Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún Jarð-þrúður Jó-
hannsdóttir fæddist
á Stað í Steingríms-
firði í Strandasýslu
6. febrúar 1947.
Hún andaðist á
Landspítalanum í
Reykjavík 29. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Helgadóttir, f. 15.
júlí 1924, d. 25.
október 1997, og
Jóhann Kristján
Sæmundsson, f. 6. febrúar 1912,
d. 20. maí 2002. Systkini Sigrún-
ar eru Elísabet, f. 30. mars 1945,
ágúst 1993, og Sigrún Maren, f.
19. september 2003, d. 5. maí
2006. Sambýliskona Jóhanns er
Anna B. Gunnarsdóttir. Stjúpson-
ur Sigrúnar og sonur Sigurðar er
Ingólfur Davíð, f. 8. október
1973, sambýliskona hans er Rósa
Árnadóttir, börn þeirra og stjúp-
börn eru Hólmfríður, Stefanía,
Aron og Úlfar Árni.
Sigrún ólst upp í Reykjavík,
gekk í Laugarnesskóla og lærði
fiðluleik hjá Ruth Hermanns.
Hún tók landspróf í Gagnfræða-
skólanum við Vonarstræti og
lauk námi frá Samvinnuskólanum
að Bifröst. Sigrún starfaði lengi
hjá Loftleiðum bæði sem flug-
freyja og við skrifstofustörf og
einnig hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu.
Síðustu árin starfaði hún sem
kirkjuvörður í Hallgrímskirkju.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Sæmundur, f. 11.
ágúst 1949, og Hall-
dóra, f. 24. maí
1951.
Sigrún giftist Sig-
urði J. Stefánssyni
hinn 23. mars 1990.
Foreldrar hans eru
Stefán T. Hjaltalín
og Ingveldur Mark-
úsdóttir sem er lát-
in.
Sonur Sigrúnar er
Jóhann Kristján
Kristjánsson, f. 10.
apríl 1970. Faðir
hans var Kristján Sveinn Helga-
son sem nú er látinn. Börn Jó-
hanns eru Kristján Valur, f. 25.
Það hanga tvær stórar rauðar
jólakúlur á trénu. Þessar kúlur gaf
Sigrún frænka Bjarna og Svan-
borgu fyrir meira en 20 árum þeg-
ar svona kúlur voru enn dýrar ger-
semar. Þótt þau séu farin að
heiman hef ég haldið kúlunum eins
og örmjóum naflastreng við
bernsku þeirra og minningu um
elsku frænku, færandi alls kyns
forvitnilegar gjafir í skrjáfandi
bréfum eða litlum boxum með
myndum utaná og góðgæti inní.
Svona Sigrúnu hefur enginn átt
fyrr eða síðar, það er alltaf svo
margt smálegt sem gerir okkur
sjaldgæf.
Hún gat bæði hlustað á og skilið
samferðarfólkið sitt. Það eru marg-
brotnustu menningarveðmætin,
sem liggja í samhug og virðingu
fyrir meðbræðrunum. Eins og þeg-
ar Litla stúlkan með eldspýturnar,
ornaði sér við eina sýnina á fætur
annarri, getum við séð fyrir hug-
skotssjónum óteljandi veislur sem
Sigrún bjó okkur. Jói glókollur
varð augasteinn Sigrúnar, Ingu og
Jóa. Seinna var hann hjá ömmu
Sólveigu inni í Vogum, meðan Sig-
rún frænka mín bókaði held ég allt
sem bóka þurfti hjá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur. Í styrk-
leikum okkar felast veikleikarnir
og öfugt. Einn helsti styrk- og
veikleiki frænku, var hve samvisku-
söm hún var og vönduð. Þetta bitn-
aði oft á heilsu hennar. Svei mér ef
ekki voru ráðnir tveir bókarar hjá
Verslunarmannafélaginu er hún
hætti. Eða voru það tveir karlar?
Allavega eignaðist hún lífstíðarvini
hvar sem hún vann og ræktaði þá
með kökum og krásum, sem voru
betri en uppskriftirnar. Árið 1990
pússuðu þau Siggi sig saman. Þóra
vinkona hennar úr Samvinnuskól-
anum söng einsöng og allir sungu
saman í Sóknarsalnum: – Er sum-
arið kom yfir sæinn... – Með Sigga
fékk hún Ingólf sem fósturson.
