # ,-#-- !     & # ,#--- 1 2 ( ,  + 3 4   # 5#  # # ,- 1   6     %   &  % 37889: 398&"2 1 ;'9<= #"   12  4 >>>#  '   ( &  % )    &  % 389 "?2:289 ;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*      *-F     !  *+ +     &  ,-.  / 0 1     2 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Gleðilegt nýtt ár! LA þakkar landsmönnum öllum fyrir einstakt leikhúsár og óskar þér gæfu á nýju ári. Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 UNDIRRITAÐUR verður að viður- kenna að hann kannast ekki við tón- list Árna Hjartarsonar, ef einhver hefur verið gefin út fyrr en nú. Lögin á Villifé eru þó mörg hver orðin nokkuð gömul, þau elstu frá ní- unda áratugn- um, og samin fyrir leikrit. Þetta er óraf- mögnuð plata sem fer í ýmsar áttir, tangó, þjóðlagatónlist og sveita- tónlist heyrist á plötunni, og auðvitað popp. Hljómurinn er þó heilsteyptur og heldur plötunni svo vel saman að stefnuúrvalið kemur vart að sök. Það er einhver heimilislegur brag- ur yfir Villifé, hljómurinn er góður og hljóðfæraleikurinn, en áherslan er þó á textum og söng. Textarnir eru flestir prýðilegir og augljóslega mikil vinna lögð í þá, ekki aðeins i innihald- ið heldur einnig í hrynjandi og að þeir falli að tónlistinni. Söngvararnir standa sig einnig almennt vel, eink- um þó Hjörleifur Valsson í þeim lög- um sem hann syngur. Platan fer vel af stað, „Stjarnan“, fyrsta lag geislaplötunnar er eigin- lega frábært. Íslendingar eiga það til að skilja einhvern veginn ekki tónlist sem kemur langt að sunnan, en „Stjarnan“ er hádramatískur tangó sem hlustandinn trúir, og Hjörleifur fer þar á kostum. Þá er dúettinn „Hrygg hrjáð og ein“ skemmtilegt lag með áttunda áratugar röddun sem hvaða vísnavin- ur sem er gæti verið stoltur af. Radd- setningarnar eru víðar vel heppn- aðar, t.d. í laginu „Við lékum ung á ísi“, sem er notalegt lag En gallarnir eru til staðar, lögin eru tuttugu talsins á disknum, það er fullmikið, ekki síst vegna þess að lög- in eru misjöfn, sem dæmi má nefna lagið „Þegar dumbrauð sólin“, sem er óspennandi og á ekki heima innan um hin lögin. Og þau eru fleiri sem hefði mátt geyma, t.a.m. lagið „Sig- hvatur kæri komdu heim“. Lögin hafa eflaust öll átt vel heima í sínu hlutverki, að krydda leikrit, en þau eiga ekki öll heima á geisladiski, og sanna að það er alltaf betra að vinsa úr og láta aðeins frá sér það besta. Misjafnt villifé TÓNLIST Geisladiskur Villifé, geislaplata Árna Hjartarsonar. Öll lög eru eftir Árna Hjartarson og flestir textar. Á plötunni syngja Hjörleifur Hjartarson, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján E. Hjartarson. Um hljóðfæraleik sjá Hjörleif- ur Valsson, Tatu Kantomaa, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson, Matthías M. D. Hem- stock og Sigurður Rúnar Jónsson. Árni Hjartarson gefur út en Músík ehf dreifir. Árni Hjartarson – Villifé  Gísli Árnason YNGSTA greinin á meiði íslenzkra kammersveita, Aþena, stökk líkt og hin ugleyga vizkugyðja alsköpuð úr höfði Seifs á fimmtudaginn. Þ.e.a.s. undir téðu nafni, því meðlimirnir, er flestir eru fastráðnir í SÍ, kváðu hafa leikið saman lengi. Sveitin var skipuð 11 strengjaleik- urum (3-3-2-2-1) að viðbættum 2 hornum í Mozart en með einleiksflautu Freys Sigurjónssonar í h-moll svítu Bach. Lék þar jafnframt félagi hans frá Bilbao, Daniel Carranza, á theorbu í stað fylgibassasembals – jafnvel þótt erkilútan hafi verið úrelt þegar á tilurðartíma verks- ins um 1730. Tónleikaskráin greindi ekki frá verkum og hefði þó verið ástæða til í fyrsta atriði, því þríþættu strengjasón- öturnar sex eftir Rossini (með sólóískum kontrabassa- innslögum enda pantaðar af vel stæðum kontrabassaleik- ara) eru varla mjög kunnar hér. Nr. 1 í G-dúr féll bráðvel að háklassískum skemmtitónlistarblæ kvöldsins; létt