Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 26
Bragðmikið Indverskt tómatsalat. Þegar eldað er á indverska vísu skiptirkryddið auðvitað miklu máli enda erindverskur matur að hætti Indverjavel sterkur fyrir Vesturlandabúa. Þegar ég elda indverskan mat fyrir Íslendinga dreg ég því svolítið úr kryddnotkuninni svo að menn komi sæmilega heilir út úr veislunum mínum,“ segir matgæðingurinn Mahesh Aron Kale, sem oftar en ekki stendur yfir pottum í eldhúsinu sínu því honum finnst bæði gaman að bjóða til veislu og elda fyrir vini og kunningja. Mahesh hefur verið búsettur á Íslandi meira og minna undanfarin tuttugu ár. Hann er fædd- ur og uppalinn í Poona í Maharashtra-fylki á Indlandi, en bjó í nokkur ár í Bandaríkjunum áður en hann settist að á Íslandi. Hann starfar nú sem vagnstjóri hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur. Daglegt líf lenti í veislu að hætti Mahesh og falaðist að vonum eftir ind- verskum uppskriftum í lokin. „Ég fer svo sem ekki mikið eftir uppskriftum, heldur smakka bara og prófa mig áfram þangað til ég er ánægður. Ég skal þó reyna að búa til upp- skriftir að matnum mínum ef fólk hefur áhuga á að prófa heima. Þegar ég kom fyrst til Íslands var ekki hægt að fá allt þetta krydd og sumt hráefni, sem er svo nauðsynlegt í indverska matargerð, en nú er öldin allt önnur,“ segir Ma- hesh, sem að lokum nestaði blaðamann með uppskriftum að indverskum spínatkjúklingi, grænmetisrétti, djúpsteiktum kartöflubollum, grænni gúrkusósu, tómatsalati og púrí, djúp- steiktu brauði, sem Indverjar nota með flestum réttum. Indverskur spínatkjúklingur 2 laukar, skornir 1 msk. tómatpuré 6 meðalstórar kartöflur, skornar í bita 1 kg kjúklingabringur, skornar í bita 300 g spínat 1 msk. madras curry paste 1 msk. garam masala ¼ bolli rjómi 1 bolli jógúrt handfylli af mozzarella-osti 4 msk. grænmetis- eða kornolía Svitið laukinn í olíunni. Bætið tómatpuré saman við og látið malla saman þar til olían fer að skilja sig frá. Bætið þá skornum kartöflum og kjúklingabringu og látið malla í nokkrar Matgæðingurinn Mahesh Aron Kale hefur gaman að því að bjóða vinum og kunningjum upp á indverskan mat af heimaslóðum. Austurlenskur krydd- keimur liggur í loftinu Púrí Indverskt flatbrauð sem er mikið borðað. Litríkt Grænmetisréttur að hætti Mahesar. Freistandi Djúpsteiktar kartöflubollur.Frískleg Græn gúrkusósa. Ljúffengur Indverskur spínatkjúklingaréttur. mælt með . . . 26 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smákökurestar Nú er kjörið tækifæri til að taka hús á þeim frændum og frænkum sem ekki komust í jóla- veislurnar um hátíðirnar. Eins má bjóða vinum og ættingjum í kaffi og restar af smákökum. Nýárstónleikar Upplagt er að skella sér á Vínartónleika um helgina, til að mynda hjá Tónlistarfélagi Ak- ureyrar sem stendur fyrir Vínardansleik á laugardagskvöld í Ketilhúsinu eða hjá Kamm- ersveitinni Ísafold og Íslensku óperunni í DUUS-húsum á laugardagskvöld og Íslensku óperunni á sunnudagskvöld. Þrettándabrenna Víða verður tendrað bál í tilefni þrettándans á laugardagskvöld og má búast við að rekast á álfa, huldufólk og aðrar vættir við logana. Meðal annars verða þrettándabrennur í Fagralundi í Kópavogi, á Ásvöllum í Hafn- arfirði, á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, við Ægisíðu, við gamla Gufunesbæinn, við skátas- kálann Vífilsbúð í Heiðmörk, neðan Holta- hverfis í Reykjavík og á fleiri stöðum um land allt. Þá má ekki gleyma brennunni í Leirvogi í Mosfellsbæ þar sem álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski munu taka þátt í fögnuðinum. Vatni fagnað Grábrókarveita, sem er ný vatnsveita Orku- veitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður form- lega tekin í notkun í dag og verða hátíðahöld af því tilefni í Skallagrímsgarði í Borgarnesi kl. 17 ef veðurguðirnir leyfa. Að öðrum kosti verð- ur fagnaðurinn færður í íþróttahúsið í Borg- arnesi. Þar munu Snorri Hjálmarsson tenór og Páll á Húsafelli troða upp, sömuleiðis Bjarni töframaður, Gísli Einarsson flytur vatns- hugvekju og hljómsveitin Á móti sól með Magna Ásgeirsson í broddi fylkingar mun skemmta. Hátíðinni lýkur með flugeldasýn- ingu á íþróttavallarsvæðinu. Myndlistarsýning Tilvalið er að lyfta upp andanum með því að njóta fagurrar sjónlistar en myndlistarsýning Jóhanns Torfasonar og Hlyns Helgasonar verður opnuð kl. 15 í listasafni ASÍ á morgun. Opið verður frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag. Gamlir og góðir Þeir sem enn hafa ekki fyllt skemmtana- kvótann eftir gamlárs- og nýársfagnaði síðustu helgar geta skellt sér á Kringlukrána og rifjað upp gamla takta með Pops og Eiríki Hauks- syni sem þar troða upp á föstudags- og laug- ardagskvöld. Tjúttið stendur yfir frá kl. 23 til 03 bæði kvöldin. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Theodór Þórðarson Morgunblaðið/Árni Sæberg matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.