Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLANDSVINURINN Lisa Ekdahl er hingað komin með kassagítar og undirleikarann Mattias Blomdahl sem spilar á gítar, hljómborð og önnur hljóðfæri. Samkvæmt upplýs- ingum frá Grími Atlasyni sem stendur að tónleikunum var það draumur Lisu að spila úti á landsbyggðinni á Íslandi og þann draum lætur hún nú ræt- ast. Hún spilar á Nasa 1. mars, á Græna Hattinum á Akureyri 2. mars og í Víkurbæ í Bolungarvík 3. mars. Miðasala hefst 9. janúar á midi.is, í versl- unum Skífunnar og í völdum verslunum BT. Miða- verð er aðeins 2.900 kr. Tónleikar Lisa Ekdahl heldur út á landsbyggðina Lisa Ekdahl GUÐRÚN Óskarsdóttir semb- alleikari kemur fram á fyrstu hádegistónleikum Tónlistar- félags Akureyrar á nýbyrjuðu ári. Að venju er á hádegistón- leikum félagsins fléttað saman tónlist og matarlist og því gott ef gestir hefðu lyst á hvoru tveggja. Harla sjaldgæft er að heyra leikið á sembal á Ak- ureyri þannig að þarna gefst fágætt tækifæri enda Guðrún framúrskarandi listamaður á sínu sviði. Tónleik- arnir hefjast í Ketilhúsinu á Akureyri klukkan 12.15 á föstudag, 5. janúar, og sér Einar Geirsson matreiðslumeistari um veitingarnar að vanda. Tónleikar Gómsætir sembal- tónar í Ketilhúsi Guðrún Óskarsdóttir BLÁSIÐ verður til alþjóðlegs kvikmyndakvölds í kvöld í Gall- erí BOXI Kaupvangstræti 10 á Akureyri. Meðal þeirra listamanna sem sýna verk sín eru Anna McCarthy, Sofía Bempeza, Katri Walker, Erica Eyres „www.ericaeyres.com“, Maj Hasager, Luke Collins, Raquel Mendes, Yuen Fong Ling og fleiri. Eins og venja er við kvikmyndaáhorf verður boðið upp á popp og kók á staðnum. Kvikmyndakvöldið hefst klukkan 20.30 í kvöld. Gallerí BOX var stofnað snemma árs 2003. Kvikmyndir Kvikmyndakvöld í Galleríi BOXI BANDARÍSKI rithöfundurinn Til- lie Olsen lést 1. janúar sl., 94 ára að aldri. Tillie tilheyrði fyrstu kynslóð bandarískra femínista og tengist pólitísku umróti fjórða áratugarins órjúfanlegum böndum. Þrátt fyrir að hafa gefið út fá verk var hún áhrifamikill höfundur en hún skrif- aði einkum um aðstæður og sálarlíf kvenna og fátækra. Hún er ekki síst þekkt fyrir að draga athyglina að því, í ræðu og riti, hve óvilhallt sam- félagið er kvenrithöfundum og var ötul við að hvetja unga kvenrithöf- unda til dáða. Efnið stóð Tillie nærri en þegar henni tókst ekki að fylgja eftir eigin velgengni á sjötta ára- tugnum með útgáfu nýrra verka varð hún öðrum konum víti til varn- aðar. Dóttir rússneskra innflytjenda Tillie fæddist 14. janúar 1913 í Omaha í Nebraska-ríki Bandaríkj- anna. Foreldrar hennar voru rúss- neskir innflytjendur af gyð- ingaættum. Faðir hennar varð síðar ritari Sósíalistaflokks Nebraska og þegar Tillie hætti gagnfræða- skólanámi á fjórða áratugnum gekk hún til liðs við ungliðahreyfingu kommúnista. Þegar Tillie var átján ára mátti hún dúsa í fangelsi í skamman tíma vegna aðkomu sinn- ar að skipulagningu verkalýðshreyf- ingar pökkunarmanna en um þá reynslu átti hún eftir að skrifa í tímaritin The Nation og The Part- isan Review. Átján ára ól hún einn- ig, utan hjónabands, elstu dóttur sína af fjórum. Á árunum 1932–1934 vann Tillie að Yonnondio, skáldsögu um verka- mann og fjölskyldu hans. Hún fékk talsverða athygli þegar brot úr fyrsta kafla bókarinnar birtist í The Partisan Review, en hún lauk aldrei við verkið. Hún kynntist eiginmanni sínum, verkalýðsforingjanum Jack Olsen, þegar hún flutti til Kaliforníu ásamt dóttur sinni. Þau giftust árið 1943. Á tímum kalda stríðsins voru hjónin undir stöðugu