Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 18
Pakistan griða- staður al-Qaeda? Íslamabad. AP, AFP. | Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær að ekkert væri hæft í ásökun Bandaríkja- manna um að landið væri orðið griðastaður fyrir leiðtoga hryðju- verkanetsins al-Qaeda. Pakistanska utanríkisráðuneytið krafðist þess að bandarískar leyni- þjónustustofnanir veittu Pakistön- um upplýsingar um fylgsni Osama bin Ladens og fleiri leiðtoga al- Qaeda. John Negroponte, fráfarandi yf- irmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sagði þegar hann kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrradag að leið- togar al-Qaeda hefðu fundið „öruggt fylgsni“ í Pakistan og væru farnir að styrkja tengsl sín við öfgahópa í Mið- Austurlöndum, Norður-Afríku og Evrópu. Talsmaður ut- anríkisráðuneytis Pakistans sagði að ummæli Negroponte væru „röng“ og engin þjóð hefði gert meira í baráttunni við al- Qaeda en Pakistan. Talið er að leiðtogar al-Qaeda séu í felum í ógreiðfæru fjallahéraði í Pakistan þar sem hvorki pakist- anskar né bandarískar hersveitir hafa náð til þeirra. John Negroponte Cebu. AP, AFP. | Áform um að gera ASEAN, Samtök Suðaustur- Asíuríkja, að fríverslunarsvæði og einum stórum markaði að hætti Evrópusambandsins verða helsta umræðuefni leiðtoga sam- takanna á fundi þeirra sem hefst í dag í borginni Cebu á Filipps- eyjum. Leiðtogar aðildarlanda samtak- anna hafa samþykkt að semja stofnskrá ríkjasambands sem á að líkjast Evrópusambandinu og stofna fríverslunarsvæði ekki síð- ar en árið 2015, samkvæmt drög- um að lokayfirlýsingu leiðtoga- fundarins. Gert hafði verið ráð fyrir því að komið yrði á fríversl- unarsvæði í Suðaustur-Asíu árið 2020 en ákveðið var að flýta því um fimm ár. Í drögunum segir að stefnt sé að því að ASEAN-ríkin verði að einum markaði með lagalega bindandi reglum og „frjálsu flæði vöru, þjónustu, fjárfestinga og fjármagns“. Íbúar aðildarlandanna eru um einn sjötti af íbúum alls heimsins. Leiðtogar Kína og Japans sitja einnig fund ASEAN og vona að löndin tvö verði hluti af fríversl- unarsvæðinu þegar fram líða stundir. Margir ásteytingarsteinar Í drögunum að lokayfirlýsingu, sem birt verður eftir að fund- inum lýkur á morgun, er einnig fjallað um ráðstafanir til að vernda réttindi farandverka- manna. Embættismenn, sem und- irbjuggu leiðtogafundinn, vildu ekki svara því hvenær stefnt væri að því að samningaviðræðum um stofnskrána lyki. Ýmis ágrein- ingsmál gætu tafið viðræðurnar, meðal annars umdeild tillaga um að heimila löndum ASEAN að refsa öðrum aðildarlöndum. Litið er á slíka heimild sem leið til að hafa áhrif á herforingjastjórnina í Myanmar sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir brot á mannrétt- indum. Stefnt að fríverslunarsvæði                         ! !"#$%&'"!()* #+,#$-%,.!#$%, / $ ! .   .  . ) % & )  ,"  & ")*"0 $ 1   &   2 . 33 % % 2   "#$%&$  '&  () '&*+) %&-#!-)       )$! ,-./ (   4 001 )2  %  4133 ) 45 5  &34,66.7)24 % " 6 7 #  8 &9) )     / $ ' % 9. ) 3 :.9 6    -  33 + ;      "2  ) %  2; *)   )  ( <+)2  )   )     63,0        )$!& ")*"0           )2 +            (  !$(             ( - & ;% %  & ! . % =>7   ) )2=           2 & %             )   '  $3 ;  0$ ,'9  '&+ + 9) & "2   (  ( )  =(      / !; .<$&   (         2       9  !    +      ?   