Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ANNASAMT verður á Alþingi næstu
tvo mánuði enda bíða 106 frumvörp
og 67 þingsályktunartillögur af-
greiðslu. Þrjátíu frumvörpum hefur
þegar verið vísað til nefndar en önnur
bíða fyrstu umræðu. Fyrsta málið
sem alþingismenn takast á um er
þriðja og síðasta umræða um stjórn-
arfrumvarp þess efnis að Rík-
isútvarpið (RÚV) verði gert að hluta-
félagi. Ætla má að umræður verði
fjörlegar enda er stjórnarandstaðan
andvíg frumvarpinu.
Össur Skarphéðinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, segir
þetta fyrsta skrefið í að selja Rík-
isútvarpið og Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður Vinstri grænna,
segir frumvarpið stórskaðlegt fyrir
RÚV. „Þetta er orðin stagbætt töt-
raflík og frumvarpið er alveg jafn-
umdeilt og það hefur verið frá fyrstu
tíð,“ segir Ögmundur.
„Búið að segja flest sem þarf“
Hjálmar Árnason, þingflokks-
formaður Framsóknar, telur þó að
RÚV-frumvarpið ætti ekki að taka
langan tíma enda sé búið að segja um
það flest sem segja þarf. „En eflaust
taka menn til máls í upphlaup-
stilgangi,“ segir Hjálmar og bætir við
að þingið muni einkennast af upp-
hlaupum, eins og oft vill verða í að-
draganda kosninga.
Stjórnarandstaðan hefur farið
fram á að afgreiðslu RÚV-frum-
varpsins verði frestað svo tóm gefist
til að skoða gögn frá ESA, eftirlits-
nefnd EFTA, en þar sem meirihluti
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er
samstígur má ætla að frumvarpið
verði fljótlega að lögum.
Formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna lýstu því yfir á haustdögum að
þeir hygðust stilla saman strengi sína
í allan vetur. „Samstaða stjórnarand-
stöðunnar hefur gengið algjörlega
eftir á þinginu. Við höfum sameinast
um burðarmál og velferðarmálin eru
kjarninn í okkar samstarfi,“ segir
Össur. „Fari svo að ríkisstjórnin tapi
meirihluta í kosningunum í vor munu
þessir þrír flokkar tala saman fyrst
áður en þeir ræða við aðra flokka um
myndun ríkisstjórnar,“ áréttar hann.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokks, segir aft-
ur á móti engin skýr merki um sam-
stöðu hjá stjórnarandstöðunni. „Þau
eru oft með tvö og jafnvel þrjú minni-
hlutaálit í málum og svo eru skýr skil
milli skoðana flokkanna varðandi ým-
is mál,“ segir Arnbjörg og tekur ut-
anríkismál og innflytjendamál sem
dæmi. Hjálmar Árnason er á sömu
skoðun og segir samstarf stjórn-
arandstöðunnar eingöngu vera í orði
en ekki á borði, enda sé þetta sund-
urleitur hópur.
Samvinna Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks hefur einnig verið milli
tannanna á fólki og heyrst hafa radd-
ir um þreytu í stjórnarsamstarfinu.
Arnbjörg og Hjálmar vísa því bæði á
bug og segja þessar raddir ekki
munu hafa áhrif á samstarf flokkanna
á endaspretti kjörtímabilsins. „Við
ljúkum kjörtímabilinu en svo koma
kosningar og að vanda ganga allir
flokkar óbundnir til kosninga,“ segir
Hjálmar.
Heildarlög um Vatnajök-
ulsþjóðgarð bíða fyrstu umræðu en
Arnbjörg segir jákvæðar raddir
heyrast um þetta frumvarp. „Ég held
að þarna verði ekki mjög andstæð
sjónarmið þótt þetta sé auðvitað stór-
mál enda um stórt landsvæði að
ræða,“ segir Arnbjörg og bætir við að
það geti verið ómögulegt að spá fyrir
um hvaða mál veki miklar umræður,
ekki síst í aðdraganda kosninga.
Innflytjendamál á dagskrá
Stefnumótun varðandi stöðu inn-
flytjenda á vinnumarkaði er á loka-
sprettinum en um er að ræða sam-
vinnu stjórnvalda, atvinnurekenda og
verkalýðshreyfinga. „Mér sýnist
þingheimur nokkurn veginn vera á
sömu línu varðandi þetta,“ segir
Hjálmar en útilokar þó ekki að til
orðaskipta komi vegna málefna inn-
flytjenda.
Magnús Þór Hafsteinsson,
þingflokksformaður Frjálslynda
flokksins, segist eiga von á frumvarpi
frá félagsmálaráðherra um
atvinnumál innflytjenda. „Ég vænti
þess að það gefi verkalýðsfélögum
möguleika á að hafa betra og skilvirk-
ara eftirlit svo ekki sé verið að brjóta
á þessu fólki. Þá verður vonandi unn-
ið að mjög svo tímabærum úrbótum
hvað varðar réttindi og skyldur laun-
þega og atvinnurekenda,“ segir
Magnús sem á von á líflegu þingi og
þá ekki síst átökum um samgöngu-
mál, enda ný samgönguáætlun í bí-
gerð.
