Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 43
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur
hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst
við ná
og hóflausan lífróður rerum.
„Ég hringi á morgun“, ég
hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn
ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans
ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í
grennd
gleymd’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum
send
er sannur og einlægur vinur.
(Þýð.: Sig. Jónsson)
Ingigerður Snorradóttir.
Elskuleg skólasystir mín er fallin
frá, langt um aldur fram. Er ég lít
til baka, til áranna 1963 til 1965 er
við kynntumst, finnst mér þau óra-
langt í burtu. Dauði og sorgir voru
fjarri því áhyggjulausa æskufólki
sem dvaldi á Bifröst á þessum ár-
um. Við vorum ung er við kynnt-
umst og uppi í sveit, enginn átti bíl
og enginn fór þess vegna burt af
staðnum. Það var því óhjákvæmi-
legt að kynnast vel. Námið tók auð-
vitað mikinn tíma og hjálpaði okk-
ur til þroska en það gerði ekki
síður ýmiss konar félagsstarfsemi
sem var grunngildi skólans og allir
tóku þátt í. Sigrún var góður nem-
andi og mikil félagsvera. Sérstak-
lega einkennandi þáttur í fari
hennar kom strax í ljós. En það var
framúrskarandi vandvirkni og
snyrtimennska. Hún var prúð og
kurteis í framkomu en gat einnig
verið mesti æringi ef því var að
skipta.
Er skólanum lauk sigldi hópur-
inn til Kaupmannahafnar með við-
komu í Færeyjum en það var nú
ekki algengt á þeim árum að fólk
gerði slíkt. Sumir tóku ferjuna yfir
til Malmö og gátu þeir þá alltént
sagt að þeir hefðu komið til Sví-
þjóðar líka. Þetta var auðvitað
óviðjafnanlegt ævintýri. Ég man
sérstaklega eftir þegar við Sigrún
skemmtum okkur við að máta hatta
í einhverri versluninni og sama var
hvað hún setti á kollinn alltaf var
hún jafnglæsileg.
Eftir skóla teygðust böndin milli
okkar en slitnuðu þó aldrei. Við
hittumst af og til. Við stofnuðum
nokkrar saumaklúbb fáeinum árum
síðar og þá tók við góður tími með
reglulegum samfundum. Einstak-
lega notalegt var að koma til Sig-
rúnar því heimili hennar bar ávallt
vitni um smekkvísi og alúð.
Snemma á síðastliðnu ári, er
ljóst var að hverju stefndi í veik-
indum hennar, ákvað hún að láta
gamlan draum rætast og fara í
ferðalag til Evrópu. Það var unun
að sitja með henni við borðstofu-
borðið í Mávahlíðinni, skoða í tölv-
unni frábærar ljósmyndir sem hún
tók og hlusta á ferðasöguna. Hún
var vel lesin og fróð um þá staði
sem þau hjónin heimsóttu og sagði
skemmtilega frá.
Það var mikið á Sigrúnu og ást-
vini hennar lagt síðustu missiri. Of-
an í veikindin varð Sigrún fyrir
þeim harmi að missa sonardóttur
sína. Þessu áfalli mætti Sigrún með
miklum styrkleika og sýndi hvað
þroski hennar var orðinn mikill.
Fjölskylda hennar reyndist sam-
heldin og traust og hjálpaðist að
svo hún gæti dvalið heima nær all-
an tímann.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
vináttu Sigrúnar gegnum árin.
Ég votta Sigurði eiginmanni
hennar, syni, systkinum og fjöl-
skyldum þeirra einlæga samúð.
Guðrún H. Gestsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 43
✝ Fjóla Stein-grímsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. mars 1924. Hún
lést á aðfangadag
24. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Stein-
grímur Pálsson vél-
stjóri, f. 27. mars
1897 á Gaddstöðum
á Rangárvöllum, d.
