Morgunblaðið - 13.01.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þeir sem voru viðstaddir undirritunsamnings um stóraukin framlög tilHáskóla Íslands næstu fimm árinmuna vart eftir jafn tilfinninga-
þrunginni stund innan veggja hans. Virðulegir
prófessorar tóku upp vasaklútinn og deildar-
forsetar viknuðu. Skýringarinnar er ef til vill að
leita í eins konar spennufalli. Einn viðmælenda
Morgunblaðsins sagði að Kristín Ingólfsdóttir
rektor hefði lagt mikla áherslu á stefnumótun
innan Háskólans á undanförnum misserum, en
úrtöluraddir hefðu heyrst, því margir hefðu
ekki haft trú á að sú vinna myndi skila miklu.
Kristínu hefði þó tekist að ná upp góðum liðs-
anda og þegar menn hefðu allt í einu séð árang-
urinn, í stórauknum framlögum til kennslu og
rannsókna, hefði þeim verið öllum lokið.
Sælan er allsráðandi innan Háskólans.
„Stórkostlegur samningur“, „tímamótasamn-
ingur“ og „bylting“ eru þau orð sem menn nota.
Menntamálaráðherra hefur „unnið af þekk-
ingu“ og viðmælendur telja samninginn mik-
ilvægan fyrir allt háskólasamfélagið, ekki bara
Háskóla Íslands.
Raunhæft markmið
Mikla athygli vakti í byrjun síðasta árs þegar
Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði að Háskólinn
ætti að stefna að því að komast í hóp hundrað
bestu háskóla heims og margir efuðust um að
það væri hægt. „Sú yfirlýsing kallaði á almenna
umræðu um háskólamenntun og núna sjá menn
að þetta er raunhæft markmið,“ segir Kristín.
„Sjö ríkisreknir háskólar á Norðurlöndunum
eru í hópi hundrað bestu. Hvers vegna ætti Há-
skóli Íslands ekki að komast í þann hóp? Ég er
afar þakklát menntamálaráðherra og ríkis-
stjórninni fyrir afdráttarlausan stuðning við
Háskóla Íslands, því hann gerir okkur kleift að
hrinda áætlunum okkar í framkvæmd. Eftir
fimm ár ættum við að vera komin vel á veg með
að ná þessu langtímamarkmiði okkar.“
Kristín segir samninginn árangurstengdan
og nefnir helstu dæmi. „Háskólinn á að fimm-
falda fjölda útskrifaðra doktorsnema, tvöfalda
birtingu vísindagreina, auka starf á lands-
byggðinni, bæta fjarkennslu, bæta aðbúnað
nemenda og auka tækjakost. Þá má nefna að nú
liggur fyrir lagafrumvarp um sameiningu Há-
skólans og Kennaraháskólans. Verði það sam-
þykkt mun Háskólinn starfa að sameiningunni
eftir þeim áherslum sem fram komu í skýrslu
menntamálaráðuneytisins sl. haust.“
Rektor Háskóla Íslands segir skólann skuld-
bundinn til að gera árlega grein fyrir hvernig
miðar í starfinu og muni koma upp árangurs-
kerfi. Hún segir aðspurð að efla þurfi stoðþjón-
ustu innan Háskólans, en sérstök nefnd sjái um
framkvæmd stefnu skólans. Við skipan hennar
hafi ekki verið leitað langt yfir skammt, enda
búi Háskólinn að fjölda sérfræðinga, til dæmis
á sviði stefnumótunar og fjármála. „Stefnan
okkar er ekkert skúffuplagg. Við höfum lagt
mikla vinnu í hana og ætlum að hrinda henni í
framkvæmd. Ég er mjög bjartsýn á að mark-
mið okkar náist. Þessi stuðningur, sem felst í
samningnum, er heillaskref fyrir Háskólann og
við munum vinna að því að þetta verði jafn-
framt heillaskref fyrir samfélagið allt.“
Þótt samningurinn við menntamálaráðu-
neytið tryggi Háskólanum langþráð fjármagn
mun skólinn þurfa að sækja áfram í sjálfsaflafé.
