Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AAHHH TJÚÚÚ! SNIFF HANN HNERRAÐI AFTUR Í SESAMFRÆIN ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞAÐ FARI AÐ RIGNA HVAÐ ÁTTU VIÐ, ÞAÐ ER EKKI SKÝ Á HIMNI HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ FARI EKKI AÐ RIGNA? NEI, HÆTTU ÞESSUM KJÁNASKAP HEFUR ÞÚ HEYRT UM ORÐATILTÆKIÐ, „ALDREI GIFTAST SKEGGJUÐUM KARLMANNI?“ NEI, HVER SAGÐI ÞAÐ? ÉG ROP! ELSKAN, ÉG VANN Í LOTTÓ!! HÉRNA ELSKAN TAKK KÆRLEGA HAMINGJA ER, AÐ SITJA Á STRÖND OG KONAN ÞÍN RÉTTIR ÞÉR BJÓR ÁN ÞESS AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ BIÐJA HANA UM ÞAÐ Á MEÐAN BÍLAÞJÓFARNIR REYNA AÐ FLÝJA UNDAN KÓNGULÓARMANNINUM ÞAÐ ER EINHVER AÐ FARA YFIR GÖTUNA ÞAÐ ER HANS VANDAMÁL SVONA! Starfsmaður uppboðsskrifstofu Í Edinborg heldur á landakorti af Skot- landi. Kortið er talið vera það elsta sinnar tegundar sem sýnir nákvæm landamæri landsins og var gert að beiðni James V Skotakonungs árið 1540 þegar hann sigldi umhverfis ríki sitt. Kortið verður boðið upp í næstu viku og vonast eigandinn til að fá um 3 milljónir króna fyrir það. Reuters Út úr korti? Siðfræðistofnun Háskóla Ís-lands og Háskólaútgáfanhafa endurútgefið bókinaLeitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E. Frankl. Af því tilefni verður efnt til dagskrár um bókina í Nor- ræna húsinu í dag, föstudag, kl. 15.30. Salvör Nordal er forstöðumaður Siðfræðistofnunar: „Bókin kom fyrst út á íslensku fyrir 10 árum í þýðingu Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur. Bók- inni var strax mjög vel tekið og hún hefur verið uppseld um allnokkurt skeið og verið saknað á markaði,“ segir Salvör. „Viktor E. Frankl var austurrískur geðlæknir og rekur í bókinni fræga kenningu sína um tilgangsmeðferð, eða það sem hefur verið kallað þriðji Vínarskólinn í sállækningum og kem- ur m.a. í kjölfar Freuds og Jungs í þeim fræðum,“ segir Salvör. „Í riti Frankls gætir hins vegar hversdags- legri skilnings á lífinu en hjá fyrr- nefndum kollegum hans, en Frankl rannsakar hvað gefur lífi mannsins tilgang og lítur þannig til framtíðar en ekki fortíðar eins og t.d. Freud.“ Viktor E. Frankl fæddist árið 1905, lærði læknisfræði við Háskólann í Vínarborg og stýrði taugafræðideild Rothschild-spítalans. Árið 1944 var hann handtekinn og fluttur í fanga- búðir nasista í Auschwitz og síðar Kaufering og Türkheim, og hann var svo frelsaður í apríl 1945 af banda- rískum hermönnum: „Fyrri hluti bókarinnar fjallar um aðstæður í fangabúðunum, á mjög sérstakan hátt, sem er ólíkur því sem finna má í öðrum verkum um helförina,“ segir Salvör. „Frankl segir frá því hvernig fólk bregst við, og lifir af, í ömurleg- um aðstæðum fangabúðanna, og not- ar kenningar sínar um tilgangs- meðferð til skýringar. Lýsingin verkar mjög sterkt á lesandann, en í seinni hluta bókarinnar fer Frankl nánar yfir atriði kenningar sinnar, sem hann kallar lógóþerapíu.“ Bókin kom fyrst út 1946 og vakti strax mikil viðbrögð. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála, og verið kölluð eitt af höfuðritum sálfræð- innar: „Bókin á síst minna erindi við lesendur í dag en þegar hún var fyrst gefin út,“ segir Salvör. „Frankl ræðir stöðu mannsins í tómhyggju nú- tímans, en í hnotskurn gengur kenn- ing hans út á nauðsyn okkar til að finna lífinu tilgang í viðfangsefnum okkar. Það getur verið í hvort heldur persónulegum samböndum, þjáningu eða faglegum viðfangsefnum, s.s. í vinnu eða list.“ Róbert H. Haraldsson, dósent við heimspekiskor, mun flytja erindi sem hann kallar Leitin að tilgangi lífsins andspænis hinu illa. „Hann mun fjalla um hvað einkennir þann samtíma sem bókin talar til og setur efni bók- arinnar í samhengi við vanda nútíma- mannsins, þar sem fólk virðist oft leggja meiri áherslu á hagsmuni en mannhelgi,“ útskýrir Salvör. „Við sama tækifæri munum við veita við- urkenningu og peningastyrk, en sam- kvæmt ákvæðum í útgáfusamningi sem gerður var við Frankl vegna út- gáfunnar 1997 skulu höfundarlaun hans renna til góðgerðarmála. Ákveð- ið var að styrkja aðila hér á landi sem vinna að málefnum barna, og vonandi kemur stuðningurinn í góðar þarfir.“ Siðfræði | Dagskrá í tilefni endurútgáfu bók- arinnar Leitin að tilgangi lífsins í dag kl. 15.30 Tómhyggja og tilgangur  Salvör Nordal fæddist í Reykja- vík 1962. Hún lauk stúdents- prófi frá MS, BA- prófi í heimspeki frá HÍ og M.Phil.-prófi frá Sterling-háskóla í Skotlandi. Sal- vör hefur m.a. starfað sem fram- kv.stj. Listahátíðar í Reykjavík, framkv.stj. Íslenska dansflokksins og sem blaðamaður. Hún hefur ver- ið stundakennari við HÍ frá 1988 og forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ frá 2001. Salvör er gift Eggerti Pálssyni tónlistarmanni og eiga þau samanlagt fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.