Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Laugavegi 40 - Sími 561 1690
RALPH
LAUREN
Útsala
Útsala
50%
afsláttur
af öllum
vörum
NÝTT KORTATÍMABIL
Verð er m.v. gengi 10.1 2007.
Verð getur breyst án fyrirvara vegna
gengisbreytinga.
ÞAU drög að samkomulagi við Evr-
ópusambandið um lækkun á tollum á
landbúnaðarvöru gera ráð fyrir að
heimilt verði að flytja inn til landsins
mörg hundruð tonn af landbún-
aðarvörum, m.a. umtalsvert magn af
kjöti á lægri tollum en gilt hafa. Ís-
land fær á móti tollfrjálsan aðgang
fyrir smjör og skyr.
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið fyrr í vikunni að tekist hefði
bráðabirgðasamkomulag við ESB um
lækkanir á tollum með landbún-
aðarvörur. Fjallað verður um sam-
komulagið innan ESB í næstu viku og
þá kemur í ljós hvort fyrirliggjandi
drög verða samþykkt. Ekki er hægt
að ganga út frá því sem vísu að sam-
komulagið verði samþykkt. Ástæðan
er m.a. sú að samkomulagsdrögin
gera ráð fyrir að Ísland fái að flytja út
tollfrjálst nokkur hundruð tonn af
smjöri til ESB.
Tollfrjáls aðgangur
fyrir smjör og skyr
Smjörútflutningur er talsvert við-
kvæmt mál innan ESB. Það er hins
vegar lítið mál fyrir ESB að sam-
þykkja að Íslendingar fái að flytja
skyr tollfrjálst til sambandsins, enda
skyr nánast séríslensk vara. Það er
talið geta skipt miklu máli fyrir ís-
lenskan landbúnað ef ESB staðfestir
fyrirliggjandi samningsdrög sem gef-
ur íslenskum mjólkuriðnaði færi á að
flytja út nokkur hundruð tonn af
smjöri og skyri án nokkurra tolla. Ís-
lendingar þurfa að flytja út 600–800
tonn af smjöri á hverju ári. Þetta
smjör hefur stundum farið á markaði
sem borga lágt verð eins og t.d. í
Rússlandi. Mun hærra verð fæst í
ríkjum ESB.
Forsvarsmenn verslunarinnar eru
sumir orðnir óþolinmóðir að bíða eftir
útfærslu ríkisstjórnarinnar á boð-
uðum tollalækkunum. Ríkisstjórnin
lýsti því yfir sl. haust að tollar á inn-
flutt kjöt yrðu lækkaðir „um allt að
40%“. Finnur Árnason, forstjóri
Haga, sagði í Morgunblaðinu í vik-
unni að þessi lækkun myndi hafa lítil
áhrif vegna þess að tollarnir væru svo
háir. Hann tók sem dæmi að tollur á
innfluttar kjúklingabringur yrði 615
krónur á hvert kíló þó að hann yrði
lækkaður um 40%.
Það hefur hins vegar ekki komið
fram í umræðunni að stjórnvöld von-
ast eftir að geta í næstu viku kynnt
verulega aukningu á svokölluðum
lágmarkstollum. Það þýðir að heimilt
verður að flytja inn hundruð tonna af
kjöti tollfrjálst. Stjórnvöld telja að
þessi innflutningur myndi hafa í för
með sér umtalsvert aðhald í verð-
lagningu á innlendum vörum, auk
þess sem neytendur ættu kost á að
kaupa verulegt magn af innfluttum
kjötvörum á lægri gjöldum. Þessi
breyting verður hins vegar ekki gerð
nema að samningsdrögin við ESB
verða samþykkt. Áhrif boðaðra tolla-
lækkana verða því mun víðtækari ef
drögin verða staðfest.
Í dag er heimilt að flytja inn kjöt á
lágmarkstollum sem nemur u.þ.b. 5%
af innanlandsneyslu. Áhugi á að flytja
inn kjöt hefur aukist á undanförnum
tveimur árum og þess vegna hafa inn-
flytjendur verið að greiða talsvert
hátt verð fyrir að fá þessa tollkvóta,
en þeir hafa verið boðnir út. Verðið
hækkaði mikið á síðasta ári.
