Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTAREGLUR Í ÞÁGU TRÚVERÐUGLEIKA Tveir lögfræðingar, sem starfahjá ríkisskattstjóra, þeir Ólaf-ur Karl Eyjólfsson og Jón Ingi Ingibergsson, benda á það í grein í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í gær að Ísland sé eina norræna ríkið sem ekki hafi neinar reglur sem kveði á um upplýsingaskyldu fyrir- tækja vegna viðskipta tengdra aðila. „Er það óheppilegt vegna þess að erlend skattyfirvöld eru sífellt að auka áherslu á eftirlit með viðskipt- um yfir landamæri milli tengdra aðila. Leiðbeiningar og reglur um milliverðlagningu og gagnagerð hér- lendis myndu minnka líkurnar á tví- skattlagningu enda yrði verðlagning viðskipta milli tengdra aðila í slíku umhverfi skýrari, meðvitaðari og markvissari í alla staði. Þá myndi traust og trúverðugleiki íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu aukast,“ skrifa greinarhöfundar. Þeir telja að skortur á reglum um svokallaða milliverðlagningu torveldi íslenskum skattyfirvöldum eftirlit með viðskiptum milli tengdra aðila og auki líkur á að íslensk útrásar- félög verði tekin til skattendurskoð- unar af erlendum skattyfirvöldum. Með milliverðlagningu er átt við það verð, sem ákveðið er í viðskipt- um tengdra aðila, til dæmis á milli eininga alþjóðlegrar fyrirtækjasam- steypu. Mörg dæmi eru þekkt um að fyrirtæki reyni að komast hjá skatt- heimtu með því að haga verðlagningu í slíkum viðskiptum þannig að sem mest af hagnaði samsteypunnar verði til í landi með lága skatta, en sem minnst í löndum með háa skatta. Reglur um upplýsingagjöf um milli- verðlagningu taka á þessum vanda. Vandamálið er sennilega ekki stór- vægilegt út frá sjónarhóli íslenzkra skattayfirvalda. Ísland leggur lægri tekjuskatta á fyrirtæki en flest þau lönd þar sem íslenzk útrásarfyrir- tæki hafa haslað sér völl og hvatinn fyrir íslenzk útrásarfyrirtæki að flytja hagnað sinn til annarra landa er því ekki mikill. Eins og Ólafur Karl og Jón Ingi benda á getur málið hins vegar horft öðruvísi við frá sjónarhóli skattayfir- valda í þeim löndum þar sem íslenzk fyrirtæki hafa haslað sér völl. Þau getur grunað að reynt sé að færa hagnað á milli landa með óeðlilegri milliverðlagningu. Það er þess vegna vafalaust í þágu trúverðugleika íslenzks viðskiptalífs að setja skýrari reglur um milliverð- lagningu og viðskipti tengdra aðila, hvort sem það er gert með nýrri lög- gjöf eða með því að styrkja núver- andi skattalög, eins og Baldur Guð- laugsson, ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins, nefnir hér í blaðinu í gær. Fyrirtæki geta bent á að slíkum reglum fylgi fyrirhöfn og kostnaður. Hins vegar er auðvitað bæði fyrir- hafnar- og kostnaðarminna að veita upplýsingar, sem gefa skattayfir- völdum greinagóða mynd af starf- seminni, en að lenda í skattendur- skoðun. Samræmingu skattalegra reglna af þessu tagi má ekki rugla saman við samræmingu skatthlutfalla. Sumir telja að samræming skatthlutfalla, til dæmis innan Evrópusambandsins, sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki skjóti sér undan því að greiða það, sem þeim ber. Að skattaleg samkeppni þýði að minna og minna komi í ríkiskassann. Það er ekki rétt eins og reynslan af lækkun fyrirtækjaskatta hér á landi sýnir. Regluverk af því tagi, sem hér er til umræðu, á að duga. Skattasam- keppni á milli ríkja er hins vegar bæði æskileg og nauðsynleg. Það má til dæmis færa rök fyrir því að það sé Íslandi nauðsynlegt, vegna ýmissa ókosta sem fylgja smæð hagkerfisins og fjarlægð frá mörkuðum, að bjóða upp á lægri fyrirtækjaskatta en helztu samkeppnislönd. GILDI EFTIRLITSMYNDAVÉLA Í gær upplýstist alvarlegt sakamálvegna þess að myndir úr örygg- ismyndavélum viðskiptaskrifstofu kínverska sendiráðsins við Garða- stræti voru birtar í fjölmiðlum. Þrír piltar, sem gengu í skrokk á tveimur mönnum og börðu þá þar til þeir lágu meðvitundarlausir í götunni, höfuðkúpubrutu m.a. annan þeirra, gáfu sig fram við lögreglu eftir að þeir þekktust á myndunum. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir hér í blaðinu í dag að eftirlitsmynda- vélar lögreglunnar hafi jafnframt skipt miklu fyrir rannsókn málsins og nauðsynlegt sé að fjölga vélun- um. Ýmis deilumál og álitaefni hafa komið upp vegna öryggis- og eft- irlitsmyndavéla undanfarin ár. Það hefur t.d. þótt of langt gengið að hafa myndavél inni í íbúðarrými heimavistar í skóla, vegna þess að þar sé um að ræða heimili þeirra, sem í hlut eiga. Persónuvernd hefur talið að myndavélar í anddyri heima- vistar eigi að duga til að þangað komi t.d. ekki óboðnir gestir. Þá þótti það alltof langt gengið að hafa myndavél í búningsklefa líkams- ræktarstöðvar, jafnvel þótt tilgang- urinn væri að upplýsa þjófnað. Þetta á hins vegar ekki við um götur miðborgarinnar. Það eru eng- in rök fyrir því að fylgjast ekki með þeim með myndavélum. Göturnar eru opinber vettvangur. Rétt eins og fólk á að vera öruggt fyrir eftirliti hins opinbera inni á heimili sínu eiga almennir borgarar heimtingu á að yfirvöld fylgist nógu vel með á göt- um úti til að öryggi þeirra sé tryggt. Öryggismyndavélarnar hafa þegar sannað gildi sitt. Eitt alvarlegt saka- mál, sem upplýsist vegna myndavél- anna, er nægileg réttlæting fyrir til- vist þeirra. Það hlýtur að vera stefnan að fjölga þeim. Hins vegar getur lögreglan auðvitað ekki treyst á þær eingöngu; þær koma ekki í stað sýnilegs eftirlits lögregluþjóna, sem nú er verið að auka verulega. Flæði sjúklinga, endur-skoðun á heildarmönn-un og uppbygginggöngu- og dagdeilda verða meðal helstu áhersluþátta í starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss nú í ár. Fjármunir hafa sérstaklega verið teknir frá til þessara verkefna. Þegar verð- ur á næstu vikum leitað samstarfs við erlenda aðila til að skoða mönnun sjúkrahússins í heild og koma með framkvæmdaáætlun þar að lútandi í samvinnu við starfsfólk. Er vonast til að þeirri vinnu ljúki fyrir sumarið. Inn- og útskriftir Flæði sjúklinga snýst um að tryggja öryggi þeirra, endur- skoða og skýra verklag, bæta skráningu, efla teymisvinnu, auka samvinnu í heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði. Verkefnið snýr bæði að inn- og útskriftum sjúk- linga á spítalanum sem og biðtíma sem skapast af ýmsum orsökum meðan á legu á sjúkrahúsinu stendur. Telur framkvæmdastjórn spít- alans að breyta þurfi ýmsu í hefð- um og menningu innanhúss, sem rekja megi í einhverjum tilvikum jafnvel áratugi aftur í tímann, til að tryggja vel skipulegt flæði sjúklinga. Hafa sérstakir fjár- munir verið teknir frá til þessa verkefnis eða um 100 milljónir króna, og stýrinefnd verið skipuð sem gera á framkvæmdaáætlun og setja verkefninu tímamörk. Áætlað er að innleiðingu á flæði sjúklinga verði lokið fyrir árslok árið 2008. „Það þarf að fara ofan í alla verkferla á sjúkrahúsinu, yfirfara alla keðjuna ef svo má segja, til að stytta biðtíma sjúklinganna,“ seg- ir Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. „Byrja þarf að skoða þetta ferli strax við innskrift, hvort t.d. rannsóknarniðurstöður gætu komið fyrr. Síðan þarf að skoða allt ferlið alveg fram að útskrift, en þar er aðalflöskuhálsinn sem skapast þegar ekki finnst strax umönnun við hæfi.“ Getur tafið útskriftir af sjúkrahúsi um einn dag Erlendar rannsóknir sýna að sögn Jóhannesar að einungis sá þáttur að flytja sjúklinga milli deilda getur tafið fyrir útskrift um einn legudag. Jóhannes segir þetta verkefni í raun tengjast öðru stefnumáli LSH, þ.e. frekari uppbyggingu göngu- og dagdeilda. Sé hægt að koma því þannig fyrir að sjúkling- ar geti hitt sína sérfræðinga á göngudeild á sjúkrahúsinu gæti það flýtt fyrir útskrift. Dagdeildir, þar sem m.a. eru framkvæmdar minni aðgerðir, hafa eflst á und- anförnum árum en það getur m.a. orðið til þess að stytta legutíma. Sjúklingar sem áður hafa þurft að leggjast inn vegna aðgerða, geti farið heim samdægurs. Nýtt sjúkrahús sem nú er verið að teikna, mun m.a. taka tillit til þessarar stefnu og dag- og göngu- deildir fá þar mikið rými. Hins vegar segir Jóhannes nauðsynlegt að huga þegar að frekari upp- byggingu slíkra deilda svo allir séu vel undirbúnir