Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arndís Ásgeirs-dóttir húsmóðir fæddist á Blönduósi 13. september 1919. Hún lést á Dvalar- heimilinu Grund 26. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Þorvaldsson, f. 1881, d. 1962, og Hólmfríður Zop- honíasdóttir, f. 1889, d. 1957. Arn- dís var fimmta í röð tíu systkina. Látin eru Hrefna, f. 1909, d. 1939, Sig- ríður, f. 1911, d. 1990, Ása, f. 1914, d. 1996, Soffía, f. 1917, d. 2004, Olga, f. 1921, d. 1977, Þor- valdur, f. 1921, d. 2003, Helga Maggý, f. 1923, d. 1970, og Val- garð, f. 1927, d. 1996. Zophonías, f. 1924, lifir einn systkini sín. Arndís giftist 18. október 1942 Halldóri Erlendssyni kennara, f. á Ísafirði 16. mars 1919, d. 14. októ- ber 1975. Börn þeirra eru 1) Ás- geir, f. 30.7. 1946, maki Elín Fanney Guðmundsdóttir, 2) Sigríður, f. 30.1. 1953, 3 Erlendur, f. 17.12. 1957, maki Hildur Þorsteins- dóttir, og 4) Ása, f. 25.7. 1959, maki Þór S. Björnsson. Fyrir átti Arndís soninn Hrafn, f. 2.10. 1938, d. 3.1. 1986. Barna- börn Arndísar eru fimmtán og barnabarnabörnin níu. Arndís og Halldór bjuggu lengst af í Mávahlíð 41 í Reykja- vík. Arndís helgaði sig heimili og börnum en auk þess starfaði hún við fyrirtæki þeirra hjóna, Sport- vörugerðina. Arndís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku móðir, það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja móður og vin- konu, eins og þú varst okkur. Í hjarta okkar bærast miklar og sterkar tilfinningar við fráfall þitt. Þú varst gjafmild, styrk og blíð móð- ir, framar öllu öðru í lífi þínu. Ást þín til okkar var skilyrðislaus og um- vafði okkur þétt og hlýtt. Í skjóli slíks móðurkærleika er hvert barn lánsamt að vaxa úr grasi. Það duldist okkur ekki, nú á vetr- ardögum, að þú varst orðin södd þinna lífdaga og við heyrðum þig bæði undrast yfir tilgangi frekari jarðvistar og biðja Guð þinn um að taka þig til sín. Og góður Guð, sem þú áttir svo undurheita trú til, bæn- heyrði þig, þannig að tilveran yrði þér ekki þyngri en þú hafðir bol- magn til að bera. Í sorg okkar hljót- um við því samtímis að gleðjast fyrir þína hönd, að þú fékkst þitt farar- leyfi, orðin 87 ára gömul og að bana- lega þín tók innan við vikutíma. Við börnin þín og barnabörn fengum það ómetanlega tækifæri að sitja hjá þér síðustu daga þína, kveðja þig og halda í hönd þína, allt þar til þú skildir við. Það var mikil Guðs bless- un og fyrir það erum við ákaflega þakklát og sátt við Guð og menn. Við vitum að endurfundir þínir við föður okkar, Hrafn bróður okkar, foreldra þína og systkini eru ljúfir og þar ríkir gleði. Þetta kemur svo hughreystandi fram í einum þeirra sálma, sem við munum syngja í kirkjunni í dag. Samferðamenn, gjörist glaðir, grátið ekki dauða minn. Heim þig kallar himnafaðir, nú hættir störfum líkaminn. En ekki þrjóta andans leiðir ykkur þó ég skilji við. Nú eru vegir nógu greiðir, nú er líf mitt fullkomið. Gangið því til grafarinnar glaðir, burt frá þessum stað, ár eru talin ævi minnar en andinn lifir, munið það. Þegar líkams brestur bandið, bikar hérlífs tæmið þið, svífið yfir sólarlandið, saman aftur búum við. (Höf. óþ.) Þú varst einmitt búin að velja alla sálmana fyrir útför þína, okkur til huggunar og Guði til lofgjörðar og bænar. Við viljum því enda þessi kveðjuorð okkar með öðrum göml- um sálmi sem þú valdir og minnir okkur á óbilandi trúarstyrk þinn, sem svo mjög einkenndi þig, þú góða og grandvara kona. