Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 45 langt í stríðnina hjá þér sem Markús Ingi var fljótur að svara fyrir. Hann hafði mikinn áhuga á sumarbústaðn- um sem þú varst að byggja í Gríms- nesi og þá sérstaklega að fá að vökva fyrir þig sem oftar en ekki endaði með að fleira en plöntur fékk vökvun. Elsku afi, þegar vorar höldum við upp í sumarbústað með bros á vör því við vitum að þar ert þú nálægt okkur og kannski raulum við á leiðinni vís- una sem þú kenndir Markúsi Inga; „Ingi fingi foffiralli …“ og við vitum hvernig vísan endar. Minning þín lifir með okkur að ei- lífu, hvíl þú í friði og ró, elsku afi. Valgerður Hilda, Hróðmar Ingi og Markús Ingi. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sá fyrst til Gunnars Haraldssonar, eða Gunna sót eins og hann var lang- oftast kallaður. Þá kom hann einmitt á æskuheimili mitt til að sóta og ég man að ég furðaði mig sérstaklega á því hvað svona skítugur maður fékk höfðinglegar móttökur! Og ég var varla miklu eldri þegar hann kom í heimsókn til afa míns, með í för var Reynir sterki Leósson, harmónikka og áreiðanlega eitthvað fljótandi því glatt var á hjalla og krakkarnir máttu ekki trufla. Seinna kynntist ég Gunna svo bet- ur, var þá í hljómsveit með Ragga syni hans og við fengum að æfa á bíla- sölu Gunna við Strandgötuna. Hann var alltaf hlýr og vingjarnlegur við okkur strákana en líklega eigum við allir eftir að minnast hans fyrst og fremst fyrir það hve fyndinn og skemmtilegur hann var. Hann þekkti alla, kunni af þeim sögur og flestum fylgdu viðurnefni enda Gunni af þeirri skemmtilegu kynslóð sem gerði það oft að íþrótt að uppnefna fólk. Sjálfur fór hann ekki varhluta af sögunum frekar en viðurnefnunum. Fræg er sagan af því er hann kom á sveitabæ nokkurn og lét það eiga sig að leiðrétta þann misskilning að hann væri læknir sem kallaður hafði verið til. Þreifaði hann spekingslegur hátt og lágt á lasinni heimasætunni og til- kynnti svo að þetta væri greinilega liðmús á uppleið. Ekki veit ég hvort Gunni var þá í fisksöluferð en þær stundaði hann í sveitunum nyrðra, m.a. á gömlum lögreglubíl sem hann hafði keypt. Heyrði ég sagt að hann hefði verið lengi að venjast því að fara inn í hann að framan en ekki aftan. Gunni var líka töffari, með sérstakt og eftirminnilegt fas og talanda, ein af þessum skrautfjöðrum í mannlíf- inu sem þora að fara eigin leiðir. Ég er þakklátur fyrir skemmtileg kynni. Jón Haukur Brynjólfsson. fjölskylduna ætíð síðan. Sigurjón var á þessum tíma starfsmaður minn hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja og minnist ég góðs samstarfsmanns og vinar með hlýhug. Með Júníusi er fallinn frá traustur og góður maður sem margir Sandgerðingar munu eiga góðar minningar um. Hann helgaði bæjarfélaginu starfskrafta sína nánast alla starfsævina og var ávallt fljótur að bregðast við þegar vandamál bar að höndum. Á góðum stundum var oft rætt um þjóðmálin og ósjaldan kom Júníus með skemmtilegan vinkil inn í umræðuna og stutt var í húmorinn. Á sorgar- stundu sendum við Lóa innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Regína, Ragnar, Tryggvi, Anna María og fjölskyldunnar allrar með bæn um Guðsblessun ykkur til handa. Minning um góðan dreng mun lifa. Jón Norðfjörð. Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp um ljóshvolfin björt og heið. Þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst, þú ert aldrei einn á ferð. (Þýð. Óskar Ingimarsson.) Elsku afi takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín Sandra Dögg. ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fædd- ist í Efstadal, Ög- urhreppi, 23. febrúar 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi 29. desember síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Krist- ján Einarsson bóndi, f. 23. ágúst 1887, d. 26. júní 1927, og Kristjana Guðmundsdóttir, f. 12. september 1890, d. 3. janúar 1983, frá Hjöllum í Skötufirði, Ögurhreppi. Systkini Sigríðar eru Aðalheiður, f. 1913, d. 1925, Guðmundur, f. 1917, d. 1980, Björn Eysteins, f. 1920, Ari Magnús, f. 1922, d. 2001, Halldór, f. 1923, og Aðalsteinn, f. 1925. Árið 1941 giftist Sigríður Jóni Sigurðssyni, þau skildu. Sonur þeirra er 1) Kristján Jónsson, f. 1942. Fyrri kona hans var Guð- björg Guðrún Greipsdóttir, þau skildu. Dóttir þeirra er Guðleif Jóna. Seinni kona Kristjáns var Elsa Ísfold Arnórsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Arnór, Sara, Ari, Elsa og Björg. Árið 1956 giftist Sigríður Indr- iða Björnssyni skrifstofumanni, þau skildu. Börn þeirra eru 2) Björn, f. 1957, tæknifræðingur, kvæntur Elsu Gunnarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Elínu Sig- ríði og Elvu Dögg. 3) Einar Bragi, f. 1959, tæknifræðingur, kvæntur Þóru Elínu Helgadóttur, börn þeirra eru Hildur, Þorkell og Ásdís. 4) Að- alheiður Björk, f. 1960. Árið 1966 giftist Sigríður Richard Russel Barr, skrif- stofumanni. Hann lést árið 1972. Alls eru barna- börnin orðin ellefu og barnabarnabörn- in sjö. Æskuheimili Sig- ríðar á Hjöllum í Skötufirði leystist nokkuð upp eftir andlát föður hennar. Voru börnin send í fóstur á ýmsa bæi í sveitinni. Sigríður var send í fóst- ur til Bjarna Sigurðssonar í Vig- ur, þar sem hún undi sér vel og var í góðu yfirlæti í fjögur ár. Eftir að Sigríður fluttist suður vann hún ýmis störf, m.a. ráðs- konustörf, við ræstingar og margvísleg umönnunarstörf. Hennar lífsstarf varð, eins og hjá svo mörgum konum af hennar kynslóð, að hugsa um heimilið og koma börnum sínum á legg. Eftir nokkurra ára dvöl á Akranesi flutti Sigríður með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og bjó þar á ýmsum stöðum, þar til hún flutt- ist í Kópavoginn árið 1970. Síð- ustu æviárin bjó Sigríður á sam- býli aldraðra í Gullsmára 11 í Kópavogi. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudag- inn 5. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar hugurinn reikar til baka til þess þegar ég var lítill, þá varst þú alltaf fasti punkturinn í tilverunni, kletturinn sem hélt öllu gangandi. Það var alltaf gott að vera hjá þér elsku mamma. Það er svo margt sem hægt er að skrifa, en erfitt að koma á blað. Þú varst búin að ganga í gegn- um mikil veikindi og erfiðleika á þinni ævi, en það hefur verið aðdáun- arvert að fylgjast með hversu yfir- vegað og rólega þú tókst öllu sem að þér var rétt. Ég ætla ekki að tíunda allt hér en reyna að kveðja þig með þeim tilfinningum sem ég ber til þín. Þegar ég kom í heimsókn til þín hin síðari ár, þegar þú varst á Gull- smáranum og farin að sjá mjög illa, sagði ég þér að þetta væri Bjössi. Þá kom breitt bros og þú sagðir „Bjössi minn ert þetta þú?“ og svo breidd- irðu út faðminn. Svo þegar tími var kominn til að kveðja sagðirðu að helst af öllu vildirðu halda mér hjá þér og ekki sleppa mér. Þú varst oft- ast svo brosmild, blíð og góð að þú bræddir hjörtu þeirra sem þér kynntust. Þessar heimsóknir til þín voru mér sem fjársjóður. Svo kom að því sem maður vissi að myndi ein- hvern tíma koma að, en vonaði að kæmi ekki strax. Þú varst orðin of veikburða til þess að vera á Gull- smáranum og þurftir að flytja á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð. Þú varst ekki lengi þar því þú kvaddir þennan heim eftir tæplega þriggja mánaða dvöl. Orð eru svo fátækleg og ná ekki að lýsa tilfinningum mínum. Söknuður- inn er mikill en ég kveð þig, mamma mín, og bið góðan guð að umvefja þig örmum sínum þangað til fundum okkar ber saman á ný. Þinn elskandi sonur Björn. Sigríður Kristjánsdóttir frá Hjöll- um, fædd í Efstadal í Ögurhreppi, er látin. Það kom ekki óvart en við vor- um að vonast til að sjá þig aftur þeg- ar við kæmum heim í vor. Af því verður ekki. Ég kynntist þér fyrst á sjúkrabeði þínum fyrir rúmlega 30 árum. Þá var talið vonlítið að þú hefðir það af. En ítrekað hefur þú haft betur í viðureigninni við mann- inn með ljáinn en nú er stundin kom- in sem allir verða að sætta sig við. Ævi þín var ekki alltaf dans á rósum, ung misstir þú föður þinn og systur sem þú unnir mikið. Í mínum huga varstu kvenskörungur, bóhem, sagn- fræðingur, íslenskufræðingur, Ljóðaunnandi með stóru