Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 41
mundu verða barninu jafn góð og mamma Hönnu hefði orðið ef hún hefði lifað og stóð við það. Hanna varð henni mjög kær sem systir og vinkona, en hún var einnig stolt af henni nánast sem móðir. Enga unga stúlku vissi hún hafa átt jafn marga vonbiðla og Hönnu en þeir höfðu verið um tíu talsins. Rögnu þótti þó miður að hún hafði að lokum engum þeirra tekið. Ragna hafði ákveðnar skoðanir, var mikil félags- og selskapsvera og ein af stofnendum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Henni fannst að fólk ætti að sýna dugnað, framtaks- semi, ábyrgð og sjálfstæði í hvívetna og ekki var verra ef það kom sér vel áfram í lífinu. Henni fannst reyndar líka að „herramönnum“, sem hún kallaði svo, bæri að sýna alveg sér- staka virðingu, gegn því þó að þeir kæmu fram af ýtrustu kurteisi við „dömur“. Þegar ég kynntist elsta syni Rögnu, Jóni Ásgeiri, var hún rúm- lega sextug. Bjó orðið að mestu ein á Ásvallagötunni og vann við að leigja herbergi til ferðamanna frá vori fram á haust. Þar var oft glatt á hjalla og margt um manninn. Ragna hafði ánægju af samskiptunum við ferðamennina jafnt sem aðra og skellti sér í þýsku í háskólanum til að bæta tungumálakunnáttu sína. Engum gat hún neitað um húsaskjól og tók á móti fólki seint og snemma. Vakti þá sem á því þurftu að halda fyrir allar aldir en fleygði sér sjálf rétt yfir blánóttina á bekk í eldhús- inu, þegar og ef hún hafði tíma. Mér fannst hún vera ótrúlega atorkumikil kona, ungleg, kvik í hreyfingum og alltaf á þönum. Hún hljóp á milli hæða að hugsa um gesti milli þess að elda handa fjölskyldu sinni og öðrum og þá alltaf mar- gréttað. Hún vildi nefnilega hafa margt á borðum í einu til að allir fengju eitthvað sem þeim þætti gott. Sá sem ekki vildi hangikjöt fékk kjúkling og sá sem ekki vildi fugla- kjöt, hann fékk þá nýsteikt lamba- læri. Enn annar gat svo fengið sér soðna ýsu með kartöflum, ávexti og ís eða þá bara kaffi, kökur og kon- fekt. Nú ef henni þótti samt eitthvað vanta stökk hún bara út í Pétursbúð og bætti um betur. Í frítíma sínum spilaði hún gjarn- an á spil og dansaði nokkrum sinn- um í viku. Hún hafði ánægju af að dansa og hafði á orði að einhverju sinni hefði stúlka spurt sig hvernig hún færi að því að fá alla herra- mennina til að dansa við sig. Svarið var einfalt: „Ég reyni bara að vera meðfærileg og létt á fæti.“ Léttleiki hennar hefur því líklega borið hana lengst, þótt ábyrgðarkenndin og dugnaðurinn væru henni einnig í blóð borin og við samferðafólk og af- komendur notið góðs af. Svo létt í lund og heilsuhraust var hún að hún gat búið ein þar til fyrir tveimur ár- um að hún fluttist á hjúkrunarheim- ili í Sóltúni níutíu og fjögurra ára gömul. Samt var hún ætíð með hug- ann við Ásvallagötuna og notaði tím- ann til að skipuleggja framkvæmdir þar. Vildi láta mála eins og hún var vön, því að alltaf áttu bæði eldhúsið hennar og baðherbergið að vera fal- lega handlökkuð og háglansandi. Einnig átti að skipta um teppi því hún ætlaði heim aftur að halda mikla veislu annan í jólum og bjóða mörg- um. Í ár voru þó fyrstu jólin sem hún ekki komst milli húsa. Í um þrjátíu ár hafði hún komið á aðfangadag jóla á heimili okkar sonarsonar síns, Þorgríms Darra, færandi hendi og gefið sér þá