Morgunblaðið - 05.01.2007, Page 39

Morgunblaðið - 05.01.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 39 ✝ Svana Karls-dóttir fæddist á Akureyri 24. nóv- ember 1930. Hún lést á jólanótt á hjartadeild Land- spítalans. Foreldrar hennar voru Karl Kristjánsson sjó- maður, f. 17.7. 1907, d. 9.4. 1979, frá Litla Hvammi við Eyjafjörð, og María Magnúsdóttir frá Bitru í Kræklinga- hlíð, f. 4.12. 1896, d. 5.8. 1995. Bróðir Svönu var Magn- ús Karlsson, f. 4.9. 1935, d. 12.2. 1986. Dætur hans eru María, Guðný og Helga. Hinn 5. mars 1949 giftist Svana Guðmundi Stefáni Jacobsen, f. í Noregi 2.8. 1926. Foreldrar hans maður hennar er Dagur Thomas Jónsson, börn þeirra eru Kamilla Rós og Marinó Máni. B) Davíð Már, f. 6.9. 1984, sambýliskona Björk Harðardóttir, dóttir þeirra er Aníta Mist. Fyrir átti Davíð dótturina Áslaugu Maríu. 3) Úlfar Magnús, f. 8.5. 1954, d. 3.3. 1970. 4) Brynjar Stefán, f. 15.2. 1957, kvæntur Önnu Jónínu Benjamíns- dóttur, börn þeirra eru: A) Guð- mundur Rúnar, f. 20.7. 1978, sam- býliskona hans er Sigríður Ragna Björgvinsdóttir, synir þeirra eru Óliver Enok og Aron Ísak. B) Ebba Særún, f. 19.1. 1982, sambýlis- maður hennar er Sigurjón Sig- urðsson, dætur þeirra eru Andrea Marý og Elísa Lana. C) Brynja Ey- rún, f. 24.7. 1995. 5) Elfa Krist- jana, f. 7.5. 1961, gift Steinþóri Steinþórssyni, sonur þeirra er Úlf- ar, f. 21.4. 1978, kvæntur Mai-Britt Frolunde, dóttir þeirra er Elen- óra. Útför Svönu var gerð í kyrrþey. voru Jóhann Jentof Beck Jacobsen, f. í Noregi 15.3. 1895, d. 1.12. 1985, og Krist- jana Guðmundsdóttir frá Akureyri, f. 5.8. 1903, d. 22.8. 1933. Börn Svönu og Guð- mundar eru: 1) Karl Jóhann, f. 9.10. 1948, kvæntur Lilju Stef- ánsdóttir, þau eiga tvö börn. Þau eru: A) Svana Karlsdóttir, f. 4.4. 1979, sambýlis- maður hennar er Stefán Dagbjartsson, börn þeirra eru Sóley Lilja, Einar Logi og Dagur Karl. B) Stefán Karlsson, f. 9.9. 1981. 2) María Sigríður, f. 24.7. 1949, gift Njáli Kjartanssyni, þau eiga tvö börn. Þau eru: A) Rakel Rós, f. 2.1. 1981. Sambýlis- Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er. það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Elsku mamma. Ekki datt okkur systrunum í hug þegar við fórum með þig upp á sjúkrahús á aðfangadags- kvöld að þú værir að leggja í þína hinstu för. Þú hefur verið mun veik- ari en bæði þú og aðrir gerðu sér grein fyrir, sennilega hefur þú þó vit- að að hverju stefndi. Allt sem stóð í mannlegum mætti að gera var reynt en dugði ekki til. Drottinn ákvað að taka þig til sín þá nótt er stjarnan skærust skín í austri. Þegar við spurðum þig hvort þið pabbi vilduð dvelja hjá okkur hérna fyrir sunnan um jólin varðst þú mjög jákvæð, ólíkt því sem oft hafði verið áður. Þið vild- uð helst alltaf vera heima. Þú hefur þurft að koma til að hitta okkur öll, sjá nýjasta langömmubarnið og fjöl- skylduna sem kom frá Danmörku. Þú lifðir fyrir afkomendur þína, börnin, ömmubörnin átta og langömmubörn- in tólf. Þau elska þig öll. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér af ást- vinum þínum. Við þökkum þér sam- fylgdina, elsku mamma, og með sökn- uði kveðjum við þig. Við enduróm minninganna höldum við áfram í vissu um endurfundi þegar þar að kemur. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ásvinna þinna. (H.L.) Þínar dætur María og Elfa. Elsku hjartans amma mín, á helgri jólanóttu, Skaparinn þig tók til sín, sit ég nú og sakna þín sem allra bestu himins englar sóttu. (A.) Ég þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar. Ég þakka þér fyrir alla spila- mennskuna. Ég þakka þér fyrir allan mjólkurgrautinn og slátrið. Ég þakka þér fyrir að nenna alltaf að baka vöfflur handa mér. Ég þakka þér fyr- ir allar góðu samræðustundirnar okkar. Ég þakka þér fyrir að mega alltaf koma til þín. Ég þakka þér fyrir öll ullarsokkapörin sem þú prjónaðir handa mér. Ég þakka þér fyrir að elska mig. Ég þakka fyrir að hafa getað veitt þér gleði og ánægju. Ég þakka þér þúsundfalt fyrir allt og allt og umfram allt þakka ég þér fyrir að vera þú sjálf. Ég vona að þú vitir hvað ég elska þig mikið. Minningin um þig mun alltaf fylgja mér. Þín Brynja Eyrún. Elsku amma. Við vorum svo glöð yfir því að þið afi kæmuð suður um jólin. Þú sást tólfta langömmubarnið sem fæddist í október. Við áttum saman yndislegt aðfangadagskvöld, þú varst lasin en lést lítið á því bera. Þú kvaddir þennan heim á jólanótt. Söknuðurinn ristir djúpt, þín er sárt saknað. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar. Þegar við komum í heimsókn til þín á Akureyri tókstu okkur alltaf opnum örmum. Við minnumst þín sem mikillar ömmu, þú fylltir hjörtu okkar af gleði og ást. Minningarnar eru gimsteinar sem enginn getur tekið frá okkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Rakel Rós, Davíð Már og fjöl- skyldur. Elsku amma mín. Ég vaknaði við símann snemma á jóladagsmorgun. Mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáin. Ekki bjóst ég við þessu. Þetta eru erfiðustu jól sem ég hef upplifað. Þú sem varst í klippingu og litun hjá mér í vikunni fyrir jól og ég gerði þig svo fína og sæta, eins og þú vildir alltaf vera. Alltaf svo falleg og fín. Þú varst alltaf fyrst heim til mömmu og pabba þegar ég kom norður með skvísurnar mínar. Þú elskaðir börn. Þú lifðir fyrir þau. Elsku amma, ég á margar góðar minningar um þig, minningar sem ég mun aldrei gleyma. Þú verður í hjarta mínu þar til við hittumst ný. Elsku afi, guð veri með þér. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Þín Ebba Særún. Á sjálfa jólanóttina – sagan hermir frá – á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. (Jóhannes úr Kötlum) Því var ekki eins farið með engla drottins og jólasveinana. Þeir koma að sækja þig þessa sömu nótt. Það hefur eitthvað mikilvægt beðið þín hinum megin. Eitthvað sem ekki gat beðið lengur. Elsku langamma, við kveðjum þig með miklum söknuði. Þú varst svo barngóð og yndisleg alltaf við okkur. Varst alltaf mætt fyrst í heimsókn til ömmu og afa, þegar við komum til Akureyrar, til að sjá okkur og knúsa. Þú prjónaðir sokka handa okkur í öll- um regnbogans litum og sendir okk- ur reglulega ásamt fallegu bréfi sem þú skrifaðir með. Við geymum öll bréfin. Við munum aldrei gleyma þér, elsku langamma, og við vitum að englarnir passa þig vel. Þú varst ein- stök. Elsku langafi, guð gefi þér styrk. Þegar stór ég orðin er, og óstudd stend á fótum mínum. Aldrei skal ég gleyma þér og hlýju handtökunum þínum. Þínir sólargeislar Andrea Marý og Elísa Lana. Elsku Svana langamma. Óskap- lega þóttu okkur það sorglegar frétt- ir sem pabbi sagði okkur að morgni jóladags. „Ha, pabbi, er Svana langamma dáin? En þá getur hún ekki eldað handa okkur graut.