Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður RagnaBjörnsson fædd- ist í Borgarnesi 10. september 1910. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 26. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Björnsson frá Svarfhóli í Stafholt- stungum, kaup- maður í Borgarnesi, f. 10.3. 1876, d. 15.6. 1942, og Ragnhildur Jónasdóttir frá Sól- heimatungu, handavinnukennari og húsmóðir, f. 24.7. 1880, d. 15.5. 1967. Systkini Rögnu eru Árni, f. 4.1. 1909, d. 19.8. 1968, Ása Sigríð- ur, f. 14.10. 1913, d. 20.12. 1996, og Guðríður Ágústa, f. 4.5. 1922. Fóstursystir Hanna Helgadóttir, f. 12.5. 1918. Eiginmaður Rögnu 8.2. 1941 var Sigurður Árnason Guðmundsson, framkvæmdastjóri málning- forstöðumaður í Landsbanka Ís- lands, f. 18.7. 1947, kvæntur Heklu Smith frv. framkvæmdastjóra. Fyrri kona Ragnheiður Harvey snyrtifræðingur. Börn þeirra eru: a) Sigurður, f. 8.2. 1968, sambýlis- kona Berglind Guðmundsdóttir. b) Margrét Helga f. 20.3. 1971, gift Bergleif Joensen 1996, þau skildu. Sonur þeirra Viktor Freyr, f. 1997. Með Ásmundi Björnssyni á Margrét Björn Darra, f. 2006. Ragna lauk kvennaskólaprófi 1928 og stundaði síðar nám í Cam- bridge á Englandi einn vetur. Ragna starfaði á fjórða áratug síð- ustu aldar við skrifstofustörf, meðal annars á síldarárunum hjá Steindóri Hjaltalín á Siglufirði og útgerð Bernharðs Petersen í Reykjavík. Eftir að Sigurður lést tók hún við rekstri heildverslunar- innar Kemikalíu hf. Á sjöunda ára- tugnum hóf Ragna rekstur heima- gistingar á Ásvallagötu 24 sem hún starfrækti þar til hún var orð- in 82 ára gömul. Útför Rögnu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. arverksmiðjunnar Hörpu hf., f. 15.2. 1906, d. 30.7. 1959. Börn þeirra hjóna eru: 1) Jón Ásgeir út- varpsmaður, f. 13.9. 1942, kvæntur Mar- gréti Oddsdóttur skurðlækni. Börn þeirra eru Oddur Björn, f. 15.6. 1991 og Sigurður Árni, f. 12.4. 1993. Fyrri kona er Þórunn Sig- ríður Þorgrímsdóttir hönnuður og sonur þeirra Þorgrímur Darri, f. 12.8. 1974. Kona þar áður Elín Hjalta- dóttir sálfræðingur og dóttir þeirra Sigríður, f. 8.3. 1964, gift Hallsteini Magnússyni og eiga þau Hauk, f. 1991 og Kára, f. 1993. 2) Margrét félagsráðgjafi, f. 6.11. 1945, gift Þóri Haraldssyni flug- umferðarstjóra, sonur þeirra er Ragnar f. 18.4. 1971, sambýlis- kona Hjördís Árnadóttir. 3) Björn Langri, viðburðaríkri og góðri ævi er lokið. En sú náð að fá að fylgja mömmu og hafa hana sér við hlið all- an þennan tíma! Vinur minn, banda- rískur geðlæknir sem var nýlega í heimsókn hló yfir manninum sem kemur til geðlæknis og kvartar yfir því að hafa alveg óvart bælt niður allar góðu minningarnar. En það gat aldrei komið fyrir okkar ástkæru mömmu sem elskaði að rifja upp góðar minningar, enda var hún alltaf jákvæð, glöð og hjálpfús. Vissulega talaði mamma stundum um sorgina sem eðlilegan hluta lífsins. En góðu minningarnar yfirgnæfðu allt, og al- veg fram á síðustu stund brosti hún til okkar. Níutíu og sex ára gömul var hún farin að líkamlegum kröft- um en andinn var sterkur fram í hið síðasta. Mamma, systkini hennar og fóst- ursystir ólust upp á Svarfhóli í Borg- arnesi í faðmi yndislegra hjóna, Jóns afa Björnssonar afa og Ragnhildar ömmu Jónasdóttur. Gleði og ánægja sem einkenndu æsku- og uppvaxt- arárin, mótuðu mömmu til allrar framtíðar. Hún rifjaði iðulega upp skemmtiferðirnar þegar farið var með krakkana í hestvagni frá Borg- arnesi að Sólheimatungu þar sem frændurnir Gústaf og Karl Jónas- synir voru við heyannir á sumrin. Einnig fóru þau yfir til ömmu sinnar Þuríðar að Svarfhóli, þar sem þau þágu góðar veitingar. Þegar börnin uxu úr grasi fóru þau saman á böll að Brennistöðum í opnum bíl og sagði mamma að þá hefði verið ekið um troðninga „svo að hristist nærri úr manni