Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is RANNSÓKNIR benda til þess að í framtíðinni megi þróa lyf til að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóm og hef- ur verið sótt um einkaleyfi fyrir beit- ingu slíks lyfs. Talið er að það geti fækkað dauðsföllum vegna krans- æðastíflu mjög mikið. Þetta kom fram í erindi dr. Guð- mundar Jóhanns Arasonar, forstöðu- manns á ónæmisdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvís- indum við Háskóla Íslands í Öskju í gær. Draga úr æðaskemmdum Magnakerfið gegnir hlutverki í meinþróun fæðumiðlaðs krans- æðasjúkdóms, nefndist umrætt er- indi Guðmundar. Magnakerfið er sterkur bólgumiðill og markmið rannsóknarinnar var að sýna fram á mikilvægi þess í þróun fituráka í músamódeli (eða æðaskemmda sem verða í kransæðasjúkdómi), og að kanna hvort magnahindrinn VCP dragi úr fiturákamynduninni. Nið- urstöðurnar sýndu að hagnýting VCP getur komið í veg fyrir krans- æðasjúkdóm og minnkað um helm- ing þær vefjaskemmdir sem verða í kransæðastíflu. Á markað eftir 5–10 ár Guðmundur segir að niðurstöð- urnar sýni að í framtíðinni verði hægt að hindra kransæðasjúkdóm með lyfjagjöf. Búið sé að sækja um einkaleyfi fyrir beitingu lyfs af þessu tagi og því sé ekkert því til fyrirstöðu að afla fjármagns til að standa straum af kostnaði vegna dýrari hluta rannsóknarinnar. Næsta skref sé að fá leyfi til að skoða þessa sam- eind í sjálfboðaliðum og þá fyrst og fremst til þess að athuga hvort hún sé skaðlaus. Í framhaldi yrði spjót- unum beint að sjúklingum með kransæðasjúkdóm. Gangi allt sam- kvæmt áætlun ætti að vera búið að þróa lyf til að koma í veg fyrir krans- æðasjúkdóm eftir fimm til 10 ár. Í þessu sambandi skipti miklu máli að koma VCP í það form að ekki þurfi að gefa það í æð vikulega, en ekki eigi að þurfa að taka langan tíma að þróa það í það form að það geti orðið að lyfi sem hindri helming vefj- askemmda sem verða í krans- æðastíflu. Að sögn Guðmundar má áætla að kostnaðurinn við þróunina nemi allt að 40 milljörðum króna. Hins vegar bendir hann á að sölutölurnar séu mjög háar takist vel til. Í því sam- bandi nefnir hann að ákveðið fitu- lækkandi lyf seljist fyrir um 1.300 milljarða á ári. Því sé til mikils að vinna fyrir fjárfesta. Þrettánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í Öskju Vill þróa lyf gegn krans- æðasjúkdómi Guðmundur J. Arason, forstöðumaður á ónæm- isdeild Landspítala – háskólasjúkrahúsi, vill þróa lyf til að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóm og hefur sótt um einkaleyfi fyrir beitingu slíks lyfs. Í HNOTSKURN » Vegleg dagskrá er í boði áráðstefnunni og má þar nefna fimm gestafyrirlestra, 151 stutt erindi og yfir 100 kynningar á veggspjöldum. » Guðmundur J. Arasonflutti tvö erindi í gær og flytur þrjú í dag auk þess sem hann er með veggspjald. RÁÐSTEFNAN um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvís- indum við Háskóla Íslands hófst í gær og henni lýkur í dag en hún stendur yfir frá klukkan 9 til 17.40. Mikið var um að vera í Öskju í gær og höfðu fræðimenn í nógu að snúast. Nokkrir nema kynntu verkefni sín og þar á meðal var Erna Sif Árnadóttir. Hún kynnti meist- araverkefni sitt við læknadeild Háskóla Íslands um tengsl svefntengdrar svitnunar hjá kæfisvefnssjúkling- um við áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og dag- syfju. Morgunblaðið/Ómar Mikið um að vera á ráðstefnunni í Öskju Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG get ekki skil- ið orð lækninga- forstjóra Land- spítalans – háskólasjúkra- húss (LSH) öðru- vísi en svo að búið sé að taka ákvörð- un um að flytja alla skimun upp á LSH. Það kemur flatt upp á starfs- fólki hér innanhúss enda hefur, okkur vitandi, ekki verið tekin ákvörðun um þetta innan heilbrigðisráðuneyt- isins,“ segir Kristján Sigurðsson, doktor í krabbameinslækningum og lýðheilsu og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ), og vísar þar til fréttar í Morg- unblaðinu í gær þess efnis að ákveðið hafi verið að brjóstakrabbameinsmið- stöð fái inni á nýju sjúkrahúsi LSH og að í miðstöðinni verði skimun, leit og meðferð við brjóstakrabbameini öll á einum stað. Verið að sjúkdómsvæða 99% kvenna með breytingunni Að sögn Kristjáns barst stjórn Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) á vormánuðum 2006 beiðni frá LSH um viðræður um samvinnu við spít- alann varðandi rekstur þjónustu- miðstöðvar fyrir konur með brjósta- krabbamein. Segir hann tvo fundi hafa verið haldna um málið og hafi KÍ óskað eftir upplýsingum frá stjórn- endum LSH um hvernig þeir sæju samvinnunna fyrir sér. „En þeir hafa ekki svarað því fyrr en nú í Morg- unblaðinu.