ætíð góðan tíma til að staldra við og spjalla í eldhúsinu yfir kaffibolla og púrtvínsglasi. Hún hafði stórt hjarta og gantaðist gjarn- an með að hún hefði mörgu að sinna þar sem hún ætti orðið fjögur barna- barnabörn, sjö barnabörn, einn tengdason, eina dóttur, og að auki fimm tengdadætur þótt synirnir væru ekki nema tveir. En hún stóð nú samt við orð sín um jólaboð á sinn hátt og fékk fólkið sitt til sín er hún kvaddi annan í jól- um. Ég kveð frú Rögnu Björnsson með söknuði og þakka henni fyrir samfylgdina og að fá að vera ein af tengdadætrunum. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 41 ✝ Svavar Sigurðs-son vélvirki fæddist 8. október 1920 í Reykjavík. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólöf Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 22. októ- ber 1887, d. 12. nóv- ember 1966, og Sig- urður Þorvarðarson sjómaður í Reykja- vík, f. í Hækingsdal í Kjós 27. ágúst 1873, d. 1. mars 1945. Systkini Svavars voru: Krist- inn, f. 31. ágúst 1914, d. 18. janúar 1997; Sigurjón, f. 18. nóvember 1916, d. 20. febrúar 1998; Guð- ur Björk; 2) Gunnar garð- yrkjumaður, f. 29. september 1953, maki Lára Sveinsdóttir, f. 22. ágúst 1955. Dætur þeirra eru Björg, Jóhanna, Lilja og María. Sonur Bjargar er Aron Gunnar. Seinni kona Svavars er Ulla Val- borg Þorvaldsdóttir, f. 7. maí 1935. Þau skildu. Sonur þeirra er Örn, tölvumaður, f. 25. september 1968, maki Anna Kristín Sig- urjónsdóttir, f. 9. maí 1971. Synir þeirra eru Viktor Örn og Daníel Sigþór. Sonur Ullu frá fyrra hjónabandi er Þorvaldur Sævar Birgisson, f. 16. október 1962. Svavar var vélvirki að mennt. Hann starfaði hjá Vélsmiðjunni Meitli í nokkur ár og síðar sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Landssmiðjunni. Svavar verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. finna, f. 12. febrúar 1918, d. 1936, og Guðmundur, f. 25. apríl 1925. Hálfsystk- ini sammæðra voru: Ólafur Jónasson, f. 1. mars 1908, d. 18. nóv- ember 1974, og Svava Jónasdóttir, f. 26. september 1910, d. 25. febrúar 1922. Fyrri kona Svav- ars er Þorgerður Sigurgeirsdóttir, f. 14. desember 1928. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Hörður jarðfræð- ingur, f. 8. maí 1951, d. 26. mars 1991, maki Ellen Ingibjörg Árna- dóttir, f. 20. maí 1951. Börn þeirra eru Hinrik Þór, Árni Már og Gerð- Á Þorláksmessumorgun bárust okkur þær sorgafréttir að elskulegi tengdafaðir minn Svavar væri lát- inn. Þetta var mikið áfall fyrir okk- ur fjölskylduna þar sem faðir minn hafði látist tæpum 4 mánuðum áður og framundan erfiður tími og mikil sorg. En svona er lífið, það veit eng- inn sína ævi fyrr en öll er. Okkar kynni bar að fyrir 8 árum, okkur varð strax vel til vina og kært var á milli okkar. Við áttum okkar sam- eiginlega áhugamál í garðyrkju og voru ófá samtöl okkar um þá iðju. Enda var garðurinn þinn í Völvufelli sannkallaður lystigarður og gaman var að koma þangað. Það sem Vikt- or hafði gaman af að koma og fá að vökva í fallega garðinum hjá þér og fá að valsa um. Það var okkur mikils virði að eiga þig að, elsku Svavar, þar sem litlu drengirnir okkar Vikt- or Örn og Daníel Sigþór áttu þó einn afa á lífi. Viktori var sérstak- lega mikils virði að geta bara sagt orðið afi er hann hitti þig. Það sem þú ljómaðir þegar við komum með strákana