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs- og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal.) Far þú í friði, elsku móðir, og hafðu þökk fyrir alla þína ást og um- hyggju okkur til handa. Við elskum þig og dáum. Fyrir hönd barna hinnar látnu, Ása Halldórsdóttir. Daginn sem Elli fór með mig í heimsókn til þín á Sléttuveginn hugsaði ég, vonandi líst þér ekki illa á mig því ég var ástfangin af syni þínum. Elli bað mig um að tala ekki mikið og hafa ekki hátt, eins og ég væri barn og hefði aldrei talað við eldra fólk, því móðir hans væri farin að eldast og þyldi ekki mikinn hávaða. Á móti okkur tók lítil, falleg, grá- hærð, brosandi kona, dálítið grall- araleg og við týndum okkur við skraf, skoðuðum gamlar myndir af ættingjum og tíminn flaug frá okk- ur. Nokkrum mánuðum seinna flutt- ir þú í hreiðrið til Siggu dóttur þinn- ar á Bræðraborgarstíginn, þar sem hún sinnti þér af alúð og henni fannst það vera forréttindi að fá að hugsa um þig, þar sem þú ættir það alveg inni hjá henni eftir uppeldið á henni, eða svo sagði hún. Þær voru ófáar heimsóknirnar þangað með börnin og án þeirra og alltaf tekið svo vel á móti manni. Við vorum líka svo lánsamar mæðgurnar að fá að vera á Sléttuveginum fyrstu vikur Olgu Maggýjar, það þótti mér af- skaplega vænt um. (Takk fyrir það). Þú hafðir þann hæfileika að finna á þér og vita ýmislegt sem öðrum var kannski ekki kunnugt um og þá spurðir þú eða sagðir eitthvað. Þú vildir að fjölskyldan væri sam- an, ferðaðist saman og stæði þétt saman og allt þetta hefur ræst, elsku Dísa. Þú gast ekki verið viðstödd brúðkaup okkar núna í haust en mikið veit ég að það gladdi þig, enda gáfum við okkur tíma til að koma við hjá þér á leið í veisluna. Ég geymi öll fallegu orðin þín til okkar í huga mínum og hjarta alla ævi. Þú varst alltaf hlý og góð við mig, elsku Dísa mín, södd lífdaga 87 ára að aldri og varst hvíldinni fegin eftir tiltölulega stutt veikindi. Fjölskyldan skiptist á að sitja hjá þér fyrir jól og allt fram í andlátið og veit ég að við öll sem fengum tæki- færi til þess glöddumst yfir þeim tíma, að fá að sinna þér og sýna þér væntumþykju. Ég sakna þín og bið góðan Guð að varðveita þig og gefa öllum ástvin- um styrk. Sofðu rótt. Þín tengdadóttir Hildur. Vertu sæl, Dísa mín. Þú varst öllum fordæmi í fórnfýsi og hjálpsemi. Í þeim efnum varst þú boðin og búin að gera í raun meira en hægt var að ætlast til. Það var ótrúlegt hvað þú lagðir á þig þrátt fyrir að vera kvalin af gigt. Dugleg varstu því jafnframt því að veita börnum þínum heimili hélst þú íbúðinni við með því að mála. Ég man eftir því þegar þú varst að afgreiða um helgar í Sportvörugerð- inni sem var í kjallaranum og sonur þinn Ásgeir rak. Í raun átti að vera lokað en þér þótti tilvalið að leggja lið þegar einhver hringdi dyrabjöll- unni, síðan sagðir þú hreykin frá hversu mikið þú hafðir selt. Mörg eru þau ömmubörnin sem