27. janúar 1987, og
Kristín Jónsdóttir,
f. 9. september 1898
á Staðarhöfða í
Innri-Akraneshreppi, d. 30. apríl
1990. Systkini Fjólu eru Jón Val-
ur, f. 24. janúar 1929, d. 23. mars
1983. Þorsteinn, f. 16. febrúar
1933, og Aðalheiður Sigurdís, f.
17. nóvember 1937.
Fjóla giftist 22. desember 1945
Edvard K. Kristensen bifreiða-
stjóra, f. 4. nóvember 1919. For-
eldrar hans voru Arne Krist-
ensen, f. 22. maí 1890 í Noregi,
látinn, og kona hans Ingibjörg
Þórðardóttir, f. 22. maí 1887, lát-
in. Börn Fjólu og Edvards eru: 1)
Kristín, f. 21. september 1942,
maki Guðmundur H. Jónssson, f.
26. maí 1943. Börn þeirra eru:
Edvard Hjálmar, f. 6. júlí 1964, á
hann tvo syni; Fjóla Hrönn, f. 26.
janúar 1967, á hún einn son; Jón
Elís, f. 20. janúar 1973, látinn.
Lætur hann eftir sig einn son. 2)
Ingibjörg Árný, f. 1. júlí 1946, var
gift Guðjóni Brewer og eiga þau
fjögur börn. Þau eru: Kolbrún
Fjóla, f. 7. ágúst 1964 og á hún tvo
syni; Róbert Þór, f.
14. febrúar 1968, á
hann tvö börn; Tóm-
as, f. 20. júlí 1971, á
hann einn son; og
Edvard Kristinn, f.
13. mars 1973. 3)
Steinunn, f. 21. maí
1954, maki Tómas
Stefánsson, f. 28.
október 1947, eiga
þau tvo syni, Egil, f.
6. júní 1976 og á
hann eina dóttur; og
Eyþór, f. 11. októ-
ber 1984. 4) Jón Val-
geir, f. 7. október 1960, á hann
tvær dætur með barnsmóður
sinni Ingu Guðbjartsdóttur, Mar-
gréti Lenu, f. 19. maí 1987; og
Katrínu Birnu, f. 23. maí 1997.
Fjóla bjó lengst af í Reykjavík,
en sem barn bjó hún í nokkur ár í
Hafnarfirði og síðan í Fossvogi og
þar hóf hún einnig búskap með
eiginmanni sínum og bjuggu þau
þar á þremur stöðum. Þau keyptu
sér síðan íbúð í Rjúpufelli 29, í
Efra-Breiðholti, og bjuggu þar í
um 30 ár. En síðan árið 2000 hafa
þau búið í Hjallaseli 55 (Seljahlíð).
Fjóla gekk í Austurbæjarskól-
ann og lauk hefðbundnu skyldu-
námi. Hún stundaði hús-
mæðrastörf eftir að hún giftist.
Fjóla var mikil listakona í hönd-
unum, hún prjónaði, heklaði og
saumaði, og seinni árin málaði
hún á dúka og ýmislegt annað.
Útför Fjólu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku mamma, þú komst okkur
öllum á óvart að þú skyldir kveðja
á þessum degi því að við stóðum í
þeirri trú að þú værir á batavegi
og værir á leiðinni heim. Þó að
heilsan væri orðin léleg í gegnum
árin, og þú oft hætt komin, náðir
þú þér alltaf aftur á strik. En lífs-
viljinn var mikill hjá þér og þú ætl-
aðir ekkert að kveðja strax.
Okkur systkinin langar til að
þakka fyrir margar góðar stundir,
sérstaklega á ferðalögum með þér
og pabba um landið okkar, frá því
að við vorum lítil og fram á þennan
dag. Áður fyrr var gist í tjöldum
en seinni árin var bændagisting og
sumarhús mikið notuð. Oft var
stórfjölskyldan saman á ferð,
amma, afi og aðrir fjölskyldumeð-
limir. Oft var glatt á hjalla og mik-
ið sungið í bílum og tjöldum, farið í
berjamó, fjöruferðir að tína skeljar
og kuðunga og mikið spilað á spil.
