Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegna miðbæjar- brunans mikla verður lokað næstu daga. FLUGFÉLAGIÐ Ernir hefur tekið í notkun skrúfuþotu sem tekur 19 farþega og verður hún einkum notuð við áætlunarflug til Hornafjarðar og Sauðárkróks. Vélin er bresk, af gerðinni Jet- stream 32, 19 farþega skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði. Tveir eru í áhöfn. Flughraði vélarinnar er svip- aður og hjá Fokker Friendship-flug- vélum Flugfélags Íslands. Kostaði um 100 milljónir Vélin er smíðuð árið 1991 en að sögn Harðar Guðmundssonar, eig- anda, forstjóra og yfirflugstjóra Ernis, er aldur flugvéla mjög af- stæður. Þessi tiltekna vél sé afar vel með farin. Ný hafi hún verið seld til Japan Airlines og þar hafi hún verið til 2001 þegar hún var seld til dansks fyrirtækis sem flaug fyrir British Airways. Að sögn Harðar kostaði flugvélin um 100 milljónir og töluverður kostnaður, líklega um 15 milljónir, bætist við vegna þjálfunar flug- manna en þegar þjálfun lýkur munu sex áhafnir geta skipst á að fljúga vélinni. Hörður gerir ráð fyrir að vél- inni verði flogið um 1.200 klukku- stundir á ári vegna áætlunarflugs en 300–400 tímar bætist við vegna leiguflugs. Tíð innanlandsflug Flogið verður fimm sinnum í viku til Sauðárkróks yfir vetrartímann og sjö sinnum til Hornafjarðar en verða sennilega 8–9 í sumar. Vikulegar flugferðir til Bíldudals verða sex og tvisvar í viku verður flogið til Gjög- urs. Aðrar flugvélar verða notaðar til flugs á þessa áfangastaði þar sem flugbrautirnar á þessum stöðum eru ekki nógu langar fyrir skrúfuþotuna nýju. Flugfélagið Ernir dregur nafn sitt af tveimur fjöllum sem bera þetta nafn, annað er yfir Bolungarvík og hitt við Ísafjörð, en þetta eru uppeld- isstöðvar Harðar og eiginkonu hans. Endurvakið 2003 Hörður stofnaði flugfélagið Erni árið 1970. Félagið varð brátt mik- ilvægt í samgöngumálum Vestfirð- inga, enda vegasamgöngur mun verri á þessum árum en í dag, og stundaði m.a. póstáætlunarflug og sjúkraflug í fjórðungnum. Leiguflug innanlands og milli landa varð síðar stór þáttur í starfsemi félagins. Árið 1995 var ákveðið að hætta rekstri fé- lagsins og voru flugvélarnar seldar en ýmsum eignum haldið við, m.a. flugafgreiðslu á Reykjavíkurflug- velli. Félagið hóf á ný flugrekstur árið 2003 og í október á síðasta ári samdi Ernir við Vegagerðina um áætlunar- flug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðár- króks og Hafnar í Hornafirði. Áætl- unarflug félagsins á þessa áfanga- staði hófst nú um áramótin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rennileg Nýja vél Ernis tekur 19 farþega. Hún hefur lengst af verið í eigu Japan Airlines. Ernir tekur nýja skrúfuþotu í notkun Í HNOTSKURN »Flugfélagið Ernir á Ísa-firði hefur tekið í notkun breska skrúfuþotu sem tekur 19 farþega. »Flugvélin kostaði um 100milljónir og að líkindum bætast við um 15 milljónir vegna þjálfunar flugmanna. »Ernir samdi við Vegagerð-ina í október síðastliðnum um áætlunarflug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli vilja fá skýrari upplýsingar og um- ræðu um þá þjónustu kirkjunnar í grunnskólum sem nefnist Vinaleið. Verkefnið gengur út á stuðning við börn í samstarfi nokkurra skóla og kirkju. Stjórn Heimilis og skóla sendi ný- lega fyrirspurn um þessa þjónustu til skólanefnda þriggja sveitarfélaga sem hana bjóða, þ.e. í Mosfellsbæ, Garðabæ og á Álftanesi. Hafa svör ekki enn borist. Skiptar skoðanir eru á þessari þjónustu ef marka má niðurstöður vefkönnunar sem Heimili og skóli settu upp á heimasíðu samtakanna um miðjan nóvember sl. Þar var spurt um þessa þjónustu kirkjunnar. Nið- urstöðurnar hafa nú verið birtar en samtökin taka þó fram að ekki sé hægt að alhæfa út frá þeim. Ekki sé um vísindalega könnun að ræða þar sem ekki sé vitað hverjir svari. Hins vegar kom á daginn að mjög margir svöruðu spurningunni eða alls 5.038. Nánast jafnmargir með og á móti Skiptust svarendur í tvo nánast jafnstóra hópa. 49,7% voru samþykk því að Vinaleið væri jákvæð viðbót við skólastarfið en 50,3% töldu að þessi þjónusta ætti ekki heima innan grunnskólans. María Kristín Gylfadóttir, formað- ur Heimilis og skóla, segir tölvukerfið þannig upp byggt að ekki sé hægt að senda svör oftar en einu sinni úr hverri tölvu. Hins vegar sé ljóst að einhver herferð hafi farið af stað, því svörum við spurningunum hafi fjölg- að mjög skyndilega á örfáum dögum. Hún er þeirrar skoðunar að niður- stöðurnar gefi engu að síður ákveðnar vísbendingar, m.a. um að fræðsla til fólks um þessa þjónustu sé ekki nægi- leg. „Ég tel að það eigi við um öll þró- unarverkefni í skólum að það verði að liggja skýrt fyrir hver tilgangur þeirra er,“ segir hún. María segir samtökin ekki hafa vilj- að blanda sér í deilu einstaklinga um Vinaleiðina en þegar skólar bjóði upp á þjónustu af þessu tagi sé mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir um út á hvað hún gengur, hvernig árangur hennar er mældur o.s.frv. „Við sendum út spurningar í átta liðum til þeirra skólanefnda, sem hafa boðið upp á þessa þjónustu, í kjölfar bréfa og fyrirspurna sem við fengum inn á borð til okkar. Við höfum ekki fengið svör en höfum verið að reka á eftir því.