Ef Evrópusambandið samþykkir
ekki fyrirliggjandi samningsdrög
verða tollkvótarnir ekki auknir.
Kvótar fyrir lágmarkstolla
verða líklega auknir
Morgunblaðið/Sverrir
Tollar Stjórnvöld ætla að tilkynna um tollalækkanir í næstu viku.
Fréttaskýring |
Stjórnvöld munu í
næstu viku kynna
lækkun á tollum á
landbúnaðarvörum.
Egill Ólafsson telur að
það ráðist af viðræðum
við ESB hvernig út-
færslan verður.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÓLJÓST er hvað það mun kosta að gera við
það sem aflaga fór við byggingu 1. áfanga
Skuggahverfis en þó er ljóst að heildarkostn-
aður getur orðið um 100–200 milljónir króna.
Þetta segir Einar I. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, sem stóð að
byggingu húsanna. Hann segir að rekja megi
ágallana að mestu til vinnubragða verktakans,
Eyktar hf.
Fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um galla
sem fram hafa komið í blokkunum í Skugga-
hverfi enda munu íbúðirnar vera dýrustu íbúð-
ir í fjölbýlishúsum á landinu. Í yfirlýsingu frá
101 Skuggahverfi er sérstaklega tekið fram,
vegna fréttaflutnings af flísunum, að hönnun,
kaup og uppsetning á þeim og uppsetning-
arkerfi hafi verið í höndum Eyktar.
Í samtali við Morgunblaðið bætti Einar við
að byggingarstjórn hefði einnig verið í hönd-
um Eyktar. Komið hefði í ljós að flísar í klæðn-
ingu hefðu sumar hverjar ekki verið nægj-
anlega vel festar og nokkrar flísar hefðu fokið
af húsinu í vondu veðri. Brugðist hefði verið
við með því að fá verktaka til að fara yfir alla
klæðninguna og taka lausu flísarnar niður svo
af þeim stafaði ekki hætta. Einnig hefðu komið
fram brúnir ryðblettir í 20–25% af rúðum í
húsinu sem Einar sagði að mætti rekja til
vinnubragða Eyktar á byggingartímanum.
„Það virðast hafa farið einhverjar málmflísar í
rúðurnar sem skilja eftir sig ryðbletti, ann-
aðhvort af leiðurum sem þeir voru að setja upp
eða frá slípirokkum eða einhverju öðru slíku,“
sagði hann. Skemmdirnar hefðu engin áhrif á
styrkleika glersins en væru vissulega lýti.
Meðal annarra helstu galla væri að horn á
svölum hefðu sigið á nokkrum stöðum þannig
að vatn rynni nú fram af þeim í staðinn fyrir að
renna ofan í niðurfall eins og vænst hefði verið.
Þetta væri að sjálfsögðu bagalegt. Einnig
hefðu myndast sprungur í steyptri plötu í bíla-
kjallara og hefði vatn m.a. seytlað ofan af efri
hæð kjallarans niður á þá neðri. Hann tók
fram að sprungurnar hefðu ekki áhrif á styrk-
leika plötunnar. Að mati 101 Skuggahverfis
mætti rekja alla þessa galla til vinnubragða
Eyktar.
Einar sagði að vegna þessara mála hefði
verið óskað eftir dómkvöddum matsmönnum
til að fá úr því skorið hverjar væru ástæður
þeirra vandamála sem komið hefðu upp,
hvernig ætti að gera við og hvað það myndi
kosta. Óljóst væri hvenær þessari vinnu myndi
ljúka en það væri á hinn bóginn ljóst að kostn-
aðurinn myndi ekki lenda á þeim sem keyptu
íbúðirnar. Aðspurður hvernig íbúar hefðu
brugðist við þessum vandamálum sagði Einar
að auðvitað væri enginn ánægður með að þetta
hefði komið upp og að unnið hefði verið með
húsfélaginu að því að leysa úr vandanum.
Framkvæmdir við 2. áfanga Skuggahverfis
eru nú þegar hafnar og verða fimm íbúðarhús
byggð í þeim áfanga. „Við erum búnir að semja
við Íslenska aðalverktaka um að byggja 2.