Stjórnarandstaðan vonast eftir að
koma sínum málum á dagskrá en Ög-
mundur segir þau þingmál m.a. taka
á kjarajöfnuði í þjóðfélaginu, jafnrétt-
ismálum og umhverfismálum. „En
mér býður í grun að meirihlutinn vilji
helst ljúka þingi sem fyrst svo ráð-
herrar geti tekið til við það af alvöru
að klippa borða og safna á sig skraut-
fjöðrum fyrir kosningar,“ segir Ög-
mundur
Önnur stjórnarfrumvörp sem bíða
afgreiðslu og gætu leitt til líflegra
umræðna í þinginu eru t.d. fjölmiðla-
frumvarpið, frumvarp um nýsköp-
unarsjóð og frumvarp um heildarlög
um embætti landlæknis.
Vorþing hefst á mánudag
með umræðum um RÚV ohf.
Alþingi kemur saman á
mánudag að loknu jóla-
fríi. Halla Gunnars-
dóttir veltir því hér upp
hver verða helstu málin
á þessu stutta þingi
sem lýkur í mars.
Morgunblaðið/Kristinn
Fiðringur Annasamir dagar og talsverð átök eru framundan hjá þing-
mönnum á stuttu vorþingi enda kosningar á næsta leiti.
Í HNOTSKURN
» 106 frumvörp og 75 þings-ályktunartillögur bíða af-
greiðslu Alþingis sem kemur
saman á mánudag
» Vorþingið stendur aðeinsí tvo mánuði að þessu sinni
vegna komandi alþingiskosn-
inga.
» Þriðja umræða um Rík-isútvarpið ohf. verður
fyrst á dagskrá en stjórn-
arandstaðan hyggst beita sér
gegn því frumvarpi af öllu afli.
FINNUR Árna-
son, forstjóri
Haga, segir eðli-
legt að líta á kjúk-
linga- og svína-
kjötsframleiðslu
sem iðnaðarfram-
leiðslu frekar en
landbúnað. Lítill
virðisauki sé fyrir
samfélagið af
þessari framleiðslu og það eigi að
hætta henni hér á landi.
Ingvi Stefánsson, formaður
Svínaræktarfélag Íslands, gagn-
rýndi verslunina í Morgunblaðinu í
gær og sagði að á sama tíma og hún
gagnrýndi landbúnaðinn og gerði
kröfu um ódýrari matvæli tækist
henni ekki að bjóða neytendum upp
á ódýran fatnað. Föt og skór væru
63% dýrari en meðalverð í 15 ríkj-
um Evrópusambandsins.
Finnur sagðist ekki treysta sér til
að svara fyrir alla verslun í landinu,
en Hagar teldu sig vera að bjóða
ódýrustu föt á Íslandi. „Ég átta mig
ekki á hvernig þessi samanburður á
verði fatnaðar er gerður. Varðandi
alþjóðleg merki þá er þeirri verð-
lagningu stýrt úti í heimi, eins og
þekkt er t.d. varðandi Levi’s galla-
buxur. Eigendum vörumerkja er
heimilt að skipta mörkuðum upp í
verðsvæði.“
Samkvæmt tölum hagstofu Evr-
ópu eru brauð og kornvörur 72%
dýrari á Íslandi en í 15 ríkjum ESB
og ávextir og grænmeti eru 55%
dýrari.
„Við höfum reiknað út að þrátt
fyrir að öll álagning á matvörum
væri tekin út úr okkar fyrirtæki þá
væri verðlag 40% dýrara en í Evr-
ópu. Þetta segir okkur að verslunin
skýrir ekki þennan mun,“ sagði
Finnur og benti á að matvörur
hefðu hækkað mun minna en
neysluverðsvísitala.
Iðnaður en ekki landbúnaður
„Í mínum huga er svínafram-
leiðsla ekkert nema iðnaður. Það er
takmarkaður virðisauki fyrir þjóð-
arbúið að vera með þessa starfsemi
hér á landi þegar þetta er að kosta
neytendur jafnmikið og það er að
gera. Það er fráleitt að skattleggja
alla þjóðina fyrir iðnaðarfram-
leiðslu sem skilar ekki meiru en
þetta.
Verð á svínakjöti hefur rokið upp
og hér er framleiðslu stýrt miðað
við að ná sem hæsta verði. Ég tel að
þessi iðnaðarframleiðsla eigi ekki
að njóta innflutningsverndar.“
Finnur sagði að það sama gilti um
kjúklingaframleiðsluna. Það væri
iðnaðarframleiðsla. Verðmunur á
innlendum og erlendum kjúklingum
væri mjög mikill og þar að auki
væri skortur á kjúklingakjöti á
markaðinum.
Hætta á
framleiðslu
svínakjöts
Finnur Árnason
Sogn féll niður
í upptalningu
VEGNA mistaka féll niður eitt orð í
viðtali við Ólaf Ólafsson fyrrverandi
landlækni í blaðinu í gær. Þannig
gleymdist að telja upp Sogn í einni
málsgrein viðtalsins. Beðist er vel-
virðingar á þessum leiðu mistökum
og málsgreinin hér endurbirt í heild
sinni rétt: Í samtali við Ólaf rifjar
hann upp að hann hafi m.a. haft for-
göngu um stofnun Hlaðgerðarkots
og Sogns á sínum tíma og aðstoðað
við stofnun Krýsuvíkurheimilisins,
Byrgisins og SÁÁ. „Þetta gerðist
þrátt fyrir áralöng mótmæli Geð-
læknafélags Íslands við stofnun
Sogns, sem ætlað er geðsjúkum af-
brotamönnum,“ segir Ólafur og bæt-
ir við: „Á þann veg náðist að búa fjöl-
mörgum útihýstum aðilum, sem
margir telja skipta hundruðum og
ekki fengu á pláss á spítölum okkar,
skjól og meðferð.“
LEIÐRÉTT
♦♦♦