„Við munum sækja fé í samkeppnissjóði, bæði
innlenda og erlenda. Jafnframt mun Háskólinn
leita eftir stuðningi frá atvinnulífinu.“
Styrkir allt háskólasamfélagið
„Þessi samningur tryggir vonandi betra nám
og almennt meiri gæði starfs innan Háskóla Ís-
lands,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra. „Ég hef þá trú að þessi
samningur styrki allt háskólasamfélagið.“
Einkareknir háskólar hafa löngum haldið því
fram að rannsóknarfé sé best komið í sam-
keppnissjóðum og skólarnir keppi um úthlut-
anir úr þeim. Aðspurð hvers vegna sú leið hafi
ekki verið farin, í stað þess að beina háum fjár-
munum beint til Háskóla Íslands, minnir Þor-
gerður Katrín á að háskólastigið allt hafi verið
eflt verulega á síðustu árum. „Við gerðum tíma-
mótasamning við Háskólann í Reykjavík um
sameiningu við Tækniháskólann. Þessi samn-
ingur breytir engu um að við munum halda
áfram að efla samkeppnissjóðina. Við höfum
tvöfaldað framlag í þá sjóði. Næsta tímabil Vís-
inda- og tækniráðs, 2008–2011, er nú til skoð-
unar og að sjálfsögðu verður farið vel yfir þessa
þætti. Þótt við eflum Háskóla Íslands erum við
ekki að draga úr á öðrum sviðum. Við viljum
hafa einn öflugan, alhliða háskóla, sem gætir
menningararfsins, þar á meðal íslenskunnar,
en stendur jafnframt sterkur á sviði heilbrigð-
isvísinda, svo nokkuð sé nefnt. Sterkari Háskóli
Íslands þýðir sterkara háskólasamfélag.“
Mikilvæg breyting
„Þessi samningur boðar gífurlega mikilvæga
breytingu,“ segir Hörður Filippusson, deildar-
forseti raunvísindadeildar. „Hjá raunvísinda-
deild þarf að bæta mjög aðstöðu til verk-
kennslu og efla kennsluna á framhaldsstigi. Við
erum nú þegar með 140 nemendur á meistara-
stigi. Árið 2002 varði fyrsti doktorinn ritgerð
sína við deildina, en núna höfum við útskrifað
17 og sá 18. bætist við í febrúar. Undanfarið
höfum við því útskrifað 3–4 doktora á ári, en
þeim á eftir að fjölga verulega, enda eru núna
um 60 nemendur skráðir í doktorsnámið. Það
stefnir því í að við útskrifum um 15 doktora á
ári.“
Eitt af því sem tilgreint er í samningi
menntamálaráðuneytisins og HÍ er að Háskól-
inn endurskoði skora- og deildaskiptingu, með
það að markmiði að styrkja stjórnkerfi hans.
Hörður segir að nefnd á vegum háskólaráðs
hafi kannað ýmsa möguleika í því efni, m.a.
stækkun deilda. Innan Háskólans hafi vantað
stuðning við stjórnkerfi hans og efla þurfi bæði
gæðamat og vinnumat. „Háskólinn hefur sett
upp ýmis slík kerfi undanfarin ár og gæðastjóri
starfar á skrifstofu rektors. Við ætlum okkur
að efla það enn frekar, til að gera starfsemina
betri og skilvirkari.“
HÍ sameiningartákn
Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti hug-
vísindadeildar, segir samninginn tímamóta-
samning. Næstu skref hugvísindadeildar verði
að efla meistara- og doktorsnám. „Við þurfum
að huga að mannaráðningum og efla þær grein-
ar sem standa okkur næst. Í samningnum er
sérstaklega kveðið á um kennslu og rannsóknir
í greinum sem hafa sérstaka þýðingu fyrir ís-
lenska þjóðmenningu, þar á meðal íslenskuna.
Háskólinn hefur ekki haft nægilegt fé til bóka-
kaupa, en nú rætist mjög úr og bættur bóka-
kostur skapar að sjálfsögðu forsendur fyrir enn
frekari rannsóknum.“
Oddný segir mikilvægt að Háskólinn sé sam-
einingartákn. „Samningurinn tryggir til dæmis
að við getum aukið fjarkennslu og náð þannig
til fólks um allt land. Hér búa aðeins um 300
þúsund manns og ég er sannfærð um að styrk-
ing Háskóla Íslands styrkir háskólasamfélagið
allt. Þar nægir að benda á bókakostinn, ef Há-
skólinn hefur burði til að kaupa fræðibækur
hljóta allir að njóta góðs af. Eftir sem áður
munu háskólarnir hér á landi starfa saman á
mörgum sviðum.“
Stórt skref í þágu HÍ
Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar,
segir samninginn enn betri en hann hafi búist
við. „Kristín Ingólfsdóttir rektor og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
hafa náð frábærum árangri með þessum samn-
ingi. Allt í einu var stigið stórt skref í þágu Há-
skólans og þessi samningur hefur mjög mikla
þýðingu fyrir læknadeildina. Hún hefur lengi
verið sterkasta rannsóknarvígi Háskólans og
útskrifað 4–5 doktora á ári. Núna eru um 60–70
nemendur við meistaranám í deildinni og um 30
í doktorsnámi. Ég vona að við náum fljótlega
því markmiði að útskrifa 10 doktora á ári.“
Sigurður bendir á að samningurinn hafi ekki
aðeins bein áhrif á nám og starf innan Háskól-
ans, heldur einnig innan heilbrigðiskerfisins.
„Háskólinn er í miklu samstarfi við Landspít-
ala – háskólasjúkrahús. Starfið er samofið, þótt
um tvær stofnanir sé að ræða, og fjöldi starfs-
manna starfar á báðum stöðum. Aukið fé til
kennslu og rannsókna skilar sér þannig beint í
aukinni þekkingu á sjúkrahúsinu.“
Sigurður segir læknadeild stefna að því að
efla þau rannsóknarsvið, þar sem hún stendur
þegar framarlega. Þar komi t.d. krabbameins-
rannsóknir og hjartalækningar strax upp í hug-
ann. „Ef við styrkjum enn frekar þau svið þar
sem við erum sterkust fyrir, þá getum við náð
því markmiði okkar að komast í hóp 100 bestu
háskóla heims.“
Aðdragandi samnings vandaður
Ólafur Þ. Harðarson er forseti fjölmennustu
deldar HÍ, félagsvísindadeildar. Hann segir út-
tektir hafa sýnt að Háskólinn hafi gert margt
ótrúlega gott, þrátt fyrir þröngan fjárhag. „Við
fáum nú tækifæri til að standa jafnfætis bestu
skólum Skandinavíu á 100 ára afmælinu 2011.
Aðdragandi samningsins var mjög vandaður.
Innan Háskólans hefur verið unnið að stefnu-
mótun, bæði heildarstefnu skólans og einstakra
deilda. Sú vinna hefur sýnt okkur fram á að
grunnurinn er góður, en við þurfum að vinna
mjög vel ef við eigum að ná metnaðarfullum
markmiðum okkar.“
Ólafur segir að þrátt fyrir stóraukið framlag
ríkisins þurfi skólinn að auka sértekjur sínar
um 1½ milljarð á ári til að ná markmiðum um
framúrskarandi kennslu, rannsóknir og stoð-
þjónustu. „Það fé þarf m.a. að koma úr rann-
sóknarsjóðum. Þetta er raunhæft markmið, en
kostar mikla vinnu.“
Fyrir félagsvísindadeild mun bættur hagur
koma fram í einstaklingsmiðaðra og betra
námi. „Við höfum þurft að hafa mjög fjölmenna
fyrirlestra, en í nútímalegum háskólum eru
færri fyrirlestrar, en fleiri dæmatímar og um-
ræðuhópar. Bestu háskólar leggja líka áherslu
á símat, þ.e. verkefnavinnu sem dreifist yfir
önnina, í stað skriflegra lokaprófa. Í deildinni
hefur hlutfall kennara og nemenda verið 1 á
móti 50, en í HÍ í heild er þetta hlutfall 1:21. Við
verðum að bæta þetta.“
Ólafur segir einnig mikilvægt fyrir háskól-
ann að bæta doktorsnám. „Í góðum háskólum
eru doktorsnemar nánast í fullu starfi, bæði við
eigin rannsóknir og við kennslu. Efling dokt-
orsnáms eflir bæði rannsóknir og bætir
kennslu og að auki er kennurum nauðsynlegt
að hafa doktorsnema.“
Háskólamenn telja byr í seglin
geta fleytt HÍ í hóp hinna bestu
Samningur menntamálaráðu-
neytisins og Háskóla Íslands um
eflingu kennslu og rannsókna
boðar nýja og betri tíð, að mati
háskólamanna. Ragnhildur
Sverrisdóttir ræddi við rektor,
deildarforseta og ráðherra.