áfanga og við treystum vel þeirra gæðakerf-
um. Verkfræðistofa sér um eftirlit. Ég tel
reyndar ekki að það hafi skort á eftirlit með 1.
áfanga. Það sem brást var að verktakinn sinnti
ekki þeim athugasemdum sem eftirlitið gerði
og hvarf frá verkinu án þess að ljúka því,“
sagði Einar. Þess vegna hefði þurft að fá aðra
verktaka til að ljúka ýmsum frágangi. | 36
Viðgerð gæti kostað 100–200 milljónir
Lausar Nokkrar flísar í klæðningunni duttu
af og fleiri voru teknar niður í öryggisskyni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
MARGIR hafa sýnt Barónsstíg 47,
húsinu sem áður hýsti Heilsuvernd-
arstöðina, áhuga, en húsið var aug-
lýst til sölu eða leigu hjá Fasteigna-
markaðinum síðastliðinn sunnudag.
Eitt kauptilboð hefur þegar borist í
eignina.
Jón Guðmundsson, fasteignasali
hjá Fasteignamarkaðinum, segir að
margir hafi skoðað húsið í vikunni.
Ýmist aðilar hafi sýnt áhuga á að
kaupa eða leigja húsið, en til greina
kemur að leigja það í 2–3 hlutum. Þá
fylgir húsinu 1.500 fm byggingar-
réttur á lóðinni sem snýr að Domus
Medica.
Ýmis áform um nýtingu
Jón segir fyrirspyrjendur um
eignina hafa margskonar áform um
nýtingu hennar. Sumir leiti að hús-
næði fyrir starfsemi sem tengist
heilbrigðisþjónustu. Einnig hefur
komið til tals að nýta húsnæðið undir
hjúkrunarheimili.
Jón segir nokkuð um það að
læknar hafi haft samband við sig og
lýst þeirri skoðun sinni, að synd væri
ef annað en heilbrigðisstarfsemi færi
í húsið sem gegnt hefur því hlutverki
í hálfa öld. Jón bendir hins vegar á að
þó að húsnæðið sé sniðið að þörfum
heilsugæslu geti það vel hentað und-
ir hvers konar skrifstofu- eða þjón-
ustustarfsemi.
Húsið er laust til afhendingar nú
þegar og segir Jón seljendur tilbúna
að koma til móts við leigjendur varð-
andi endurbætur sé þess óskað. Hús-
ið er samtals rúmlega 4.600 fm að
stærð og er byggt á árunum 1949 til
1955. Það er hannað af arkitektunum
Einari Sveinssyni og Gunnari H.
Ólafssyni og er eitt þekktasta kenni-
leiti í borginni.
Heilsuverndarstöðin var fyrsta
sérhannaða heilsugæslubyggingin
hér á landi. Mar-hús ehf. keypti hús-
næðið af ríki og borg og fékk það af-
hent í ágúst á síðasta ári.
Miðstöð mæðraverndar, sem áður
var til húsa í Heilsuverndarstöðinni,
var flutt upp í Mjódd nýverið. Var
mikil óánægja meðal starfsmanna
með flutninginn.
Áhugi á Heilsuverndarstöðinni
Morgunblaðið/Ómar
Óráðin framtíð Ýmsir hafa sýnt Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg áhuga
en húsið er til sölu eða leigu. Húsið er hannað fyrir heilbrigðisstarfsemi.
STJÓRNVÖLD seldu húsnæði
Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg til einkaaðila fyrir
nokkru. Áður hafði Landspít-
alinn óskað eftir að fá það á
leigu. Við þeim óskum var ekki
orðið. Í gær ályktaði almennur
læknaráðsfundur LSH um hús-
næðisvanda sjúkrahússins sem
valdi óhagkvæmni í rekstri,
komi í veg fyrir nauðsynlega
þróun þjónustunnar næstu árin
og komi niður á sjúklingum og
starfsmönnum. Skorað er á heil-
brigðisráðuneytið að láta þegar í
stað fara fram athugun á því
hvort létta megi á húsnæð-
isvandanum með því að tiltekin
starfsemi á vegum LSH fái inni í
húsnæði Heilsuverndarstöðv-
arinnar við Barónsstíg.
Læknar
vilja húsið
fyrir LSH