“ Aðspurður segir Kristján að LKÍ líti það jákvæðum augum að auka þjónustu við konur með nýgreind brjóstakrabbamein, en tekur jafn- framt fram að það þýði ekki endilega að eðlilegt og rétt sé að skimunin færist frá KÍ til LSH. Segist hann líta svo á að skimun sé fyrst og fremst forvarnarstarf og eigi því ekki endi- lega heima inni á spítala. Bendir hann í því samhengi á að á síðasta ári hafi 13.300 konur mætt til brjóstaskoðana á vegum LKÍ, en eingöngu um 300 konur, eða um 2% þeirra kvenna sem skoðaðar voru á vegum LKÍ hafi ver- ið vísað til brjóstamóttöku LSH. Af þeim hafi um 58% eða 177 konur ver- ið greindar með krabbamein. „Eigi framvegis að vísa þeim öllum í skimun á LSH er í mínum huga ver- ið að sjúkdómavæða 99% af öllum þeim konum sem hingað koma í brjóstakrabbameinsleit í stað þeirra um 1% kvenna sem árlega greinast með krabbamein,“ segir Kristján og bendir á að einnig sé óljóst hvort LSH ætli sér að sjá um skoðun á landsbyggðinni, leitarboðun og eft- irlit með mætingum til leitar til fram- tíðar litið. Að mati Kristjáns myndi heldur ekki felast neinn fjárhags- legur ávinningur í því að skilja að annars vegar brjóstaskoðun og leg- hálsskoðun. Að sögn Kristjáns kemur þessi umræða um hugsanlega breytta stað- setningu skimunar á versta tíma þar sem KÍ sé á viðkvæmu stigi í við- ræðum sínum við fjársterka aðila í samfélaginu um að koma að end- urnýjun tækjabúnaðar til brjósta- myndatöku. Segir hann Glitni og Kaupþing þegar hafa heitið fjár- magni til kaupa á tveimur tækjum, en alls þurfi LKÍ að fjármagna 4-5 ný tæki. Segir Kristján ljóst að þó fyr- irtæki séu reiðubúin að leggja frjáls- um félagasamtökum lið fjárhagslega þá séu þessi sömu fyrirtæki ekki endilega tilbúin til að greiða tæki á vegum ríkisins. Skimun felur í sér forvarnarstarf Morgunblaðið/Ómar Röntgenmyndir skoðaðar Anna Björg Halldórsdóttir, röntgenlæknir hjá KÍ, skoðar myndir sem m.a. eru notaðar við greiningu á brjóstakrabbameini. Alls komu 13.300 konur í skimun hjá Leitarstöð KÍ á síðasta ári. Sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins ósáttur við það ef skimun færðist frá félaginu til LSH Kristján Sigurðsson HJÁ Ragnheiði Haraldsdóttur, skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu, fengust þær upplýsingar að heil- brigðisráðherra hefði ekki tekið ákvörðun um að færa skimunina, sem í dag fer fram í leitarmiðstöð Krabba- meinsfélags Íslands (KÍ), yfir til LSH. Bendir hún á að KÍ hafi gildan samning til ársloka 2008 við ráðuneytið um leit að brjóstakrabbameini hjá konum. Segir hún ljóst að LSH ætli sér að skerpa starf sitt í þágu kvenna með brjóstamein og samþætta starfsemina sem fram fari hjá þeim í þessu sambandi. „Ráðherra hefur metið það sem svo að það sé mjög skynsamlegt að við skoðum með hvaða hætti hægt sé að samhæfa betur starfið sem fram fer annars vegar hjá KÍ og hins vegar á LSH,“ segir Ragnheiður og bendir á að í því skyni hafi ráðherra á síðasta ári skipað starfshóp sem hafi það að markmiði að skoða samhæf- ingu á þjónustu við konur með brjóstamein. Hópurinn er skipaður þremur skrifstofustjórum úr heil- brigðisráðuneytinu, auk Guðrúnar Agnarsdóttur og Sigurðar Björns- sonar frá KÍ og Jóhannesar Gunn- arssonar og Þorvaldar Jónssonar frá LSH. „Við erum bara búin að halda einn fund þar sem ráðherra setti fram þá ósk að við gerðum tillögu að því hvernig hægt sé að tryggja að bæði sérþekkingin og tækjabúnaður- inn verði nýttur sem allra best og samhæfingin verði sem mest,“ segir Ragnheiður. Aðspurð hvenær von sé á slíkum tillögum segir Ragnheiður líklegt að einhverjir mánuðir séu í það. Engin ákvörðun enn verið tekin um flutning Ragnheiður Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.