eftirliti ríkisvaldsins vegna stjórnmálaskoðana sinna. Birt í yfir 200 smásagnasöfnum Árið 1961 sendi Tillie frá sér safn fjögurra smásagna undir heitinu Tell Me a Riddle. Safnið ber nafn frægustu sögunnar sem er saga eldri innflytjandakonu sem þjáist af banvænu krabbameini. Konan er bitur út í bandarískt samfélag og lætur hugann reika til æskuára sinna í Rússlandi og þeirra hug- sjóna sem hún fyrrum ól í brjósti. Sagan fékk O. Henry-verðlaunin sem besta smásagan árið 1961 og hefur birst í yfir 200 smásagnasöfn- um. Bókin Silences, sem kom út árið 1978, hefur að geyma fjölbreytta fyrirlestra og ritgerðir eftir Tillie. Meðal þess sem hún beinir sjónum sínum að eru erfiðleikar sem kven- rithöfundar þurfa að glíma við. Hún kemst m.a. að því að hver sú kona sem telst til stórra rithöfunda vest- rænna bókmennta fram að 20. öld var annað hvort barnlaus eða með konur í fullri vinnu við að ala börn hennar upp. Dæturnar fjórar lifa móður sína. Eiginmaður Tillie lést árið 1989. Látin Tillie Olsen. Hvatti unga kvenrithöf- unda til dáða Tillie Olsen lést á fyrsta degi ársins Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÞAÐ AÐ menn lendi í dramatík í Scala-óperunni er náttúrlega ekkert nýtt. Ég held að þetta sé að mörgu leyti fjandans úlfagryfja að kasta sér út í, sérstaklega fyrir tenóra.“ Þetta segir óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson um við- brögð áhorfenda Scala-óperunnar við frammistöðu ítalska tenórsins Roberto Alagna í síðasta mánuði. Áhorfendur bauluðu eftir upphafs- aríu Alagna í Aidu með þeim æv- intýralegu eftirmálum að söngv- arinn rauk í fússi, ekki einungis út af sviðinu, heldur út úr húsinu. Ólafur hefur sínar kenningu um hvað gerðist umrætt kvöld. „Ég trúi því statt og stöðugt að það hafi orðið árekstur milli klappklíku hússins og skapstórs tenórs sem hafi ekki talið sig þurfa á henni að halda. Það er nokkuð augljóst ef lesið er á milli línanna.“ Klapparar stjórna stemningu Tilvist hinna svokölluðu klappara Scala-óperunnar, sem einnig eru nefndir Scala-mafían, er óumdeild og opinberlega viðurkennd stað- reynd. Klappararnir eru hluti af hinum svokölluðu logginisti, áhorf- endum sem eiga föst, ódýr sæti á efri svölum hússins og státa af mik- illi þekkingu á óperum, listamönn- um og sögu óperuhússins – yfirleitt mun meiri en gestirnir sem skipa dýrari sætin. Klappararnir eru stoltir af hlutverki sínu og taka það alvarlega. Þeir njóta talsverðrar virðingar og geta skipt sköpum fyr- ir stemninguna í húsinu. „Sá siður hefur skapast að áhorf- endur í húsinu láta stjórnast af þessum hóp. Þannig að hópurinn er öflugur að því leyti að hann getur raunverulega stjórnað stemningu inni í salnum; getur átt stóran þátt í því að söngvari sé hafinn upp til skýjanna og eins átt stóran þátt í því að menn séu hrópaðir niður.“ Meðan klapparar Scala- óperunnar eru ekkert launung- armál er aukabúgrein þeirra hins vegar „opinbert leyndarmál“, að sögn Ólafs. „Allt frá því að ég byrj- aði að nema söng hef ég reglulega heyrt þennan orðróm; að þegar mikið stendur til og söngvari – yf- irleitt tenór eða sópran – er að fara að takast á við stórt hlutverk í fyrsta skipti geti viðkomandi átt von á að leiðtogi þessa klapphóps banki upp á í búningsherberginu og bjóði viðkomandi kurteisislega að greiða fyrirfram fyrir klappið. Sag- an segir að ef söngvarinn er ekki tilbúinn að taka þátt í þessum leik sé hann í rauninni að tryggja að það sé baulað á hann,“ nokkuð sem Ólafur telur hafa gerst í tilviki Alagna. Klapp keypt