9   < - ;  =#> % 2%  & ;)        (  :   033 Búist er við, að á næstu 20 árum muni allt að 300 milljónir manna flytjast úr sveitum landsins og setj- ast að í borgum. „Í Kína horfumst við í augu við mestu mannflutninga í sögunni,“ segir í skýrslunni en búist er við, að eftir 2033 muni fólkinu heldur taka að fækka. Áætlað er, að Kínverjar yfir sex- tugt, sem nú eru 143 milljónir, verði orðnir 430 milljónir 2040 og ekki veldur það minni áhyggjum, að kon- um hefur fækkað hlutfallslega. Horf- ur eru á, að um 2020 muni um 30 milljónir karlmanna á giftingaraldri ekkert kvonfang geta fundið og er þessi staða einn af fylgifiskum þeirr- ar stefnu, að hjón eignist aðeins eitt barn. Eftir að farið var að kyngreina fóstur verða drengir fremur fyrir valinu en stúlkur þar sem litið er á þá sem skjól í ellinni. Peking. AFP. | Íbúar Kína verða orðnir 1,5 milljarðar árið 2033 og ljóst, að það mun reyna mjög á félagslegan stöðugleika í landinu, á um- hverfið, efna- hagslífið og á að- gang landsmanna að sameiginleg- um auðlindum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá kín- verskum stjórn- völdum en þar segir, að því miður hafi slaknað á því aðhaldi, sem áður var með fjöl- skyldustærð. Nú er fólk á vinnufær- um aldri, á bilinu 16 til 64 ára, 860 milljónir en verður 1,01 milljarður 2016. Fyrir stjórnvöld verður það ekki lítið verk að útvega atvinnu, menntun og félagslega þjónustu. Fólksfjölgunin reynir á innviði samfélagsins Nýburi 200 millj. á næstu 27 árum. 18 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÁÆTLUN George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga í banda- ríska herliðinu í Írak virðist njóta lít- ils stuðnings á þingi. Kom það ber- lega í ljós þegar Robert Gates, nýskipaður varnarmálaráðherra, kom fyrir hermálanefnd fulltrúa- deildarinnar og Condoleezza Rice utanríkisráðherra fyrir hermála- nefnd öldungadeildarinnar. Raunar var farið mjög mildum höndum um Gates en annað var uppi á tening- unum með Rice. Til þess var tekið hvað framkoma Gates var ólík fyrirrennara hans, Donald Rumsfelds, en hann gat ver- ið mjög afundinn og hryssingslegur, jafnvel ókurteis, í tilsvörum. Það átti ekki við um Gates, sem bar lof á her- málanefndina og flutti sitt mál skýrt og skilmerkilega. „Við getum öll hrósað happi með skipan þína,“ sagði Ike Skelton, formaður nefndarinnar. „Þakka þér fyrir að koma á okkar fund.“ Undir þetta tóku aðrir nefnd- armenn. „Hörmuleg mistök“ Þegar Rice kom fyrir hermála- nefnd öldungadeildarinnar var hins vegar engin miskunn hjá Magnúsi. „Brjálæðislegt rugl,“ sagði Chris Dodd um áætlun Bush og Joe Biden kallaði hana „hörmuleg mistök“. Repúblikaninn Chuck Hagel sagði áætlunina „mesta utanríkismála- klúður“ frá því á dögum Víetnam- stríðsins. Hagel, sem mun líklega sækjast eftir því að verða forsetaefni repúblikana 2008, hefur verið andsnúinn stefnu Bush í Írak í nokk- urn tíma en öldungadeildarþingmað- urinn Bill Nelson hefur stutt hana. Fram að þessu en ekki lengur. „Mér hefur ekki verið sagður sannleikurinn,“ sagði hann. „Hann hefur verið falinn fyrir mér hvað eft- ir annað.“ Þrátt fyrir orrahríðina hélt Rice ró sinni en Joe Biden sagði að fundi loknum, að nefndin, sem er skipuð 21 manni, hefði með örfáum undantekn- ingum lýst andúð og áhyggjum af Íraksáætlun Bush forseta. Ekki er þó búist við, að þingið muni beinlínis koma í veg fyrir hana. Hörð gagnrýni á áætlun Bush Lýst sem „rugli“, „mistökum“ og „klúðri“ á fundi hermálanefndar Orrahríð Condoleezza Rice er hún kom fyrir hermálanefndina. AFGANAR fylgjast með hundum eigast við í Kabúl, höfuðborg Afg- anistans. Hundaat er ævaforn íþrótt í Afganistan en var bannað í stjórnartíð talibana eins og margt annað, svo sem kvikmyndir og tón- list. Hundaat var hins vegar vakið aftur til lífsins eftir að stjórn talib- ana var steypt af stóli og nýtur mik- illa vinsælda. Allt að 10.000 manns hafa fylgst með bardögunum. Hundaat er haldið á hverjum föstudegi í Kabúl á haustin og vet- urna. Eigendur hundanna segja að hundaat sé bannað á öðrum árstím- um vegna þess að mikill hiti auki hættuna á því að hundarnir verði fyrir alvarlegum meiðslum. AP Hundaat vinsælt í Kabúl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.