“ María segir að tilefni þess að skóla- nefndum voru sendar spurningar hafi m.a. verið að samtökin vilji fá upplýst hvernig staðið sé að þessari þjónustu í skólunum og hvort samfélag foreldra og skólastjórnenda sé þátttakandi í því. Þessi þjónusta hafi verið kynnt sem þróunarverkefni m.a. í Garðabæ. „Það sem okkur finnst mest um vert er að menn hafa kynnt þetta sem þróunarverkefni, en það var ekki í upphafi greint frá því hver styddi það, það var ekki á hreinu hver tilgang- urinn væri eða hver ætti að vísa hverj- um [á þessa þjónustu] og hvort for- eldri fengi að vita af því ef barni væri vísað af kennara, o.fl.,“ segir hún. Skiptar skoðan- ir á Vinaleiðinni STJÓRN Heimilis og skóla sendi í nóvember sl. skólanefndum nokk- urra sveitarfélaga bréf þar sem spurt var um þjónustuna Vinaleið í grunnskólum. Svör hafa ekki enn borist. Var meðal annars spurt hvort skólanefnd eða skólar bæj- arfélagsins hefðu mótað starfs- reglur um það hvaða utanaðkom- andi aðilar fengju að bjóða upp á þjónustu í skólanum á skólatíma. Einnig var spurt hvort óskað hefði verið eftir umsögn for- eldraráða viðkomandi skóla áður en ákveðið var að bjóða upp á Vina- leiðina og hvaða reglur giltu um þessa þjónustu, hvernig þær hefðu verið kynntar forráðamönnum og spurt var hver væri yfirmaður þess aðila sem sinnir Vinaleið. Spurningar send- ar skólanefndum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, varð- andi ný afsláttarkort TR. „Ný afsláttarkort Trygginga- stofnunar hafa orðið leiðarahöfundi Morgunblaðsins og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur alþingismanni til- efni til umfjöllunar á síðum Morg- unblaðsins undanfarna daga. Vegna þess vill Tryggingastofnun koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Það er ánægjulegt að nýju af- sláttarkortin skuli vekja athygli og áhuga almennings þannig að um þau sé fjallað í ræðu og riti. Al- mennt hafa viðbrögð verið afar já- kvæð enda um framfaraspor að ræða. Það má þó taka undir það að breytingin sem þeim fylgir mætti vera meiri en raun ber vitni enda stefnt að því á skipulagðan hátt af hálfu Tryggingastofnunar. Það hefur verið keppikefli starfs- manna Tryggingastofnunar um árabil að auðvelda almenningi að- gengi að þeim réttindum sem þar er haldið utan um. Tryggingastofnun starfar hins vegar ekki í einöngr- uðu umhverfi heldur vinnur með og í tengslum við miklu stærra kerfi. Framfarir hjá Tryggingastofnun eru háðar fjárveitingum Alþingis og samvinnu við margar stofnanir. Stundum miðar hægar fram á við en æskilegt væri. Hvert skref í framfaraátt er þó fagnaðarefni og það á við um afsláttarkortin. Í leiðara Morgunblaðsins, 4. jan- úar 2007, er einnig gagnrýnt að kortin skuli miðuð við almanaksárið en ekki undangengna 12 mánuði hverju sinni. Bent er réttilega á að sá sem veikist í desember fær eng- an afslátt þótt hann nálgist há- marksútgjöldin um áramót. Nauð- synlegt er hins vegar að bera þessar leiðir betur saman því svip- uð staða getur komið upp burtséð frá því hvorri aðferðinni er beitt. Alltaf verða einhverjir næstum búnir að ná hámarkinu þegar 12 mánuðir eru liðnir og öðlast þá ekki rétt til afsláttarkortsins. Sé miðað við undangengna 12 mánuði fækkar þó þeim sem ekki ná hámarkinu. Breytt fyrirkomulag og útfærsla er til skoðunar hjá Tryggingastofnun og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti hvað þetta varðar. Starfsmönnum Tryggingastofn- unar fannst mikilvægt að hrinda af- sláttarkortunum úr vör þótt ekki væri siglt af stað undir fullum segl- um. Samstarf við Landspítalann (LSH) um næstu skref er á loka- stigi og viðræður við aðra aðila eru hafnar. Þótt aðgerðin virðist einföld kallar hún m.a. á kostnaðarsamar breytingar á tölvukerfum aðila og kostnaðartilfærslur á milli stofnana sem semja þarf um. Áður en langt um líður væntir Tryggingastofnun þess þó að henni muni berast allar nauðsynlegar upplýsingar vegna afsláttarkortanna. Með þessu fyrsta skrefi skorar stofnunin á alla þá aðila sem að verkinu þurfa að koma að flýta því sem kostur er. Fögnum fyrsta skrefinu – gangan er hafin. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR.“ Spor í rétta átt Yfirlýsing frá forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.