vitið“. Mamma lagði í uppeldinu mikla áherslu á menntun og vildi koma okkur sem allra lengst á menntaveg- inum. „Menntun er það eina sem enginn getur tekið frá þér,“ sagði hún. Sjálf lauk hún Kvennaskóla- prófi í Reykjavík og síðan lá leiðin til Englands. Mamma og Blaka frænka voru einn vetur við enskunám í Cambridge. Þær voru vinsælar, skemmtu Englendingum á leiksviði með íslenskri tónlist, mamma lék á píanó og þær sungu báðar og var sagt frá þeirri skemmtan í bæjar- blaðinu. Stundum heyrðist hvíslað þar sem þær stöllur komu á manna- mót „here come the Icelanders“ – þetta var árið 1932. Síðan lá leiðin í síldina á Siglufirði þar sem Ragna Björnsson vann við skrifstofustörf hjá Steindóri Hjaltal- ín og síðar hjá útgerð Bernharðs Petersen í Reykjavík. Mamma kynntist pabba á stríðsárunum og giftist honum 1941. Þau voru mjög samrýnd og munum við krakkarnir eftir glaðværu heimboðunum á Ás- vallagötu og skemmtunum sem þau sóttu enda var mamma mikið fyrir að dansa. Þau fóru saman í ferðalög til útlanda, þar á meðal sólarlanda. Okkur var öllum sár missir að pabba árið 1959. Mamma hóf að nýju störf utan heimilis og stjórnaði fyrst heild- versluninni Kemikalíu sem við átt- um. Hún var þá eftir því sem ég best veit ein kvenna í heildsalastétt og var reyndar tekin í Zonta-klúbbinn á þeirri forsendu. Hjartahlýja og bjartsýni reyndust henni vel í við- skiptum, en þar kom að hún skipti um vettvang. Árið 1968 hóf Ragna Björnsson rekstur myndarlegs gistiheimilis á Ásvallagötu 24 í Reykjavík. Þar gistu að sumarlagi 10–16 manns hverja nótt og var fólkið alls staðar að úr heiminum. Erlendir gestir mömmu skiptu þúsundum, því hún hætti ekki fyrr en árið 1992, þá orðin 82 ára. Frá uppvaxtarárunum í Borgarnesi þekkti mamma þá ánægju sem fylgir því að taka á móti erlendum gestum. Hún tók á móti hverjum einasta manni með brosi á vör. Ef einhver var fýldur var hann tekinn í sérstaka „meðferð“ og mamma hætti ekki fyrr en viðkom- andi hafði tekið gleði sína að nýju – jafnvel þótt þyrfti einhverja brjóst- birtu til. Til marks um dugnað, ræktarsemi og óbilandi bjartsýni mömmu voru mörg hundruð jólakort sem hún fékk ár hvert, auk þakkarbréfa frá gestum sem sumir urðu vinir hennar og komu margoft í heimsókn. Hér er dæmigerð setning úr slíku bréfi: „Most especially we think of your kindness and unfailing good temper and advice.“ Þjóðfánar frá 40 lönd- um skreyttu stofuna á Ásvallagötu. Mamma átti um árabil góðan ást- vin í Ólafi Jónssyni útgerðarmanni og ferðuðust þau oft til sólarlanda. Ólafur dó fyrir aldur fram árið 1975 og saknaði mamma hans alla tíð. Þegar hún varð 95 ára þótti henni sérlega skemmtilegt að stjórnar- menn í Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna heiðruðu hana með því að færa henni blóm í samsæti á uppá- haldsveitingastaðnum. Ragna Björnsson var eini eftirlifandi stofn- andi SUS. Hún var alla tíð mikil fé- lagsvera og átti fjölda vinkvenna. Briddsíþróttina stundaði mamma af kappi, Laufey, Dídí, Gústa Gísla og Anna heitin Haarde voru meðal vin- kvenna sem hún spilaði mikið við. Elsku mamma, takk kærlega fyrir að vera alla tíð sönn, góð og falleg. Jón Ásgeir Sigurðsson. Nú er hún Ragna, tengdamóðir mín, farin yfir móðuna miklu eftir langt og farsælt líf. Það voru mikil gæfuspor fyrir mig að fara á heimili hennar, Ásvallagötu 24, í ágúst 1966 til að hitta Jón son hennar, við vor- um þá nýkomnir til landsins, en við höfðum kynnst við störf á ms. Lag- arfossi. Á Ásvallagötunni hitti ég fyrir Rögnu móður Jóns, mjög elskulega og virðulega konu sem tók mér vel og þar var einnig falleg yng- ismey Margrét, dóttir hennar sem síðar varð eiginkona mín. Ragna var alltaf einstaklega já- kvæð og tilbúin að hjálpa og aðstoða þegar þörf var á. Þegar Ragnar son- ur