þegar nýja sjúkrahúsið verði tekið í notkun. Nú þegar starfar um helmingur sérfræðinga spítalans eingöngu á sjúkrahúsinu, en aðrir eru einnig með stofu úti í bæ. Hlutfall þeirra sem alfarið starfa á spítalanum hefur verið að hækka undanfarin misseri. Hversu marga starfsmenn þarf til að reka sjúkrahús? Á þessu ári mun stjórn spítal- ans einnig ráðast í endurskoðun mönnunar á öllu sjúkrahúsinu. „Við þurfum að meta hversu marga starfsmenn þurfi, í hverri fagstétt fyrir sig,“ segir Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH. Stefnt sé að því Mönnun til  Vandi í flæði sjúklinga krufinn  Uppbygging dag Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengis- þróun voru meðal þeirra þátta sem settu strik í reikning Landspítala – háskólasjúkrahúss á síð- asta ári. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við þrjá framkvæmdastjóra spítalans um liðið ár og áherslumál næstu mánaða. Í HNOTSKURN » Um 100 þúsund ein-staklingar nýta sér þjón LSH á hverju ári eða um þri ungur þjóðarinnar. Margir koma oftar en einu sinni. » Samkvæmt áætlaðri rekarniðurstöðu verður rek arhalli LSH um 250 milljóni síðasta ári eða um 0,8% umf fjárheimildir. » Það kostar rúmlega 30milljarða að reka LSH á lega. Um 70% eru launakost aður. » Það er stefna spítalans efla göngu- og dagdeild innan sjúkrahússins. Um he ingur sérfræðinga spítalans starfar þar eingöngu. Aðrir einnig með stofu úti í bæ. » Frá janúar til nóvembersíðasta ári voru komur á göngudeild átröskunar 726. » Á sama tímabili voru koá göngudeild syukursjúk 4.784. » Komur á göngudeild smsjúkdóma voru 1.048 á fyrstu 11 mánuðum síðasta sem er aukning um 23,3% m við sama tímabil árið á unda » Fjöldi koma á slysa- ogbráðamóttökur LSH var tæplega 75 þúsund á þessu t bili sem er aukning um 4,1% milli ára. » Meðalfjöldi koma á slysbráðadeild í Fossvogi á hverjum degi var 147. » Fæðingar á tímabilinu v2.849. Þar af voru 77 tví burafæðingar og ein þríbur fæðing. » Á sama tímabili árið 200voru tvíburafæðingar 54 þríburafæðingar þrjár. » Sjúkrahústengd heimaþusta sem starfsmenn LS veita færist í aukana. » Á fyrstu ellefu mánuðumsíðasta árs fóru starfsm heimaþjónustunnar í 6.380 v anir í heimahús en á sama tí bili árið áður í 5.767 og því e aukningin 10,6% milli ára. „ÞETTA hefur algerlega umbreytt lífsgæðum mínum og mér finnst skipta gríðarlegu máli að hafa farið í aðgerðina hér heima,“ segir Hild- ur Pétursdóttir þýðandi, sem er ein þeirra átta sem fengu grætt í sig nýra á Landspítalanum á síðasta ári. Nýrnaígræðslur hófust á LSH árið 2003 og hafa síðan verið fram- kvæmdar 22 aðgerðir. Nýrnaþegar voru á aldrinum þriggja til 66 ára. Þetta er í annað sinn sem Hildur fær grætt í sig nýra en árið 1993 fór hún utan til Danmerkur í samskon- ar aðgerð. Þá var það faðir hennar sem gaf nýrað en móðursystir hennar gaf henni nýra í fyrra. Um þremur árum áður en fyrri ígræðslan fór fram hafði nýrnabil- un gert vart við sig hjá Hildi. Var hún í blóðskilunarvél í þrjá mánuði fyrir aðgerðina. Eftir mörg góð ár að henni lokinni, sem þó fylgdi há- þrýstingur, hætti gjafanýrað að starfa. „Þetta gaf mér þrettán góð ár, þótt aðeins hafi farið að halla undan fæti síðustu tvö árin,“ segir Hildur. Hún var í fullri vinnu og tók sér ekki veikindafrí fyrr en nokkr- um vikum áður en gjafanýrað bilaði alveg. Í kjölfarið fór hún í svokall- aða kviðskilun í átta mánuði þar til hún fór í nýrnaígræðslu á LSH í febrúar á síðasta ári. Eftir þá að- gerð gjörbreyttist líðan hen háþrýstingurinn var auk þe inn. „Mér finnst módelið vi ígræðslu hér á landi alveg g arlega gott,“ segir Hildur u reynslu sína. „Það er mikil ir því og ró og kyrrð yfir þe Enginn æsingur af neinu ta fann fyrir miklu öryggi.“ Hildur fór heim á fimmta eftir aðgerðina og líður mjö Hún var komin í hálfa vinnu fimm vikur og fulla vinnu sj eftir aðgerð. Hún segist gera allt í dag aðrar heilbrigðar mannesk – jafnvel meira en flestir! „ Lítur jákvæðum augu framtíðar með nýtt ný 22 nýrnaígræðslur hafa verið framkvæmdar á Landsp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.