Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  S 3–8 m/s. Létt- skýjað norðan- og austanlands og hiti nálægt frost- marki en skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands. » 8 Heitast Kaldast 5°C -2°C ÁN ÞESS að oftúlka titilinn á fyrstu sóló- plötu sinni segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hann tákna þrá til að komast frá hinum efnislega heimi. Platan nefnist Þar sem malbikið svífur mun ég dansa og kom út fyrir jólin. Hún hefur hlotið nokkra athygli og fékk m.a fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins. Þrátt fyrir að vera nýliði á tónlistarsviðinu sem einyrki er Jónas enginn nýliði í tónlist- arbransanum almennt. Á yngri árum var hann trommari í þungarokkshljómsveitinni Trössunum en líklega er hann þekktari fyrir að vera söngvarinn í hinum fornfrægu Sól- strandargæjum sem urðu landsfrægir fyrir slagarann „Rangur maður“. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Jón- as að hann hafi hálfpartinn kviðið fyrir því að leggja þetta sólóefni fram, sérstaklega þar sem hann ákvað að gera heiðarlega og ein- læga plötu sem endurspeglaði líf hans. | 48 Gamall Sólstrand- argæi gefur út ÞAÐ fór vel á með þeim Thor Vilhjálmssyni og Kristjáni Dav- íðssyni í Alþingishúsinu í gær. Tilefnið var að þrír listamenn bættust í hóp þeirra þrjátíu sem Alþingi veitir árlega heiðurslaun fyrir framúrskarandi framlag til íslenskrar menningar. Þeir Thor og Kristján eru báð- ir í hópi heiðurslistamanna Al- þingis og voru viðstaddir mót- tökuna ásamt fleiri kollegum sínum. Þrír nýliðar Nýliðarnir eru þau Guðmunda Elíasdóttir, söngkona og söng- kennari, Guðmundur Jónsson söngvari og Magnús Pálsson myndlistarmaður. Heiðurslaun eru veitt hverjum listamanni til æviloka en með þeim vill Alþingi „sýna sínum bestu listamönnum sóma“, eins og meðal annars kom fram í máli Sólveigar Pétursdóttur, for- seta Alþingis í gær. | 48Morgunblaðið/Sverrir Gaman hjá Kristjáni og Thor Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is GERT er ráð fyrir að kostnaður við S-merkt lyf á Landspítala – háskólasjúkrahúsi verði að minnsta kosti um tveir milljarðar á þessu ári en samkvæmt rekstraráætlun verða lagðar 280 miljónir króna aukalega í þennan þátt spítal- arekstursins. Á síðasta ári gerði rekstraráætlun spítalans ráð fyrir að kostnaður við S-merkt lyf yrði um 1,7 milljarðar króna á verðlagi ársins 2007 en samkvæmt áætluðum rekstrarniður- stöðum ársins mun kostnaður við lyfin nema rúmum 1,9 milljörðum króna. Skýrist þetta af miklum fjölda nýrra tegunda lyfja sem eru að ryðja sér til rúms á markaðnum, t.d. öflugra krabbameinslyfja og lyfja við ýmsum ónæmis- sjúkdómum. „Lyfin eru hrikalega dýr,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, en bendir á að mörg þeirra auki verulega lífsgæði sjúklinga og sum geti jafnvel læknað alvarlega sjúkdóma. „Það bíða núna lyf til afgreiðslu sem munu valda 350 millj- óna króna kostnaðarauka til viðbótar við áætl- anir okkar,“ segir Jóhannes. Auðveldlega geti kostnaðaraukningin numið rúmum 600 milljón- um, verði öll lyf sem bíða afgreiðslu samþykkt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga LSH, segist eiga von á því að kostnaðaraukningin verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir í rekstraráætlun ársins. Tekist hafi að halda nokkuð aftur af kostn- aðaraukningunni, en hún sé hins vegar langt umfram verðlagsþróun. Jóhannes líkir þróuninni nú við stökkbreyt- ingu. „Við áttum von á þessari holskeflu,“ segir hann, „núna er hún orðin að veruleika.