fengið hafa bita í eldhúsinu hjá þér í gegnum tíðina, skrafað við þig um leið og þegið lífsreglurnar frá þér. Það var dýrmætt tækifæri og frá- bær hjálp í því að búa hjá þér í Mávahlíðinni á meðan við Ása vorum í námi og eignuðumst frumburðinn okkar. Þú hefur reynst börnunum okkur yndisleg amma sem þeim þótti ljúft að heimsækja á Sléttuveg- inn og fá að komast í leikföngin sem þú hafðir inni í skáp. Þegar ég hugsa til þess að þú hef- ur verið ekkja í meira en 30 ár, sakn- að Halldórs allan þann tíma og einn- ig gengið í gegnum þá erfiðu reynslu að missa son þinn, hann Krumma, þá geri ég mér grein fyrir að sorgin dvaldi við hjarta þitt en trú þín veitti þér þó huggun og von. Von þín og trú gefur okkur styrk til að takast á við söknuðinn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þinn tengdasonur Þór. Það er sagt að það eina sem mað- ur geti gengið út frá þegar maður fæðist sé að maður muni einhvern tímann deyja og að það sem skipti máli sé tíminn sem maður hafi þessa á milli. Og svo kemur að kveðjustundinni. Þú stendur eftir einmana og horfir á eftir ástvini yfir í aðra heima, fullur af söknuði og trega. Staðreynd lífs og dauða sem þér hefur tekist að horfa fram hjá í hinu daglega lífi stendur nú augliti til auglitis við þig. Og á þannig stend ég núna. Ég er hér og horfi á eftir henni ömmu minni, manneskju sem mér þótti og þykir óendanlega vænt um og var mér ómetanlega mikils virði. Og hjartað vill ekki enn meðtaka þessa staðreynd. Sennilega var amma löngu tilbúin í að halda göngunni áfram og oft var eins og vera hennar hér væri henni bið. En það er sárt að þurfa að sleppa. Við amma vorum mjög nánar þótt hafið hafi skilið okkur að í yfir ára- tug. Því meir glöddumst við þegar við náðum að hittast og hún beið allt- af með opinn faðminn og falleg orð. Það verður erfitt að koma næst heim og hún er farin. Ef þú skyldir enn geta heyrt til mín vil ég segja þér hvað það var mér mikils virði að finna hve stolt þú varst af mér og að þú dæmdir mig aldrei. Þakka þér fyrir þá góðu siði sem ég lærði af þér og þær góðu stundir sem við áttum saman og fyr- ir stuðning og samveru á mínum erf- iðustu tímum. Og ég er stolt af að vera af þér komin. Og ég er stolt að fá að bera nafnið þitt þar til minn Arndís Ásgeirsdóttir ✝ Þórunn SólbjörtFriðjónsdóttir fæddist á Sílalæk í S-Þingeyjasýslu 20. apríl 1930. Hún lést í Reykjavík 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðjón Jón- asson bóndi á Síla- læk, f. 5.5. 1901, d. 2.10. 1946, og Katrín Benónía Sólbjarts- dóttir, f. 20.6. 1905, d. 30.1. 1999. Systk- ini Sólbjartar eru Falur, f. 1926, d. 2006, Sigríður, f. 1928, og Halldór, f. 1939. Þórunn giftist 17.6. 1952 eftirlif- andi eiginmanni sínum Birni Inga Þorvaldur, rafvirkjameistari, f. 30.5. 1953, eiginkona Guðrún Pál- ína Björnsdóttir, f. 16.5. 1953, börn þeirra Þórunn Birna, f. 9.10. 1972, Kristín Björk, f. 17.2. 1976, og Edda Rut, f. 1.10. 1986. 3) Ingi Þór, rafvirki, f. 21.3. 1955, eiginkona Helga Þóra Þórsdóttir, f. 9.3. 1956, börn þeirra Erna Björk, f. 6.6. 1974, Eva Lind, f. 10.3. 1976, og El- ísa Ösp, f. 22.7. 1988. 4) Bjarni, hár- greiðslumeistari, f. 1.11. 