Við getum þakkað mömmu og
pabba fyrir það hversu vel við
þekkjum landið okkar, sérstaklega
Suður- og Vesturland.
Eins langar okkur að minnast
skemmtilegu jólanna þar sem við
og systkini mömmu og fjölskyldur
komum saman hjá ömmu og afa á
Klöpp við Suðurgötu. Fyrst var
gengið í kringum jólatréð og
sungnir sálmar, en síðan komu
jólasveinar með pakka, og var
ótrúlegt hvað við komumst mörg
fyrir í litlu stofunni á Klöppinni.
Mamma var fagurkeri, hún hafði
gaman af að klæða sig upp og vera
vel snyrt, og hafði ekkert á móti
því að láta dekra við sig, hún hafði
yndi af því að vera innan um fólk
og var mikil félagsvera. Hún var
mjög myndarleg í höndunum,
saumaði á okkur systkinin, prjón-
aði og heklaði. Þetta stytti henni
oft stundir því hún þurfti oft að
dvelja langdvölum á sjúkrahúsum
vegna veikinda. Eins las hún mikið
og var áskrifandi að dönskum blöð-
um, og endursagði hún okkur eldri
systrunum margar spennandi
framhaldsögur úr þeim, því hún
sagði svo skemmtilega frá.
Að lokum viljum við systkinin
þakka pabba fyrir hvað hann var
duglegur að hugsa um mömmu eft-
ir að heilsu hennar fór að hraka, og
eins fyrir það hve viljugur hann
var að fara með hana í bíltúra nær
daglega. Ekki spillti ef hún fékk ís.
Elsku mamma, við kveðjum þig í
bili og þökkum fyrir allar góðu
minningarnar. Hvíldu í friði.
Nú ertu horfin, héðan kæra,
hjartans vina, burt mér frá.
Þér ég nú vil, þakkir færa.
Þögul tárin, leika um brá.
Lengi götu, ganga máttum,
grýtt og hörð var stundum braut.
En við margar einnig áttum
yndisstundir gegnum þraut.
Því ég stilli harm í hljóði,
horfi yfir forna slóð,
kveð þig nú, með litlu ljóði,
ljúfa mamma, kona góð.
Fyrir handan, hafið kalda
hygg ég, að þú bíðir mín.
Minning þín um aldir alda
eflaust verður sólin mín.
Elsku mamma, einnig viljum
eiga stund við beðinn þinn.
Núna er hljótt, er hér við skiljum,
hjörtun klökkna nú um sinn.
Muna blíða bernsku kæra,
börnin þín og þakkir nú
fyrir ást og allt það kæra
okkur, sem að veittir þú.
Barnabörnin bljúg nú senda
blíða hinstu kveðju þér.
Tengdabörn og tryggir vinir
til þín allir beinast hér,
koma nú, að kistu þinni,
krjúpa þar svo undur hljótt.
Allir hafa sama sinni,
segja þökk - og góða nótt.
(Borgfjörð)
Kristín, Ingibjörg,
Steinunn, Jón Valgeir
og fjölskyldur.
Þegar ég fékk fréttirnar hugsaði
ég með mér á leiðinni heim: „Alveg
var það eftir henni ömmu minni að
kveðja með stæl á sjálfum fæðing-
ardegi Frelsarans.“
Helstu minningar mínar tengdar
ömmu eru frá æskuárunum. Öll
ferðalögin og sumarbústaðadvalirn-
ar með henni og afa. Oftast vorum
við þrír frændurnir saman með í
för. Jón Elís heitinn, Egill og ég.
Amma og afi tóku okkur villingana
eflaust með til að veita foreldrum
okkar smáfrí frá okkur. Ég var að
minnsta kosti ánægður að fá að
ferðast með ömmu. Maður kynntist
henni betur þannig en í einhverjum
kökuhlöðnum fjölskylduboðum.