Það var höggvið skarð í söguna,
þegar Sigrún litla Maren, dóttir
Helgu og Jóa varð bráðkvödd í maí
sl. bara tveggja ára. Stundum eig-
um við engin svör. Það er alltaf til-
fellið þegar einhver verður bráð-
kvaddur. Þegar lítið hjarta hættir
að slá er það óendanlega sárt fyrir
alla ástvini. Þegar stórt hjarta
hættir að slá, þarf líka að velta
þungum steini frá gröfinni í sál
okkar svo andinn megi upp rísa og
kærleikurinn, sátt og von fylla
brjóstið okkar að nýju. Það var
æðrulaus Sigrún sem kom með
okkur upp á Akranes í vor eftir
andlát nöfnu sinnar, faðmaði móð-
urfólk litlu stúlkunnar að sér og
bað Helgu þess að þeim nöfnunum
yrði ætluð gröf hlið við hlið.
Ella, Sæmi og Dóra, Siggi, Jói
og Ingólfur voru ómetanleg hvert
með sínu móti að leiða frænku síð-
ustu vikurnar. Amma Sigrún fékk
ekki að lifa fermingu Kristjáns
Vals, en hún fékk að hafa hann hjá
sér á aðfangadagskvöld. Hún sagði
okkur margoft hve hún hlakkaði til
þess og hve þakklát hún væri að
Jói hefði fundið Önnu sér til halds
og trausts. Við þökkum öll sam-
verustundirnar, allt frá því er við
drukkum saman pepsí í gleri í af-
mælunum á Kringlumýrarbletti 29,
í sólbirginu fyrir framan þessa ko-
nugshöll sem stóð þar sem Há-
teigsskóli stendur nú, turna Sjó-
mannaskólans ber við himin og
Ragnheiður dóttir Ellu ferjar börn
sem búið hafa erlendis inn í sam-
félagið.
Elísabet Berta frænka.
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.
Í september árið 1963, þegar
haustlitirnir skörtuðu sínu feg-
ursta, lagði hópur ungs fólks af
stað í ferðalag til að afla sér
menntunar svo betur mætti takast
á við lífið og tilveruna.
Rúta fór af stað frá Reykjavík og
lá leiðin að Samvinnuskólanum í
Bifröst í Borgarfirði. Frá Akranesi
fórum við Lóa skólasystir mín í veg
fyrir rútuna og hoppuðum upp í
hana við Akranesafleggjarann. Það
var spenna í loftinu sem blandin
var kvíða og eftirvæntingu – eft-
irvæntingu æskuáranna því hópur-
inn ætlaði að dvelja saman við nám
í tvo vetur.
Þegar upp í Bifröst var komið
fór ég aðeins að líta í kringum mig
meðal þessara verðandi skólasystk-
ina minna. Strax vakti athygli mína
ung stúlka, falleg og glæsileg
Reykjavíkurdama. Mér fannst hún
svolítið þóttafull í framkomu, en
óörugg og meðvituð um vanmátt
minn gekk ég samt til hennar og
kynnti mig. Hún svaraði að bragði:
Sigrún Jóhannsdóttir heiti ég. Þar
með var ísinn brotinn og fljótlega
kom í ljós að undir þessari brynju
var feimin ung kona eins og ég og
með okkur tókst strax mjög náin
og góð vinátta sem alltaf hefur
haldist þó oft væru óþarflega löng
hlé milli funda.
Samvinnuskólinn í Bifröst, eins
og hann var í þáverandi mynd, var
mjög strangur og í raun uppeld-
isstöð í félagslegum þroska. Ég er
ekki í vafa um að þetta nána sam-
félag nemenda og kennara skilaði
okkur sem hæfari og heilbrigðari
einstaklingum út í samfélagið.
Samheldni og væntumþykja ein-
kenndi þennan hóp og við skóla-
systkinin tengdumst vináttubönd-
um sem aldrei slitna. Þarna áttum
við áhyggjulaus ár sem seint
gleymast.
Sigrún var stórglæsileg kona,
Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og
lagði allt kapp á að hafa sem falleg-
ast og snyrtilegast í kringum sig og
sína. Hún var mikill náttúruunn-
andi og elskaði að ferðast, hvort
heldur var um landið okkar eða til
útlanda. Það er verulega þakkar-
vert að eftir að veikindi hennar
greindust áttu hún og Siggi þess
kost að láta drauma sína rætast og
gátu farið tvær ferðir til Evrópu á
sl. ári til þess að skoða það sem
Sigrúnu hafði dreymt um. Það var
þegar þau komu úr seinni ferðinni,
í kringum miðjan október, að hún
hringdi í mig og sagði mér að nú
væri henni að hraka og bað mig að
koma til sín. Þá sýndi hún mér í
tölvunni ferðalagið, en að hlusta á
hana og horfa á glampann í augun
hennar sagði mér meira en orð fá
lýst. Þarna upplifði hún ferðalagið
og fékk mig til að njóta þess með
sér.
Hún var fljúgandi greind og
hafði stálminni. Hún var mikill tón-
listarunnandi og hafði unun af
lestri góðra bóka. Þetta síðasta ár
hef ég átt með henni ógleyman-
legar ánægjustundir þar sem við
gáfum okkur tíma til að líta yfir
farinn veg og ræða lífshlaup okkur.
Hún Sigrún tók kalli sínu af slíku
æðruleysi að vandfundið er. Hún
þakkaði fyrir hvern þann dag sem
hún fékk og sagði alltaf „Einn dag-
ur í viðbót er þakkarverður.“ Ég
verð að vera alveg hreinskilin og
viðurkenna að allar mínar heim-
sóknir til þessarar fársjúku vin-
konu minnar gáfu mér meiri lífs-
fyllingu og gleði en ég var fær um
að veita á móti. Með dugnaði sínum
og viðhorfi til sjúkdómsins gaf hún
mér styrk og gleði til heimferðar.
Þær stundir sem við áttum sam-
an urðu allar mér í vil.
Sigrún var mikið jólabarn. Í
byrjun aðventu var heimili hennar
skreytt og prýtt. Aðventan er bið-
tími jólanna og skuggar skamm-
degissólarinnar lengjast dag frá
degi. Okkur kristnum mönnum er
aðventan tákn þess að jólahátíðin
sé í nánd. Við hlökkum til þessarar
hátíðar ljóss og friðar sem léttir af
okkur oki hverdagsins og gerir
okkur kleift að líta björtum augum
fram á veginn til hækkandi sólar.
Sigrún klæddi sig upp á aðfanga-
dagskvöld vegna þess að hún vildi
vera með fólkinu sínu þótt þrek
hennar leyfði það ekki í raun. Nú
hefur hún verið kvödd til annarra
starfa þar sem sólin alltaf skín, en
við sem eftir lifum sitjum þögul og
klökk með minninguna um ynd-
islega eiginkonu, móður, ömmu, og
systur – minningu sem á eftir að
ylja um ókomin ár.
Ég bið Guð að styrkja Sigga,
Jóa, og fjölskyldu hennar alla á
þessari sorgarstundu. Megi minn-
ing hennar verða okkar öllum
styrkur.
Sofðu mín Sigrún
og sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
J.Thor.
Þóra Einarsdóttir.
Yndisleg vinkona okkar Sigrún
Jóhannsdóttir er látin. Að baki er
áratuga vinátta fimm glaðbeittra
stúlkna, sem kynntust á sjöunda
áratugnum í starfsmannahaldi
Loftleiða. Með árunum hefur vin-
áttan eflst og dýpkað. Djúp skörð
hafa verið höggvin í hópin. Fyrir
rúmum sautján árum sáum við á
bak Kristínu. Á síðastliðnum þrem-
ur mánuðum höfum við mátt
kveðja tvær hjartfólgnar vinkonur,
Margréti í september og nú Sig-
rúnu.
Samverustundir okkar vinkvenn-
anna eru okkur, sem eftir sitjum,
fjársjóður og styrkur í framtíðinni.
Um margra mánaða skeið var
ljóst hvert stefndi og var enginn
hispurslausari um örlög sín en Sig-
rún. Af reisn og kjarki tókst hún á
við veikindi sín, sem hún leit á sem
hvert annað verkefni. Henni tókst
með undraverðum hætti að nýta
hvern dag til að lifa sem best hún
mátti. Skömmu eftir að ljóst varð
að tíminn var naumur ákváðu þau
Sigurður að fara í langt ferðalag
ásamt Elísabetu systur Sigrúnar
og Sigtryggi manni hennar. Snögg-
ur endi var bundinn á ferðina við
sviplegt fráfall Sigrúnar litlu, nöfnu
og sonardóttur Sigrúnar. Af ótrú-
legum styrk tókst fjölskyldan á við
þá miklu raun sem á hana hafði
verið lögð. Fráfall Sigrúnar litlu
tók vissulega toll af heilsu Sigrún-
ar, en henni tókst að endurheimta
kraft og nýtti hún hann til að njóta
stunda með ástvinum sínum. Tvær
ferðir enn tókust þau Siggi á hend-
ur. Fyrst lá leiðin til Tenerife þar
sem þau nutu dvalar og samveru
með Kristjáni Vali, hjartfólgnum
sonarsyni. Í september sl. héldu
þau hjónin enn á ný af stað og nú
sjóleiðis til Jótlands og þaðan til
Þýzkalands. Ferð sem þau voru
óendanlega þakklát fyrir að hafa
farið og getað notið. Sigrún var
einstaklega vönduð, umburðarlynd
og laus við dómhörku. Hún var
mikill fagurkeri og unni allri menn-
ingu og náttúru. Sigrún var örlát
og var henni annt um að leyfa öðr-
um að njóta með sér. Síðla í nóv-
ember sl. fengum við vinkonurnar
að taka þátt í síðustu ferð þeirra
Sigga þegar við nutum myndasýn-
ingar á heimili þeirra þar sem þau
lýstu söfnum og fögrum stöðum,
sem þau höfðu heimsótt. Þegar við
kvöddum leysti Sigrún okkur út
með geisladiskum með tónlist J.S.
Bachs, keyptum í Leipzig. Fegurð
tónlistar Bachs mun um ókomin ár
minna okkur á Sigrúnu og hennar
tæru og dýrmætu vináttu.
Á aðventu fór heilsu Sigrúnar
hnignandi. Hún þráði að njóta
jólanna í faðmi fjölskyldunnar á
heimili sínu og auðnaðist henni það
fyrir tilstyrk ástvina sinna, sem
umvöfðu hana kærleik og um-
hyggju.
Sigurði, Jóhanni, Kristjáni Vali
og öðrum ástvinum Sigrúnar vott-
um við einlæga samúð og biðjum
góðan Guð að veita þeim styrk.
Missir þeirra er mikill.
Blessuð sé minning okkar kæru
vinkonu Sigrúnar Jóhannsdóttur.
Birna Þórisdóttir,
Kristín Waage.
Elsku Sigrún mín, mig langaði til
að rita nokkur kveðjuorð til þín.
Takk fyrir það hvað þú varst hlý
og vönduð manneskja. Takk fyrir
það hve yndisleg amma þú varst
litlu nöfnu þinni, Sigrúnu Maren.
Þegar við ömmustelpan þín, sem
nú er hjá Guði, áttum erindi niður
Miklubrautina og nálguðumst
Mávahlíðina sagði hún alltaf
„Mávahlíð“, hún vissi sko hvar þú
varst og hlakkaði mikið til að hitta
þig. Þú varst dóttur minni góð
amma og ég veit að ykkar endur-
fundir verða innilegir og fallegir.
Knúsaðu litla engilinn minn frá
mér, ég finn ykkur svo síðar. Ég
minnist ykkar nú og ætíð í bænum
mínum.
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda.
Sofðu, mín Sigrún,
og sofðu nú rótt;
guð faðir gefi
góða þér nótt!
(Jón Thoroddsen)
Helga María Hallgrímsdóttir.
Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því
að þú Drottinn, lætur mig búa óhulta í
náðum.
Sálm. 4:9.
Það voru daprar fréttir að
morgni 29. desember að heyra að
mín kæra vinkona, Sigrún, hefði
kvatt um nóttina, þó svo að vitað
hefði verið að hverju stefndi í
nokkurn tíma.
Sigrúnu kynntist ég þegar ég fór
að vinna undir hennar stjórn í
miðasölu Þjóðleikhússins árið 1992.