1959, eig- inkona Brynja Þorkelsdóttir, f. 1.10. 1963, börn þeirra Arndís Hrund, f. 7.6. 1988, Aron, f. 18.7. 1991, og Íris, f. 13.6. 1994. Þórunn og Björn bjuggu lengst af í Kópavogi og þar ólust börnin upp. Eftir að börnin uxu úr grasi fór hún að vinna við sauma en starfaði síðast hjá Tryggingu hf. eða þar til hún lét af störfum vegna veikinda árið 1995. Útför Þórunnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þorvaldssyni húsa- smiði, f. 15.10. 1929. Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson, f. 23.5. 1901, d. 21.4. 1989, og Laufey Em- ilsdóttir, f. 23.10. 1899, d. 1.7. 1957. Þórunn og Björn eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Friðdís, f. 19.8. 1951, d. 28.6. 1984, sam- býlismaður Benedikt Guðmundsson, f. 5.12. 1943, börn Þórir Björn, f. 4.6. 1971, Katrín María, 1.5. 1975, Guðrún Kristín, f. 1.9. 1977, d. 22.12. 1977, og Guð- mundur Rúnar, f. 20.5. 1979. 2) Elskuleg frænka mín og vinkona, Þórunn Sólbjört Friðjónsdóttir, er nú horfin yfir móðuna miklu. Ég vil þakka fyrir öll sporin sem við gengum saman í blíðu og stríðu. Þegar við vor- um litlar kom móðir hennar oft með hana og Siggu systur hennar í heim- sókn út í Bjarneyjar þar sem við bjuggum. Þar var margt um manninn og allir krakkarnir léku sér sem einn maður saman. Kaja, móðir hennar, var fædd og uppalin í Bjarneyjum. Árin liðu og Tóta kynntist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Birni Þor- valdssyni. Alltaf hafa Tóta og Bjössi verið sem einn maður í huga vina sinna. Ég hef notið vináttu þeirra og hjálpsemi alla ævi. Sérstaklega er mér minnisstætt er þau pössuðu dótt- ur mína þegar ég þurfti í bráðatilfelli að fara á spítala. Þau dekruðu svo við Rósu í dvölinni að Bjössi og Tóta áttu hug hennar og hjarta alla tíð síðan. Það var oft gaman þegar við fórum út að skemmta okkar. Þá höfðum við Tóta hann Bjössa sem bílstjóra, feng- um okkur líkjör og kaffi í bláan gull- bolla. Farið var á grímudansleiki, frumsýningar, tónleika og ýmsa skemmtilega viðburði á hverjum tíma. Við ferðuðumst saman bæði inn- anlands sem utanlands svo eitthvað sé nefnt. Það var gott að heimsækja Tótu og Bjössa og njóta þeirra miklu gestrisni þó plássið væri ekki alltaf stórt þá voru stór hjörtu á heimilinu. Börnin voru fjögur. Hjá þeim dvöldu einnig ættingjar í lengri eða skemmri tíma svo sem Katrín, móðir Tótu, og Þor- valdur, faðir Bjössa. Fyrir nokkrum árum fór að síga á ógæfuhliðina með heilsuna hjá Tótu minni. Hún kvartaði aldrei og sagði að hún hefði það gott en var jafnframt alltaf að huga að líðan annarra í kring- um sig. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal) Innilegustu samúðarkveðju sendi ég Bjössa, Valda, Inga Þór, Bjarna og fjölskyldum þeirra. Sólbjört Gestsdóttir. Elsku frænka mín, hér sit ég við eldhúsborðið á jóladag til þess að minnast þín. Þegar við hittumst oft hjá móður þinni og frænku minni (Kaju) sem lá á hjúkrunarheimilinu Eir og þú hugsaðir alltaf um þar til hún lést 1999, þá hvarflaði það aldrei að mér að þú mundir dvelja þar sjálf svo stuttu eftir að hún kvaddi. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Þá fékkst þú heilablæðingu og ert búin að vera á Eir síðastliðin sjö ár. Þetta fannst mér mjög óréttlátt. Ég hélt að núna gætuð þið Bjössi farið að njóta lífsins, en það varð ekki svo. Elsku Tóta mín, ég veit samt að við hefðum ekki hist eins oft og við gerð- um, dugnaðarforkurinn minn, síðast- liðin sjö ár, ef allt hefði verið öðruvísi. Ég hef alltaf átt yndislegar stundir með þér og Bjössa þessi sjö ár sem þú dvaldir þarna, og alltaf fannst mér jafn yndislegt að sjá hvað þið voruð ástfangin. Ég er alveg viss um að þú varst tilbúin að kveðja núna, elsku Tóta mín. Ég kveð þig nú eins og ég gerði alltaf þegar ég kvaddi þig: „Ég elska þig og sendi þér marga marga kossa.“ Kæri Bjössi, ég veit að þetta er erf- iður tími og söknuðurinn mikill eftir 60 ára samveru, en við erum sammála um að þetta var best fyrir hana, og eins og þú sagðir við mig: „Svona er lífið, Gunna mín, það tekur enda.“ Ég bið Guð að taka elsku frænku mína í sinn náðarfaðm og styrkja og blessa þig, Bjössi minn, drengina þína, barnabörn og barnabarnabörn. Þú, frænka mín kær, ert nú horfin, en minningin lifir með mér. Brosið þitt fallega og hlýja, mun alltaf fylgja mér. Þín frænka Guðrún. Í dag kveðjum við Þórunni Frið- jónsdóttur, Tótu, skólasystur mömmu og góða vinkonu okkar. Þeg- ar ég hugsa um Tótu kemur fyrst upp í hugann hvað hún var alltaf glöð og kát, en þó svo róleg og yfirveguð. Minningarnar eru margar og góðar – kaffiveitingar í stofunni hjá Tótu og Bjössa, spjall við eldhúsborðið á Kjartansgötunni, Vínarheimsókn og Flórensferðin. Einnig þegar Tóta og Bjössi heimsóttu okkur Olgeir og stelpurnar í sumarbústaðinn og gam- an var að fá þau í fertugsafmælið mitt. Þegar við mamma heimsóttum Tótu eftir að hún var komin á Eir fór- um við að rifja upp gamla daga og mikið hlógum við þegar við rifjuðum upp atvikið litla í Flórens. Það voru góðar stundir þegar Tóta og mamma heimsóttu okkur Oddu í Vínarborg, en hvað við skemmtum okkur vel. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, tókum m.a. lestina til Flórens á Ítalíu. Keyptum okkur allar leðurjakka á markaðinum og ýmis- legt annað. Á markaðinum sáum við m.a. sæta litla trúða sem héngu á standi og ákvað Tóta að kaupa nokkra fyrir barnabörnin. Hún byrjaði að velja og tók einn af öðrum af stand- inum, en allt í einu datt einn trúðurinn í jörðina sem var forug eftir rigning- arnar. Sölumaðurinn varð öskuillur og skammaðist hástöfum, eins og Ítöl- um er lagið, yfir því að hún skyldi missa trúðinn í jörðina. Tóta mín, sallaróleg, setti hvern trúðinn af öðr- um upp á standinn aftur og keypti svo bara þann sem datt í forina, sölu- manninum til mikillar gremju. Svona var hún, ekki að æsa sig yfir hlutun- um og ekki að láta aðra hleypa sér upp. Það var gott að hitta Tótu og Bjössa, þau voru mjög samrýnd og notaleg að umgangast. Minningarnar eru ljúfar og vil ég þakka Tótu fyrir að vera svo góð vinkona mömmu og okkar. Takk fyrir allar yndislegu samverustundirnar og góðvild við mig og fjölskyldu mína. Kæri Bjössi, við fjölskyldan og mamma sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Theodóra Þorsteinsdóttir (Teddó), Borgarnesi. Þórunn Sólbjört Friðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.