Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 19 Washington. AFP. | John Negro- ponte, yfirmaður leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna, mun segja sig frá því starfi til að verða næst- ráðandi í utanríkisráðuneytinu. Fréttir af vistaskiptum Negro- pontes koma örfáum dögum áður en George W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnir nýja stefnu sína í mál- efnum Íraks. Negroponte var sendiherra Bandaríkjanna í Írak um tíu mánaða skeið, áður en hann tók við nýju starfi yfirmanns leyni- þjónustustofnana Bandaríkjanna í apríl 2005. Áður hafði Negroponte verið sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, m.a. á þeim tíma þegar deilur stóðu hvað hæst á þeim vettvangi um innrás í Írak 2003. Hann hefur jafnframt verið sendiherra á Filippseyjum, 1993– 1996, og Hond- úras, 1981–1985. Condoleezza Rice utanríkis- ráðherra hefur verið án næst- ráðanda í ráðu- neyti sínu síðan Robert Zoellick sagði af sér í júní sl. til að taka við starfi hjá Gold- man Sachs-bankanum. Henni hefur gengið illa að finna mann í starfið en nú hefur Negro- ponte semsé samþykkt að taka að sér hlutverkið. Sú tilfærsla kemur raunar nokkuð á óvart, enda litið svo á að það starf sem hann hefur sinnt jafngildi ráðherradómi og að hann sé því að lækka í tign við breytinguna. Verður Rice til aðstoðar John Negroponte ZAPATERO, forsætisráðherra Spánar (t.v.), kom í gær á vettvang sprengjutilræðis, sem ETA-samtökin stóðu fyrir sl. laugardag á Barajas- flugvelli í Madríd. Einn maður fórst í ódæðinu en það olli því að stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki verði af neinum viðræðum við ETA. Reuters Á vettvangi ódæðisins New York. AFP. | CNN-sjónvarps- fréttastöðin hefur beðið Barack Obama, öldungadeildarþingmann demókrata, afsökunar á því að nafni hans var ruglað saman við nafn Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda-hryðjuverkanetsins, í frétt um bin Laden. Tildrögin eru þau að í auglýsingu sl. mánudag vegna fréttaúttektar um bin Laden var skrifað neðst í borða „Hvar er Obama?“ á meðan myndir af bin Laden voru sýndar. „Við lentum í mjög slæmri inn- sláttarvillu,“ sagði Wolf Blitzer, einn af fréttahaukum CNN, en hann var á vaktinni þegar mistökin áttu sér stað. „Við hörmum vitaskuld þessi mistök,“ bætti hann við. Talsmaður Obamas sagði engin eftirmál verða af þessu máli, þó að s og b séu ekki beinlínis hlið við hlið á lyklaborðum tölva hljóti að hafa ver- ið um óheppileg mistök að ræða. Obama, ekki Osama Kaupmannahöfn. AFP. | Danska stjórnin stefnir að því, að fyrir lok þessa árs verði farið að blanda líf- rænu eldsneyti saman við bensín og dísilolíu. Kom þetta fram í gær hjá talsmanni Venstre, flokks Andres Fogh Rasmussens forsætisráð- herra. Fyrir árslok á lífrænt eldsneyti, sem unnið er úr ýmsum jarðar- gróða, að vera orðið 2% af öllu bensíni og dísilolíu, sem seld er í Danmörku, og 6% árið 2010. Lars Christian Lilleholt, talsmað- ur Venstre í orkumálum, sagði, að með þessu ynnist tvennt. Annars vegar yrði eldsneytið umhverfis- vænna en það er nú og hins vegar myndi þetta gera Dani óháðari jarðefnaeldsneyti. Danski samgönguiðnaðurinn not- ar nú um 60% þess jarðefnaelds- neytis, sem brennt er, en Danir eru sjálfum sér nægir um olíu. Lilleholt bendir hins vegar á, að það sé tíma- bundið fyrirbæri og svo muni ekki verða í framtíðinni. Lífrænt eldsneyti í bensínið Á að fara í 6% í Danmörku 2010 „Ísland getur stundum verið dálítið rosalegt. Fólkið á jeppunum spjarar sig ágætlega og ég náttúrulega flýg upp brekkurnar en fullt af fólki lendir í vandræðum.“ Þeir sem kaupa sér Subaru einu sinni, halda áfram að kaupa sér Subaru. Þeir vita að hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. Boxer vélin liggur lárétt í vélarrýminu svo þyngdarpunktur bílsins er mjög lágur sem gerir hann miklu stöðugari í öllum akstri. AWD sídrifið tryggir það að aflið dreifist jafnt og örugglega til hjólanna. „Mér finnst hann stundum vera svona jeppi í felubúning. Krafturinn í þessum bíl er alveg ótrúlegur!“ Subaru hefur verið seldur á Íslandi í yfir 30 ár. Reynslan af bílnum við þær erfiðu og óvenjulegu aðstæður sem hér eru hefur gert Subaru að samnefnara fyrir endingu, hörku og úthald. Raunar er hvergi selt meira af Subaru miðað við höfðatölu en einmitt á Íslandi. Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess að koma fyrst og reynsluaka Subaru. Spyrðu bara Subarueigendur. Þeir vita af hverju Subaru eru sennilega gáfu- legustu bílakaup sem þú gerir: „Hey, þetta er Ísland!“ Opið: Mán. - fös. kl. 9:00 - 18:00. Lau. 12:00 - 16:00.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000 Akureyri 464-7940 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Umboðsmenn um land allt Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Subaru er á sérlega góðu verði þessa dagana og að sjálfsögðu fylgja frí vetrardekk með. Komdu og reynsluaktu Subaru í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.