Unnum við saman til ársins 1999 er
við hættum báðar störfum hjá
stofnuninni. Sigrún varð ein af
mínum bestu vinkonum þennan
tíma og áttum við mjög náið og
gott samstarf. Sigrún var dama í
orðsins fyllstu merkingu, hafði
gaman af fallegum fötum og hlut-
um og naut þess að hafa fínt í
kringum sig og leit alltaf vel út.
Hún var mjög góður yfirmaður, ná-
kvæm í starfi, allir hlutir þurftu að
vera á hreinu og vildi hún að við
stelpurnar ynnum samkvæmt því.
Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur var
gott að leita til hennar. Hún lifði
fyrir Sigga sinn og Jóa ásamt börn-
unum hans, Kristjáni og Sigrúnu
Maren. Eins var sælureiturinn fyr-
ir austan mikið áhugamál og þar,
eins og annars staðar í kringum
Sigrúnu, sást nákvæmni hennar og
áhugi á fallegum hlutum. Það var
mikið áfall fyrir þau fjölskylduna
þegar Sigrún Maren lést skyndi-
lega sl. vor. Þau voru þá í löngu
ferðalagi sem ráðgert var vegna
veikinda Sigrúnar, átti að skoða
Evrópu, eitthvað sem þau hafði
langað til að gera lengi. Ferðalag-
inu luku þau ekki í það sinnið. Í
júní sl. hittumst við fyrrverandi
samstarfskonurnar í Reykjavík, var
mikið spjallað og Sigrún hrókur
alls fagnaðar. Var ekki hægt að sjá
á henni, frekar en áður, að eitthvað
væri að þó svo hún væri orðin langt
leidd af sínum sjúkdómi. Hún tal-
aði um það af æðruleysi, vildi lítið
inngrip með lyfjum þar sem hún
vissi að það væri tilgangslaust.
Hún hélt þó að hún fengi örlítið
lengri tíma heldur en raun varð á.
Það var því ánægjulegt þegar
Sigrún hringdi í mig sl. haust og
sagði að þau hjónin ætluðu að loka
hringnum og klára ferðina frá því í
vor, fara með Norrænu frá Seyð-
isfirði og komu þau og gistu hjá
okkur hjónunum í Neskaupstað áð-
ur en lagt var af stað. Áttum við
góða kvöldstund saman og eins og
áður leit Sigrún mjög vel út, sama
daman. Ég heyrði í henni eftir að
hún kom heim aftur og hafði hún
notið ferðarinnar út í ystu æsar en
ferðin varð erfiðari en hún reiknaði
með.
Ég vil votta Sigga, Jóa, Kristjáni
litla og systkinum Sigrúnar dýpstu
samúð frá okkur hjónunum og
þakka minni kæru vinkonu fyrir
samferðina í lífinu. Biðjum að góð-
ur Guð vaki yfir ykkur og verndi
alla tíð og veiti ykkur styrk í sorg-
inni.
Ragnheiður Hall.
Í dag kveð ég mína kæru vin-
konu, Sigrúnu Jóhannsdóttur.
Kynni okkar hófust er við ungar
konur leigðum saman íbúð og störf-
uðum hjá sama fyrirtæki, þróaðist
þá sú sterka vinátta sem aldrei hef-
ur borið skugga á.
Minnist ég með þakklæti heim-
sókna hennar og Jóhanns sonar
hennar til Akureyrar og einnig
þeirra stunda þegar ég var í
Reykjavík og við náðum að rabba
saman um lífið og tilveruna.
Eftir að ég flutti aftur til
Reykjavíkur hafa leiðir okkar legið
oftar saman og vinátta okkar
þróast enn frekar.
Í veikindum hennar hef ég orðið
vitni að hetjulegri baráttu hennar
við illvígan sjúkdóm. Það var ótrú-
legt að sjá og fylgjast með hvað
Sigrún var æðrulaus og gat gefið af
sér hlýju þrátt fyrir veikindin.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
vináttu þína, elsku Sigrún mín, og
mun geyma minningu þína með
mér.
Elsku Jóhann, Siggi og fjöl-
skylda, ykkar missir er mestur og
þið eigið alla mína samúð. Ég sendi
einnig samúðarkveðjur frá fjöl-
skyldu minni.
Ég minnist Sigrúnar Jóhanns-
dóttur með virðingu og þökk.
Ragna.
Í grenndinni veit ég um vin,
sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
Sigrún J.
Jóhannsdóttir