Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 21 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Unnið er að und- irbúningi þess að markaðssetja söfn, sýningar og ýmsa ferðamannastaði á Reykjanesi sameiginlega undir heit- inu Blái demanturinn. Byrjað verður á fyrstu útgáfu í sumar. Vísar heitið til ferðamannahrings þar sem vík- ingaskipið Íslendingur og Víkinga- heimar eru áfangastaður, ásamt Bláa lóninu og sýningunni Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun og fleiri stöðum. Jafnframt er unnið að því að tengja sem flesta aðila í ferðaþjón- ustu og verslun þessu verkefni. Farið var yfir stöðuna við undir- búning uppbyggingar sýningarhalds í tengslum við víkingaskipið Íslend- ing í svonefndum Víkingaheimum í Reykjanesbæ á ráðstefnu í vikunni. Sýningarhús boðið út í apríl Miklar moldarmanir hafa verið gerðar í kringum fyrirhugaða Vík- ingaheima á Njarðvíkurfitjum og yf- ir stendur lokahönnun sýningarhúss. Víkingaskipið verður uppistaðan í sýningunni ásamt víkingasýningu sem byggist á stórri sýningu Smit- hsonian-stofnunarinnar sem sett var upp í Washington á árinu 2000. Sýn- ingin verður aðlöguð nýjum aðstæð- um. Lögð verður áhersla á mikilvægi siglinga á víkingaöld og gerð grein fyrir landnámi Reykjaness. Hægt verður að ganga um borð í Íslending og skoða skipið. Fram kom hjá Steinþóri Jónssyni verkefnisstjóra að fyrirhugað er að bjóða byggingu hússins út í apríl næstkomandi og opna sýninguna í júní á næsta ári. Þá er verið að undirbúa lifandi vík- ingagarð á svæðinu. Fram kom hjá Ásmundi Friðrikssyni verkefnis- stjóra að lögð verði áhersla á fróðleik og skemmtun. Meðal annars verður settur upp þingstaður, sjávarþorp, eldsmiðja og ýmis leiktæki, auk þess sem íslensk húsdýr verði á svæðinu. Ætlunin er að fólk verði ávallt við vinnu á staðnum, meðal annars við framleiðslu minjagripa. Hrint í framkvæmd Í nokkur ár hefur verið unnið að þróun hugmyndar um samtengingu ferðaþjónustu á Reykjanesi með nokkrum sterkum seglum undir heitinu Blái demanturinn. Íslending- ur ehf. hefur nú tekið yfir þá und- irbúningsvinnu af frumkvöðlunum og Steinþór Jónsson segir að hún sé komin á framkvæmdastig. Jafnframt hefur fyrirtækið tekið að sér umsjón með Brú milli heimsálfa. Ætlunin er að byrja í sumar að selja Reykjanes- miða sem veitir aðgang að mörgum ferðamannastöðum og afslátt af ým- iskonar þjónustu og vörum í versl- unum. Tilgangurinn er, að sögn Steinþórs, að vekja athygli ferða- fólks á þessu svæði, fá það til að koma við og skoða meira. Með þessu móti segir hann að einhverjar tekjur fáist strax sem sé mikilvægt fyrir þetta mikla verkefni. Byrjað verður að selja ferðir um „Bláa demantinn“ í sumar Naust Íslendings og Víkingaheimar opnaðir vorið 2008 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kynning Elisabet Ward Hightower undirbýr víkingasýninguna en hún vann við uppsetningu sýningar Smithsonian. Steinþór Jónsson fylgist með. Naust Sýningarhúsið á Njarðvíkurfitjum er nefnt Naust Íslendings. Sandgerði | Félagsþjónusta Sand- gerðisbæjar hefur tekið að sér fé- lagsþjónustu í Garði og Vogum. Samningur þess efnis og um sam- eiginlega barnaverndarnefnd fyrir sveitarfélögin þrjú var undirrit- aður í vikunni. Bæjarstjórarnir þrír gengu frá samningnum, Róbert Ragnarsson í Vogum, Sigurður Val- ur Ásbjarnarson í Sandgerði og Oddný Harðardóttir í Garði. Sameiginleg félagsþjónusta Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Grindavík | Bæjarstjórn Grindavík- ur hefur ákveðið að lækka álagn- ingarhlutfall lóðarleigu og frá- veitugjalds, til að vega á móti 15% hækkun fasteignamats á íbúðir. Á bæjarstjórnarfundi í vikunni lögðu fulltrúar minnihlutans, Framsóknarflokksins og Frjáls- lynda flokksins, til að álagning fast- eignaskatts, lóðarleigu og holræsa- gjalds yrði lækkuð um 13% til að vega á móti hækkunum fast- eignamats. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans, Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingarinnar. Í staðinn var samþykkt tillaga meirihlutans um lækkun lóðarleigu úr 1,6% af fasteignamati lóðar í 1% og lækkun fráveitugjalds íbúða úr 0,17% í 0,15%. Gjöld lækkuð í Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.