okkar fæddist, sem hún tók miklu ástfóstri við, var hún ávallt tiltæk að passa hann þegar á þurfti að halda. Í mörg ár hélt Ragna alltaf jóla- boð annan í jólum fyrir fjölskyldu sína og systra sinna og þannig hélt hún fjölskyldunni saman, en hún vildi að allir í fjölskyldunni þekktust vel og tengdust tryggðaböndum. Það var því táknrænt að Ragna skyldi andast að morgni annars í jól- um í návist dóttur sinnar, því að um hádegi sama dag komu nánustu ætt- ingjar, börn, barnabörn og tengda- börn saman og kvöddu hana með bænum og fyrirbænum undir hand- leiðslu djáknans í Sóltúni. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Þórir Haraldsson. Hún frú Ragna Björnsson, tengdamóðir mín, er fallin frá á 97. aldursári. Ef ég ætti að lýsa Rögnu í örfáum orðum þá var hún – lífsglöð, jákvæð og þrautseig hefðarkona sem stóð eins og klettur með sínu fólki. Þó að Ragna væri að verða 70 ára þegar ég kynntist Jóni, urðum við fljótt góðar vinkonur. Við náðum vel saman, átt- um margar góðar stundir saman og hef ég margt lært af Rögnu. Hún hvatti sitt fólk áfram og vandamál voru aldrei það stór að ekki mætti leysa þau. Ragna hafði sérstaklega jákvæð áhrif á fólk og kom af virðingu fram við alla. Hún hafði „sjarma og eleg- ance“ og því löðuðust að henni ungir sem aldnir, karlmenn sem kven- menn. Það var einstakt hvernig hún „kóketeraði“ við karlpeninginn. Við höfðum hana ósjaldan með í boðum og allt fram á síðustu ár sat hún eins og drottning, með augu og athygli allra, þó sérstaklega karlanna sem vildu allt fyrir hana gera. Það sama átti við syni mína sem eru á ung- lingsaldri. Um leið og amma Ragna kom hlupu þeir út á móti henni, buðu henni arminn, héldu á töskunni fyrir hana, hjálpuðu henni úr kápunni og leiddu hana til sætis, eins og sann- kallaðir herramenn. Á sama tíma og við hin fáum svarið „ … hmmm … “ oft á tíðum eftir tíunda kall! Þegar Ragna var að nálgast 85 ára aldur þurfti að skipta um þak, laga glugga o.fl. á Ásvallagötunni. Þetta var mik- ið umstang og stóð Ragna sjálf í að ráða iðnaðarmenn, fylgjast með verkinu og „redda“ ýmsum hlutum. Eitt sinn þurfti hún að segja iðn- aðarmanni upp og finna annan. Þeg- ar ég hringdi til hennar og sagði hvað mér þætti miður að heyra að hún þyrfti að vera að standa í öllu þessu veseni á hennar aldri, þá svar- aði hún: „Veistu, mér finnst það stórkostleg tilfinning að finna að ég ræð alveg við þetta.“ Þetta er lítill pistill um merka konu sem við mörg eigum mikið að þakka. Ég hef verið þakklát hverju ári sem Ragna hefur lifað. Synir okkar Jóns Ásgeirs, þeir Oddur Björn og Sigurður Árni, og barnabörn Jóns, þeir Haukur og Kári eru ungir. Þeir fengu tækifæri til að kynnast ömmu Rögnu og munu muna eftir henni. Það er ómetan- legt. Hvíl í friði, kæra Ragna. Margrét Oddsdóttir tengdadóttir. Sæl og blessuð, Ragna mín. Þegar ég kvaddi þig í haust og hélt í vesturátt fannst mér einnig komið fararsnið á þig. Þú varst þó fastákveðin í því að fara heim á Ás- vallagötuna um jólin og halda þar þitt árlega jólaboð annan í jólum. Það kom mér því ekki á óvart að þú skyldirhafa farið í þína hinstu ferð á annan dag jóla og eflaust hefurðu haldið fina jólaveislu þann dag með horfnum ástvinum þínum himnum á. Í mínum augum varstu í senn mik- ill forkur og glæsileg dama. Þú rakst fjölskyldufyrirtæki með glans um nokkurn tíma og á seinni árum rakst þú heimagistingu í borginni okkar með stæl. Það var flott að sjá hvern- ing þú tókst á móti útlendingum, spilaðir lög á píanóið og söngst fyrir þá, fyrir utan að geta talað við þá á þeirra eigin tungu og þegar kom að morgunverðinum fékk hver gestur sinn þjóðfána við sinn eigin disk. Allt þetta var aðdáunarvert. Þér var svo sannarlega gestrisnin í blóð borin og hafðir sjálf mikla ánægju af. Margir