Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 49 menning Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 3.493,- Nú þegar bókaflóðinu er ný-lokið er vert að fara aðhuga að þeim erlendu og innlendu bókum sem eru vænt- anlegar árið 2007 og munu líklega rata með okkur í fríið í sumar eða í jólapakkann eftir ár.    Íslensku forlögin einblína á kilju-útgáfu fyrripart árs. Meðal þýð- inga sem væntanlegar eru frá Eddu útgáfu í kilju á komandi mánuðum eru; Fyrirsætan eftir Lars Saaby Christensen, Hundehovedet eftir Morten Ramsland, La Cena Segreta eftir Javier Serra og Den som blin- ker er bange for döden eftir Knud Romer, allt umtalaðar met- sölubækur víða um heim. Í vor er væntanleg glæný bók, Two Carav- ans, eftir Marinu Lewycka, höfund metsölubókarinnar Stutt ágrip af sögu traktorsins í Úkraínu, en hún kemur samhliða út á Íslandi og Englandi. Tvær nýjar bækur koma eftir hina vinsælu spennusagnahöf- unda Michael Connelly og Henning Mankell, Darkness eftir þann fyrr- nefnda og Brandvägg eftir þann síðarnefnda. Í apríl kemur út bókin Maó. Sag- an sem aldrei var sögð, margföld metsölubók um allan heim, eftir Jung Chang og Jon Halliday. Þá kemur út mikið verk á þremur tungumálum um listamanninn Erró, Erró. Líf og list sem Danielle Kvaran tekur saman. Nanna Rögn- valdardóttir er svo að þýða mikið stórvirki um mat og matargerð sem er væntanlegt í haust. Orðabókaútgáfan verður fjöl- breytt á árinu hjá Eddu m.a Sjón- ræna orðabókin sem byggist á myndum og nær yfir fimm tungu- mál. Þá kemur út Spænsk-íslensk orðabók. Af öðrum bókum má að lokum nefna yfirlitsritið, Jörðin, Gönguleiðabók um Vestfirði eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson og Úrval af bréfum Halldórs Laxness sem Hall- dór Guðmundsson tekur saman.    Hjá Bjarti og JPV fengust þærupplýsingar að kiljuútgáfan verði mjög blómleg fyrripart árs- ins. Ýmislegt er á döfinni hjá Sölku bókaforlagi sem ráðgerir að gefa út yfir 30 titla á árinu 2007. Fyrstu bækur ársins verða Horfin inn í heim átröskunar, bók þar sem Ás- rún Eva Harðardóttir segir sögu sína, en hún þjáðist af lystarstoli frá 9 ára aldri og fram til tvítugs, og Þórdís Rúnarsdóttir gerir síðan faglega úttekt á sjúkdómnum. Einnig mun fljótlega koma út bókin Heilsulausnir eftir Árna Heiðar Ív- arsson einkaþjálfara – gott eftir jólaátið. Salka mun einnig í vor gefa út bókina Delicious Iceland á íslensku og matreiðslu- og ferða- bókina Ferð sælkerans um Frakk- land eftir Sigríði Gunnarsdóttur. Ævisaga Vatnsenda-Rósu er einnig væntanleg og bók um verk Guð- finnu frá Hömrum. Ný sjálfsrækt- arbók eftir Barböru Berger, bók um vatnið og skilaboðin sem í því leynast og ný lína í lífsstílsbókum koma líka út.    Á menningarvefsíðu Guardianbirtist á seinasta degi nýliðins árs listi yfir nokkrar bækur sem von er á að komi út í Bretlandi á þessu ári. Mikið af sögunum fjallar um ástir og dauða en það virðist vera að vin- sælasta efnið þetta árið sé stríð. Norman Mailer glímir við hið illa í sinni fyrstu skáldsögu í yfir ára- tug, The Castle in the Forest. Þar er fjallað um þrjár kynslóðir í Hit- ler-fjölskyldunni og þá blóðskömm og eymd sem leiddi til fæðingar Adolfs litla. Tveir hafa skrifað sögur sem gerast á stríðstíma í Wales. Bók Owen Sheers, Resistance, gerist ár- ið 1944 þar sem nasistar hafa tekið yfir hálft Bretland, The Welsh Girl eftir Peter Ho Davies fjallar síðan um þrjár persónur á sama tíma. Day, eftir AL Kennedy byrjar ár- ið 1949 og lýsir tilraun manns til að enduruppgötva sjálfan sig fyrir stríð með því að taka að sér hlut- verk sem aukaleikari í kvikmynd um stríðsfanga. Rachel Seiffert fjallar einnig um stríð í bók sinni Afterwards þar sem segir frá lífi konu sem er litað af því að eig- inmaður hennar neitar að tala um reynslu sína úr hernum. Thomas Keneally skrifar um svipað efni í bók sinni The Widow and Her Hero, en þar fjallar hann um tilraun konu til að setja saman brot úr örlögum eiginmanns síns úr heimsstyrjöldinni síðari. Henry Shukman segir sögu Jackson Small í nýrri skáldsögu sinni, The Lost City. Hinn ungi Small lendir í því að besti vinur hans er drepinn á víg- vellinum og hann sjálfur er dæmd- ur óhæfur í herinn og fer þá í ferða- lag inn í frumskóga Perú í leit að borginni La Joya. Dave Eggers skrifar skáldævi- söguna What is the What, frá Helon Habila kemur Measuring Time, sem segir sögu tvíburabræðra sem reyna að flýja ráðríkan föður sinn. Annar gengur í herinn og lifir sög- una en hinn skrifar hana. Etgar Keret gefur frá sér nýtt smásagnasafn, Missing Kissinger. Frá hinum þekkta rithöfundi Ian McEwan kemur bókin On Chesil Beach, en þar segir hann sögu pars árið 1962 . Tomorrow eftir Graham Swift segir frá öðru pari, þrjátíu árum seinna. Vert er að fylgjast með fyrstu skáldsögu Jane Feaver, According to Ruth. Lionel Shriver hefur það á báða vegu í The Post-Birthday World, þar sem söguhetjan er trú elskulegum eiginmanni sínum í ein- um heimi meðan hún hleypur á brott með snókerleikara í öðrum. Frá Doris Lessing kemur The Cleft sem segir frá samfélagi kvenna sem hafa ekki þörf fyrir eða vitneskju um karlmenn. Að lokum er það víst í heimi skáldsagna að árið 2007 verður ár Harry Potter and the Deathly Hal- lows eftir JK Rowling.    Í flokki bóka, annarra en skáld-sagna, er von á ýmsu. Frá Ger- maine Greer kemur bókin Shake- speare’s Wife sem er endurskoðun á lífi Anne Hathaway, sem var eig- inkona William Shakespears, og vonast Greer til að bókin setji Önnu á betri stall í sögunni. Victoria Wo- od hefur síðan tekið saman skoð- anir sínar um Victoriu drottningu og kallar bókina Victoria on Vic- toria. Pólitískar bækur standa alltaf fyrir sínu, frá Nick Cohen kemur bókin What’s Left? þar sem hann skýrir út hvernig frjálslyndir hafa misst tilgang sinn. Frá Will Hutton kemur svo The Writing on the Wall:China and the West in the 21st Century og ætti titillinn að útskýra innihaldið. Þrátt fyrir minnkandi sölu á „stóru“ bókunum kemur frá Edw- ard Pearce bókin The Great Man: Sir Robert Walpole og frá John Darwin kemur After Tamerlane: The Global History OF Emire. Fleiri bækur tengdar sagnfræði; Forgotten Wars:The End of Brita- ińs Asian Empire eftir Christopher Bayly og Tim Harper, Wash- ington’s War eftir Sir Michael Rose og A Savage Kingdom: Virginia and the Founding of English Am- erica eftir Benjamin Woolley. The First Total War eftir David A Bell fjallar um Napóleonstríðið og Inferno: The Devastation of Hamburg eftir Keith Lowe fjallar um nýja grein hryllingsmynda. Sjálfshjálpabækur standa alltaf fyrir sínu, Terry Eagleton skrifaði The Meaning of Life og Bryan App- leyard fjallar um hugmyndir um ódauðleika í How to Live Forever or Die Trying. Einnig kemur út bókin The Cu- artain eftir Milan Kundera, nýtt rit um lífið, listina og skáldskapinn. Von er á ævisögu tónlistarmannsins Prince í meðförum Brian Morton, eins sem Hermione Lee skrifaði ævisögu Edith Wharton. ingveldur@mbl.is Stríð, sjálfshjálp og sagnfræði 2007 Morgunblaðið/Jim Smart Örlögin? Bækur 2006 munu nú víkja fyrir nýjum bókum árið 2007 og jafn- vel enda í hrúgu í fornbókabúðum fyrr en þær grunar. Ingveldur Geirsdóttir » Að lokum er það vístí heimi skáldsagna að árið 2007 verður ár Harry Potter and the Deathly Hallows eftir JK Rowling. AF LISTUM Tveir nætur-klúbbar í Flórída-ríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hætta samstarfi við hótelerfingj- ann Paris Hilton en klúbbarnir heita Club Paris og eru nefndir eftir hótelerfingj- anum. Að sögn eiganda klúbbanna, Fred Khalilian, sagði hann upp samningi við Paris Hilton þar sem hún hefði ekki staðið við gerðan samning um að mæta í klúbbana. Tók hann sem dæmi að hún hefði mætt sex tímum of seint á opnun annars klúbbsins fyrir tveimur árum. Hann ætlar þó ekki breyta nafni þeirra enda segir hann næturklúbb- ana gífurlega vinsæla en annar þeirra er í miðborg Orlando og hinn er í Jacksonville. Ætlar hann að koma af stað samkeppni um hver verði nýtt andlit Club Paris. Hafa sumir sagt þessa ákvörðun klúbbeigandans vera upphafið að endinum fyrir Paris Hilton því að þrátt fyrir gífurlega frægð djammd- rottningarinnar séu vinsældir hennar hvergi nærri jafn miklar. Stutt er síð- an Britney Spears sleit vinskap sín- um við hótelerfingjann vegna þess að hún taldi að vináttan hefði slæm áhrif á hennar eigin orðspor og á dögunum heimsótti Paris svo barnaspítala í þeim tilgangi að bæta ímynd sína sem er orðin slæm, svo ekki sé meira sagt. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.