L-i, við kölluðum þig Sigríði ömmu á mínu heimili. Mér fannst ekki við hæfi að kalla þig Siggu, of lítið nafn fyrir mikla konu. Þú varst ekki há í lofti en varst óhrædd að takast á við lífið. Margar skemmtilegar sögur sagðir þú okkur um líf þitt, fórst til Noregs 18 ára til að vinna á hóteli, komst heim og vannst alls konar störf, t.d. matseld í vegavinnu. Laun þín voru ekki mikil en einhvern vegin tókst þér að nýta þau vel þótt þú værir ein með fjögur börn á tímabili. Þú eign- aðist hús og bíl eins og flestir, ég skildi þetta aldrei með bílinn, þú hafðir ekki bílpróf, en þú vildir vera sjálfs þín herra. Þegar tækifæri gafst fórstu í ferðalög, um Ísland, Evrópu, Ameríku og víðar. Þú þekktir öll lönd, last allt um sögu og þjóðir, mundir allt. Eitt sinn fórum við á ættarmót inn í Djúp, ég stal þér og fór með þig inn í Efstadal, en þangað hafðir þú ekki komið síðan þú varst 5 ára, en þú þekktir alla staði. Við fórum í Vigur og sögðu systurnar þar að öll kennileiti sem þú nefndir væru rétt, þótt 60 ár væru liðin síðan þú komst þangað. Meira að segja litlum steini niðri í fjöru þekktir þú nafnið á, slíkt var minni þitt. Við urðum strax miklir vinir, gát- um talað saman um sögur og ljóð sem við unnum báðar. Stundum dvaldir þú hjá okkur í nokkrar vikur eða mánuði í senn, þá var talað, sagð- ar sögur, spilað bridge, farið með ljóð og sungið. Krökkunum mínum fannst alltaf skemmtilegt og spenn- andi þegar Sigríður amma kom, þau voru óþreytandi að syngja fyrir þig og þú að hlusta. Þér og foreldrum mínum heitnum var vel til vina og þegar þið voruð öll saman þá var spilað, kveðið og sungið. Stundum var okkur hinum um og ó yfir kvæða- bálkunum sem þú og pabbi þulduð. Einar Ben. og Jónas Hallgrímsson voru þar fremstir í flokki. Þú varst stolt, en stoltust varstu af börnunum þínum, Stjána, Bjössa, Einari og Heiðu. Lagðir mikið á þig til að þeim vegnaði sem best. Barna- börnin eru orðin ellefu, og barna- barnabörnin sex. Elsku Stjáni, Bjössi, Einar og Heiða og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði, Sigríður mín. Þín vin- kona og fyrrum tengdadóttir Elsa Ísfold Arnórsdóttir. Það væri svo margt sem ég gæti skrifað um ástkæra tengdamóður mína, eða mömmu, eins og ég kallaði hana hin síðari ár, því þar var mikil persóna á ferð. Ég kynntist henni fyrir um þrjátíu árum þegar ég og Björn sonur hennar byrjuðum sam- an, þá mjög ung. Myndaðist mikil vinátta með okkur í gegnum árin, þó að aldursmunurinn væri nokkur. En hún var svo ung í anda og ég dáðist alltaf að viðhorfi hennar til lífsins. Þrátt fyrir allt sem hún var búin að ganga í gegnum á lífsleiðinni lét hún ekkert brjóta sig niður heldur stóð tvíefld upp frá hverju áfalli. Við gerðum oft grín að því að það væri góða vestfirska þrjóskan sem ræki hana áfram. Ég gæti talið svo ótal margt upp sem við brölluðum saman en þær minningar ætla ég að eiga fyrir mig. Elsku tengdamamma (mamma), takk fyrir ástina, vinskap- inn og það sem þú kenndir mér um lífið. Ég kveð þig að sinni og býð þér góða nótt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir Elsa Gunnarsdóttir. Elsku amma. Nú ert þú komin í ró, orðin að engli sem vakir yfir okkur. Þú varst öllum svo góð og hafðir svo margt að gefa. Tókst alltaf vel á móti öllum opnum örmum og það var svo notalegt að finna hlýjuna sem geislaði frá þér. Ég man best eftir þér í Hamraborginni, þar sem þú sast oft í eldhúsinu og lagðir kapal. Þú hafðir yndi af því að spjalla um allt og ekkert, enda búin að upplifa svo margt. Við drukkum stundum bollasúpu saman á meðan ég fylgdist með þér leggja spilin og lærði ég þó nokkra kapla á meðan. Ég man að ég heillaðist mikið af gamla myntsafn- inu sem var í dollu inni í skáp í stof- unni og fékk oft að handfjalla. Svo þegar ég fór að stunda nám í tónlist- arskólanum var mér meira en vel- komið að æfa mig á gamla píanóið sem þú áttir, því á þeim tíma áttum við ekki píanó. Sast þú þá þolinmóð og hlustaðir með áhuga á glamrið í mér og hældir mér stöðugt á meðan. Við áttum unaðslegar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Takk, elsku amma, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Ég hitti þig við hliðið í ókominni framtíð. Líkt og rótföst angan er ímynd þín í hjarta mér. Minning þína þar ég geymi, þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi ekki þér. (A. Symons. Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Þín ömmustelpa Elva Dögg. Elsku amma mín. Það er erfitt að vita hvernig kveðja skal. Hvaða orð lýsa söknuði? Hvaða orð lýsa sorg? En þau orð sem vert er að muna eru gleði, minning og ást. Það elskuðu þig nefnilega allir. Þú varst svo in- dæl og hafðir alltaf orð á því hversu vænt þér þótti um fjölskyldu þína. Ég á margar ljúfar minningar um þig, sem ég geymi í mínu hjarta. Þær eru það sem ég held í núna til þess að takast á við sorgina. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir að hafa verið hjá þér með pabba þegar þína kveðjustund bar að. Að sjá þig fara í friði án kvalar huggar mig. Mér finnst eins og þú hafir fundið innri ró þegar við héldum í hendur þínar. Þó svo að stundin hafi verið erfið er þetta ein sú dýrmætasta stund sem ég hef upplifað. Ég hef ekki sleppt taki af kross- inum frá þér síðan þú kvaddir okkur, amma mín. Hann veitir mér huggun og mér líður eins og þú sért hér hjá mér. Ég veit þú varst alltaf stolt af mér, ég vona að þú vitir að ég var líka stolt af þér. Mér þykir svo vænt um þig, amma mín. Og nú mun guð geyma þig og þú vakir yfir okkur hinum. Þú gafst svo margt gott af þér, amma mín, og átt skilið að hvíla í friði og ró. Þú munt ávallt lifa í minn- ingu minni. Sál mín, hjarta og hugur eru hjá þér. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Minning þín er ljós í lífi okkar, Guð geymi þig. Hildur Einarsdóttir. Sigríður Kristjánsdóttir Elsku Sigga amma. Á stundum sem þessum fer hugurinn á kreik og minningarnar streyma. Eru mér nú efst í huga allar helgarnar okkar saman í Hamraborginni þar sem þú eldaðir fyrir mig karrí og grjón og ég fékk að horfa á barnarásina á meðan. Við gátum nú aldeilis spjallað, spilað saman og lagt kapal. Það var alltaf svo gott að kúra hjá þér og sendir þú mig aldrei eina í rúmið heldur fórst þú frekar upp í með mér og sagðir mér sögur af þér þegar þú varst lítil stelpa og alltaf söngst þú „Sofðu unga ástin mín“ fyrir svefninn. Elsku amma, þrátt fyrir veikindi þín í gegnum árin léstu það ekki stoppa þig í að heimsækja fjölskyldu þína út fyrir landsteinana, eigum við yndislegar minningar frá þeim tíma sem við bjuggum í Danmörku. Ég hlakkaði alltaf svo til að fá herberg- isfélaga, og alltaf rétt áður en þú fórst heim þá heimtaðir þú að borga mér ,,leigu“ fyrir aðstöðuna. Ég sendi þér síðan bréf heim til Ís- lands full af tárum því að ég saknaði þín svo mikið. Alltaf gátum við spjallað saman eins og góðar vinkonur gera og þú varst alltaf svo þakklát þegar ég hringdi eða við kíktum í heimsókn. Þú varst svo stolt af fjölskyldu þinni og lést okkur óspart vita af því, þér þótti svo óendanlega vænt um okkur öll. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman í desember síðastliðnum. Að geta haldið í hönd þína, borðað með þér suðusúkkulaði og fundið hlýju þína og umhyggju er mér ómetanleg minning sem ég mun varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði en hugga mig við það að þú sért nú á leið inn í nýja ævintýraheima, því eins og þú sagðir ekki alls fyrir löngu þá erum við endalaust að læra og upplifa nýja hluti og eigum aldrei að fá leiða á lífinu. Ég kveð þig nú að sinni með þínum orðum og ljóðinu sem þú kenndir mér. Elsku amma, ég þakka þér samfylgdina, þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Takk fyrir að vera amma mín. Guð geymi þig og gefi þér góða nótt. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit, svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Þín ömmustelpa og nafna Elín Sigríður. Sigríður Kristjánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði kristjánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jóhanna B. Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.