af þínum erlendu gestum komu ár eftir ár til þín og voru í bréfaskiptum við þig í áratugi eftir dvölina hjá þér. Ég vil þakka þér kærlega fyrir fyrir góða samfylgd í tvo áratugi og fyrir yndilegan son þinn sem ég mun gæta vel fyrir þig. Svona í lokin þá bið ég að heilsa pabba ef þú rekst á hann. Hafðu kærar þakkir fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Hekla. Elsku amma Ás, þessi jól voru mér döpur því ég vissi það á morgni aðfangadags að þú myndir kveðja okkur, sem þú gerðir annan dag jóla. Ég er nokkuð viss um að þú hafir sjálf valið annan í jólum þar sem þú hélst alltaf stórkostlegar veislur fyr- ir fjölskylduna í hádeginu annan í jólum en þurftir að hætta því fyrir 5 árum og það þótti þér mjög miður. En núna tókst þér að koma okkur öllum saman hjá þér og ekki bara annan í jólum heldur líka á slaginu kl. 13.00. Það sem ég hugsaði mest um þennan dag var hvað þú áttir í raun- inni stórkostlega og langa ævi. Þú sagðir mér svo margar sögur af þín- um ferðum bæði námsferðum til Cambridge sem og árlegum skemmtiferðum ykkar Hönnu og Önnu Haarde til Spánar. Það var frábært að koma til þín í hádeginu ásamt stóru stóði vina minna þegar við vorum í Melaskólanum, þú settir strax vöfflur í gang fyrir okkur og sagðir okkur sögur. Þeir voru allir svo hrifnir af þér og spurðu mig allt- af hvort við gætum ekki farið til Ömmu Ás eftir að við vorum búnir á fótboltaæfingu eða í hádeginu. Þú tókst svo vel á móti öllum á Ásvalla- götunni. Þú kenndir mér svo margt eins og t.d. að vera ávallt jákvæður því lífið væri of stutt til þess að vera með eitthvert neikvæði og fýlu. Ég mun lifa eftir öllu því sem þú hefur kennt mér. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Þinn dóttursonur, Ragnar. Með frú Rögnu Björnsson er kyn- slóð að hverfa sem ólst upp víða á Ís- landi í upphafi síðustu aldar en flutt- ist til Reykjavíkur, byggði þar sitt bú og setti mark á og mótaði höf- uðborgina. Ragna var í daglegu tali ætíð kölluð „frú“ Ragna og hún var „Björnsson“ því faðir hennar Jón Björnsson, kaupmaður í Borgarnesi og hans fjölskylda tóku upp föður- nafn hans sem sitt ættarnafn eins og þá tíðkaðist. Hann og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir ráku þar stórt, mannmargt og gestkvæmt heimili á Svarfhóli og voru menning- arlega sinnað sómafólk. Ragna starfaði við ýmislegt áður en hún hitti eiginmann sinn Sigurð Guðmundsson og flutti til Reykja- víkur. Þau voru stórhuga ung hjón og stofnuðu ásamt bróður Sigurðar málningarverksmiðjuna Hörpu sem Sigurður var forstjóri fyrir þar til hann lést fyrir aldur fram. Þau höfðu þá byggt sér stóra hæð og ris við Ásvallagötuna og þar bjó Ragna áfram eftir fráfall hans. Hún lét ekki deigan síga, ól ein upp sín þrjú börn og rak annað fyrirtæki Kemikalíu. Það byrjaði smátt í bílskúrnum við að tannkremi var tappað á túpur, en óx hratt og hún rak það af dugnaði um árabil eða þar til hún seldi og sneri sér öðru. Ragna var vön stóru heimili, átti þrjú systkini og eina uppeldissystur Hönnu sem kom á heimilið ungbarn er hún missti móður sína. Ragna var þá aðeins 10 ára gömul en sagðist Ragna Björnsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólabraut 2, Keflavík. Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær amma okkar, langamma og systir, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Vogum, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju laugardag- inn 6. janúar kl. 14.00. Þórir Þórisson, Guðrún Erla Gísladóttir, Kristinn Stefánsson, Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, Þórhallur Stefánsson, Atli Jakob Einarsson, Gísli Fannar Þórisson, Svanhildur Björk Þórisdóttir, Ólöf Jónasdóttir, Sigurgeir Jónasson, Þorlákur Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.