til þín, enda varst þú góð- ur afi. Alltaf tókst þú strákana í fangið og sagðir: komiði afastrákar. Ég gleymi því seint þegar við héld- um upp á 2 ára afmælið hans Vikt- ors. Hvað þú ljómaðir að sjá allan þennan barnaskara, enda mikil barnagæla. Það leið ekki langur tíma þar til flest börnin höfðu fengið að heyra að þú værir bara líka afi þeirra. Það sem þau höfðu gaman af þessum skemmtilega og skrítna nýja afa. Undir það síðasta varst þú kominn á elliheimilið Grund, þar leið þér vel og er það okkur huggun. Það var þér mikils virði að fá að sjá litlu afastrákana þína. Það kemur nú í hlut okkar foreldranna að segja drengjunum okkar hversu góðan afa þeir áttu og viðhalda góðum minningum. Eftir situr söknuður og mikil sorg. Elsku Svavar, við viljum þakka þér fyrir okkar ljúfu og góðu stund- ir saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir og afastrákar, Anna, Viktor Örn og Daníel Sigþór. Andlát Svavars Sigurðssonar föð- urbróður míns kom okkur á óvart þó aldurinn væri allhár. Svavar hafði ekki sýnt á sér sérstakt farar- snið, andlega var hann kvikur þótt líkaminn væri farinn sýna ellimerki. Nú lifir faðir minn einn eftir þeirra systkina en harmur er að honum kveðinn að sjá á bak bróður sínum. Bræðurnir voru ætíð nánir þótt lit- ríkir væru hver á sinn hátt. Einkum voru þeir Svavar, Sigurjón og faðir minn hver öðrum handgengnir. Myndir af Svavari ungum sýna mann vel á sig kominn. Hann var dökkhærður, með mikið og liðað hár greitt upp frá enni. Andlitið frítt með reglulega drætti. Svavar var meðalmaður á vöxt. Mér er minn- isstæðust röddin, hás og áköf, og áhuginn á hverju máli sem til um- ræðu var. Á yngri árum var Svavar róttækur í skoðunum og hélst það allt til enda. Hann kom mér ætíð fyrir sjónir eins og enn eimdi eftir af hinum reiða unga manni. Það lýsti sér einkum í afstöðu til málefna, hann var ekki rætinn eða dómharð- ur á menn að sama skapi. En stjórn- málaáhuginn rjátlaðist ekki af hon- um þótt árin liðu. Óréttlæti hvers kyns og hersetu í landinu var hann ætíð reiðubúinn að mótmæla, og gerði það svo lengi sem þörf var á. Ákafinn og líflegt fasið gat bent til að þarna færi hörkutól. En svo var alls ekki. Svavar var sérlega barngóður, mátti raunar aldrei ung- viði sjá án þess að hýrnaði yfir hon- um. Sjálf var ég svo heppin að fæð- ast inn í fjölskyldufansinn á Njálsgötu 48 þar sem þeir bræður bjuggu allir í skjóli Lóu móður sinn- ar sem þeir höfðu mikið dálæti á. Umhyggja þeirra fylgdi mér alla tíð og sýndi Svavar einnig börnum okk- ar hjóna áhuga og hlýju. Svavar var að vonum stoltur af sonum sínum þremur, tengdadætrum og afkom- endum þeirra og færðist allur í aukana þegar hann talaði um þau. Annan viðkvæman blett hafði hann en það var gróðuráhuginn. Þeir bræður deildu raunar allir þessu áhugamáli og skiptust iðulega á plöntum og ráðleggingum við rækt- un. Loks má nefna, sem var óneit- anlega vel liðið í minni fjölskyldu, að álit Svavars á yfirráðum Dana yfir Íslendingum fyrr á tíð gekk þvert á viðteknar skoðanir flestra af hans kynslóð. Að hans áliti vildu Dana- konungar Íslendingum jafnan vel en hin íslenska yfirstétt misnotaði það vald sem hún hafði þegið úr hendi þeirra. Okkur var það sérstök ánægja að Svavar kom með fríðu föruneyti til okkar í nýjan sumarbústað á liðnu