Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 28
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is ÍSLENSKA ullin hefur hlýjað land- anum frá örófi alda, hún hefur þó varla þótt tískufyrirbæri en á síð- ustu árum hefur sköpunarkraftur nútímans hafið hana til vegs og virð- ingar. Ingibjörg Hanna Pétursdóttir hefur tekið ástfóstri við íslensku lambsullina en í síðastliðnum desembermánuði opnaði hún versl- unina HANNA í miðbæ Reykjavíkur og selur þar sérhannaðan og fágaðan kvenfatnað úr þæfðri íslenskri lambsull og fleiru – allt undir merk- inu HANNA. „Útskriftarverkefnið mitt var þæfð ullartískulína sem er nátt- úrlega miklu þykkari en það sem ég er með hér,“ segir Ingibjörg Hanna spurð um hvernig ullaráhuginn hafi vaknað. „Ég hafði prófað mig áfram hjá Ístex og féll fyrir slæðunni af ull- inni sem kemur úr vélunum hjá þeim og fór að hugsa hvað ég gæti gert við þetta. Þá byrjaði ég að þæfa og fór til Finnlands þar sem ég lærði vel að handþæfa. Eftir útskrift leitaði ég að einhverju hér á Íslandi til þess að koma framleiðslu af stað. Það er draumur minn að koma því áleiðis að hægt sé að nýta íslenska lambsull meira og betur í vefnað en gert hefur verið. Ég nota eingöngu lambsull en hún er mjög fín og miklu mýkri ull og þægilegri en þessi hefðbundna,“ lýsir Ingibjörg Hanna en frá lokum ársins 2001 hefur hún unnið með Ullarvinnslu frú Láru á Seyð- isfirði við að þróa efnið. „Það þurfti að finna út hvaða efni og aðferð kæmi best út, þau fyrir austan hafa líka þró- að band úr lambsull sem er mjög mjúkt.“ Hún leggur ein- mitt áherslu á að fatnaður hennar sé í senn þægilegur og glæsilegur – jakkar, kápur, pils og peysur – en vörulínan er gerð úr þæfðri ull í bómull, þykkari ull er í jökkunum og meiri bómull en ull í peys- unum svo dæmi séu nefnd, að auki má finna bómullar- og silkivörur inni á milli. HANNA hönnun I. Hönnu Ingibjörg Hanna hóf að fram- leiða vörur fyrir alvöru upp úr 2002 undir eigin merki og hafa HANNA-vörurnar verið seldar í Hollandi, þar sem hún var í námi, í Frakklandi, Bretlandi og Japan en hún segir nokkuð mismunandi eftir löndum hvaða vörur seljist, ullin aðallega í Bretlandi en meira af bómullarvörum í París – lambsullin veki þó alltaf eft- irtekt án þess að hún leggi sér- staka áherslu á íslenskan upp- runann, vörurnar kynni sig sjálfar. Eftir þrettán ár í Hollandi ákvað hún að flytja til Íslands sl. sumar ásamt fjölskyldu sinni, þó ekki í búðarhugleiðingum. „Ég byrjaði á því að koma mér upp vinnustofu en svo fyrir einum og hálfum mánuði var ég á gangi hérna niðri í bæ og sá þetta húsnæði, síðan hefur hraðinn verið mikill en allt vel þess virði. Það er eitthvað við þetta hús sem ég féll strax fyrir.“ Húsið sem hún féll fyrir er Lauga- vegur 20b og svo virðist sem vegfar- endur hafi fallið fyrir því sem er inni í búðinni: „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, ég átti heldur ekki von á því að svona margt fólk kæmi bara inn af götunni. Mað- ur tekur vissa áhættu við að opna svona búð og nú ver ég mestum tíma mínum hér. Ég fer svo aftur af stað í febrúar/mars að kynna línuna á sýn- ingum,“ segir hönnuðurinn Ingi- björg Hanna. Ofið úr lambsullinni Morgunblaðið/Kristinn Lambsull á Laugaveg Ingibjörg Hanna Pétursdóttir féll fyrir slæðunni af ullinni sem kom úr vélunum hjá Ístex. Vekur eftirtekt HANNA- vörurnar eru í senn glæsi- legar og þægilegar. Mjúkt Þæfð íslensk lambsull er undirstaða hönnunar Ingibjargar Hönnu. tíska 28 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.