Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LOUISE Arbour, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, skor- aði í gær á stjórnvöld í Írak að taka ekki tvo gamla samstarfs- menn Saddams Husseins af lífi. Arbour sagði að efasemdir væru um að réttur sakborninganna til sanngjarnra og óhlutdrægra rétt- arhalda hefði verið virtur. Sam- kvæmt þjóðarétti ættu þeir einnig rétt á tækifæri til að sækja um náðun eða mildari dóm. Taka átti mennina tvo af lífi í gær en því var frestað „vegna al- þjóðlegs þrýstings“, að sögn emb- ættismanns í forsætisráðuneyti Íraks. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði á hinn bóginn eftir háttsettum embættismanni í Írak að þarlendir ráðamenn gætu ekki mildað dauða- dómana. Alþjóðlegur þrýstingur gæti því ekki komið í veg fyrir af- töku mannanna. Þingmenn úr röðum sjíta sögðu að mennirnir yrðu teknir af lífi eft- ir að trúarhátíð múslíma, Eid al- Adha, lyki á morgun. Mennirnir tveir – Ibrahim al- Tikriti, hálfbróðir Saddams Huss- eins og fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yf- irdómari – voru dæmdir til dauða fyrir sömu sakir og Saddam, morð á 148 sjítum í þorpinu Dujail árið 1982. Talsmaður Bans Ki-moons, nýs framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði hann styðja áskor- un mannréttindafulltrúans um að taka ekki mennina af lífi. Philip Alston, sérfræðingur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð- anna, sagði að yfirvöld í Írak hefðu misst af tækifæri til að sýna að hægt væri að koma á réttarríki þar sem fyllsta réttlætis væri gætt „jafnvel í máli eins af mestu glæpa- mönnum okkar tíma“. Hann hvatti stjórn Íraks til að koma á víð- tækum umbótum til að sýna að henni væri full alvara með að upp- ræta óréttlætið frá valdatíma Saddams og afnema dómskerfi sem byggðist á geðþóttaákvörðunum og fyrirfram ákveðnum niðurstöðum. Embættismenn SÞ skora á Íraka að hætta við aftökur Aftöku tveggja samverkamanna Saddams frestað fram yfir trúarhátíð múslíma Reuters Fögnuður Sjítar fögnuðu aftöku Saddams Husseins í Basra-borg í Suður- Írak í gær. Sjítarnir notuðu eftirmynd Saddams til að líkja eftir aftökunni. Í HNOTSKURN » Talsmaður Bans Ki-moons, framkvæmdastjóra SÞ, sagði í gær að hann vildi að aðildarríki samtakanna legðu niður dauðarefsingar. » Ki-moon lenti í vandræð-um á fyrsta starfsdegi sín- um á þriðjudag þegar hann lét hjá líða að árétta andstöðu SÞ við dauðarefsingar og sagði að einstök ríki hefðu rétt til að heimila dauðadóma. Ramallah. AFP, AP. | Að minnsta kosti fjórir menn biðu bana og yfir 20 særðust þegar ísraelskt herlið réðst inn í borgina Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Herliðið notaði á annan tug jeppa, nokkrar ýtur og tvær þyrlur í árásinni. Hermennirnir réðust inn á Manara-torg í miðborg Ramallah. Talsmaður hersins sagði að markmiðið með árásinni hefði verið að handtaka eftirlýsta Palestínu- menn og fjórir hefðu verið teknir til fanga. Talsmaðurinn vildi ekki veita frekari upplýsingar um árásina. Árásin tók um klukkustund og jarðýtur voru notaðar til að ýta burt bílum á nálægum götum og sölubásum á torginu. Harður skot- bardagi blossaði upp og miklar sprengingar urðu. Íbúar nálægra húsa og viðskiptavinir verslana forðuðu sér í ofboði af torginu. Ungmenni köstuðu grjóti, stáltunn- um og steypustykkjum á hermenn- ina af húsþökum. Saeb Erekat, samningamaður palestínsku heimastjórnarinnar, sagði að með árásinni hefðu Ísrael- ar svikið loforð Ehuds Olmerts for- sætisráðherra um að greiða fyrir friðarviðræðum. Með árásinni í gær hafa 5.620 manns látið lífið í palestínsku upp- reisninni sem hófst í september 2000, langflestir þeirra úr röðum Palestínumanna. Mannfall í Ramallah „Það getur verið pínu fyndið að fylgjast með nágrönnunum í hálkunni. “ J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA www.subaru.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.