sumri. Þar var hann m.a. með syni sínum og systkinabörnum. Mesta fjörið var þó í kringum hann sjálfan. Hann arkaði um landið, tók út plöntur og gaf góð ráð um frekari gróðursetningu. Við kaffiborðið hélt hann uppi samræðum eins og hon- um einum var lagið. Sami gamli eld- móðurinn, elli kerling beit lítt á hann þótt hann þyrfti að styðja sig lítillega við staf og væri orðinn örlít- ið hokinn. Fyrir hönd foreldra minna og fjölskyldu þakka ég Svav- ari samfylgdina og ræktarsemina í gegnum árin. Hann er kært kvadd- ur af okkur öllum og mun rám og áköf röddin, neistinn í auga og skoð- anir hans og réttlætiskennd lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Aldís Unnur Guðmundsdóttir. Okkur langar til að minnast afa okkar og langafa, hans Svavars, með nokkrum orðum. Erfitt er að kveðja þig en við vitum að þú varst farinn að vonast eftir hvíldinni löngu. Þú sofnaðir sáttur að kveldi en vaknaðir svo ekki aftur að morgni. Margs er að minnast en bestu minningarnar eru úr garðinum í Völvufellinu við að taka upp gulræt- ur, sem þú varst svo flinkur við að rækta enda vandfundnar betri gul- rætur. Alla aðfangadaga hittust börnin, barnabörnin og barnabarnabarnið hjá þér og þá var glatt á hjalla og margt skrafað og nægt sælgæti á boðstólum. Þú hafðir sterkar skoðanir og oft að okkur fannst skrítnar, lifðir dálít- ið í gamla tímanum og margt sem nútíminn bauð upp á fannst þér innihaldslaust. En við hlustuðum og eitthvað síaðist inn og mörgu verð- um við eflaust sammála seinna meir. Samverustundirnar hefðu mátt vera fleiri en við þökkum þér, elsku afi og langafi, fyrir allt og kveðjum þig með eftirfarandi vísum sem þér þótti vænt um. Ég leit eina Lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin, mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann, en Liljan í holtinu er mín. (Þorsteinn Gíslason) Hvíl í friði, Björg, Jóhanna, Lilja, María og Aron Gunnar (Garpur). Svavar Sigurðsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU SONJU HJÁLMARSDÓTTUR, (fædd Sonja Marie Svendsen), Hlíðarvegi 12, Ísafirði. Kristján R. Finnbogason, Anna Kristín Hauksdóttir, Þorsteinn Sigtryggsson, Gísli Hjálmar Hauksson, Halldór Sveinn Hauksson, Sigurlaug R. Halldórsdóttir, Birna Guðbjörg Hauksdóttir, Þröstur Eiríksson, Guðrún Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Högnason, María Sonja Thorarensen, Thomas Rognli, Kristinn Finnbogi Kristjánsson, Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíanna Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra ALMARS GUÐLAUGS JÓNSSONAR, Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir hlýja og góða umönnun. Valrós Árnadóttir, Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir, Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir, Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason, Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir, Dagbjört Almarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. ✝ Systir mín, móðursystir okkar og vinkona, HERDÍS PETREA VALDIMARSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 23. desem- ber. Bálför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hólmsteinn Valdimarsson, Jóhann Viðar Aðalbjörnsson, Guðmundur Arason, Þorsteinn Jónsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.