Einu minningarbroti skýtur upp
í kollinum sem lýsir ömmu vel í
augum mínum. Vanalega var gamla
Gufan í gangi þegar ég flakkaði
með ömmu og afa um landið. En
stundum stóð hún á sér og þá setti
amma snældu í tækið. Marlene
Dietrich ómaði þá það sem eftir
lifði heimferðarinnar. Og vegna
þess að ég neyddist til að hlusta úr
aftursætinu, þá fóru mér svei mér
þá bara að líka ágætlega þessir
gömlu stríðsárasöngvar. Hvernig
var annað hægt þegar maður fékk
að heyra hvert lag þrisvar sinnum
án nokkurrar miskunnar.
Amma verður seint sökuð um að
hafa verið ímynd hinnar góðlátlegu
ömmu í peysufötum með prjón á
hvorri hendi. Þó var hún samt
mjög lagin í höndunum. En hún
var jafnframt glæsileg kona fram
eftir aldri og var ekkert að flýta
sér að verða krumpuð, gömul kerl-
ing í ruggustól. Hugsaði vel um út-
lit sitt og framkomu. Og var
ákveðnari en margar aðrar konur
af hennar kynslóð sem ég hef
kynnst.
Seinni árin fjarlægðist ég ömmu.
Kannski að hluta til vegna þess að
ég eltist, en eflaust líka eftir að
hún fékk áfall og varð aðeins frá-
brugðin sjálfri sér á eftir. Eða það
fannst mér lengi vel. Eðlislægur
ótti minn við spítala og sjúklinga
varð til þess að ég gaf mig mun
sjaldnar að ömmu. Og það þykir
mér leitt, því nú er það orðið of
seint. Kennir mér vonandi að af-
skrifa ekki eldri borgara eða sjúka
í framtíðinni.
Ég kveð ömmu mína með sökn-
uði. Hún var merkileg kona og
áhrifavaldur á uppvaxtarárum mín-
um. Sjómannsdóttir úr Hafnarfirði.
Eðalkrati eins og svo margir aðrir
úr því mæta sjávarplássi. Eflaust
henni óbeint að kenna daður mitt
við krata er ég fór að fullorðnast.
Enda segi ég alltaf þegar einhver
spyr hvar ég stend í pólítík: „Ég er
kominn af eðalkrötum úr Hafnar-
firði.“
Ég þakka henni samfylgdina og
fyrir að vera sterk fyrirmynd. Mig
grunar því miður að amma mín
hafi verið södd lífdaga fyrir mörg-
um árum. Og ég er þakklátur fyrir
að henni hlotnaðist loksins hvíldin
langa.
Afa mínum votta ég dýpstu sam-
úð og vona að hann láti ekki sorg-
ina buga sig. Þú átt svo marga
góða að. Haltu ótrauður áfram. Ég
er viss um að amma hefði viljað
það öllu fremur.
Móður minni og systkinum henn-
ar þremur votta ég hugheila sam-
úð. Ég get ekki ímyndað mér
hvernig ykkur líður. En ég get
sagt að þið standið ykkur eins og
hetjur.
Edvard Kristinn Guðjónsson.
Lát Fjólu systur minnar kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti á
aðfangadag jóla.
Margs er að minnast, og koma
þá í hugann liðin aðfangadags-
kvöld, á meðan foreldrar okkar
voru á lífi. Það var siður að við
systkinin værum hjá þeim með
okkar fjölskyldur, allir gengu í
kringum jólatréð og sungu Betle-
hem og Heims um ból. Svo kom
jólasveinninn með glaðning. Að því
loknu var drukkið heitt súkkulaði
og borðaðar kökur. Á jóladag var
spilað púkk.
Tímarnir breytast og foreldrar
okkar fóru á heimili fyrir aldraða,
en á aðfangadagskvöld töluðum við
systurnar saman í síma. Á seinni
árum tókum við upp þann sið úr
foreldrahúsum að spila púkk með
börnum okkar og Þóru mágkonu,
og ævinlega spurði Fjóla: Kemur
Svanur ekki til að klæða pamfílinn,
því það er hans spil?