frá fornu fari Ólafur bendir réttilega á að það að borga fólki fyrir að klappa sýn- ingu lof í lófa eigi sér fornar rætur. Í upphafi nítjándu aldar varð starf- semin hins vegar skipulögð sem aldrei fyrr þegar franskir leik- hússtjórar leituðu óhikað til aðila sem höfðu sérstaklega umsjón með og sáu um að útvega atvinnuklapp- ara, svokallaða claqueurs. Mark- miðið var að auka stemninguna á sýningum. Smám saman urðu ákveðnir hópar leikhúsunnenda fastir klapparar við tiltekið leikhús. Slíkir hópar nefnast einfaldlega claque sem er franska fyrir „klapp“. Leiðtogi klappara nefnist chef de claque og er það í hans höndum að dæma hvenær viðbragða úr salnum er þörf og þar af leiðandi viðeigandi að klapparahópurinn láti til sín taka ýmist með klappi, gráti, hlátri eða köllum. Jafnvel á upphafsdögum klappsins beittu hins vegar bíræfnir klapphópar listamenn fjárkúgunum, sérstaklega söngvara, með þeim hætti að chef de claque setti sig í samband við listmanninn fyrir sýn- ingu með kröfu um greiðslu ellegar baulað yrði á hann. „Að því ég best veit er þetta fyr- irbæri hins vegar löngu horfið úr leikhúsheiminum,“ heldur Ólafur áfram og áréttar að það sé einungis samkvæmt sinni bestu vitneskju. „Og mér skilst líka að þetta sé nán- ast horfið úr óperuheiminum, nema á Ítalíu. Og sé hvergi eins áberandi og einmitt í Scala-óperunni.“ Ólafur segir hins vegar litla fjár- muni vera í húfi, upphæð sem rétt svo dugi fyrir drykkjum fyrir klapparana að sýningu lokinni. Hvað um það virðist sem Alagna hafi ekki verið tilbúinn að reiða hana fram. „Mjög elskulegt fólk“ Um frammistöðu Alagna á um- ræddri sýningu kveðst Ólafur hafa séð myndbrot af flutningnum á Netinu. „Mér heyrðist hann reynd- ar ekki eiga neitt sérstaklega gott kvöld eins og hendir okkur öll,“ segir Ólafur sem á námsárum sín- um söng eitt sinn í uppfærslu sem skartaði Alagna og eiginkonu hans, Angelu Gheorghiu. Hann segir par- ið, sem er alræmt fyrir príma- donnutakta sína, hafa komið sér fyrir sjónir „sem mjög elskulegt fólk“. Um orðsporið segir Ólafur hins vegar kíminn: „Þau eru auðvit- að mjög öflugt par í óperuheim- inum sem fáir geta sagt hvernig eigi að sitja og standa.“ Hann bætir því við að Sikileyingurinn Alagna sé „skapstór djöfull“ sem hann hafi reyndar gaman af. „Ég held að svona gerist ekki annars staðar en á Scala í dag. En það er nú líka þannig með þessa blessuðu tenóra að það er eilífð- ardrama í kringum þá,“ segir Ólaf- ur sem sjálfur er barítón. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við þá,“ bætir hann við. „Ég er viss um að Roberto Alagna er ekki bú- inn að syngja sitt síðasta,“ fullyrðir Ólafur að lokum en hann er á leið- inni til Saarbrücken í Þýskalandi til að syngja titilhlutverkið í „einhverri finnskri þunglyndisóperu“. Íslenskur söngvari telur Scala-mafíuna hafa staðið að því að baulað var á Alagna Baulið fyrirfram skipulagt Leiksoppur? Ólafur Kjartan telur klappara Scala-óperunnar standa að baki meðferðinni sem Alagna mátti sæta. Ólafur Kjartan Sigurðarson Deyjandi stétt klapp- ara spræk í Scala Í HNOTSKURN » Hinn 10. desember sl. varbaulað á tenórinn Roberto Alagna eftir flutning hans á aríunni Celeste Aida í Scala- óperunni. Alagna rauk af sviði og varasöngvari neyddist til að fylla skarðið. » Alagna kenndi lágumblóðsykri um gjörninginn. » Ólafur Kjartan Sigurð-arson telur líklegt að Alagna hafi neitað að borga hinum svokölluðu klöppurum hússins, claque, fyrir klappið og uppskorið baul í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.