“  Mönnun í endurskoðun | Miðopna Holskefla nýrra og dýrra sjúkrahúslyfja á LSH Gert er ráð fyrir 280 milljónum króna aukalega í rekstraráætlunum Land- spítalans og ný lyf sem kosta um 350 milljónir króna bíða enn samþykktar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BETUR fór en á horfðist þegar bifreið Arnars Geirdals Guð- mundssonar og Rutar B. Ásgeirs- dóttur lenti á hálkubletti um kvöldmatarleytið á miðvikudag skammt frá golfvellinum í Borg- arnesi með þeim afleiðingum að bíllinn, fjórhjóladrifinn Hyundai Starex, lenti utan vegar eftir að hafa farið tvær veltur. „Sennilega hefur það bjargað okkur að við vorum bæði í beltum, því nær allar rúðurnar í bílnum brotnuðu og bíllinn er gjörónýtur að sögn lögreglu,“ segir Rut, sem þakkar forsjóninni að ekki fór verr. Þau hjónin sluppu ótrúlega vel og án allra meiðsla. „Við vorum að koma að norðan þegar við skyndilega lentum á svakalegum hálkubletti og bíllinn fór að dansa á veginum,“ segir Rut og tekur fram að allnokkur umferð hafi verið á veginum á þessum tíma. Segir hún mikla mildi að þau hafi ekki lent framan á bílum sem komu á móti. Að sögn Rutar finnst henni þó- nokkuð umhugsunarvert að eng- um þeirra bílstjóra, sem vitni urðu að óhappinu eða keyrðu framhjá bílnum þeirra, þar sem hann var úti í móa með ljósin enn kveikt, fannst ástæða til þess að stoppa og athuga hvort farþegar væru ómeiddir. „Mér finnst alveg ótrúlegt að enginn skyldi stoppa til að athuga hvort það væri í lagi með okkur,“ segir Rut, en að sögn lögreglu var það bílstjóri í bíl sem var á undan bíl Rutar sem sá hvað gerðist í baksýnisspeglinum og hringdi á lögregluna. „Lögreglan var greinilega skammt undan og var komin á staðinn nánast um hæl. Stuttu seinna kom einnig sjúkrabíll. Við vorum reyndar búin að biðja um að hann yrði afpantaður þar sem okkur fannst allt í lagi með okkur, en þeir hafa greinilega viljað skoða okkur og ganga úr skugga um að allt væri í lagi,“ segir Rut og vildi koma sérstökum þökkum til lögreglu- og sjúkraflutnings- manna fyrir góða aðhlynningu og hlýlegt viðmót. Segir bílbeltin hafa bjargað þeim Fjöldi bílstjóra keyrði framhjá slysstað án þess að stoppa eða athuga með líðan farþeganna Morgunblaðið/Kristinn „SAMKVÆMT umferðarlögum ber vegfar- endum skylda til að stoppa, aðstoða fólk í neyð og láta vita af óhappi,“ segir Theodór Kr. Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgar- nesi. „Það er af sem áður var þegar vanda- málið var frekar hversu margir stoppuðu og vildu leggja fólki í neyð lið,“ segir Theodór sem talar af 30 ára reynslu sem lögreglu- maður. Hann segir mögulegt að sumir stoppi ekki þegar þeir sjái bíl utan vegar þar sem þeir dragi þá ályktun að bíllinn sé yfirgefinn. Til að bregðast við þessu segir hann lögregl- una í Borgarnesi ávallt merkja slysstaði með gulum lögregluborðum. „Sjái fólk borða er því óhætt að aka framhjá án viðbragða því borðinn þýðir að búið sé að sinna málinu. Sé enginn borði er það hins vegar til merkis um að um nýtt óhapp sé að ræða.“ Bílstjórum ber að stoppa og láta vita STÆRSTI banki heims, Citygroup, mælir með kaupum á bréfum Kaupþings banka í nýju verðmati sínu, sem er hið fyrsta sem Citygroup gerir á íslenskum banka. Telja sérfræðingar Citygroup virði Kaupþings banka vera á bilinu eitt þúsund til 1.036 krónur á hlut, en gengi bréfa Kaup- þings var um fimmtungi lægra þegar matið var gert 2. janúar sl. eða 841 króna á hlut. Bréf Kaupþings hækkuðu í gær um 2,8% í 883 krónur á hlut. Fleiri fjármálafyrirtæki munu birta greiningar á Kaupþingi á næst- unni. | 16 Mælir með Kaupþingi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.