og fjörugt dívertímentó á við samnefnt lokaverk Mozarts í F-dúr K247 frá 1776 og, ef eitthvað var, jafnvel enn meira leikandi létt í sér – sérstaklega í yndislega kæru- lausa fínalnum er fylgdi sætljúfum Andantino-miðþætti. Hér sem í Mozart var leikið furðusamtaka og áreynslu- laust, sérstaklega miðað við að enginn var stjórnandinn. Öðru máli gegndi um alkunnu h-moll hljómsveitarsvítu Bachs er halda mætti að fullmenntaðir hljómlistarmenn gætu spilað í svefni. Hvort svítan hafi verið rytmískt við- kvæmari en hin verkefnin skal ósagt látið. Hitt var ljóst að sveitin náði stundum ekki nógu vel saman, einkum framan af þar sem fyrri hluti franska forleiksins (ótvítek- inn í blóra við forskrift) var heldur grautkenndur með loðnum punkteringum og subbulegum upptöktum er staðfestu tilhneigingu hópstrengjaleikara til að flýta undir slíkum kringumstæðum. Hér hefði skeleggur stjórnandi greinilega komið að góðum notum. Eftirfarandi sex þættir tókust þó betur, ef frá er tek- inn tríóhluti Bourréesins er lak niður í þvoglulegan út- fararhraða – þrátt fyrir eldskjóta undangengna Sara- böndu. Pólónesan, Menúettinn og hin fræga Badinerie í lokin hljómuðu hins vegar fallega, og upprunalegur tréf- lautublástur Freys fór víða á kostum þó ekki skreytti hann endurtekna kafla að fornri venju. Þjorbuplokk Carranzas barst illa til aftari sætaraða og hefði eins mátt sleppa. Mozart-dívertímentóið var sem fyrr getið létt og skemmtilega leikið og naut stráksleg gamansemin sín vel undir stásslegu yfirborði. Jafnvægið við valdhorn Önnu Sigurbjörnsdóttur og Emils Friðfinnssonar var full- komið, og m.t.t. hve fljótandi Adagióið var óvænt sam- taka mátti gruna að eins hefði getað farið um forleik Bachs með einni til tveimur aukaæfingum. Í heildina tek- ið gaf þessi efnilega frumraun Aþenu því dágóðar vonir um frekari afrek. Háklassísk skemmtimúsík TÓNLIST Neskirkja Verk eftir Rossini, Bach og Mozart. Kammersveitin Aþena. Ein- leikari: Freyr Sigurjónsson flauta. Fimmtudaginn 28. desember kl. 17. Kammertónleikar Aþena „Í heildina tekið gaf þessi efnilega frumraun Aþenu því dágóðar vonir um frekari afrek.“ Ríkarður Ö. Pálsson Tónlistarkonan Hera Hjartar-dóttir mun spila á tónlistarhá- tíðinni South by southwest music í Texas í Mars á þessu ári. South by Southwest (SXSW) er kvikmynda- og tónlistarhátíð og ráð- stefna sem hefur verið haldin í Aust- in í Texas hvert ár síðan 1987. Tón- listarhátíðin er ein sú stærsta í Ameríku, með yfir þúsund tónlist- armenn sem spila við fjölmörg tæki- færi í miðbæ Austin í eina viku í mars. Vefsíða hátíðarinnar er: www.sxsw.com Vefsíður Heru eru: www.hera- sings.com, www.myspace.com/ herasings Fólk folk@mbl.is Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Golfarinn góði, Tiger Woods ogkona hans, Elin Nordegren, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tilkynning um þetta birtist nýlega á vefsíðu Woods. „Eins og sum ykkar vita er 31 árs afmælið mitt í dag. Ég mun eyða því í rólegheitum með fjölskyldu og vinum, en Elin og ég getum deilt með ykkur meira spennandi fréttum en þetta: Við eig- um von á okk- ar fyrsta barni saman í sumar,“ skrif- aði Woods á vefsíðu sína síðastliðinn laugardag. „Við gætum ekki verið hamingju- samari og auðvitað gleðjast fjöl- skyldur okkar með okkur. Mig hef- ur alltaf langað til að verða pabbi og ég vildi óska að minn eigin faðir væri hér til að deila þessari reynslu,“ skrifar Woods áfram en faðir hans, Earl Woods, lést í maí í fyrra, 74 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Woods og Nordegren gengu að eiga hvort annað í október 2005 og sagði Woods þá í viðtali að þau myndu örugglega eignast sitt fyrsta barn bráðlega. Fólk folk@mbl.isSANDUR MÖLFYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.