Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF www.ellingsen.is Verið velkomin á frumsýningu á 2007 árgerðunum 5.–10. janúar! Gleðilegt sumar! Því ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Dagana 5. til 10. janúar næstkomandi ætlum við að sýna það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru tilheyrandi, að Fiskislóð 1. Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan. Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is SALAN hjá verslanakeðjunni House of Fraser í Bretlandi var rúmlega 7% meiri í desembermán- uði síðastliðnum en í sama mánuði árið 2005. Er þá miðað við sölu í verslunum sem einnig voru starf- ræktar á sama tímabili 2005. Hefur salan aldrei verið meiri, að því er fram kemur í frétt á fréttavef breska blaðsins Guardian. Félagið Highland Acqusition, sem Baugur á 35% hlut í, keypti House of Fraser á síðasta ári fyrir 350 milljónir punda. Verslanakeðj- an rekur samtals 61 verslun á Bret- landi. Haft er eftir John King, forstjóra House of Fraser í frétt Guardian, að hann sé mjög ánægður með af- komu fyrirtækisins í desember, sér- staklega þegar haft sé í huga að salan í desember 2005 hafi verið mjög góð. Segir hann að sölutöl- urnar sýni að House of Fraser sé leiðandi í sölu á merkjavöru á Bret- landi. Metsala Þrátt fyrir frekar slaka jólaverslun á Bretlandi á síðasta ári sló House of Fraser sölumet, en salan jókst um 7% í desember milli ára. Mikil jólasala hjá House of Fraser ● BANDARÍSKA stórfyrirtækið Cisco hefur tilnefnt Símann til þrennra verðlauna fyrir IP net sitt, en það flyt- ur tal, gögn og stafrænt gagnvirkt sjónvarp fyrirtækisins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Símanum. Flokkarnir sem Síminn er til- nefndur til verðlauna fyrir eru besta breiðbandsþjónustan, besta þjón- ustustýring á breiðbandi og breið- bandsþjónustu fyrir fyrirtæki. Segir í tilkynningunni að Síminn fái flestar tilnefningar allra en aðeins tvö önn- ur fjarskiptafyrirtæki séu tilnefnd oft- ar en einu sinni, en það séu Saudi Telecom og Deutsche Telecom T-Com. Í tilkynningunni frá Símanum er haft eftir Þór Jes Þórissyni, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs Símans, að tilnefning Cisco sé frábær við- urkenning á því frumkvöðlastarfi sem Síminn hafi unnið undanfarin ár í innleiðingu á stafrænu gagnvirku sjónvarpi um ADSL. Cisco tilnefnir Símann til verðlauna ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,59% í gær og var skráð 6.632 stig við lokun viðskipta. Velta á hlutabréfamarkaði nam 11.835 milljónum króna og 8.204 milljónum á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf Exista hækkuðu mest í gær eða um 4,89%. Hlutabréf Teymis hækkuðu um 4,29% og bréf Kaup- þings um 2,79%. Hlutabréf Mosaíks lækkuðu mest í viðskiptum gærdags- ins eða um 1,66%, hlutabréf Marels lækkuðu um 1,29 og bréf Actavis um 1%. Hlutabréf hækka ● FASTEIGNAVERÐ á Bretlandi hélt áfram að hækka umtalsvert í fyrra og að miklu leyti þvert á væntingar. Meðalverð fyrir íbúð á Englandi er nú komið hátt í 24 milljónir ís- lenskra króna og hækkaði um 9,3% á síðasta fjórðungi ársins 2006 miðað við sama tímabil í fyrra. Áframhaldandi hækkun fast- eignaverðs hefur komið mörgum hagfræðingum á óvart sem höfðu gert ráð fyrir að hækkandi vextir myndiuhafa kælandi áhrif á breska fasteignamarkaðinn. Þær spár virð- ast ekki hafa gengið eftir og Bretar hafa haldið áfram að taka lán þrátt fyrir vaxtahækkun. Fasteignaverð á Norður-Írlandi og í Skotlandi hækkaði raunar enn meira en á Englandi og nú er svo komið að meðalíbúðin á Norður- Írlandi er nú orðin dýrari en á Eng- landi eða nálægt 25 milljónum ís- lenskra króna. Fasteignaverð enn á uppleið á Bretlandi ● SAMKEPPNISYFIRVÖLD í Dan- mörku taka ekki undir kvörtun sam- taka danskra blaðaútgefenda (Danske Dagblades Forening, DDF) vegna samvinnu danska Fréttablaðs- ins, Nyhedsavisen, og danska pósts- ins, Post Danmark, um dreifingu á fríblaðinu. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef dönsku sjónvarpsstöðv- arinnar TV2. DDF sagði í kvörtun sinni til sam- keppniseftirlitsins að samvinna Ny- hedsavisen og Póstsins skekki sam- keppnina á blaðamarkaðinum á ýmsum sviðum. Samvinnan gefi Fréttablaðinu aðgang að upplýs- ingum sem aðrir hafi ekki. Sam- keppniseftirlitið tók ekki undir þess- ar kvartanir. Ekkert athugavert við samstarf Nyhedsavis- en og Post Danmark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.