Það verður ekki spilað um þessi
jól.
Fjóla stóra systir, það er erfitt
að kveðja eftir 69 ára samfylgd, og
þakka ég fyrir það sem þú varst
mér á þeirri leið. Ég kveð með
kvöldbæninni sem hún móðir okkar
fór með þegar við vorum lítil:
Nótt er komin, nú er ég inni.
Nærri ert þú, Jesú, mér.
Verndaðu bæði, sál og sinni,
svæfðu mig á brjóstum þér.
Lát burt hverfa, syndargrönd.
Öflugan settu englamúrinn,
yfir mig þá tek ég dúrinn.
(Ók. höf.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Aðalheiður Sigurdís.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Fjólu frænku minnar sem
lést á aðfangadag.
Fjóla var stóra systir hans
pabba og á milli hennar fjölskyldu
og okkar var alltaf mikill vinskap-
ur. Þegar við systurnar vorum
börn var farið í Fossvoginn að hei-
mækja þau nánast vikulega. Foss-
vogurinn var þá hálfgerð sveit,
með hænsnabúi og stórum túnum
sem voru slegin. Ég fór fljótlega að
suða um að fá að gista og var það
auðsótt mál þótt plássið væri ekki
mikið. Þá sváfum við Ingibjörg
saman í lokrekkju. Við stelpurnar
sóttumst eftir að fá Fjólu til að
segja okkur sögur, gjarnan fram-
haldssögur. Þær sögur sem ég man
best eftir voru ástarsögur úr
dönsku blöðunum, en Fjóla las þær
og endursagði okkur síðan.
Fyrsta minning mín um Fjólu
frænku er síðan ég var á þriðja ári.
Systur mínar voru þá nýfæddar og
ég var fárveik send í fóstur til
hennar. Af því hversu ung ég var
man ég eðlilega afar lítið frá þess-
um tíma. En ég tengdist henni vel
þann tíma sem ég dvaldi hjá henni
og ég man að mér leið vel miðað
við aðstæður og hefði hjá fáum
frekar viljað vera. Ég held að hún
hafi eignast dálítið í mér líka.
Fjóla frænka var afar falleg
kona, mér fannst hún líkust El-
ísabetu Taylor. Hún var alltaf svo
fín, hafði gaman af að punta sig.
Það var gaman að máta háhæluðu
skóna hennar og ímynda okkur að
við værum eins flottar og hún.
Ekki má gleyma ferðalögunum
um landið. Fjóla og Eddi með
börnin, pabbi og mamma með okk-
ur systurnar ásamt afa og ömmu
fóru mikið í tjaldferðalög um landið
saman. Þá var oft kátt á hjalla,
sungið og leikið sér. Þetta voru
góðar ferðir. Fjóla hafði góða söng-
rödd og var unun að heyra í þeim
systkinunum syngja, pabba og
henni. Ekki skemmdi léttleikinn í
Edda þessi ferðalög, hann var allt-
af til í að gantast eitthvað. Eftir að
við börnin þeirra vorum orðin upp-
komin fóru þau oft í ferðir saman á
meðan heilsa leyfði. Var þá gjarn-
an stoppað til að skreppa í kaup-
félag staðarins fyrir „stelpurnar“
mömmu og Fjólu.
Hin síðari ár hefur heilsa Fjólu
verið ákaflega léleg. Þá hefur Eddi
staðið eins og klettur við hlið henn-
ar, með sínu góða skapi og æðru-
leysi, en fáa þekki ég sem hafa
fengið í vöggugjöf jafn gott skap
og hann. Eins og gengur þá vill
samverustundunum fækka með ár-
unum, en minningarnar sem ég á
um hana Fjólu frænku mína eru
margar um skemmtilega og vel
gefna konu. Ég vil að lokum votta
Edda og fjölskyldunni allri samúð
mína.
Ásta Bára.
Fjóla Steingrímsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar