Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 37 ✝ Guðrún KristínSveinbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1930. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að morgni gaml- ársdags. Foreldrar hennar voru Svein- björn Sigurðsson loftskeytamaður, f. 17.11. 1901, d. 30.11. 1940, og Ólafía Þ. Pálsdóttir, f. 3.7. 1900, d. 28.12. 1988. Þrír bræður létust allir í frumbernsku, en syst- ir hennar er Anna, f. 13.6. 1931, gift séra Tómasi Guðmundssyni. Fyrri maður Kristínar er Bjarki Elíasson fv. yfirlögregluþjónn, f. 15.5. 1930. Seinni maður hennar var Björn Jakobsson, f. 8.6. 1924, d. 4.5. 1999. Sambýlismaður Kristínar er Jó- hannes Guðmundsson, f. 12.11. urðsson. c) Arnar, f. 8.12. 1987. Dóttir Stefáns og Lilju Antons- dóttur er Helga Björk, f. 3.9. 1973, maki Sveinn Einarsson. 3) Svein- björn sölumaður, f. 27.10. 1954, fv. maki Kristjana Þráinsdóttir, f. 4.1. 1953. Dætur þeirra eru: a) Katrín Sjöfn, f. 9.3. 1981, maki Jósep Zar- io, börn þeirra eru Axel og Að- alheiður Lára. b) Guðrún Lára, f. 18.1. 1983. Börn Kristínar og Björns eru: 4) Þórdís húsmóðir á Ítalíu, f. 9.1. 1956, maki Ruggero Cortellino, f. 29.7. 1950, synir þeirra eru Luigi Björn, f. 19.9. 1992, og Guiaccomo Þór, f. 3.5. 1994. 5) Árni Haukur lögfræð- ingur, fulltrúi sýslumanns í Reykjanesbæ, f. 26.4. 1958, maki Þórey Bjarnadóttir, f. 26.9. 1960. Dætur þeirra eru Ástríður Birna, f. 22.6. 1984, maki Stefán Melsted og Regína María, f. 29.10. 1986. 6) Björn Bragi, f. 18.7. 1962, d. 2.12. 1994. Kristín ólst upp á Akureyri og lauk gagnfræðaskólaprófi þar og vann ýmis störf hjá KEA þar til hún gifti sig. Eftir að börnin kom- ust á legg vann hún ýmis þjón- ustustörf, en lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir. Útför Kristínar verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1940. Börn Kristínar og Bjarka eru: 1) Björk verkefnastjóri, f. 11.4. 1950, maki Kristján Friðriksson verksmiðjustjóri, f. 26.10. 1945. Börn þeirra eru a) Kristín Sólveig, f. 27.9. 1972, fv. maki Bergsveinn Jóhannsson, f. 5.9. 1971, börn þeirra eru Auður Agla og Jó- hannes Tumi. b) Bjarki Elías, f. 18.9. 1974, maki Helena Hjaltadóttir, f. 28.6. 1977, dóttir þeirra er Lea Björk, börn Helenu eru Andri og Matthildur Birta. 2) Stefán Elías, framkvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs í Reykjanesbæ, f. 4.4. 1952, maki Þorbjörg Garðarsdóttir, f. 8.5. 1952, börn þeirra eru: a) Njörður, f. 4.10. 1977, maki Guðrún Davíðs- dóttir, dóttir þeirra er Dagmar. b) Eva, f. 26.2. 1980, maki Örvar Sig- Mín elsku besta amma mús … þú valdir tímann til að fara, hverfa með ljósum og litagleði á gaml- ársdag öllum að óvörum. Amma mín – aldrei eins og aðrar ömmur. Með rauða hárið, kattar- augun og flottustu rauðustu negl- urnar. Lífið stormasamt og há- dramatískt á köflum. Amma Stína sem aldrei var fyrirsjáanlegt hvort væri sætust í bænum á gay bar í Köben með strákunum eða komin í meðferð – enn eitt skiptið. Ekkert miðjumoð, sem var oft mjög erfitt fyrir alla, okkur öll sem elskuðum þig, þurftum á þér að halda, er fylgdumst máttvana með þegar þú varst upp á þitt versta, brennandi kertið í báða enda. En líka svo óendanlega frábært þegar þú sner- ir við blaðinu og blómstraðir. Þú varst dálítill Fönix amma mús, fal- legust og klárust – en líka eldfim og sjálfseyðandi. Það er ómetanlegt að hafa átt síðustu árin með þér í góðu jafn- vægi, að börnin mín gátu notið þess tíma, kynnst því hvað þú varst hjartahlý, geislandi, orðheppin og sniðug manneskja. Það sem þú gafst mér elsku amma var allur tíminn sem