Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
www.ellingsen.is
Verið velkomin á
frumsýningu
á 2007 árgerðunum
5.–10. janúar!
Gleðilegt sumar! Því ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
Dagana 5. til 10. janúar næstkomandi ætlum við að
sýna það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru
tilheyrandi, að Fiskislóð 1.
Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan.
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
SALAN hjá verslanakeðjunni
House of Fraser í Bretlandi var
rúmlega 7% meiri í desembermán-
uði síðastliðnum en í sama mánuði
árið 2005. Er þá miðað við sölu í
verslunum sem einnig voru starf-
ræktar á sama tímabili 2005. Hefur
salan aldrei verið meiri, að því er
fram kemur í frétt á fréttavef
breska blaðsins Guardian.
Félagið Highland Acqusition,
sem Baugur á 35% hlut í, keypti
House of Fraser á síðasta ári fyrir
350 milljónir punda. Verslanakeðj-
an rekur samtals 61 verslun á Bret-
landi.
Haft er eftir John King, forstjóra
House of Fraser í frétt Guardian,
að hann sé mjög ánægður með af-
komu fyrirtækisins í desember, sér-
staklega þegar haft sé í huga að
salan í desember 2005 hafi verið
mjög góð. Segir hann að sölutöl-
urnar sýni að House of Fraser sé
leiðandi í sölu á merkjavöru á Bret-
landi.
Metsala Þrátt fyrir frekar slaka jólaverslun á Bretlandi á síðasta ári sló
House of Fraser sölumet, en salan jókst um 7% í desember milli ára.
Mikil jólasala hjá
House of Fraser
● BANDARÍSKA stórfyrirtækið Cisco
hefur tilnefnt Símann til þrennra
verðlauna fyrir IP net sitt, en það flyt-
ur tal, gögn og stafrænt gagnvirkt
sjónvarp fyrirtækisins. Frá þessu er
greint í tilkynningu frá Símanum.
Flokkarnir sem Síminn er til-
nefndur til verðlauna fyrir eru besta
breiðbandsþjónustan, besta þjón-
ustustýring á breiðbandi og breið-
bandsþjónustu fyrir fyrirtæki. Segir í
tilkynningunni að Síminn fái flestar
tilnefningar allra en aðeins tvö önn-
ur fjarskiptafyrirtæki séu tilnefnd oft-
ar en einu sinni, en það séu Saudi
Telecom og Deutsche Telecom
T-Com.
Í tilkynningunni frá Símanum er
haft eftir Þór Jes Þórissyni, fram-
kvæmdastjóra tæknisviðs Símans,
að tilnefning Cisco sé frábær við-
urkenning á því frumkvöðlastarfi
sem Síminn hafi unnið undanfarin ár
í innleiðingu á stafrænu gagnvirku
sjónvarpi um ADSL.
Cisco tilnefnir
Símann til verðlauna
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 1,59% í gær og var
skráð 6.632 stig við lokun viðskipta.
Velta á hlutabréfamarkaði nam
11.835 milljónum króna og 8.204
milljónum á skuldabréfamarkaði.
Hlutabréf Exista hækkuðu mest í
gær eða um 4,89%. Hlutabréf Teymis
hækkuðu um 4,29% og bréf Kaup-
þings um 2,79%. Hlutabréf Mosaíks
lækkuðu mest í viðskiptum gærdags-
ins eða um 1,66%, hlutabréf Marels
lækkuðu um 1,29 og bréf Actavis um
1%.
Hlutabréf hækka
● FASTEIGNAVERÐ á Bretlandi hélt
áfram að hækka umtalsvert í fyrra
og að miklu leyti þvert á væntingar.
Meðalverð fyrir íbúð á Englandi er
nú komið hátt í 24 milljónir ís-
lenskra króna og hækkaði um 9,3%
á síðasta fjórðungi ársins 2006
miðað við sama tímabil í fyrra.
Áframhaldandi hækkun fast-
eignaverðs hefur komið mörgum
hagfræðingum á óvart sem höfðu
gert ráð fyrir að hækkandi vextir
myndiuhafa kælandi áhrif á breska
fasteignamarkaðinn. Þær spár virð-
ast ekki hafa gengið eftir og Bretar
hafa haldið áfram að taka lán þrátt
fyrir vaxtahækkun.
Fasteignaverð á Norður-Írlandi og
í Skotlandi hækkaði raunar enn
meira en á Englandi og nú er svo
komið að meðalíbúðin á Norður-
Írlandi er nú orðin dýrari en á Eng-
landi eða nálægt 25 milljónum ís-
lenskra króna.
Fasteignaverð enn á
uppleið á Bretlandi
● SAMKEPPNISYFIRVÖLD í Dan-
mörku taka ekki undir kvörtun sam-
taka danskra blaðaútgefenda
(Danske Dagblades Forening, DDF)
vegna samvinnu danska Fréttablaðs-
ins, Nyhedsavisen, og danska pósts-
ins, Post Danmark, um dreifingu á
fríblaðinu. Frá þessu er greint í frétt
á fréttavef dönsku sjónvarpsstöðv-
arinnar TV2.
DDF sagði í kvörtun sinni til sam-
keppniseftirlitsins að samvinna Ny-
hedsavisen og Póstsins skekki sam-
keppnina á blaðamarkaðinum á
ýmsum sviðum. Samvinnan gefi
Fréttablaðinu aðgang að upplýs-
ingum sem aðrir hafi ekki. Sam-
keppniseftirlitið tók ekki undir þess-
ar kvartanir.
Ekkert athugavert við
samstarf Nyhedsavis-
en og Post Danmark