Morgunblaðið - 05.01.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.01.2007, Qupperneq 48
|föstudagur|5. 1. 2007| mbl.is staðurstund Starfsmenn Super Club kepp- ast um að verða „starfsmaður mánaðarins“ til að komast á stefnumót með Amy. » 55 frumsýning Ingveldur Geirsdóttir fjallar um fjölbreytt úrval bóka sem vænt- anlegar eru í bókabúðir hér- lendis á árinu 2007. » 49 af listum Fjórða þáttaröðin af O.C. verður jafnframt sú síðasta en áhorf hefur dalað síðustu ár, þrátt fyrir dramatík í þáttunum. » 50 sjónvarp Liðsmenn hljómsveitarinnar Pops hafa engu gleymt þrátt fyrir að lífaldur sveitarinnar nái bráðum 40 árum. » 50 tónlist Aðalskona vikunnar elskar allan kjúkling til matar og vill vita hvernig nærbuxum næsti að- alsmaður klæðist. » 51 aðall Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAR sem malbikið svífur mun ég dansa“ kom bara til mín sem merki- legur frasi og án þess að túlka þetta of mikið finnst mér hann tákna þrá eftir frelsi frá hinum efnislega heimi,“ segir Jónas Sigurðsson sem gaf út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, fyrir jólin. Platan kom í búðir í nóvemberlok og Jónas spilaði um svipað leyti á þrennum tónleikum hér heima en hann hefur búið í Danmörku síðustu ár þar sem hann starfar sem forrit- ari hjá Microsoft. Ekki er von á hon- um aftur til Íslands til tónleikahalds á næstunni. Heiðarleg og einlæg plata Jónas gefur plötuna út sjálfur og var í tvö ár að dunda sér við að taka hana upp meðfram vinnu. „Ég var búinn að hugsa lengi hvað mig lang- aði að gera við það efni sem ég átti og ég ákvað, í staðinn fyrir að hugsa svona mikið, að byrja bara að taka upp og ég var búinn með plötuna áð- ur en ég vissi af. Ég átti fullt af efni og ný lög voru alltaf að fæðast svo á endanum varð ég að gera eitthvað við þessa sköpunarþörf.“ Þrátt fyrir að vera nýliði á tónlist- arsviðinu sem einyrki er Jónas eng- inn nýliði í tónlistarbransanum al- mennt. Á yngri árum var hann trommari í þungarokkshljómsveit- inni Trössunum en líklega er hann þekktari fyrir að vera söngvarinn í hinum fornfrægu Sólstrandargæjum sem urðu landsfrægir fyrir slag- arann „Rangur maður“. Jónas segist hafa verið með stór- an hnút í maganum vegna útgáfu fyrstu sólóplötunnar. „Hnúturinn þvældist mikið fyrir mér og út af því tók þetta lengri tíma en ella, ég kveið hálfpartinn fyrir því að leggja þetta efni fram sérstaklega þar sem ég ákvað að gera alveg rosalega heiðarlega og einlæga plötu.“ Andlegt ferðalag Textasmíð Jónasar hefur vakið nokkra athygli. „Ég vil hafa innihald í textunum og þegar ég sem lag finnst mér það ekki komið í gang fyrr en ég er kominn með efnislega innihaldið og búinn að finna tilgang lagsins. Ég þarf ekki að predika en ég vil að það sé innihald. Textarnir á Þar sem malbikið svífur mun ég dansa endurspegla mjög mikið það sem ég hef verið að ganga í gegnum persónulega og það er kannski hluti af ástæðu þess að það var erfitt að koma með þessa plötu því þeir end- urspegla mikið mitt líf, eins fárán- legt og það kann að hljóma, því þeir eru oft mjög skrítnir. Það má segja að platan sé andlegt ferðalag, sem byrjar í þunglyndi og vonleysi, fer inn í þrá og reiði og svo kemur von í endann. Vegurinn á plötuumslaginu táknar svo þetta andlega ferðalag,“ segir Jónas mjög hugsi. Jónas hefur fengið mjög góða dóma fyrir þessa fyrstu sólóafurð sína. „Mér finnst mjög gaman að gefa út plötu og halda tónleika en mér finnst ekki mikið atriði hvort það eru einhverjir landvinningar og næsta plata kemur út þegar mig langar. Ég finn að ég á eftir að vinna meira með þemað sem er í gangi á þessari plötu og ég þarf eiginlega að gera aðra plötu til að hreinsa þetta út, þetta andlega uppgjör eða hvað ég á að kalla það.“Ferðalangur „Það má segja að platan sé andlegt ferðalag, sem byrjar í þunglyndi ...og svo kemur von í endann.“ Dansar þar sem mal- bikið svífur Í GÆR bættust þrír listamenn í hóp þeirra 30 sem hljóta heiðurslaun Alþingis ár hvert. Það eru þau Guð- munda Elíasdóttir, söngkona og söngkennari, Guðmundur Jónsson söngvari og Magnús Pálsson mynd- listarmaður. Allir hljóta listamennirnir heið- urslaun til æviloka sem staðfest- ingu á framúrskarandi framlagi til íslenskrar menningar, var meðal þess sem fram kom í tölu Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, við móttöku í Alþingishúsinu í gær. Erfitt val Það er menntamálanefnd Alþing- is sem kemur með tillögur til þings- ins en það val er ekki auðvelt, að sögn Sigurðar Kára Kristjáns- sonar, formanns nefndarinnar. „Við fáum fjölda ábendinga og áskorana frá fólki ár hvert,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Margir heiðurslistamannanna voru viðstaddir móttökuna í gær en í hópnum eru, auk nýliðanna, Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búa- dóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðar- dóttir, Guðbergur Bergsson, Gunn- ar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sig- urbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jón- as Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Jo- hannessen, Megas, Róbert Arn- finnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þráinn Bertelsson. Listir | Alþingi heiðrar árlega 30 listamenn fyrir æviframlag þeirra Fyrir framúrskarandi framlag til menningar Heiðursfólk Viðstaddir heiðursverðlaunahafar stilltu sér upp ásamt Sólveigu Pétursdóttur við athöfnina í gær. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.