við átt- um í notalegheitum, að búa til kerti, það að njóta ljóða, að sauma út, að baka dýrindis kökur, að rækta víðsýni og umburðarlyndi. Þú gafst mér líka frábærustu mömmuna og hennar stórkostlega systkinahóp – það er botnlaus fjár- sjóður. Trú mín er að þið séuð sæl sam- an núna – þú, Bjössi og amma Lóa. Það er gott að vita af ykkur þrem í verndarenglabransanum. Elsku mútta mín, Stebbi, Svein- björn, Dísa og Tumi, mér finnst leitt að vera ekki á landinu til að knúsa ykkur öll og kreista. Njótið þess að vera saman í dag, tilefnið er sorglegt en það er líka tækifæri til að gráta það sem aldrei verður aftur, fyrirgefa það sem var erfitt og þakka fyrir allt það lærdóms- ríka og góða. Það er ómetanleg gæfa að eiga góða að. Ástar- og saknaðarkveðjur, Kristín Sólveig (litla Stína). Elsku amma, takk fyrir allar þær samverustundir sem ég átti með þér. Þú varst mér góð amma, en það sem var enn betra var að þú varst líka vinkona mín. Þú varst nútímaamma sem fylgdist vel með því sem var að gerast. Við áttum mörg skemmtileg samtöl um hitt og þetta og alltaf hafðir þú jafn gaman af þeim. Á aðfangadag átt- um við okkar síðasta samtal. Ég hafði engan tíma til eins né neins, en er svo fegin að hafa kom- ið til þín. Ég var í tímaþröng og stressuð og ætlaði rétt að kíkja inn með pakka og smella á þig jóla- kossi. Þú varst að koma úr sturtu og allt var svo jólalegt hjá þér. Áð- ur en ég vissi af var ég búin að sitja hjá þér í klukkutíma. Þú sagð- ir mér frá áramótaheitum þínum. Þau voru að hætta að reykja og hreyfa þig meira. Þú værir orðin svo leið á reykingunum og líkami þinn orðin svo stirður. Okkur datt þá í hug að þú myndir koma og æfa súluleikfimi hjá mér. Við hlógum mikið að þessari hugdettu okkar. Þessi klukkutími varð til þess að jólunum hjá mér seinkaði um klukkustund. Ég myndi aldrei vilja skipta þessari seinustu klukku- stund með þér út, fyrir að hafa jól- in á réttum tíma. Á gamlársdags- morgun hringdi pabbi og sagði mér að þú ættir stutt eftir. Ég dreif mig til þín, hélt í höndina á þér, strauk hárið á þér, kyssti þig og kvaddi, og óskaði þér góðrar ferðar yfir í hinn heiminn. Þegar þín stund var runnin upp vissi ég að þú varst ekki farin. Þú átt eftir að fylgja mér og mínum, þar til við sameinumst aftur. Kveðja Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir. Ég hef alltaf talið sjálfan mig mjög heppinn mann. Aðallega vegna þess að ég hefði ekki getað fengið betri foreldra. Ekki bara það að ég ætti fallegustu mömmu á Íslandi, því hið innra var enn fal- legra. Það er ekki þar með sagt að ég sé fullkominn, langt því frá. En það sem ég á hef ég frá mömmu og pabba. Dæmigert var fyrir þig að klæða okkur systkinin upp og fara að skoða heiminn, með hringferð í strætó. Alveg frá því að ég man eftir mér hvattir þú mig og studd- ir. Hvort sem ég var að fara í lang- ferð út í garð með alla bílana mína, passaðir þú upp á að ég væri nú með mjólk í kókflösku, nesti og vel klæddur eða nokkrum árum síðar að fara á kóræfingu hjá Fóst- bræðrum, að ég væri í hreinum föt- um, vel greiddur og á burstuðum skóm. Það er alveg sama hvaða vit- leysa mér datt í hug, það var allt hægt, „Gerðu bara þitt besta.“ Það eru ekki bara öll ljóðin og spak- mælin sem lifa í minningunni. Nei, það eru öll hlýju orðin, sögurnar og minningar þínar af viðburðaríkri ævi. Það var að sjá hvernig þú varst hlý við alla og máttir ekkert aumt sjá. Það var alveg sama hver átti í hlut, alltaf varst þú með bjartan hug og gott hjarta. Ef þér var gefið eitthvað þurftir þú að gefa allavega helming til annarra, eða deila því með öðrum. Það var orðið alvanalegt að heyra þennan og hinn kalla þig mömmu, sem leit- uðu ráða hjá þér með hvers konar aðstoð og hjálp. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þakklæti, fyrir að geta stoltur sagt að ég sé sonur þinn. Þakklæti fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Ég hræðist ekki þegar minn dagur kemur. Þvert á móti, er ég fullur tilhlökkunar að hitta þig á ný. Þangað til lofa ég þér því að vera góður strákur og þú lifir í hjarta mínu hvern dag, öllum stundum. Ég vona að það sé til gott konfekt þar sem þú ert og bið þig að geyma einn mola fyrir mig. Nei, annars – þú mátt eiga hann. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu Hjálmar.) Takk fyrir að vera til, þinn sonur Sveinbjörn. Kristín Sveinbjörnsdóttir Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt, afi minn, Þinn Viktor Ingi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi, þú ert bestastur í heiminum. Þinn Stefán Máni. HINSTA KVEÐJA ✝ Þórður Stef-ánsson fæddist í Hafnarfirði 18. nóv- ember 1932. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 28. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragn- heiður Hulda Þórð- ardóttir, f. 30. mars 1910, og Stefán Jónsson, f. 15. mars 1909, d. 23. sept- ember 2001. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Systkini Þórðar eru Jón Gunnar, f. 26. júní 1931, Soffía, f. 1. des. 1937, Sig- Huldu er Þórður Birgisson, f. 10. apríl 1972. Að loknu stúdentsprófi úr MR 1953 nam Þórður verkfræði í Vest- ur-Þýskalandi og hafði umsjón með smíði togara í því landi um skeið. Eftir heimkomu starfaði hann að verkfræðistörfum hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hann hafði á hendi margvísleg störf hjá útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækjum, þ.á m Bátafélagi Hafn- arfjarðar og Sjólastöðinni. Fyrir um 30 árum hóf Þórður störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar við hlið föður síns. Sinnti hann þeim störf- um til æviloka. Þórður var virkur félagi í Karlakórnum Þröstum og Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Útför Þórðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. urður Hallur, f. 29. apríl 1940, Helga Ragnheiður, f. 28. nóv. 1947, og Halldór Ingimar, f. 29. jan 1949. Þórður kvæntist Nínu Mathiesen Guð- mundsdóttur, þau skildu. Dóttir þeirra er Ragnheiður Hulda, f. 24. apríl 1972, giftist Ólafi Þorlákssyni, f. 19. nóv. 1967. Þau skildu. Börn þeirra eru Viktor Ingi, f. 25. okt. 1996, og Stefán Máni, f. 6. des. 1998. Sambýlismaður Ragnheiðar Kæri Þórður, ég vil með þessum fáu orðum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig en þó að- allega dóttur þína og afabörnin þín, sem voru þér allt. Kynni okk- ar voru því miður ekki löng, hitti þig fyrst í mars á þessu ári. Strax náðum við saman, gátum setið yfir Sudoku-þrautum, rætt um sjó- mennsku, þegar þú varst á sjó og svo hvernig þetta væri í dag. En þar sem þú ert nú farinn á vit nýrra ævintýra verða kynni okkar ekki lengri í þessum heimi, því miður. Því vil ég þakka þér fyrir allt saman og ég skal reyna eftir fremsta megni að gæta dóttur þinnar og afabarnanna. Eitt vil ég þó biðja þig að gera, en það er að skila kveðju til afa míns. Ein í huga mér lifir þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinar þel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem að þú gafst mér þá af hjarta þér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan lifi ég á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. En ár og eilífð skilja okkur að og engin getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson) Kveðja. Þórður. Ég minnist Þórðar Stefánsson- ar, mágs míns, með þakklæti og virðingu. Kynni okkar hófust þeg- ar ég kynntist bróður hans, síðar eiginmanni mínum, fyrir nokkrum áratugum. Þórður átti yndislega góða foreldra og hann reyndist þeim einstaklega vel, einkum á síð- ari árum þeirra, en móðir hans lif- ir hann, svipt styrkustu stoð sinni. Systkinin á Hamarsbraut 8 í Hafnarfirði voru sex. Þar var alltaf nóg að gera, yfirleitt glatt á hjalla, spilað á píanó og sungið. Ég fann strax hve hlýr og traustur Þórður var og þegar synir mínir fæddust og uxu úr grasi bar hann hag þeirra fyrir brjósti og fylgdist með þeim, svo og fjölskyldum þeirra. Þannig var hugur hans til allra systkina sinna og systkinabarna. Þórður naut þess að taka á móti gestum með foreldrum sínum. Oft var rökrætt um þjóðmál jafnt sem alþjóðamál og landsins gagn og nauðsynjar brotin til mergjar, gjarnan í léttum dúr. Að frum- kvæði hans hittist „stórfjölskyld- an“ árlega á annan dag jóla. Þar naut hann sín vel í söng og gleði innan um öll börnin. Stóru sólargeislarnir í lífi Þórð- ar voru einkadóttir hans, Ragn- heiður Hulda, og afastrákarnir, Viktor Ingi og Stefán Máni. Það fór ekki fram hjá neinum að þau fylltu líf hans hamingju og gleði. Á þessari sorgarstundu dvelur hug- urinn einkum hjá þeim og móður Þórðar. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa kynnst Þórði og æv- inlega átt að mæta björtu brosi hans og hlýju handtaki. Öllum systkinum hans og öðrum ættingj- um sendi ég mínar hlýjustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórðar Stefánssonar. Inga María Eyjólfsdóttir. Þórður skipar sérstakan sess í hjörtum okkar barnanna hans Jóns bróður hans, enda frændsemi Þórðar og ræktarsemi einstök og náði ekki bara til okkar systk- inanna heldur einnig okkar afkom- enda. Úr æskuminningunum voru það óvæntir glaðningar sem við minnumst og síðar á táningsárun- um þegar heimsendalokavandamál skutu upp kollinum, svo sem bil- aður bíll á föstudegi, var Þórður okkar neyðarlína og björgunar- sveit og þá eitthvað á þessa leið „sei sei, svona svona, jú ætli við eigum ekki einhver ráð til að leysa úr þessu“. Svo var málunum bjarg- að. Smáatriði skiptu Þórð frænda ekki máli og kostnaður við aðgerð- irnar fyrndist jafnan. Það má því vera að örlað hafi á afbrýðisemi eins og dekraðra er háttur, þegar Þórður stofnaði fjölskyldu og eign- aðist hana Huldu sína. Allar leiðir liggja eitthvað og leið Þórðar og Huldu lá að Hamarsbraut 8 í Hafnarfirði. Þar hélt Þórður heim- ili með ömmu Huldu og afa Stefáni og varð þar með hluti af tengslum stórfjölskyldunnar við höfuðstöðv- arnar. Sat Þórður þar jafnan í panel, þar sem málefni heims og þjóðar voru brotin til mergjar eftir að búið var að hlusta á alla frétta- tíma, lesa allar greinarnar í öllum blöðunum og leysa 30 mínútna krossgátuna á 5 mínútum. Þá átt- um við sem höfðum ef til vill bara lesið fyrirsagnirnar ekki margra kosta völ í umræðunni. Nú eru leiðarlok og eftir stend- ur þakklæti fyrir frændsemina, góðsemina og tryggðina í gegnum tíðina. Huldunum báðum og afa- drengjunum þeim Viktori Inga og Stefáni Mána, sem nú sjá á eftir einstökum afa sínum, vottum við okkar dýpstu samúð. Ingigerður, Stefán, Guð- mundur og Hulda. Þórður Stefánsson  Fleiri minningargreinar um Þórð Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Guðni Gíslason, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Eyj- ólfur Rúnar Sigurðsson, Gunnar Hjaltalín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.