Morgunblaðið/Kristinn
Gleði Kátir háskólamenn við undirritun samnings menntamálaráðuneytisins og Háskólans.
Í HNOTSKURN
»Háskólamenn telja samninginn mik-ilvægan fyrir allt háskólasamfé-
lagið, ekki bara Háskóla Íslands.
»Læknadeildin hefur verið sterkastarannsóknarvígi Háskólans. Aukið fé
til kennslu og rannsókna skilar sér beint
í aukinni þekkingu á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi.
»Samningurinn gefur HÍ tækifæri tilað standa jafnfætis bestu skólum
Skandinavíu á 100 ára afmæli skólans
2011.
rsv@mbl.is
REKTORAR þriggja háskóla sem
Morgunblaðið leitaði til samgleðjast
allir Háskóla Íslands vegna samn-
ings þess sem gerður hefur verið við
menntamálaráðuneytið. Búið sé að
marka stefnu sem vonandi eigi eftir
að efla allt háskólasamfélagið.
„Ég samgleðst Háskóla Íslands
yfir að hafa fengið þennan samning
en fyrst og fremst fagna ég því að
ríkið skuli leggja þetta mikið fé til
rannsókna og sýna það í verki að
ætlunin sé að byggja upp vísinda- og
þekkingarsamfélag,“ segir Svafa
Grönfeldt, sem tekur við starfi rekt-
ors Háskólans í Reykjavík eftir
helgi. „Hins vegar hefði ég kosið að
eitthvað af þessari upphæð hefði far-
ið í samkeppnissjóði, þar sem allir
bestu vísindamenn landsins gætu
sótt um, hvaðan sem þeir koma.“
Svafa segir að tilkoma HR og sú
samkeppni sem skólanum fylgdi hafi
haft jákvæð áhrif á háskólalífið í
landinu. „En það er ekki nóg að það
sé samkeppni um kennslu heldur
verður að vera samkeppni um rann-
sóknir líka.“
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri, segir nauðsyn-
legt fyrir háskólamenntun í landinu
að HÍ sé sterkur skóli. „Ég lít fyrst
og fremst á [samninginn] sem hvatn-
ingu til alls háskólasamfélagsins til
að gera betur.“
Hann segist ekki taka samn-
ingnum þannig að verið sé að gera
upp á milli háskóla. „Þarna er sett
fram ákveðin stefnumörkun um
styrkingu háskólastarfsins í landinu
og Háskóli Íslands sem leiðandi skóli
fær þarna fyrsta leik. Síðan verða
aðrir háskólar að sanna sig og ég er
viss um að þeirra starf eflist líka.“
Bryndís Hlöðversdóttir, starfandi
rektor Háskólans á Bifröst, segist
telja samninginn til marks um það að
til standi að auka framlag til allra há-
skólanna. „Við gerum ráð fyrir að
aðrir háskólar muni finna fyrir sömu
viðleitni,“ segir Bryndís. „Við á Bif-
röst erum í sókn og viljum áfram efla
okkar starf, ekki síst á sviði rann-
sókna. Við lítum því á þetta jákvæð-
um augum.“
Háskóli Íslands fær fyrsta leik