“ Okk- ur þótti svo gott að koma í Hjallalund og fá graut og slátur. Alltaf var tekið vel á móti okkur þegar við mættum þangað með tilheyrandi látum. Þú langamma tíndir fram allt það sem okkur datt í hug að biðja um að borða og Mundi langafi horfði með okkur á teiknimyndir. Á gamlársdag vorum við að undirbúa áramótin og fórum með pabba á flugeldamarkaðinn. Við ákváðum að kaupa eina stóra rakettu sem kæmist alla leið til Guðs. Elsku Svana langamma, vonandi sástu hvað það komu falleg ljós úr henni. Elsku Mundi langafi, við höldum áfram að koma í heimsókn og horfa á teiknimyndir með þér. Ykkar Óliver Enok og Aron Ísak. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Svana amma, takk fyrir allt. Guðmundur Rúnar og Sigríður Ragna. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Svana mín, góða ferð yfir. Takk fyrir allt og allt. Anna. Elsku amma nafna mín, nú hefur þú kvatt okkur á jóladag. Í tuttugu og sjö ár hef ég notið þeirrar gæfu að þekkja þig, í æsku kom ég í tíma og ótíma til þín, til að fá knús og kökur í Byggðaveginum. Á unglingsárum mínum unnum við saman í Eldhúsinu á Hlíð (þrjú sumur) og naut ég þeirr- ar dýrmætu reynslu að kynnast því hve ráðagóð, skemmtileg og vinnu- söm þú varst, en þar fékk ég viður- nefnið „Svana yngri“. Ég fullorðnað- ist og færði þér þrjú langömmubörn, sem þér fundust dýrmætar perlur. Í hvert sinn sem við fjölskyldan kom- um í heimsókn umvafðir þú okkur gleði og hlýju. Nú ylja minningarnar mér í gleði en ekki sorg. Elsku Mundi afi, pabbi, Maja, Binni og Elfa, við vottum ykkur sam- úð okkar. Megi minningarnar hlýja ykkur. Svana og fjölskylda. Svana Karlsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Tjarnargötu 25, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. janúar kl. 14.00. Vilmar Guðmundsson, Margrét Vilmarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Alexander Vilmarsson, Lilja Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, UNNSTEINN PÁLSSON trésmiður, Sundlaugavegi 12, lést á krabbameinsdeild 11E, Landspítala, fimmtu- daginn 21. desember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 8. janúar klukkan 13.00. Guðríður Haraldsdóttir, Elísabet Unnsteinsdóttir, Böðvar Páll Jónsson, Baldur Jón Böðvarsson, Þórunn Halla Unnsteinsdóttir, Runólfur Einarsson, Þórdís Pálsdóttir, Jón Bergsson. ✝ Okkar ástkæra, KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Skúlagötu 68, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut að morgni gamlársdags verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 11.00. Jóhannes Guðmundsson, Björk Bjarkadóttir, Kristján Friðriksson, Stefán E. Bjarkason, Þorbjörg Garðarsdóttir, Sveinbjörn Bjarkason, Þórdís Björnsdóttir, Ruggero Cortellino, Árni H. Björnsson, Þórey Bjarnadóttir. ✝ Elskuleg frænka okkar, ANNA ÞORBJARNARDÓTTIR frá Akbraut, Eyrarbakka, Vallholti 16, Selfossi, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 6. janúar kl. 10.30. Elín Sigurðardóttir, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Elsa Sigurðardóttir, Ester Kláusdóttir, Magnús Gunnarsson, Björgólfur Gunnarsson, Geir Gunnarsson, Hjörtur Gunnarsson. ✝ Móðursystir mín, LILJA JÓNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, sem lést á heimili sínu, hjúkrunarheimilinu Holts- búð, Garðabæ, fimmtudaginn 28. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 8. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- sjóð Holtsbúðar, sími 535 2200. Fyrir hönd aðstandenda. Karl Eiríksson. LOKAÐ Lokað vegna jarðarfarar MAGNÚSAR E. BALDVINSSONAR í dag, föstudaginn 5. janúar, frá kl. 10.00-15.00. MEBA, Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.